Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóv. 1964 Helgi Hallvarðsson, stýrimaður: Nokkur orð um slysavarnir I»AÐ hefur oft undrað mig að enginn forustumaður í málefn- um sjómanna, skuli hafa gert opinberlega athuigasemd við þær einkennilegu og ósmekklegu til- Ikynningar Vitamálastjóra, sem yfir útvarpshlustendur dynja á hverju kvöldi, rétt fyrir fréttir. Enginn forvígismaður slíkra mála, hjá öðrum þjóðum mundi leyfa sér, að bjóða sjófarendum upp á slíkt, að tilkynna ýmsar siglingahættur í útvarpi. Allar erlendar þjóðir hafa þá reglu á þessum hlutum að kalla út á neyðarbyllgjunni, SECUR- ITY, sem þýðir „siglingar- hætta“ og segja öllum skipum að hlusta eftir tilkynningu um siglingarhættu, á vissri bylgju sem jafnframt er gefin upp. Og er þetta gert á máli viðkomandi lands og ensku. Er þar aHt gefið upp sem í það og það skiptið er talið hættu- legt skipum, svo sem storm- sveipar, sem eru á leiðinni, rek- öld á hafinu, vitar sem loga ekki og annað það sem talið er sjó- mönnum viðkomandi. Hér er sá háttur hafður á, eins og ég gat um áður, að þess- ar tilkynningar eru látnar dynja yfir landsmenn í útvarpinu rétt fyrir kvöldfréttir. En um leið og landsmenn fá þessar tilkynningar yfir höfuðið, er erlendum sjófar- endum við íslandsstrendur gert lægra undir höfði, með því að þeim er ekki tilkynnt um þessa siglingahættu. En nú er svo kom- ið að ekki aðeins þeir sem í landi eru, heldur einnig sjó- mennirnir, eru farnir að loka eyrunum í hvert sinn og rödd út- varpsþulsins byrjar. „Frá Vita- málastjóra“. Það er líka annað sem er all hlálegt í þessu máli, en það er, að ef slökknaði á vita kl. hálf átta að kveldi eða eitthvað ann- að skeði eftir þann tíma, sem Vitamálastjóri teldi falla inn í sinn tilkynningarhring, þá liðu 24 klukkustundir þar til sú siigl- ingarhætta yrði upplesin í út- varpinu. Það hlýtur að vera almenn krafa þeirra sjófarenda, af hvaða þjóðerni sem þeir eru, sem sigla við íslandsstrendur, að þeim sé veitt sama þjónusta um tilkynningu um siglingahættu og aðrar þjóðir veita. í>að verður því þegar í stað ' að snúa við blaðinu og hætta þessum leikaraskap, og byrja á því kerfi, sem er alþjóðlegt. Sem saigt að allar þær tilkynn- ’ ingar sem berast um siglingar- hættu, í hvað mynd sem hún er, rekald á hafinu, Ijósviti — eða bauja loga ekki, radíóviti sendir ekki o.s.frv. á tafarlaust að senda til allra loftskeytastöðva kring- um landið, sem síðan kalla út SECURITY á neyðarbylgjunni strax og þeim berst tilkynningin, lesa hana upp á íslenzku og ensku á vissum byligjulengdum, og halda síðan áfram að senda hana út með vissu millibili, þar tíl þessari hættu er lokið; kveikt hefur verið á vitanum, rekaldið fjarlægt o.s.frv. Enn hefur hörmulegt slys skeð á sjó. Tveir fiskibátar með vöskum drengjum hafa horfið í hafið. Að vísu björguðust tveir af öðrum þeirra fyrir kraftaverk, en þjóðin finnur til með ást- vinum þeirra sem féllu. Um leið og ég flyt aðstandendum hinna látnu mína dýpstu samúð, bið ég þá afsökunar á því ef ég ýfi upp sár þeirra með þessum skrif- um. En ég tel það skyldu hvers sjómanns, ef hann sér eit/thvað sem hann telur vera ábótavant í öryggisútbúnaði sjómanna, að birta það á opinberum vettvangi, svo það megi lagfærast sjófar- endum til meira öryggis. Þá er fyrst að benda á kist- urnar sem björgunarbátarnir eru geymdir L Þetta eru þungar trékistur, sem festar eru niður í brúarþakið, og því einn mögu- leiki á móti hundrað að slíkt atvik eigi sér stað eins og þó gerðist nýlega að kistan fljóti upp. Þarna er því verkefni fyrir uppfyndirugarmenn að smíða kistu úr léttu efni sem opnar sig við vissan sjóþrýsting. A ég þar við ef ekki tækist að kom- ast að kistunni áður en skipið sykki, þá ylli viss sjóþrýstingur því að kistan opnaðist og björg- unarbáturinn flyti upp. En þó svo þessi hindrun væri yfirstígin ag björgunarvon sjó- mannsins kæmi fljótandi upp á yfirborðið, er önnur hindrun fyrir hendL sem orðið hefur möngum sjómanninum að fjör- tjóni, og verð ég að lýsa undrun minni yfir því að hvorki skipa- skoðun né Slysavarnafélagið sem teljast eiga forvígisaðstoð á sviði björgunarmála, skuli ekki hafa látið gera sérstakar ráð- stafanir í sambandi við björgun- arbáta eftir að bátur frá Horna- firði fórst fyrir tveimur árum, en þá kom það fyrst í ljós sem hefur endurtekið sig, að það er erfiðleikum bundið að ná því átaki á snúruna sem opnar fyrir kútana sem blása upp bátinn, þegar það þarf að gerast í sjó, við erfiðar aðstæður, eins og í stórsjó. Þeir sem annars mundu bjargast gætu verið horfnir áður en það tækist. Það hlýtur að vera hægt að setja á kútana öryggis- loka sem hægt er að opna fyrir með höndunum ,ef slíkt kemur fyrir sem að ofan greinir, og er ekki að efa að slíkur örytggis- útbúnaður getur bjargað mörgu mannslífi. Bátur var væntanlegur í höfn kl. 08 á sunnudagsmorgni. Þá var leytin að öðrum báti þegar hafin. Þegar líða tók á daginn og farið var að óttast um þann fyrrnefnda, stóð leitin að hinum enn yfir ag voru flugvél Land- helgisgæzlunnar og v/s Oðinn upptekin við það starf. Mig undr- aði þá að ekki skyldi vera send flugvél þegar í stað til að svip- ast um eftir fyrmefnda bátnum. Að vísu voru flugskilyrði ekki það góð að litlar flugvélar gætu athafnað sig, en stórar flugvélar, eins og flugvél Landhelgisgæzl- unnar, gátu það,‘ og því er mér spurn: Hversvegna var ekki leit- að aðstoðar Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli ag þeir beðnir um að senda björgunar- flugvél á vettvang til leitar? Bandaríkjamenn hafa alltaf brugðizt skjótt við, þegar sjó- farendur hafa verið hjálpar þurfi, og ég efast ekki um að svo hefði verið einnig nú ef til þeirra hefði verið leitað. Það hlýtur hver að sjá að það getur aldrei farið vel þagar tveir stjórna leit, sitt í hvoru lagi. Á ég þar við, að þegar báts er saknað þá er í flestum tilfellum leitað til Slysavarnafélagsins, sem síðan leitar til Landshelgis- gæzlunnar, sem sendir þá eitt eða fleiri skip á vettvang og flugvélina, en Slysavarnafélaigið byrjar síðan sína leit, frá landi án samráðs við Landhelgisgæzl- una. Slík leit getur aldrei borið 100% árangur. Landhelgisgæzlan hlýtur að eiga að vera fyrsti aðiljinn þegar óskað er leitar á sjó og Slysa- varnafélagið númer tvö. Land- Sonur Chaplins fetar í fótspor fööur síns CHARLIE Chaplin hefur i æviscgu sinni lýst bernskudötg unum í Lundúnaborg, þar sem hann bjó við fátækt og vol- æ'ði og baráttu sinni til þess að komast burt, verða frægur og verða ríkur. Það sem honum þótti bezt við það, hve ríkur hann loks varð, var þó það, að hann sá fram á, að hann myndi geta veitt börnum sínum allt það er hann sjálfur fór á mis við í bernsku, öryggL eftirlæti og góða menntun. En margt fer ö'ðruvísi en ætlað er og börn Chaplins hafa ekki reynzt þolinmóðir þiggjendur allsnægtanna, sem faðir þeirra vildi halda að þeim. Elzta dóttirin, Gérald- ine, lærði dans í Lundúna- borg, þvert ofan í vilja föður síns, sem er lítið gefið um frægð þá, sem stýlkan hefur nú aflað sér á sviðinu og utan þess, hvar fyrir hana er tæp- leg'a eina að saka, því sá sem ber nafn Chaplins getur sig hvergi hreyft án þess að vera Ijósmyndáður í bak og fyrir. Og nú er Miohael, næzt- elzta barnið, líka horfinn úr glæsilegum heimkynnum Capl in-fjölskyldunnar í Sviss — farinn til Lundúna eins og systir hans áður, að leita sér frægðar og frama. Það er nokkuð síðan strákurinn fór, en það hefur verið heldur hljótt um hann. Michael vildi nefnilega fyrst standa alger- lega á eigin fótum og af^reiddi í búð á daginn en stundaði jazz-k.lúbba á kvöldin. Og ein hverju sinni er hann var á leið heim úr einum slíkum datt þeim það í hu.g félögun- um áð fjarlægja eitthvað af öllum þeim peningum, sem saklausir ferðamenn láta af hendi rakna við gamlan o.g góðan brunn þar í borg ef ske kynni að þeir ættu þá aftur- kvæmt til Lundúna ellegar þeim yrði örlætið til gæfu og gengis á annan máta. En ham ingjan var ekki piltunum sér- lega hliðholl, það kvöld enda freklega gengið á hennar hluta, og lögreglan tók þá í sína vörzlu fyrir tiltækkið. Vegna þess og svo hins, að búðarmennska átti ekki sem bezt við hann, lét Michael svo lítíð um síðir, að þiggja af föður sínum dálitla peninga til þess að borga fæði sitt og húsnæði meðan hann væri að læra í Royal Academy of Dramatic Arts. Því Michael vill verða leikari eins og fað- ir hans og eins og Géraldine, sem hefur nýlokið við fyrsta w. Michael Chaplin giuggar í gamla bók úti við sjó og harff- neitar að láta sjá sig á Savoy, þar sem faffir hans heldur til þegar hann er í Lundúnaborg. Þrjú barna Chaplins, Gérald- ine, Joséphine og Michael, í hlutverkum sínum í mynd- inni „Limelight". Michael hef- ur líka leikiff í annarri mynd föffur síns og Géraldine er farin að leika í frönskum kvik myndum. Joséphine er enn ekki farin aff láta aff sér kveða aff því er vér bezt vitum. „alvöru“ hlutverk sitt, lítið hlutverk í franskri mynd. Hálfbróðir þeirra systkina Sidney, sonur Chaplins úr fyrra hjónabandi er líka dável kunnur leikari og leikstjóri. En þegar Oharlie Ohaplin kemur til Lundúna býr hann á Savoy og þangað stígur Michael ekki sínum fæti, Michael býr í einni útbong Lundúna hjá fátækri verka- mannafjölskyldu, foreldrum „vinkonu“ sinnar, Janine Cordel'l, sem er áð læra að dansa eins og Géraldine áður. Michael er auralaus og á ekki fyrir fötum og kærir sig koll- óttan. Hann foragtar fína fólk ið og gengur sjálfur eins og umrenningur til fara eða beatnik með hár ofan á axlir og klæðist lörfum að minnir á fyrstu myndir föður hans. Heima í Sviss situr Charlie gamli Chaplin með konu sína og yngri börn þeirra fim.m eða sex, sem enn eru ekki farin að fara sínar eigin göt- ur. Út um allan heim lesa menn um bernsku Chaplins í Lundúnaborg og vikna er hann lýsir fátæktinni þar og baslinu sem hann átti baráttu sinni fyrir að losna úr eymd- inni verða frægur og ríkur og geta veitt sér og sinum allt það sem hugurinn girntist — en uppkomin halda börn hans beina lei'ð til Lundúna á vit bernsku föður síns, fátækt- arinnar og eymdarinnar, sem hann vildi firra þau, en líka á vit leiksviðsljósanna, frægð- arinnar, sem þau telja sér eins vísa og hún var honum. helgisgæzlan á að geta leitað til 'Slysavarnafélagsins þegar leitar er þörf á landi eða aukaleitar í lofti, líkt og lögreglan getur leit- að til hjálparsveita skáta, þegar umfanigsmikil leit er gerð að týndum manni. Það mun koma að því fyrr eða síðar að tilkynningarskylda báta muni verða að lögum. Þá þarf stórt og umfangsmikið kfirfi til þess að fylgjast með öllum fiski- flota íslands. Ég tel að Land- helgisgæzlan sé bezt til þess fallin að hafa slíkt eftirlit með höndum. Og yrði hún þá að sjálfsögðu að byiggja upp sitt kerfi þannig að vakt yrði höfð allan sólarhringinn á loftskeyta- stöð hennar, og einn ábyrgur maður yfir vaktinni og gæti hann gripið til skipakosts Land- helgisgæzlunnar ag flugvéla, þegar þykja þyrfti til leitar og björgunar, jafnframt því sem hann hefði yfir að ráða, sérstök- um neyðarlínum sem lægju til allra loftskeytastöðva í kringum landið og símstöðva. Það er ósk mín og von að ör- yggismál sjómanna komist á það stig, að hver sá sem á sjóinn fer geti verið öruggur um það, að um borð í skipi hans sé hinn fullkomnasti öryggisútbúnaður, og að með honum sé fylgzt úr landi, þannig að ef eitthvert óhapp hendir þá séu björgunar- skipin fljót á vettvang. Keflavík Athygli kaupmanna og verzlunarstjóra í Keflavík er vakin á því, að sala á flugeldum í Keflavík er bönnuð öðrum en þeim, sem fengið hafa sérstakt leyfi lögreglunnar til slíkrar sölu. Þá er athygl'i sömu'aðila vakin á að engar nýjar samþykktir bæjarstjórnar eru varðandi lokunar- tíma sölubúða í Keflavík og er hann sá sami og verið hefir undanfarin ár. Bæjarfógetl. Keflavík Athygli skal vakin á að samkvæmt 5. gr. lögreglu- samþykktar Keflavíkur er bannað að kveikja á púðri, skoteldum eða nokkru öðru sprengiefni, á götum eða yfir svæði sem almenningur fer um. Þó getur lögreglan veitt undanþágu varðandi skot- elda. Leyfi lögreglunnar þarf til að tendra bál eða ganga með blys. Bæjarfógctl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.