Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóv. 1964 zwm. Aðstoð við þróunarlöndin Á FUNDI í Sameinuðu þingi í gær maelti Ólafur Björnsson fyrir þingsályktunartillögu sinni um aðstoð við þróunarlöndin. Gerði hann grein fyrir tillög unni í ítarlegri ræðu. I»á gerði Hannibal Valdimarsson grein fyrir þingsályktunartillögu, Sem hann og fleiri flytja um héraðs- skóla að Reykhólum. Gisli Guð- mundsson mælti fyrir þingsálykt unartillögu, sem hann og fleiri flytja um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins. • Aðstoð við þróunarlöndin. Ólafur Björnsson (S) gerði greia fyrir þingsályktunartillögu, sem hann hefur tflutt, þess efnis, |að Alþingi álykti í að skora á ríkis- \ stjórnina að láta | fara fram athug ; un á því, með \ hverju móti ís- | land geti tekið | virkari þátt en nú er í því að veita þróunarlöndunum aðstoð til eflingar efnahagslegum fram- förum þar, og leggja niðurstöð- ur þeirrar athugunar fyrir Al- þingi að henni lokinni. Segir í greinargerð með tillögunni, að með þróunarlöndum sé að jafn- aði átt við þau lönd, þar sem Iþjóðartekjur á íbúa eru undir 400—500 Bandaríkjadollurum eða um þriðjungi þess, sem þjóð artekjur á íbúa nema á íslandi. í ræðu sinni sagði ólafur m.a. að hann áliti, að ekki gæti verið ágreiningur um það, að það væri rétt sem segði í greinar- gerð með tillögunni, að efnahags vandamál þróunarlandanna væru eitt mesta vandamálið, sem rnann kynið á nú við að etja. Útrýming hinnar sáru fátæktar, sem allur þorri fólks á nú við að etja í þess um löndum hlýtur að vera eitt- hvert mikilvægasta mannúðar- mál, sem nú er til úrlausnar, en málið hefur einnig sina stjórn- málahlið, því að á sama hátt og allt of ójöfn tekjuskipting milii þjóðfélagsstétta veldur jafnan ó kyrrð og átökum innan einstakra þjóðfélaga, getur allt of mikill Mfskjaramunur stofnað í hættu friðsamlegri sambúð þjóða. Ólafur skýrði einnig frá því, að öil Norðurlöndin hafa með höndurn umfangsmikla starfsemi á þessu sviði. Að undantekinni Svíþjóð eru þjóðartekjurnar á íbúa þó ekki hærri á hinum Norðurlöndunum en hér. Þær eru svipaðar og hér í Danmörku og Noregi, en talsvert lægri í Finnlandi. Sagðist hann minnst þekkja til, hvernig aðstoð við þróunarlöndin væri háttað Iþar, en vissi að hún var töluverð. Ólafur tók það fram, að það væri skoðun hans, að meira tóm læti hafi gætt af hálfu okkar Verzlunarfólk Verzlunarmannafélag Reykjavíkur efnir til félags- fundar í Lídó í kvöld kl. 20,30. Rætt verður um ný viðhorf í afgreiðslutíma verzlana. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Starfsmannafélag Ríkisstofnana 1939 — 25 ára — 1964 AFMÆUSFAGINIAÐIJR verður haldinn fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Sigtúni laugardaginn 28 nóvember 1964 og hefst kl. 20.30. Ávörp. Kaffiveitingar í boði stjórnar. Skemtiatriði: Róbert og Rúrik, Jón S. Gunnlaugsson. D A N S . Trúnaðarmenn eða félagsmenn eru beðnir að vitja ókeypis aðgöngumiða á skrifstofu félagsins Bræðra- borgarstíg 9, 5. hæð fimmtudag og föstudag kl. 17—19. STJÓRNIN. Ungiingsteipa óskast til sendiferða á skrifstofu vora. Vinnutími kl. 1—6 e.h. Íslendinga í þessu mikilvæga, al þjóðlega mannúðar- og menning armáli en æskilegt væri og því er tillagan fram borin, því að siðferðileg skylda einstakra þjóða, til þess að láta þetta mál til sín taka, hlýtur að vera háð efnahag, ekki fólksfjölda. Það væri óvéfengjanlegt, að íslendingar eru í hópi þeirra 10% íbúa jarðarinnar, sem hæst ar tekjur hafa. Okkur væri því siðferðislega skylt að athuga það, hvað hugsanlegt væri, að við gætum gert í þessu efni. Fleira kæmi til greina en fjár framlög til einhverra ákveðinna framkvæmda í þróunarlöndun- um. Hvað slík fjárframlög snerti, þá er það ljóst, að varla getur þar verið um að ræða framlög af okkar hálfu, sem um munar. En það er fleira en fjár hagsskortur, sem hamlar efna- hagslegri þróun þessara landa. Fáfræði almennings og öðru fremur skortur á verkkunnáttu eru ekki síður meðal mikilvæg- ustu orsaka þess, að lönd þessi Svíssneska völundarsmíðin Verð aðeins kr. 530,-. v ORBIT rafhlöðurakvélin er tilvalir Jóla og tækifærisgjöf Heildsölubirgðir Daníel ðlafsson & Co Vonarstræti 4. — Sími 24150. hafa dregizt aftur úr í efnahags- legu tilliti. Með þessu ætti hann ekki fyrst og fremst við skort á hámenntuðum sérfræðingum, því að á því sviði værum við vissu- lega ekki aflögufærir. Verkkunn átta í þessum löndúm er gjarn- an öldum á eftir því, sem er hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Slíkri kunnáttu gætum við mið lað þessum þjóðum, með því að senda menn til þessara landa í því skyni, að kenna það, sem að gagni mætti koma. Aðstoð við þróunarlöndin væri fyrst og fremst menningar- og mannúðarmál, þannig að komi til greina að veita slíka hjálp, verður það að vera í þeim til- gangi einum að gera gott ,án bakþanka um viðskipti við þess- ar þjóðir síðar eða fjárhagsleg- an ávinning í einni eða annari mynd. Við hefðum allmikil við- skipti við sum þróunarlandanna. Skylt væri og nauðsynlegt að vinna að því að efla slík við- skipti, Ieita nýrra markaða o.s. frv. enda hefðu verið uppi á Al- þingi á undanfömum þingum ýmsar tillögur um ráðstafanir í þeim efnum. Það væri allt sam an mikilvægt og góðra gjalda vert, en því má ekki blanda saman við það málefni, sem hér er um að ræða. Þrátt fyrir þetta mætti benda á það, að slík starfsemi kæmi ekki einungis að gagni þeim þjóðum, sem hennar njóta, held ur einnig þeim, sem hana láta í té. Það er ekki vafi á því, að sú reynsla og þekking sem feng izt hefur í sambandi við þær ráð stafanir, sem gerðar hafa verið til þess að efla hagvöxt í þróunar löndunum, hefur komið að miklu gagni í sambandi við ráðstafanir sem gera hefur þurft, til þess að efla hagvöxt í þessum löndum, sem aðstoðina hafa veitt. Væri ekki vafi á því, að þetta hefur haft sín áhrif á það, hvaða mark miðum hefur þótt æskilegt að keppa að í efnahagsmálum, eins og það hefur verið kallað, er nú jafnhliða og ekki siður lögð áherzla á það að efla hag- vöxtinn. Enda þótt aðstoð beri aðveita án bakiþanka um markaðsöflun og þess háttar, þá höfum við á alþjóðlegum vettvangi margvís- leg viðskipti við þróunarlöndin, þannig að velvilji þeirra getur orðið okkur mikils virði. En þátttaka í aðstoð við þau er lík- legri til að glæða þann velvilja en kaupsýsluviðskipti einvörð- ungu, án þess að á nokkurn hátt skuli reynt að gera lítið úr mikilvægi hinna síðarnefndu. Það kynni að hafa að sumu leyti bætandi áhrif á hugsunar- hátt margra íslendinga að kynn- ast því, hvað raunveruleg fá- tækt er, því að þó að fátækt sé vissulega vandamál einnig hér á landi og þjóðartekjum og þjóð- arauði sé noWkuð misskipt, þá eru þau vandamál þó smávaxin í samanburði við hliðstæð vanda I / Garðahreppil Afgreiðsla Morgunblaðsins í Garðahreppi, vill ráða tlreng eða stúlku til að bera Morgunblaðið til kaupenda í Hraunholts hverfi (Ásarnir) Silfurtúnið og Flatir. Afgr. Mbl. Hoftúni við Vífilsstaðaveg. Sími 51-247. mál þróunarlandanna og felst það þó ekki í þessum orðum, að ekki beri einnig að vinna að þessum vandamálum hér. Einar Olgeirsson (Albl.) kvaðst fagna mjög þessari til- lögu. Taldi hann það rétt, að ís- lendingar legðu sitt af mörkum til þessa mál- efnis, en það yrði fyrst og fremst gert með siðferðilegum stuðningi. Við myndum ekki mæta þeirri tor- tryggni, sem stórveldi verða fyrir þegar þau veita þróunarlöndunum aðstoð. Hið þýðingarmesta, sem við gætum veitt þessum þjóðum, væri kennsla og menntun. Ingvar Gíslason (F) sagði, að þessi mál væru mjög ofarlega á baugi í heiminum nú. Taldi hann, að Islendingum væri að mörgu leyti eins farið og þjóðum þróunarlandanna, einkum hvað varðaði skort á tæknimenntuðu fóiki. Hann kvaðst fella sig við hið hógværa orðalag tillögunnar, en taldi eðlilegra, að kosin hefði verið nefnd, sem fjallaði um þetta mál. Atkvæ'ðagreiðslu urn tillöguna var síðan frestað, og hún tekia út af dagskrá. Héraðsskóli að Reykhólum. Hannibal Valdimarsson (Albl.) gerði grein fyrir þingsályktunar tillögu, sem hann og Sigurvin Einarsson flytja um héraðsskóla að Reykhólum í Austur-Barða- strandasýslu. Sagði hann m.a., að Reykhólar hefðu öll hin helztu skilyrði til þess að vera héraðsskóli. Aflatryggingasjóður. Gísli Guðmundsson (F) gerði grein fyrir þingsályktunartillögu sem hann er flutningsmaður að ásamt 5 öðrum Framsóknar- mönnum, um að lög um afia- tryggingasjóð sjávarútvegsins verði endur- skoðuð. Felst I tillögunni enn fremur, að kos- in verði 7 manna milliþinganefnd í þéssu skyni og til þess að gera breytingar á lög- unum, eftir því sem henni þykir ástæða til. Kragh heim- sækir Rússland Frestar ísraelsför Kaupmannahöfn, 25. nóv. — NTB. JENS Otto Kragh, forsætis- ráðherra Dana, hefur þegið boð Sovétstjórnarinnar um að heimsækja Sovétríkin. Ekki hefur enn verið ákveðið um j tímann. Kfagh hefur nú af- ' lýst ísraelsför sinni, sem fyrir 1 dyrum stóð, vegna stjórnmála ástandsíns heima fyrir. Danir hafa haft samband við stjórn ísraels um að nýr tími verði | ákvarðaður fyrir heimsókn- ■ ina. Síld við Jökul AÐFARANÓTT miðvikudags voru um 30 bátar á síldveiðum undan JöklL Afli var lítill o-g misjafn. Hæstu bátarnir voru með um 200 tunnur, en margir fengu ekki neitt. Akranesi, 26. nóv. — Þrír bát- ar héðan fengu 320 tunnur af síld í nótt 10—14 sjómálur út af Öndverðarnesi. Anna fékk 160, Sigrún 130 og Höfrungur IH. 30 tunnur. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.