Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóv. 1964 t Elskuleg móðir okkar GUÐNÝ BJÖRNÆS andaðist að morgni hins 25. þessa mánaðar. Hulda Björnæs, Ebba Björnæs Þór, Kristján Jónsson. Eiginmaður minn EIRÍKUR EIRÍKSSON Hlemmiskeiði, Skeiðum, lézt í Reykjavík 24. nóvember s.l. Ingibjörg Kristinsdóttir. Maðurinn minn GUÐNI GÍSLASON frá Krossi, andaðist 24. nóvember. Helga Þorbergsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn VIKTOR heiðdal aðalbergsson Skipasundi 75, frá Seyðisfirði, andaðist aðfaranótt 25. þessa mánaðar á Borgarsjúkra- húsinu. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 10,30 fyrir hádegi. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Sigríður Jónsdóttir. Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma JÓNÍNA BJÖRG JÓNSDÓTTIR Nýjabæ, Fáskrúðsfirði, andaðist í sjúkrahúsi Neskaupstaðar þriðjudaginn 23. þessa mánaðar. Hallur Pálsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Utför ELINBORGAR BJARNADOTTUR Sunnuhvoli, Vatnsleysuströnd, fyrrum húsfreyju á Arnarstöðum, Hraungerðishreppi, fer fram frá Hraungerðiskirkju laugardaginn 28. nóv- ember kl. *1 e.h. Vandamenn. Útför mannsins míns, BJÖRNS JÓHANNESSONAR fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 27. nóv, kl. 1,30 e.h. Jónína Guðmundsdóttir. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu SÍMONÍU SIGURÐARDÓTTUR Álftröð 7, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. nóv. kl. 10,30. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Börn, tengdabörn og bamabörn. Öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför elsku litla drengsins okkar og bróður BIRGIS sendum við kveðjur og hjartans þakkir. Sigurína Friðriksdpttir, Markús Guðjónsson, Árni Markússon, Ásta Markúsdóttir, Guðrún Markúsdóttir, Bryndís Markúsdóttir. Jarðarför móður okkar SVANHILDAR JÖRUNDSDÓTTUR frá Hrísey, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. nóv. kl. 1,30 e.h. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknar- stofnanir. Guðrún Pálsdóttir, Hreinn, Gestur, Bjarni, Gunnar, Jörundur, Bergur, og Svavar Pálssynir. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu mér vinar- hug á 70 ára afmæli mínu 18. nóv. s.l. — Lifið heil. Elísabet Jónsdóttir, Bárugötu-23, Akranesi. Innlega þakka ég öllum þeim sem sýndu mér vinar- hug, með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmælinu mínu 16. nóv. s.l. Óska ég ykkur allrar blessunar. Gunnl. J. Auðunn, Bakka. Hreinlæti er heilsuvernd Laugardaginn 28. nóvember kl. 8 opnum við þvotta hús að Síðumúla 4. Nýtt húsnæði, nýjar vélar, góð þjónusta. Einnig munum við reka áfram þvotta- húsið að Bröttugötu 3. Þvottahúsið Einir sf. Sími 12428. Stöður lögregluþjóna á Patreksfirði Óskað er eftir að ráða tvo fasta lögregluþjóna til starfa á Patreksfirði, frá og með 1. janúar n.k. eða síðar, ef umsækjendur geta ekki tekið við starfi frá þeim tíma. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins og sveitafélaganna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 23. des. n.k. Sveitarstjóri Patreksf j arðarhrepps. Gfuggatjaldastenpr Amerískar, V-þýzkar og Sænskar með öllu tilheyrandi. Ennfremur nickeleruð rör %“ — ]/z“ — V\“ og gluggatjaldagormar. Verzlunin BRYIMJA Laugavegi 29. Fasteignir tii sölu 4ra herbergja endaíbúð við Laugarnesveg. íbúðin er á 1. hæð, 115 ferm., auk þess fylgja tvær geymslur í kjall ara. Útb. aðeins kr. 450 þús. 300 þús. kr. lán getur fylgt til 15 ára. 3ja herb. 'ibúb á fyrstu hæð við Hringbraut íbúðin er mjög vel með farin. Hitaveita. 5 herbergja enda'ibúð á fyrstu hæð í sambýlishúsi við Hvassaleiti. íbúðin er 140 ferm. með tvöföldu gleri, harðviðarhurðum og teppum. Auk þess fylgir eitt herb. í kjallara. 5 herbergja jarðhæð við Melabraut, Seltjarnar- nesi. Selst fokheld, en húsið er pússað að utan. Sérinn- gangur, sérþvottahús, og gert ráð fyrir sérhita. Útb. að- eins 200 þús. kr. Skipa- og fasteignasalan Jensína Jensdóttir frá Spálconufelli í DAG fer fram frá Dómkirkj- unni útför Jensínu Jensdóttur frá Spákonufelli, ekkju Bene- dikts Fr. Magnússonar fyrrum bónda þar og síðar kaupmanns í Reykjavík. Jensína var fædd 25. ágúst 1871 að Spákonufelli, og var því rúmlega 93 ára, er hún lézt, Foreldrar hennar voru Jens Jósefsson bóndi þar og kona hans Steinunn Jónsdóttir (systir Björns á Veðramóti og þeirra systkina). Jensina var mjög vel greind kona og hugur hennar stóð til menntá, en á þeim tíma hafði æskufólkið ekki þá möguleika, sem því bjóðast í dag. Auk sjálfs menntunar stundaði hún nám við kvennaskólann að Ytri-Ey og einnig fór hún til Reykjavík- ur þar sem hún lagði stuna 4 saumanám um hríð. Árið 1909 giftist Jensína Bene- dikt Fr. Magnússyni og hófu þau þá þegar búskap að Spákonu- felli. Ráku þau þar stórt bú á þeirra tíma mælikvarða. Var Jensína búkona í bezta lagi, „og hélt öllu í sínum verkahring i föstum skorðum hefðbundinnar ættarvenju“, eins og gamall sveit ungi hennar hefur komizt að orði. Þar var allt á traustum grunni og þrátt fyrir harða vet- ur hvern af öðrum var aldrei skortur í búi á Spákonufelli. Þau Jensína og Benedikt bjuggu að Spákonufelli í 16 ár, en árið 1625 fluttust þau til Reykjavíkur þar sem Benedikt festi kaup á verzlun og starf- rækti hana meðan heilsan entist, Einnig keyptu þau húsið að Grundarstíg 3 og þar var heimili þeirra þar til Benedikt lézt 1955, og Jensína bjó þar til dauða- dags. Þau hjón eignuðust einn son, Jens, sem var prestur og um nokkur ár blaðamaður við Morgunblaðið. Lézt hann 4 bezta aldri, aðeins 36 ára gam- all, öllum harmdauði. Varð það þeim hjónum mikið áfall, en þau báru sorg sína með undra- verðu þreki. Frú Jensína var höfðingleg kona og stórbrotin, en hennar tími var öldin sem leið. Hefði hún sómt sér vel sem húsfreyja á höfuðbóli. Hún samlagað. ist aldrei umbrotum síðustu áratuga, enda færðist þá aldur yfir hana og heilsan tók að bila. Hún var sjálfstæð í hugs- un og vildi vera sjálfri sér nóg. Henni var það mikið kappsmál að fá að dvelja á eigin heimilj þar til yfir lyki, og það tókst henni með góðri umhyggju og aðstoð tengdadóttur og sonar- dætra. Var það henni mikils virði. Síðustu ævidagana gladdist hún yfir þeirri fullvissu að innan skamms gæti hún að nýju fagnað samvistum við eigin- mann sinn og son — og því er bjart yfir þeim degi, þegar þessi aldraða, göfuglynda kona er lögð til hinztu hvíldar. Þ. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.