Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 26. nBV. 1964 MORCU NBLAÐIÐ 17 eru nú landsþekktir fyrir frábæra endingu, fallega áferð og gott verð. Leyfishafar talið við okkur áður en þér festið kaup annarsstaðar. S. Ármann Magmisson Heildverzlun Laugaveg 31. — Sími 16737. I.O.C.T. St. Freyja nr. 218. Fundur í kvöld kl. 8.30 í Góðtemplarahúsinu. Venju- leg fundarstörf. Hagnefnd sér um fundinn. Kaffi eftir fund. Æt. Fyrirliggjandi Umbúðapappír 40 cm og 57 cm. Kraftpappír 90 cm. Cellophanepappír í örkum. Smjörpappír 33x54 og 50x75 cm. Pappírspokar, allar stæðrir. Eggert Kristjánsson & Co. Hf. Sími 1-1400. TOSKUR m/matarílátum (Picnic). fyrir 2 — 4 — og 6 manns, Sérstaklega vandaðar og smekklegar. Alveg tilvalin jólagjöf. Geysir hf. Vesturgötu 1. Kynningarkvöld í kvöld og föstudagskvöld kl. 8,15 verða kynntar SABROE-FRYSTIVÉLAR í Vélskólanum í Reykjavík. DAGSKRÁ: Erindi:: Gunnar Bjarnason, skólastjóri og Páll Lúðvíksson, verkfræðingur. Sýnd verður og útskýrð SABROE-FRYSTIVÉL. Öllum, sem áhuga hafa á kælitækni og kælivélum, er boðið á þessi kynningarkvöld. Þátttaka óskast tilkynnt í síma 38-900. Rafmagnsdeild S.Í.8. 4 LESBÓK BARNANNA Hector Malot: Remi og vinir hsans 7. Barberin og Iveitinga- maðurinn töluðu há- stöfum um, hversu heimskulega mamma hagaði sér, að vilja ekki láta mig frá sér. Allt í einu stóð þessi ókunni, undarlegi maður upp og gekk að borðinu til þeirra. „Er þetta drengurinn, Sem þér vi'ljið losna við?“ spurði hann Bar- Iberin um leið og hann benti á mig. Skömmu síðar hafði Barberin ráðið mig í vist til ókunna manns- ins næstu tvö árin. Ég ótti að vera í sýninigar- flokki herra Vítalis. Svo jþessi undarlegi maður hét þá herra Vítalis. 8. „Hérna sérðu hina meðlimi flokksins", sagði herra Vítalis. Hann gpretti frá sér skinn- jakkanum og lítill api í rauðum, gullsaumuðum frakka gægðist fram. „Þetta er herra Jenko“, sagði Vítalis. „Jenko, vertu nú kurteis og heils- aðu!“ Janko sendi fing- urkoss í allar áttir. „Brio, heilsaðu að her- mannasið!" sagði Vítalis við stóra hundinn, sem strax reis upp á aftur- fæturna, lagði aðra fram- löppina á hjartastað, .en brá hinni upp til kveðju eins og hermaður. Því næst stigu allir þrír hundarnir fram, röð- uðu sér upp og hneigðu sig djúpt. SKRÝTLUR — Pabbi er það satt, að þú getir skrifað nafnið þitt í mýrkri? — Auðvitað drengur minn. — Viltu þá vera svo góður að slökkva ljósið og skrifa undir einkunna- bókina mina. — Heyrðu, pabbi, getur þú látið mig fá tvö hundruð krónur? — Hm! Hefurðu gert þér grein fyrir hvað hundrað krónur eru miklir peningar? | — Auðvitað! Annars hefði ég ekki beðið um 1 tvö. Richard Hughes: Garðyrkjumaðurinn og hvítu fílnrnir Skyndilega gróf kan- ínan sig niður í jarðhús eitt mikið og garðyrkju- maðurinn, sem fylgdi fast eftir, féll í loftköst- um niður. Fallið var samt ekki mjög hátt, en þegar hann hafði komið fótum fyrir siig og risið upp, var kaníuna hvergi að sjá. Þarna var fremur dimmt, en samt gat hann greint einhver stór, hvít dýr. Hann kveikti á eld- spýtu til að aðgæta þetta betur og sá þá, að hann var mitt á milli tuttugu eða þrjátíu hvítra fíla, sem allir lágu sofandi þarna í jarðhúsinu. Rétt í því vaknaði einn þeirra og spurði hann, hver hann væri, og hvers vegna hann væri þarna kominn. „Ég var að elta kanínu- ófétið“, sagði garðyrkju- maðurinn. Hvíti fíllinn virtist verða hræddur. „Hvað segirðu?" stam- aði fíllinn skjálfandi, „varst þú að elta fanga- vörð okkar, hina skelfi- legu, hvítu kanínu, sem enginn vogar sér að óhlýðnast“. „Já, reyndar", svaraði garðyrkjumaðurinn. „Þú ætlar þó ekki að segja stóru og sterku fílar, séuð þrælar þessarar heimsku, gömlu kanínu?“ „Auðvitað erum við það“, sagði hvíti fíllinn. „Og þið hlýðnist skip- unum hennar?“ spurði garðyrkjumaðurinn al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.