Morgunblaðið - 15.10.1964, Page 14

Morgunblaðið - 15.10.1964, Page 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. okt. 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslus t j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. BREZKU KOSNING- ARNAR OG STEFNU- SKRÁR FLOKKANNA Þ A Ð þykir varla fréttnæmt lengur þótt einhver syndi yfir Ermarsund, því að á hverju sumri reynir mikill fjöldi sundmanna við „kanalinn“, eins og Bretar nefna það. Og sumir synda meir að segja fram og aftur. Nokkrir hafa reynt að fara yfir sundið í sérstaklega út- búnum bifreiðum, aðrir i kaf- arabúningum, og svo mætti í flugdreka yfir Ermarsund lengi telja. Eitt nýjasta fyrir- bærið á þessu sviði er Frakk- inn Bernard Danis. Hann fór yfir sundið í flugdreka. Danis er 37 ára og hefur mikið yndi af sjóskíðum. Fyr- ir nokkrum dögum ákvað hann að fara með nokkrum félögum sínum yfir sundið á sjóskíðum. En Danis þótti þetta ekki nógu mikið „sport“, og hann ákvað því að reyna að fljúga á skíðunum frá Calais í Frakklandi til Dover í Englandi. Félagar hans tveir, Jean Martino og dr. Henri Fucs, kusu sjóleiðina. Bernard Danis fékk sér flugdreka einn mikinn úr næloni og sérstöku rólu-sæti. Og að sjálfsögðu hraðbát bú- inn 90 hestafla vél til að draga sig. Svo var lagt af stað frá Calais. Þegar hraðbátur- inn var kominn á ferð hófst flugdrekinn á loft og Danis með honum. Ferðin yfir sundið tók eina klukkustund og 41 mínútu, en hefði getað orðið styttri, ef stjórnendur hraðbátsins hefðu ekki villzt í þoku. Félagar Danis, þeir Martino og Fucs, lögðu af stað um leið og voru tuttugu mínútum á undan til Dover. — Flugdrekinn komst hæst í um tuttugu metra hæð, en stundum þaut hann rétt yfir öldutoppunum. Og þegar ferðinni var lokið sagði Danis að hann væri orðinn máttlaus í handleggjunum vegna þess hve báturinn kippti snöggt í dráttartaugina í öldununu * 17’osningar til Neðri mál- stofu brezka þingsins fara fram í dag. Um úrslit þeirra verður að sjálfsögðu engu spáð. Flestir telja, að mjóu muni milli hinna tveggja stóru flokka, íhalds- flokksins, sem farið hefur með völd í landinu í 13 ár, og Verkamannaflokksins, sem verið hefur í greinilegum vexti og sókn þetta síðasta kjörtímabil. Má raunar segja, að það gengi kraftaverki næst, ef íhaldsflokkurinn ynni fjórðu kosningarnar í röð og færi þannig samfleytt með völd í landinu í tæp 20 ár. Þegar athugaðar eru stefnu skrár brezku stjórnmálaflokk ánna, sem háð hafa harða bar áttu undanfarna mánuði um fylgi brezkra kjósenda, kem- ur í ljós, að þessum stefnu- skrám svipar mjög hver til annarrar. Allir flokkarnir leggja megináherzlu á hag- nýtingu tækni og vísinda í þágu brezkra atvinnuvega til efnahagslegrar uppbyggingar í landinu. Allir flokkarnir telja vísindin þannig lykil að nýju og betra lífi í framtíð- inni. Þess vegna lofa þeir kjósendum að leggja sig fram um að bæta áðstöðu hvers- konar rannsóknarstarfsemi og vísindalegrar vinnu, sem bjargræðisvegum lands- manna megi að gagni koma. Athyglisvert er, að Verka- mannaflokkurinn og íhalds- flokkurinn lofa nokkurn veg- inn sömu tölu nýrra íbúða á ári hverju til umbóta í hús- næðismálum, eða samtals um 400 þúsund nýjum heimilum á ári. Frjálslyndi flokkurinn tekur heldur dýpra árinni og lofar 500 þúsund nýjum heim ilum á ári. Það er einnig eftirtektar- vert, að íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn reikna báðir með sama hag- vexti í Bretlandi næstu fjög- ur ár eða 4%. Frjálslyndi flokkurinn lofar hinsvegar að tryggja 5% hagvöxt. Allir brezku stjórnmála- flokkarnir eru sammála um að lofa svæðabundinni upp- byggingu atvinnufyrirtækja í hinum ýmsu landshlutum. Telja þeir að Lundúnaborg sé orðin of stór og að brýna nauðsyn beri til þess að tryggja betur jafnvægi í byggð landsins. íhaldsflokkurinn er á móti allri frekari þjóðnýtingu brezkra atvinnuvega, en Verkamannaflokkurinn lofar að þjóðnýta stáliðnaðinn að nýju. Verulegur ágreiningur ríkir einnig um varnarmálin milli Verkamannaflokksins og íhaldsmanna. íhaldsmenn telja nauðsynlegt að Bret- land hafi yfir að ráða sjálf- stæðum kjarnorkuvopnum, en Verkamannaflokkurinn vill afsala Bretum slíkum vopnum algjörlega. Þrátt fyrir ágreininginn um varnarmálin og þjóðnýt- inguna er naumast gerandi ráð fyrir, að brezk stjórnar- stefna muni breytast stór- vægilega, þótt Verkamanna- flokkurinn kynni að vinna kosningarríar og mynda stjórn að þeim loknum. SORG Á FLATEYRI Á Flateyri við Önundarfjörð ^ ríkir nú sorg og söknuð- ur. Þetta 500 manna byggð- arlag hefur orðið fyrir miklu og tilfinnanlegu tjóni. Með vélbátnum Mumma, er sökk um síðustu helgi út af Barða, fórust fjórir menn, en tveir komust af. Nú er talið von- laust að vélbáturinn Sæfell frá Flateyri, sem leitað hefur verið að undanfarna daga, sé lengur ofansjávar, en með honum voru þrír menn. Sjö ) dugandi sjómenn frá Flat- eyri og úr Önundarfirði hafa þannig farizt. Að ástvinum þeirra og skylduliði er mikill harmur kveðinn. Missir tveggja stórra vélbáta er einnig mikið áfall fyrir at- vinnulífið á Flateyri. Við íslendingar erum hjálp fúst fólk, þegar sorg og vand- ræði ber að höndUm, einstakl inga og byggðarlaga. Flat- eyri hefur í senn orðið fyrir hörmulegum mannskaða og miklu tjóni á atvinnutækjum sínum. Að því leyti sem hægt er að bæta slíkt tjón verður að gera það. OLYMPÍULEIK- ARNIR lympíuleikarnir í Tókíó eru fyrir nokkru hafnir. Meira en 5500 íþróttamenn frá 94 löndum sækja leikana að þessu sinni. Ólympíuleikarnir eru tákn hinnar djúpu og einlægu þrá- ar mannkynsins eftir friði og bræðralagi. Á hinum frjálsa íþróttavettvangi mætast full- trúar æskunnar í öllum heimshlutum, piltar og stúlk- ur, synir og'dætur feðra, sem fyrir örfáum árum bárust á banaspjótum í andstæðum fylkingum hrikalegustu heims styrjaldar sögunnar. Æska heimsins er í dag hraustari og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. íþróttirnar eru ríkur þáttur í uppeldi hennar og lífi. Allar menn- ingarþjóðir keppast nú um að skapa æsku sinni sem bezt skilyrði til íþróttaiðkunar og líkamsræktar. Árangur þeirr- ar stefnu birtist nú meðal annars í glæsilegum afrekum á íþróttaleikvangi Ólympíu- leikanna í Tókíó. Við íslendingar eigum ör- fámenna en fríða sveit á þess- ari miklu íþrótta- og æsku- lýðshátíð. Fáni íslands blakt- ir því á stöng austur í Tókíó um þessar mundir. Við gerum ekki ráð fyrir stórum afrek- um okkar fólks, en við fögn- um því að okkar litla þjóð hefur síðustu áratugi getað búið þannig að æsku sinni á sviði íþróttamála, að íslenzk æska er í dag betur íþróttum búin en nokkru sinni fyrr, Ýmsir íslenzkir íþróttamenn hafa getið sér gott orð er- lendis og þátttaka okkar í Ólympíuleikjum er staðfest- ing þess, að íslenzkir íþrótta- menn eru hlutgengir þátttak- endur á alþjóðaleikvangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.