Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 26. nóv. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 15 um ríkisborgararétt heppna Nokkur orð Leifs hins SVO segir Ari í íslendinga- bók, „að á sex tugum vetra yrði ísland albyggt.“ Hafa menn þetta fyrir satt, og er talið, að lokið sé að mestu landnámum um og litlu eftir 930. Þegar á landnámsöld voru sett þing og greinir Ari Kjalarnesþing, er Þorsteinn setti Ingólfsson. Eyrbyggja getur um héraðsþing á Þórs- nesi, og fleiri mega verið hafa á landnámstímum héraðsþing. Vitnar þetta um tilraunir höfðingja til ríkjastofnunar. Af þessum tilraunum kemur upp hið islenzka allsherjar- ríki, með Alþingi, sem Ari getur um og fjöldi annarra heimilda, að sett var „að ráði Úlfljóts og allra landsmanna.“ Eru nú állir sammála um að telja stofnan hins íslenzka þjóðríkis hafa orðið 930, þótt sumir telji Alþingi hafa verið háð við Öxará nokkur ár fyrir þann tíma. Alþingi setti lög í landi og náðu þau yfir allt hið klenzka ríki. Virðist Alþingi hafa talið sér lögsögu yfir öllu því fólki, er kallað var vera „í vorum lögum,“ þ. e. mönnum á Is- landi, Grænlandi og íslenzk- um byggðum fyrir vestan haf. Margir telja nú eigi verið hafa í þann tíð, er stóð ís- lenzka þjóðveldið forna, jafn glöggvar reglur um ríkisborg- ararétt sem að nútíma lögum. Þó er það víst, að ekkert ríki getur til verið án þegna. Svo var og um hið forna íslenzka ríki. Til þess töldust fyrst og fremst goðorðsmennirnir, sem fóru hver með sitt ríki innan allsherjarríkisins. Þá voru þegnar íslenzka ríkisins all- ir þingfararkaupsbændur og raúnar allir frjálsir menn, enda taldist þetta fólk allt til alls herjar. Jafnvel þrælar og manfólk átti sinn rétt í þjóð- félaginu, en að vísu fyrst og fremst skyldur. Utan við lög og rétt og þannig sviptir þegn rétti voru skóggangsmenn og að sumu leyti sekir fjörbaugs- menn. Landnáma hermir, að Þor- valdur, son Ásvalds Úlfssonar, Öxna—Þóris sonar, og Eiríkur rauði, sonur hans, fóru af Jaðri fyrir víga sakir. Námu þeir land á Hornströndum og bjuggu að Dröngum. Þetta staðfesta aðrar heimildir, svo sem Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga. Telur Guðbrandur Vigfússon þessi atvik varla hafa orðið fyrir 950. Eigi vitum vér nú, hvort þeir feðgar hlutu á Jaðri sekt líkt sem skógarmenn á ís- Stytta Leifs heppna landi, en líklegt er það, enda varðaði þá mannvíg skóg- gangi að vorum lögum. Þeir feðgar hafa þannig eigi komið til íslands sem norskir þegn- ar. Hins vegar ganga þeir sem frjálsir menn inn í hið ís- lenzka þjóðríki, sem nú hafði staðið fullskipulagt í tuttugu ár, og hljóta þegar íslenzkan ríkisborgararétt. Hafa þeir verið menn mikils háttar. Eftir lát Þorvalds fær Eiríkur Þjóðhildar Jörundsdóttur Úlfs sonar, göfugrar ættar. Þá réðst Eiríkur norðan og bjó um hríð í Haukadal að Ei- ríksstöðum. Þar varð hann héraðssekur um vígaferli og fluttist nú út í eyjar. Bjó hann um tíma að Eiríksstöð- um í Öxney. Þá lenti hann í deilum við Þorgest hinn gamla Steinsson og felldi sonu hans tvo. Gerði hann Þorgest- ur sekan á Þórsnesþingi. Brá þá Eiríkur á stórmannlegt ráð og fór að leita lands þess, er Gunnbjörn, sonur Úlfs Kráku, sá, er hann rak vestur um haf og hann fann Gunnbjarnar- sker. í þeirri för fann Eiríkur Grænland og kannaði. Þrem árum síðar kom hann aptur. Barðist hann þá enn við Þor-_ gest. Eptir það voru þeir sætt- ir og hefur þá verið fram færð sýkna Eiríks. Fór nú Eiríkur og nam land á Græn- landi. Setti hann byggð sína í Brattahlíð. Þetta telur Ari verið hafa 935 eða 986. Eptir að þeir feðgar Þor- valdur og Eiríkur námu land á Hornströndum, hefur Ei- ríkur verið réttur íslenzkur ríkisborgari. Þann rétt hefur hann væntanlega misst, með- an hann var í sekt, en aptur hlotið, eptir að hann náði sættum við Þorgest, og hef- ur hann upp frá því aldrei verið annað en íslendingur. Böm þeirra Eiríks rauða og Þjóðhildar eru talin fjögur, Þorvaldur, Freydís, Leifur og Þorsteinn. Er Leifur líklega fæddur að Eiríksstöðum í Haukadal og eigi fyrir 965. Hann var því eigi aðeins bor- inn og barnfæddur á íslandi, heldur og af íslenzku foreldri, og þannig íslenzkur ríkisborg ari. Hefur hann aldrei þegið þegnrétt í neinu öðru ríki. Talið er, að Leifur hafi verið í kærleikum við Ólaf konung Tryggvason og gerzt hirð- maður hans. Engu breytir þetta um þegnrétt Leifs, þótt rétt kunni að vera. Algengt var á söguöld, að göfugir menn gerðust hirðmenn er- lendra höfðingja. Slíkt var sambærilegt við það, er menn nú þiggja heiðursmerki af er- lendum þjóðhöfðingjum. — Breytir þetta engu um þegn- rétt, eða, sem nú er kallað, ríkisborgararétt. Leifur hinn heppni hefur því aldrei verið annað en íslenzkur ríkisborg- ari. Eigi er þörf að gleyma því, að fyrstur Norðurálfumanna, sem fann Norður-Ameríku, var ekki Leifur heppni, þótt hann væri mætur maður, held ur Bjarni Herjólfsson, bónda- sonur af Eyrarbakka, en að visu af göfugu kyni. Engum hefur komið í hug að rengja það, að hann var íslenzkur ríkisborgari. Z setti saman. Páll Kolka skrifar vettvanginn í dag og ræðir um skáktafl stjórnmálamanna í sambandi við síðasta bindið af sögu Hannesar Hafstein, um heimsborgar- ann í Grjótaþorpi og nýja skýringu á þ ví hversvegna enn er rituð hér ís- lenzka að marki. ST J ÓRNMÁL AB ARÁTTUNNI hefur oft verið líkt við skáktafl, en þó er sú samlíking hölt, eins og flestar aðrar. f taflinu er að- eins einum manni í hvoru liði leyft að hafa sitt sjálf — sitt ego — og það er konginum, því að teflandinn gefur honum nokkuð *f sinni eigin sál, gerir sig eitt með honum með því að miða allt taflið við hann. Sigur kongsins er sigur teflandans, öllum öðrum mönnum má fórna. Þeir hafa að vísu sín persónulegu einkenni, sinn sérstaka gang, en þeir mega ekkert miða við sjálfa sig og sína hagsmuni. Stundum er það svo í lífinu eins og taflinu, að ef drottningin fellur, þá er kongin- um tapað taflið. Eitthvað þessu líkt kemur manni í hug við lestur síðasta bindis af hinni miklu og um- deildu tragedíu Kristjáns Alberts sonar um Hannes Hafstein. í því hatramma tafli, sem teflt var á skákborði íslenzkra stjórn- mála í upphafi þessarar aldar, hafði hver maður sitt sjálf, og sumir mjög flókið og fyrirferðar- mikið. Það tafl var líka frábrugð- ið venjulegri skák að því leyti, *ð flestir mennirnir gengu ridd- *ragang, alla vega skáhalt aftur ©g fram og út á hlið, ef frá eru skildir þeir, sem stóðu eins og hrókarnir yzt í fylkingararmi og blíndu beint fram, svo sem Bjarni írá Vogi og Benedikt Sveinsson. Þrátt fyrir augljósa samúð og *ðdáun Kristjáns á Hannesi Haf- Stein — stundum augljósa um of — þá vantar eitthvað í mynd þessa mikla foringja — ekki fyrst og fremst það, sem undan kann að vera fellt varðandi síð- •sta hluta ævi hans, heldur grein •rgerð fyrir því, hve honum, sem sýndi svo mikla diplomatiska hæfileika í viðureign við Dani, tókst illa að halda hollustu sumra elztu og ótrauðustu fylgis- manna sinna hér heima, svo sem mágs síns, Lár. H. Bjarnasonar og Hannesar Þorsteinssonar. Þeir hafa að vísu verið mjög óþjálir menn í samvinnu, en það er varla einhlít skýring. Kristján Albertsson hefur svipt hinum þjóðsagnakennda geisla- baug af ýmsum aukapersónum þessarar sögu, og gætt þær með því holdi og blóði, en það er eins og honum hafi að nokkru leyti láðst það, að því er höfuðpersón- una snertir. □ Frá skólaárum mínum minnist ég tveggja nágranna í Lækjar- götunni, snyrtilegra öldunga, sem báðir gengu í barndómi, en höfðu á sínum tíma farið með allmiklum sporðaköstum um þann stöðupoll, sem Reykjavík var fyrir aldamótin. Þetta voru þeir Sigfús Eymundsson og Þor- lákur Ó. Johnson, þá rúmlega sjötugir. Ég hef nýlega lesið ævi- sögu Þorláks, sem komið hefur út í tveimur bindum undir titl- inum Úr heimsborg í Grjóta- þorp, skráð af mikilli vandvirkni af Lúðvík Kristjánssyni, eins og þess höfundar var von og vísa. Maður hefur oft heyrt Þorláks getið sem upphafsmanns auglýs- ingatækni, þegar Reykjavík var Grjótaþorp steinrunninna verzl- unarhátta, en hér birtist þessi náfrændi, vinur og aðdáandi Jóns Sigurðssonar forseta sem eldheitur hugsjónamaður, mann- vinur og menningarfrömuður í umhverfi, sem mótað var af ör- birgð, deyfð og umkomuleysi. Þorlákur setti á fót Sjómanna- klúbb, fékk ýmsa unga mennta- menn til að flytja þar fyrirlestra og ræður, en í sambandi við klúbbinn var lesstofa, þat sem mönnum gafst kostur á lestri góðra bóka í stað þess að hanga utan við búðarborð verzlana á snöpum eftir brennivínsstaupi. Formaður klúbbsins var Árni Thorsteinsson landfógeti, einn vitrasti og bezti maður embætt- isstéttarinnar. Klúbburinn hélt einnig uppi dansskemmtunum, sem voru mjög sóttar og fóru vel fram. Þá kom Þorlákur upp söngkór drengja og var Sveinn Björnsson, síðar forseti, einn af meðlimunum, en drengirnir fengu sinn einkennisbúning og eigið merki. Hann hélt ókeypis jólaskemmtanir fyrir börn, stofn aði til verðlaunasamkeppni um leikrit, barðist fyrir kvenrétt- indum og stofnun dýraverndun- arfélags, þótt ekki næði sú hug- mynd fram að ganga. Það áhuga- mál, sem hann barðist þó lengst og bezt fyrir, bæði öll þau ár, sem hann dvaldist í Englandi og eftir að hann kom heim, var að brjóta á bak aftur hina dönsku eða hálfdönsku verzlunareinok- un, og koma á betri viðskipta- samböndum við England, auk þess sem hann vildi gera ísland að ferðamannalandi og byrjaði á útgáfu tímarits á ensku, sem átti að gefa skemmtiferðamönn- um upplýsingar um ísland. Loftkastala Þorláks Ól. John- son vantaði bæði fjárhagslegan grunn og festu, sem skapgerð hans sjálfs var varla fær um að veita. Jafnvel hans snjalla aug- lýsingatækni dugði ekki til að efla verzlun hans eins og þurfti, því að kaupgetu þessa bláfátæka bæjarfélags skorti, ófyrirsjáanleg óhöpp lögðu verzlunina í rúst og brutu sálarlegt þrek hans sjálfs. f meira en aldarfjórðung blakti hann sem skar í skjóli sinnar mikilhæfu og duglegu eigin- konu. Þó er hann einn af geð- þekkustu fslendingum 19. aldar- innar og í raun og veru lánsmað- ur, því að það er meira um vert að láta eftir hvít og blásin bein sín á þeirri leið, sem framtíðin mun feta til sigurs, en verða að saltstólpa í þeirri eyðimörk, sem samtíðin lætur að baki. Vel mega þeir, sem nú búa við margfalt svigrúm til athafna, minnast þessa manns, ekki aðeins sem frumherja nýrra viðskiptahátta, heldur engu síður sem mannvin- ar og menningarfrömuðar. 0 fslendingar eru ekki lengur neinir eftirbátar í auglýsinga- tækni, einkum þegar um er að ræða varning á boðstólum list- ar og bókmennta. Sú vörukynn- ing birtist stundum í dálítið skringilegri mynd, eins og þegar skrifuð er bókmenntasaga, sem nær frá upphafi fslandsbyggðar, og Þórbergs Þórðarsonar er getið við hverja af þeim ellefu öldum, sem síðan eru liðnar. Þar er þess getið í sambandi við Hávamál, að Óðinn hafi hangið á tré í níu nætur til þess að öðlast mann- vit og speki, og við það orðið endurborinn eins og Þórbergur. Sturlu Þórðarsyni er talið það til gildis, að við samningu ís- lendingasögu hafi það stundum komið fyrir, að hann hafi sýnt rithöfundahæfileika á borð við Þórberg, en Jón biskup Arason hafi verið fyndinn að upplagi, eins og forfaðir hans Egill og afkomandi hans Þórbergur. Eftir þetta verður maður ekki undr- andi á því að eitt af dagblöðun- um gerir þau orð að sínum, að Þórbergur sé spámaður, enda þótt ekki sé beinlínis tekið fram, hvorum hann líkist meir, Jesa- jasi eða Jeremíasi. Ef til vill skarar hann fram úr báðum. Ennfremur er sagt orðrétt: „Allir, sem nú rita íslenzku að marki, eru að meira eða minna leyti lærisveinar hans.“ Þá er sá dulardómur ráðinn, hvers vegna enn er rituð ís- lenzka og það m.a.s. að marki, eins og t.d. af þeim dr. Sigurði Nordal, dr. Einari Ól. Sveinssyni og dr. Steingrími Þorsteinssyni, svo að eingöngu séu nefndir nokkrir af prófessorum Háskól- ans. Þeir eru auðvitað að meira eða minna leyti lærisveinar Þór- bergs. — Utan úr heimi Framhald af bls. 14. hljóp drengurinn 8 km. leið í snjó og bleytu, heim til henn ar. Hann var örmMna, er hann féll í faðm fósturmóður sinnar og fékk að vera hjá henni áfram. En Petrov-hjón in sættu sig ekki við málalok in og nú krefjast þau þess að fá Kolja aftur, því að útséð er um að Shurik fæst ekki til að búa hjá þeim. Segjast þau eiga heimtingu á að fá Kolja vegna þess að þau hafi alið önn fyrir honum í níu ár. „Izvestija“ málgagn Sovét- stjórnarinnar, hefur tekið af- stöðu í málinu og segir, að báðir drengirnir eigi fá að vera þar sem þeir óska, og góðir foreldrar geti ekki vilj- að, að börn þeirra séu ó- hamingjusöm. Stingur blaðið upp á, að Petrov-hjónin haldi áfram að reyna að vinna hjarta Shuriks, í stað þess að valda öðrum óhamingju. Petrov segir, að drengirnir viti ekki enn hvað þeim sé fyrir beztu, og dómstólarnir hafa ekki kveðið upp úrskurð sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.