Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 6
MORGU N BLAÐIÐ ' Fimmtudagur 26. nóv. 1964 Hús rannsóknastofnana sjávarútvegsins við Skúlagötu Sveánn Benediktsson: Starísemi Rannsóknarstofu Fiski- félagsins er til ómetanlegs gagns fyrir sjávarútveginn SL. SUNNUDAG var í einu dag- blaðanna, sem að vísu verður sízt talið það markverðasta, veizt mjög ómaklega að Rannsókna- stofu Fiskifélags íslands. Var þetta gert í blaðaviðtali, sem nefnt var „Sildariðnaður og rann sóknarstörf". Sagt er í greininni varðandi rekstur síldarverk- smiðja: „í síldariðnaðinum vant- ar stofnun sem hefði það verk- efni að fylgjast með og samræma allar rannsóknir, jafnframt því sepfi hún beitti sér fyrir nýjung- um og miðlaði því bezta á hverj- um tíma til verksmiðjanna. Fiski- félagið hefur aðeins sinnt þessu lítilsháttar fram til þessa og ætla ég ekk4 að kasta hnútum að því sérstaklega. En svona vinnubrögð eru okkur til skammar og þyrftu sem fyrst að heyra fortíðinni til“. Svo mörg eru þau orð. Þeir sem fylgzt hafa með störf- um Rannsóknastofu Fiskifélags íslands fyrir síldar- og fiskimjöls- iðnaðinn, sem dr. Þórður Þor- bjarnarson veitir forstöðu, verða agndofa af undrun þegar þeir heyra slíkan sleggjudóm, ekki sízt þegar ummælin eru lögð í munn manns, sem um tíma starfaði sjálfur á vegum Rannsóknastofu Fiskifélagsins, þótt hann hafi í byrjun þessa árs látið þar af störfum. Vísindalegar rannsóknastofur í þágu atvinnuveganna eru ómiss- andi í nútíma þjóðfélögum. Vér íslendingar höfum borið gæfu til þess að skilja þetta. Eng- in þjóð, sem ekki hefur yfir meira fjármagni að ráða, hefur komið sér upp jafn fullkominni Rann- sóknastofu í þágu fiskiðnaðarins sem vér íslendingar. Það eru ekki aðeins húsakynnin og áhöld- in í húsi Rannsóknastofnana sjávarútvegsins við Skúlagötu, þar sem Rannsóknastofa Fiskifé- lags íslands og Fiskideild At- vinnudeildar Háskólans eru til húsa, er gert hafa garðinn fræg- an, heldur það starf sem þessar ítofnanir hafa innt af höndum. Rannsóknastofa Fiskifélagsins hefur m.a. beitt sér fyrir fullnýt- ingu á hráefni verksmiðjanna. Rannsóknastofan veitti aðstoð við að koma upp fyrstu soðeim- ingartækjunum í síldarverk- smiðju. Hafa aðgerðir verksmiðj- anna fært sjávarútveginum hundruð milljóna króna viðbót- artekjur, vegna betri hagnýting- ar hráefnisins. Rannsóknastofan benti á leiðir til þess að hagnýta slógið, sem til fellur við fiskaðgerð, svo að það er nú að fullu nýtt. Rannsóknastofan hefur haldið uppi kerfisbundnum athugunum á nitritinnihaldi í síldarmjöli og öðru fiskimjöli, sem hér er fram- leitt. En það er gert í þeim til- gangi að þetta sterka rotvarnar- efni sé ekki misnotað, því að þá getur það verið hættulegt. Rannsóknastofan framkvæmir rannsóknir reglulega til þess að meta fóðurgiidi fiskimjölsins. Hún annast margsháttaðar efna greiningar í þágu fiskiðnaðarins. Hún hefur vakandi auga á nýj- ungum í fiskiðnaði og lætur í té margháttaðar upplýsingar og dreifir út fræðsluritum varðandi hann. Þá má geta þess, að dr. Þórður Þorbjarnarson hefur aflað og dreift til félagsmanna í Félagi ísl. fiskimjúölsframleiðenda upp- lýsingum um markaðsmál, sem oft hafa orðið að ómetanlegu gagni fyrir framleiðendur. Rannsóknastofan hefur leið- beint og kennt ýmsum efnafræð- ingum og aðstoðarmönnum hin sérstöku störf, sem efnafræðingar í síldar- og fiskimjölsverksmiðj- um þurfa að inna af hendi og stundum lagt til menn af eigin starfsliði til þessara starfa. Síðast en ekki sízt efnagreinir Rannsóknastofan sýnishorn af öllu mjöli og lýsi, sem út er flutt frá íslandi og er þessi mikilvæga framleiðsla seld skv. vottorðum Rannsóknastofu Fiskifélags ís- lands til ómetanlegs hagræðis og hagsbóta fyrir íslenzkan sjávar- útveg. Framleiðendur á þessum út- flutningsvörum hjá öðrum þjóð- um verða að sætta sig við, að verð vörunnar sé miðað við efna- greiningu í landi kaupandans, að hálfu eða öllu leytL Er þetta til marks um það traust, sem Rann- sóknastofa Fiskifélags íslands nýtur bæði innanlands og utan. Rannsóknastofan hefur til um- ráða eina hæð og bakhúsið i byggingu Rannsóknastofnana sjávarútvegsins við Skúlagötu. Þar starfa nú 15 manns. Forstöðu maðurinn er dr. Þórður Þorbjarn- arsson, eins og fyrr segir. Auk hans starfa þar efnafræðingarnir Geir Arnesen, Jóhann Guðmunds son og Júlíus Guðmundsson og ennfremur gerlafræðingarnir dr. Sigurður Pétursson og Guðlaug- ur Hannesson. Annað starfsfólk stofnunarinnar hefur einnig sýnt kunnáttu og lipurð í starfi. Síldarverksmiðjur ríkisins og Félag ísl. fiskimjölsframleiðenda eru stofnuninni þakklát fyrir mikilvæg og margþætt þjónustu- störf, sem hún hefur látið þeim í té til ómetanlegs gagns fyrir þessa aðila og sjávarútveginn I heild. Ég hef heyrt starfsémi Rann- sóknastofu Fiskifélagsins hrósað að verðleikum af öllum innlend- um sem erlendum, sem haft hafa af henni einhver kynni, fyrir ut- an þessa einu hjáróma rödd, sem að framan er nefnd. Ef slíku að- kasti er ekki mótmælt, þá er á- gætt starf vanþakkað. Sveinn Benediktsson. Guðmundur J. Einarsson „Kalt er við kórbak'7 persónusaga Guðmundar J. Einarssonar ÚT ER KOMIN bók Kalt er við kórbak eftir Guðmund J. Einars son frá Brjánslæk. Bókin kemur út á forlagi Skuggsjár. Á kápu er kynning á bók þessari og segir þar m.a. „Höf- undur hefur frá mörgu að segja á sjó og landi, utanlands og inn- an. Hann segir frá hvort sem í •hlut á nánasta skyldfólk hans, félagar hans á íslandi eða yfir- læknir og hjúkrunarfólk á Vífil- stöðum. . . Þetta er saga manns, sem þurft hefur að þola þrautir og sorgir og oft hefur átt erfiða daga“. — Síðan segir að Guð- mundur sé skáldhneigður draum- óramaður, sem mikið hefur lesið og yrkir sér til hugarhægðar. Sendisveinar óskast Vinnutími kl. 6,30 f.h. og kl. 1—6 e.h. Snjórinn Mikið finnst mér alltaf lifna yfir bænum, þegar snjóföl leggst yfir allt og veðrið er kyrrt, bjart, en svalt. Þetta er nú eitthvað skemmtilegra vetrarveður en þessi sífellda rigning, sem er alveg óþolandi orðin. En ég geri ekki ráð fyrir að við höldum sjónum lengi nú fremur en fyrri daginn. Hann byrjar að rigna aftur, ég er alveg viss um það — og svo heldur hann áfram að rigna — og rigna, eins og venju lega. (Vonandi verður mér ekki að spá minni). Guðsþjónustur í Firðinum Úr Hafnarfirði hefur borizt bréf þar sem kvartað er yfir því, að barnaguðsþjónustur séu aldrei haldnar í Firðinum. Spyr bréfritari, hvort laun presta séu eitthvað lægri þar suður frá en annars staðar á landinu — t. d. í Reykjavík — þar sem prestar eru óþreyttir á barnaguðsþjónustunum. Mér finnst í rauninni alltaf mjög leiðinlegt og óviðeigandi, þegar fóik setur einhvern upp mælingarkvarða á kristilegt safnaðarstarf — en auðvitað verða prestar að lifa eins og aðrir — og úr því að við höf- um hér ríkiskirkju, þá er það alls ekki óeðlilegt, að þeir skipi sér í flokk með öðrum ríkisstarfsmönnum. Starf frí- kirkjusafnaðanria hlýtur hins vegar að vera annars eðlis. Ég nota bara þetta tilefni til þess að drepa á þessa hlið kirkjunnar og kirk(justarfsins. Hafnarfjarðarprestar eru vafa laust ekki ver launaðir en aðr- ir — og vona ég að úr rætist með barnaguðsþjónustur í Firðinum mjög fljótlega. — Skátarnir og ýmsir aðrir þar syðra hafa sýnt, að góður grundvöllur er fyrir margs konar félagsstarfi í Firðinum og vonandi verður bréfritara að ósk sinni um að barnaguðs- þjónustur verði þar eins oft og hægt er að koma við. Þessir karlmenn Og hér kemur bréf frá frú nokkurri, sem telur niig hafa brugðizt illa vegna óska um fjársöfnun til kaupa á sjálf- virkri þvottavél með þurrkara fyrir þríburamóðurina. Frúin segir þetta m.a.: Kæri Velvakandi. Ég má til að segja þér til syndanna, þó ég sé varla penna fær. Þú gefur glöggt dæmi um skilningsleysi karlmanna á hla.tverki húsmóðurinnar. Mér finnst undirtektir þínar við frúna sem vildi gangast fyrir söfnun fyrir sjálfvirkri þvotta- vél með þurrkara handa „þrí- buramóðurinni“, fyrir neðan allar hellur. Þú veizt greini- lega ekki að þesskonar vél er á við vinnukonu fyrir barn- margar konur. Þessar vélar spara ótrúlega mikinn tíma, ekki bara við þvottinn, heldur er alveg óþarfi að strauja bleyjur og fl. úr þeim.“ Sem betur fer hef ég ekki þurft að standa í bleyjuþvotti um dagana og má því vel vera, að ég sé ekki jafnskilnings- ríkur í máli þessu og ég ætti að vera. En í þessu tilefni á frumkvæðið því að vera í hönd um kvenna. Ég læt ekki af þvi áliti mínu. B O S C H rafkerfi er í þessum bifreiðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPE VW Við höfum varahlutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. ■Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.