Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26.~Róv. 1964 Framkvæmdanefndin Aukafull- 5. Yuri V. Andropov, ritari g. Pyotr N. Demichev, ritari 7- Leonid F. Ilichev, ritari g. yasily I. Polya.kov, ritari í miðstjórninni, sérfræðingur j miðstjórninni, efnaverk- . * miðstj., forstöðumaður í miðstj., sérfræðingur í í málefnum leppríkjanna fræðingur . áróffursskrifstofu flokksins landbúnaðarmálum 9. Boris N. Ponomarev, ritari lo^ Aleksandr. P. Rudokov, 11. Aleksandr. M. Shelepin, 12. Vitaly S. Titov, ritari i í miðstj., sérfræð. í málefn- ritari í miðstj. þungaiðnaðar ritari í miðstj., fyrrum yfir- miðstj., sérfræðingur í um erl. kommúnistaflokka sérfræðingur maður leynilögreglunnar skipulagsmálum. - Erfðastríðið í Sovétríkjunum Eftir Severyn Bialer, starfsmann Rann- sóknarstofnunar Columbia-háskóla í kommúnistiskum fræðum. Bialer er einnig kennari við ríkisréttar og stjórn- vísindadeild háskólans ÁN EFA marka hin snöggu endalok valdatíma Nikita Krús- jeffs 14. október sl. upphafið að langvinnri, flókinni og róstu- samri valdabaráttu í Sovétríkj- unum. Þrátt fyrir kyrrðina og friðinn, sem nú virðist ríkja í Kreml, þrátt fyrir yfirborðs- einingu leiðtoganna og opinber- ar fullyrðingar um að fram skuli haldið sömu stefnu í innan ríkis- og utanríkismálum, hlýt- ixr svalviðris skoðanaágreinings og sundurlyndis innan veggja Kreml að verða vart langt út fyrir þá. En þangað til það verð ur, er erfitt að spá nokkru eða jafnvel að geta sér einhvers til um það, hver — eða hverjir — hinna 24 leiðtoga, sem nú berj- ast um völdin í Sovétríkjunum, muni ganga með sigur af hólmi. Leonid I. Brezhnev og Alexei N. Kosygin standa að sönnu töluvert betur að vígi en aðrir sakir embættanna er þeir tóku viS af Krúsjeff, embætti aðal- ritara kommúnistaflokksins og forsætisráðherraembættinu. En það er engan veginn ljóst, hversu valdamiklir þeir eru í raun og veru. Þessum tveim þrautreyndu leiðtogum, sem lif- að hafa af aldarfjórðungs illvíg- ar stjórnmáladeilur í Sovétríkj- unum var skipað í stöður sínar fyrir samtök manna, er áttu sér það eitt markmið sameiginlegt, að steypa Krúsjeff af stóli. Þeg- ar nú ástæðan fyrir þessum sam tökum er ekki lengur fyrir hendi, verða þeir Brezhnev og Kosygin að berjast, berjast upp á líf og dauða, til þess að halda velli og styrkja aðstöðu sína. Það væri synd að segja, að hinir núverandi leiðtogar geti sótt sér mikla uppörvun í sögu undangenginna ára. Tveimur dögum eftir dauða Stalins, sem bar að höndum 5. marz 1953, var gerður opinber fyrsti listinn yfir leiðtogana eftir hans dag. Þar voru taldir 20 menn, sem sátu í öllum lykilstöðum innan flokksins og I helztu ríkisstjórn arembættunum. En hvað hefur orðið um þessa menn þennan áratug sem um er liðinn? Tveir (Beria og Bagir- ov), voru skotnir. Sex (Malen- kov, Molotov, Kaganovich, Bul- ganin, Saburov og Peruvkin) voru ákærðir opinberlega, rekn ir úr áhrifastöðum og hurfu brátt af sjónarsviðinu. Einn þeirra, Voroshilov, var opinber- lega ákærður, rekinn úr áhrifa- stöðu en var seinna aftur settur á skrá boðsgesta Krúsjeffs fyr- ir stórveizlur. Tveir (Ignatiev og Melnikov) hurfu smám sam- an af sjónarsviðinu eftir að hafa sætt harðri gagnrýni. Þrír þeirra eru ekki lengur meðal leiðtoganna, en sitja þó áfram í miðstjórninni og skipa þar áhrifastöður af annarri gráðu. Þessir menn eru: Arist- ov, sendiherra Sovétríkjanna í Póllandi, Mikhailov, sendiherra lands síns í Indónesíu, og Pos- pelov, forstöðumaður Marx- Lenin-stofnunarinnar. — Einn, Ponomarenko, var fjarlægður úr miðstjórninni gagnrýnislaust og gegnir nú fjórðu-gráðu emb- ætti. Aðeins tveir, Mikoyan og Suslov, reyndust lífseigari en Krúsjeff og eru nú í röð helztu leiðtoga Sovétríkjanna eftir hans dag. Engar þær grundvallarbreyt- ingar hafa orðið í Sovétríkjun- um síðan 1953, sem skapað hafi skilyrði til reglubundinna og tíðindalausra valdhafaskipta. — Það er heldur engin ástæða til að ætla, að núverandi keppi- nautar um erfðirnar hafi breyzt að ráði síðan októberdaginn er Krúsjeff var vikið frá völdum. Ef dæma má eftir opinberum skýrslum um störf þeirra til þessa er ekki fjarri lagi að á- lykta, að þeir muni meta per- sónuleg völd eins mikils og áð- ur. — En það er ekki aðeins reynsla fyrri tíma, sem leiðir allar líkur að því, að erfðadeilurnar verði langvinnar og erfiðar úrlausnar. Margt er það í Sovétríkjunum, sem hlýtur að auka deilurnar milli skoðanahópanna. Lögregluvaldið hefur sett svo ofan í stjórnartíð Krúsjeffs að það er mjög ólíklegt, að ógnar- stjórn eða blóðugar hreinsanir verði aftur upp teknar að nokkru marki innan flokksins til þess að gera út um valda- erfðirnar. Afnám ógnarstjórn- arinnar hefur þannig orðið til þess að keppinautarnir hvika ekki frá sókn sinni til valda og metorða vegna hótana um hræðilegar refsingar sem yfir vofi. Mál þau, sem arftakar Krús- jeffs þurfa nú að fjalla um, eru 1. Viktor V. Grishin, form. verkalýðsf., hefur lengi átt ,a3 ild að flokksvélinni i Moskvu svo mikilvæg, ógöngur þær sem alþjóðahreyfing kommúnism- ans hefur lent í svo miklar og nauðsyn þess að finna leiðir út úr þeirri stjórnarflækju og efna hagsvandræðum, sem Krúsjeff lét eftir sig svo yfirþyrmandi, að það er ekki við því að búast, að hinir ýmsu hópar manna, sem nú eru v'ð völd í Sovét- ríkjunum geti orðið á eitt sáttir um það sem gera þurfi. Það ^r svo mikið í húfi nú, að ákvarð- anir meirihlutans. eru ekki lík- legar til þess að aftra minni- hlutanum frá því að reyna að jafna valdametin. Tilvera minni hlutans er svo aftur á móti ein út af fyrir sig næg ástæða til þess að meirihlutinn hafi af hon um nokkurn beyg og líti á hann sem ógnun við stefnu sína. Mikill munur er á keppinaut- unum um völdin árið 1953 og árið 1964 og verður án efa til þess að draga valdabaráttuna nú enn á langinn og auka á spennuna í erfðastríðinu. Yfir núverandi leiðtogum Sovétríkj- anna hvílir undarlega keimlíkur grámi, þar sem aftur á móti leið togarnir, sem við völdum tóku eftir dauða Stalins, voru allir frægir að endemum um árabiL Baráttan milli Beria, Malen- kovs, Molotovs, Kaganovichs og Krúsjeffs var orusta fimm risa. í dag etja saman kappi tvær tylftir tiltölulega lítt þekktra embættismanna, sem eru svo líkir hver öðrum um afrek og fylgi, að sérhver þeirra hefur fullgilda ástæðu til þess að ætla að hann hafi jafnan rétt á við hina, að sækjast eftir æðstu metorðum í Sovétríkjunum og ámóta möguleika á að öðlast þau. Hugmyndafræði kommúnism- ans á líka áreiðanlega eftir a3 skapa mikla sundrung með leið- togum Sovétríkjanna. Það hljómar eins og öfugmæli, að hugmyndafræðin, sem gegnir því hlutverki, að sameina aðila að stjórnarforystunni í Sovét- ríkjunum gegn þeim hluta heims, sem ekki aðhyllist komm únismann, hefur einnig tilhneig ingu til þess að sundra einingu þessara sömu manna. Hug- myndafræðin eykur og skerpir ágreining manna, eflir rök og gagnrök og brennimerkir skoð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.