Morgunblaðið - 26.11.1964, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.11.1964, Qupperneq 3
íslendingar efslir í C-riðli SEXTÁNDA Olympíuskákmót- inu lauk í Tel Aviv þann 25 nóv. með sigri sovézku skákmeiaíar- enna. íslenzka skáksveitin sigr- aði í C-í?lokki, og hlaut þar með 29. sætið, en alls tóku 50 þjóðir þátt í keppninni. Árangur íslendinganna, sem eru allir um tvítugt, verður að teljast framar öllum vonum. t>eim tókst að verða fyrir ofan Sviss, Finnland oig Kolumbíu, en þessar þjóðir hafa á að skipa reyndum skákmeisturum. 1 Endanleg röð á mótinu er þessi:. 'V p A-riðill. Sæti 1-14. 1. USSR 36Vz 2. Júgóslavía 32 3. V-Þýzkaland 30 Vz 4. Ungverjaland 30 6. Tékkóslóvakía 26Vz 6. USA 27 Vz 7. Rúmenía 27 8. Búlgaría 27 9. Argentína 26 10. Pólland 24 11. Holland 21 12. Kanada 19 13. Spánn 17 Vz 14. ísrael 1714 B-riðill. Sæti 15-28. 1. A-Þýzkaland 3814 2. Svíþjóð 32 3. Danmörk 3114 4. England 31 5. Austurríki 2714 6. Perú 2714 7. Kúba 26 8. Noregur 2514 9. Mongólía 2514 10. Chile 24 11. Filipseyjar 2214 12. Ekvador 18 13. Paraguay 1714 14. Skotland 17 C-rionl. Sæti 29-42 1. ísland 3714 2. Sviss 3614 3. Kólumbía 35 4. Finnland 35 5. Venezuela 3014 6. Frakkland 2914 7. Grikkland 2714 8. íran 2314 9. Ind’land 22 10. Puerto Rico 2114 11. Tyrkland 2014 12. Mexico 20 13. írland 13 14. Monaco 12 D-riðill. Sæti 43-50. 1. Ástralía 2214' 2. S-Afríka 18 3. Bólivía 1514 4. Uruguay 1414 5. Portúgal 14 6. Luxemburg 12 7. Dóminikanska lýðv. 1014 8. Kýpur 5 13. umferö: A-riðill. USSR 2% — Tékkóslóv. 114 Rúmenía 2Va — Póliand 1% Júgóslavía 3 — Kanada 1 USA 2Vz — Argentína IV2 ísrael 3% — Spánn V2 Holl. 2Vz — Búlgar. lVz + 1 b. C-riðill. Kólumbía 2Vz — Sviss 1% íran 3 — Indland 1 Frakkland 2Vz — íraland Vz ísland 3 — Grikkland 1 Tyrkland 3 — Mexicó 1 Puerto Rico 3Vz — Monaco Vz Finnl. 2tá — Venezuela lVt MORGUNBLAÐiD ROTOLO-bræður ásami dr. PICARDO. Fimm blindir bræður fá sjón UNGI drengurinn á sjúkrahús inu opnaði hægt augun. Fyrst sá hann aðeins flöktandi skímu, síðan fékk hann of- birtu í augun, og loks greindi hann eftirvæntingarfull and- litin í kringum sig. „Geturðu séð? Geturðu virkilega séð?“ mælti faöir hans fullur undr- unar. Enginn hafði þorað að láta sig dreyma um, að þetta kraftaverk gæti nokkurn tíma gerzt. Það var í síðasta mánuði, að ítölskum lækni, dr. Luigi Pi- cardo, tókst að lækna fimm bræður, sem höfðu verið blind ir allt frá fæðingu. Rotolo- bræðurnir, sem eru frá fimm til fimmtán ára gamlir og bóndasynir frá Sikiley, geng- ust undir uppskurð til að f jar lægja himnu af augum þeirra, sem svipt hafði þá sjóninni frá fæðingu. Það var ekki uppörvandi fyrir Picardo, þegar hann hóf undirbúning að skurðaðgerð- inni til að færa drengjunum sjónina, að tvisvar áður höfðu þeir gengizt undir aðgerð, sem mistókst í bæði skiptin. Gleði hans verður því ekki með orðum lýst, er hann tók umbúðirnar af augum drengj- anna níu dögum eftir upp- skurðinn og komst að raun um, að allt hafði gengið fram ar björtustu vonum. Rotolo-bræðurnir eru nú á hvers manns vörum á Ítalíu. Þeir eru byrjaðir að læra að lesa og skrifa, leika sér við lömbin á búgarði föður síns og semja sig að þeirri miklu breytingu, sem orðið hefur á lífi þeirra. Þegar einn þeirra hafði orð á því, hve stórkost- .legt væri að geta nú S É Ð páfann, var þeirn þegar boðið í heimsókn í Vatikanið. Hamingjuóskunum rignir nú yfir dr. PICARDO úr öllum áttum. En fyrir hann eru það smámunir einir í samanburði við þá innilegu gleði, að hafa veitt birtu inn í líf fimm ungra drengja, sem alla sína ævi höfðu aðcins þekkt myrkr ið eitt. Bretar hyggjast ekki lækka gengi pundsins London 25. nóv. — NTB. BREZKA stjórnin hygigst ekki lækka gengi sterlingspundsins, þrátt fyrir ástandi’ð á þriðjudag, að því er góðar heimildir í Uond- on fullyrtu í dag. Því var bætt við að brezka stjórnin fylgist Benedikt GröndaL V arðbergsf undiir í Sögu í kvöld FRAMHALDSAÐALFUNDUR VARÐBERGS, félags ungra á- hugamanna um vestræna sam- vinnu, verður haldinn í kvöld í Hótel Sögu og hefst kl. 20:30. Að aðalfundarstörfum loknum, flytur Benedikt Gröndal, alþm., erindi: „Vandamál Atlantshafs- bandalagsins." Benedikt er ný- kominn af fundi þingmannasam- taka bandalagsins, þar sem þessi mál voru mjög til umræðu. mjög vel með hversu mól þessi þróast. Brezka stjómin telji, að ráðstafanirnar, sem þegar hafa verið gerðar, þ.e. forvaxtahækk- unin, muni verða til þess að treysta gengi sterlingspundsins er fram í sækir. Um miðjan dag í dag var gengi pundsins óbreytt miðað við Bandaríkjadollar, og er kaup- höillin lokaði, var gengið hið sama og um miðjan dag á þriðju- dag. Vantar vitni UM kl. 9.40 á mánudagsmorgun varð árekstur á gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar. Hér var um tvo utanbæjarbíla að ræða, fólksbíl og Landrover- jeppa. Báðir bílstjórarnir segjast hafa ekið inn á gatnamótin gegn grænu ljósi. Umferðardeild Rannsóknar- iögreglunnar hefur hug á að hafa tal af vitnum af atburðinum, og eru sjónarvottar vinsamlega beðnir að hafa samband við hana. Grænleitur vöru bill UM kl. 14.20 á miðvikudag ók grænleit vörubifreið með skóflur á palli suður Sólheima. Bílstjór- inn er vinsamlega beðinn að hafa samband við Umferðar- deild Rannsóknarlögreglunnar í síma 21100. Útvegsbanka- málið HIÐ svonefnda „Útvegsbanka- mál“, varðandi það, er starfs- menn bankans lögðu niður vinnu til þess að mótmæla ^stöðu veitingu, er nú hjá embætti Sak sóknara ríkisins. Þaðan mun það sennilega verða sent bæði við- komandi ráðherra, þ. e. banka- málaráðherra (viðskiptamála- ráðherra), og bankiaráði Útvegs banka íslands til umsagnar, áður en ákvörðun verður tekin um refsiaðgerðir. Slys í bv. Agli Skallagrímssyni PATREKSFIRÐI, 25. nóv. Varðskip kom hingað kl. 17 í dag með mann, sem hafði slasazt um borð í bv Agli Skallagríms- syni. Maðurinn, Bragi Guð- mundsson, hafði handarbrotnað á vinstri hendi við það, að keðja slóst í hann. Bragi er nú í sjúkra húsinu hér á Patreksfirði. — TraustL HEIMDALLUR F.U.S. MÁLFUNDAKLÚBBUR. í kvöld kl. 8.30 verður haldinn fundur í Málfundaklúbbnum. Umræðu- efnið þar verður: „Sjónvarps- málið“. Nýir þátttakendur eru alltaf velkomnir á fundi Málfunda- klúbbsins. KTAKSTCl\\1> Vegið að Hannibal Valdimars. Illa er nú vegið að Hannibal Valdimarssyni af samherjum hans, bæði úr liði Moskvukomim- únista og Framsóknarmanna. Hinir fyrrnefndu sögðu honum strax til syndanna, þegar hann boðaði það í setningaræðu á ASÍ þingi, að hann óskaði hlutfalls- kosninga. Sögðu kommúnistar það fráleitt og bönnuðu Hanni- bal að standa við fyrirætlun sína. Síðan hafa Moskvumenn hælzt mjög um yfir því, að þeim skyldi takast að hindra Hannibal Valdi- marsson í því að fá þessu stefnu- máli sínu framgengt og telja að niðurstaðan á ASÍ þingi hafi ver ið eins ákjósanleg og hugsazt gat. Er það rétt frá þeirra sjónar- miði, því að þeir hafa aldrei hugs að sér að launþegasamtökin ættu að þjóna hagsmunum meðlim- anna, heldur að þau ættu að nota í pólitískum tilgangi, og þá er að sjálfsögðu þægilegt fyrir Moskvumenn að þeir ásamt Fram sóknarmönnum akuli þar ö>llu ráða og hafa Hannibal Valdimars son að bandingja. Er Hannibal umboðsmaður “laumumanna"? f ritstjómargrein Timans er rætt um það, að verkalýðurinn þurfi að berjast fyrir ýmsum kjarabótum og síðan segir orð- rétt: „Þetta getur því aðeins orðið, að innan æðstu stjórnar verka- lýðssamtakanna séu ekki menn, sem ganga þar erinda kjara- skerðingaflokkanna og reyna á allan hátt að deyfa baráttuhug- inn og kjarkinn. Enginn vígi eru sterk, ef andstæðingunum tekst að eiga laumumenn innan virkis- veggjanna.“ Þarna er verið að andmæla skoðun Hannibals Valdimarsson- ar um það að heppilegast væri að kjósa til Alþýðusambands- stjórnar með hlutfallskosningu, þannig að allir megin áhrifa- hópar í verkalýðshreylfingunni ættu sína fulltrúa í stjórn sam- takanna. Forseta Alþýðusam- bands eru ekki vandaðar kveðj- umar. Það er sagt að hann berj- ist fyrir því að koma „laumu- mönnum" inn fyrir virkisvegg- ina„ en það mundi „deyfa bar- áttuhuginn og kjarkinn“, þannig að lítil von væri um það, að samtökunum tækist að gæta hags muna launþega. Jhaldsstaur kjara- skerðingarsteínunnar' Og enn er vegið að Hannibal Valdimarssyni. I ritstjórnargreia Tímans segir ennfremur: „Það er Framsóknarmönnum til sóma að stjórnarblöðin skuli þakka þeim, að fulltrúum íhalds ins var ekki hleypt inn í stjórn verkalýðssamtakanna. Verkalýðs hreyfingin þarf ekki síður að gæta þess, að andstæðingamir vinni hana ekki innanfrá en ut- an frá. Seinasta Alþýðusambands þing verður lengi talið merkilegt þing, vegna þess það gerði sér þetta nægilega ljóst. En rétt er að geta þess, að Framsóknar- menn eiga ekki einir þennan heið ur skilið. Fjöldi annarra verka- lýðssinna, m.a. úr stjóraarflokk- unum, var á sama máli, eða yfir- leitt allir þeir, sem ekki vilja tjóðra verkalýðshreyfinguna við íhaldsstaur kjaraskerðingarstefn unnar.“ Þarna er umbúðarlaust sagt að Ilannibal Valdimarsson hafi vilj- að „tjóðra verkalýðshreyfinguna við ihaldsstaur kjaraskerðingar- stefnunnar“ og leynir sér ekki, að verið er að liælast um yfir því, að tjóðrið hans Hannibals hafi lent á honum sjálfum. Hann sé nú reyrður bandalagi Moskvu- kommúnista og Framsóknar- manna og megi sig ekki hreyfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.