Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ ' Finfmtudagur 26. nðv. 1964 t--------------------\ JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni ____________________J Hann vorkenndi þér einhver ó- skiöp, og það fannst mér óþol- andi, því að ég vissi hvemig á þessum „veikindum" stóð. Ég hafði fullan rétt til að segja hon um hvernig í öllu lá. I>að var ekki nema sanngjamt gagnvart sjálfri mér! — Sanngjarnt gagnvart sjálfri þér? spurði Gail rólega en án þess að skilja hvað hún meinti. — Já, einmitt- Því að þá gat hugsazt að hann hætti að láta allt snúast um þig og taka ekki eftir neinum öðrum. Gail hafði verið reið við Mild red áður fyrir söguburðinn í Grant. En nú lá við að hún vor- kenndi henni. Það hlaut að vera hræðileg tilvera sem hún átti — eintóm vonbrigði og óánægja. En gat ekki stafað voði af þessu? Gail hafði alvarlegar áhyggjur af kunningsskap Mildred og Kala- vitch doktors. Brett var svo stór og fyrir- ferðarmikill að það lá við að hann fyllti forstofuna í matsöl- unni þegar hann kom að sækja Gail. Hann brdsti til hennar og lét skiína í hvítar tennurnat-. — Nú er orðið langt síðan sein ast, sagði hann. — Hef ég ekki verið þægur og góður drengur að hafa haldið mig í fjarlægð sVona lengi? hvaða verðlaun fæ ég fyrir það? Og svo faðmaði hann hana að sér og kyssti hana á munninn. Gail hrökk við og hrinti honum frá sér. — Ég held að þú sért brjálað ur, Brett sagði hún og hló vand ræðalega. — Mér finnst hundrað augu stara ó okkur. Þú veizt ekki hvað það er, að eiga heima í matsöluhúsi. Þar er tekið eftir öllu sem maður gerir, og hvert orð sem maður segir vegið á gull vog. En Brett hló. — Hong Kong *er gróðurhús gróusögunnar, sagði hann. — Eða svo segir hann fóstri minn, og hann veit hvað hann syngur. Maður getur ekki stigið tvö spor án þess að fólk viti hvert maður ætlar. Maður fær jafnvel ekki að hugsa í friði. 30 — Mér finnst þetta svo hræði legt, að það liggur við að mig fari að langa heim til Englands, sagði Gail. Brett dró hana að sér aftur og sagði: — En ég held nú samt að þú kunnir talsvert vel við þig í Hong Kong. Og ég get ekki neit að því að mér þylair vænt um það, því að það leggst í mig að þú verðir hérna talsvert lengi. — Þú mátt ekki tala svona, Brett, sagði Gail. — Við erum ekki trúlofuð ennþá, og ég víl alls ekki binda mig neinum að svo stöddu. Það var létt yfir þeim og þau hjöluðu og hlóu meðan þau óku upp í broddborgarahverfið, en þar átti Tom Manning stórhýsi með lúxusíbúðum. Hsung opnaði fyrir þeim og bauð þau velkom- in. Gail horfði talsvert lengi á hann í laumi, til að reyna að komast að raun um hvort það hefði verið hann, sem hún hafði séð bregða fyrir í garði Wongs kvöldið áður. Hún hafði ekki ver ið svo lengi í Hong Kong, að enn þá fannst henni flest kínversk andlit vera eins. Brett fór með hana inn í stóru stofuna, og þar stóð Tom Manning upp úr hæg- indastól og kom á móti þeim. Hann var fram úr hófi ástsam- legur er hann tók í höndina á Gail. Brett bað um að hafa sig afsakaðan í svip, meðan hann væri að hafa fatskipti. Gail þótti miður að hann skyldi fara frá þeim. Hvernig sem á því stóð kveið hún fyrir að vera ein með Tom Manning, og nú lagðist það í hana, að það væri að yfirlögðu ráði, sem Brett fór frá þeim, svo að fóstrinn fengi tækifæri til að tala við hana í einrúmi. Fyrst töluðu þau saman um daginn og veginn. Hann spurði hana hvernig henni líkaði starf- ið og hvað hún gerði í tómstund um sínum. Hún svaraði, að eins og stæði hefði hún svo mikið að gera á daginn, að hún yrði guðs- fegin að fá að hvíla sig heima að kvöldinu, enda væri hún ekki bú in að ná sér eftir veikindin enn þá. — En þér nenntuð þó að heim sækta herra Wong nýverið, ef mér hefur verið sagt rétt frá, sagði Manning. — Hsung var sendur þangað með böggul, og hann sá yður þegar þér komuð út. Áttuð þér eitthvert sérstakt erindi við Wong? Hann sagði þetta í rólegum viðræðutón, en Gail þóttist finna, að eitthvað alvarlegt lægi að baki spurningunni. — Hann hafði boðið mér í mið- degisverð, 'sagði hún. — en svo sagði þjónninn mér að hann hefði orðið fyrir slysi. Það hafði verið ráðizt á hánn í fáfarinni götu, og hann illa leikinn. — En fenguð þér kannske að tala við hann samt? Gail hikaði áður en hún svar- aði. Hún hafði hugboð um að hún ætti að segja sem minnst. — Ég var ekki nema fáar mín- útur inni hjá honum. Læknirinn var þar, og hérra Wong var svo illa haldinn að hann gat ekki talað. Hann hvíslaði einhverjum afsökunarorðum um að ég hefði farið þessa íöngu leið til ónýtis. — Var það allt og sumt? sagði Manning og hagræddi sér í hæg- indastólnum. — Þetta kvöld varð þá til ónýtis hjá yður? Hann horfði á hana með tortryggni um leið og hann sagði þetta, eins og hann tryði ekki einu orði af því sem hún hafði sagt. Það fór hrollur um hana og henni leið illa. Samskonar kennd hafði far- ið um hana þegar hún var í sumarhúsi Mannings í Djúpuvík. Tom Manning virtist á yfirborð- inu vera einstakt Ijúfmenni. Hversvegna fannst henni að hon- um væri trúandi til alls? — Þér hefðuð ekki átt að hlaupa svona burt, án þess að kveðja Brett eða mig, sagði hann í dálitlum aðfinnslutón. — Brett tók þetta nærri sér, eins og þér getið nærri. Hversvegna í ósköp- unum símuðuð þér til þessa læknis og báðuð hann um að sækja yður? Hversvegna biðuð þér ekki þangað til Brett kom heim? Haldið þér að hann hefði ekki ekið yður heim til yðar, I BlaðburðafóEk 'óskast til blaðburðai í eítirtalin hverfij Laugavegur frá 33-80 Vesturgata frá 44-68 Flókagata Lindargata Sími 22-4-80 KALLI KÚREKI —* — k— - 1. Þessi er of lítilL 2. þessi er of stór. ef þér hefðuð beðið hann um það? — Mér þykir leitt ef yður finnst að ég hafi sýnt yður ókurteisi, svaraði Gail — eftir alla gestrisnina, sem ég naut hjá ykkur báðum. En mig lang- aði til að komast heim til mín, svo að ég kæmist í tæka tíð í vinnuna monguninn eftir. Ég símaði til Haeburns læknis í stofnuninni og hann bauðst til að koma og sækja mig. — Mér finnst þér vera mikið með þessum lækni, sagði Tom Manning og var talsvert byrst- ur. — Ég hef ekki séð hann nema einu sinni, og ég iget ekki sagt að mér lítist sérstaklega vel á hann. Hann er ekki að mínu skapi — hann er of hlédrægur og dulur. Nei, ég hef lítið álit á svoleiðis fólki. Það kann að þykja mikilmennska af mér — en ég vil helzt vera með glað- legu ag opinskáu fólki .... eins og ég er sjálfur. En svo var það hitt, að mér fannst þér ekki vera nógu hress til þess að fara heim. Þér hefðuð átt að halda yður í bólinu í staðinn fyrir að fara að ganga um húsið, eins og Hsung sagði að þér hefðuð gert. Hann sagðist hafa rekizt á yður inni í skrifstofunni minni. Þér voruð að rýna í skúffu með gömlum vegabréfum, sem ég hef haldið saman í mörg herrans ár. Ég safna þeim eins og aðrir safna frímerkjum eða leikhússýninga- skrám. Eitthvað verður maður að hafa sér til dæigrastyttingar. Gail var sannfærð um að þetta hefðu ekki verið gömul vega- bréf, — að minnsta kosti litu þau út eins og þau væru ónotuð. Og hún fann greinilega að hann var að ljúga. — Eruð þér viss um að þér hafið ekki þekkt föður minn, herra Manning? spurði hún eftir stutta þögn. Oig um leið varð augnaráð hans kuldalegt og hvasst. — Ég hélt að ég hefði sagt yður nógu skilmerkilaga frá því. Ég þekkti hann ekki. Vitanlega rakst ég á hann við og við í gamla daga, áður en Japanar komu hingað. Ég get ekki saigt yður hve oft ég sá hann, því að nú er orðið svo langt síðan. Það er hægt að ségja að við höfum verið málkunnugir, en við vor- Teiknari: J. MORA um aldrei verulega kunnugir. — Vitið þér nokkuð um hvað varð af verzluninni hans föður míns, eftir að hann fór í fanga- búðirnar? — Nei, hvernig í dauðanum ætti ég að vita það? svaraði hann og yppti öxlum. — Mér datt bara í hug, að úr því að þér áttuð hérna heima fyrir stríðið .... Þetta var heild- söluverzlun ...... innflutnings- og útflutningsverzlun, alveg eins og yðar, en mér hefur aidrei tekizt að fá að vita hvað varð um hana. í raun réttri er ég eiigandinn að henni, ef enginn hefur keypt hana. — Það gæti hugsast að ein- hver hefði keypt hana. — En hvernig hefði það verið hægt, meðan faðir minn var í fangabúðunum? Og ef fyrirtæk- ið hefði verið selt — hvað hefði þá orðið af peningunum? — Jamm, hver ætti að vita það? sagði hann og yppti öxlum aftur. — Ég var veikur um það leyti, — miklu veikari en svo, að ég gæti lent í fangabúðum sjálf- ur. Það sem bjargaði mér var að ég þekkti japanskan hershöfð- ingja — og hann hlífði mér. — En þér getið þá ekki gefið mér neina leiðbeiningu um þetta? sagði Gail, því að hún vildi ekki gefast upp að svo stöddu. — Það væri hugsanleigt, að maðurinn sem brást föður mínum, hefði gert það til að sölsa fyrirtækið hans undir sig, og ég ætla ekki að gefast upp fyrr en ég hef komizt að hver þessi maður er! Ódýrasta og falleg- asta jóla- og nýárs- kveðjan til vina og kunningja erlendis <mm> lceland Review Glæsilegt rit á ensku um fsland og íslcndinga. Kostar aðeins 50 krónur. Fæst í bókaverzlunum. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ( YOÍ TH’ (bac YOU FELLERS AEE BREAKIN’UP ‘PAETMERSHIP? YOU WOULPM' BACK OME AN0THEI2 UPlN A FIS+IT? r TjJ 1. Þið kuiuiingjarnir eruð að si’ta félagssikapnum. Munduð þið ekki hjálpa hvor öðrum í slagsmálum? 2. Ef liann væri að drukkna, mundi ég kasta til hans akkeri. Ef hann héngi í snöru mundi ég toga í fæturna á honum. 3. Jæja, jæja, jæja. Ég bjóst ekki við að málin myndu skiptast svona. ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um tiLnokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Ey jaf jörð og víðar. I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.