Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 27
1 Fimmtuðagur 26. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 27 — Hroðalegar lýsingar ' Framhald af bls. 1 út úr flugvélinni vafin inn í teppi. Hún missti móður sína brezka, og bróður sinn. Faðir- inn særðist alvarlega og liggur nú á sjúkrahúsi í Leopoldville. Ung belgísk skólatelpa, Agnes að nafni, sagði að hún hefði ver- ið í haldi í mánuð. „Uppreisnarmennirnir fóru ekki illa með mig og nokkrar vinkon- ur mínar", sagði hún. „En vesl- ings nunnurnar, kennararnir okkar og prestarnir fengu að kenna á því“. VÉLBYSSUSKOTHRfÐ Á AFMÆLISDAGINN * Max Debuisson, verkfræðing- ur, sem fyrr er getið, sagði að síðustu þrír dagarnir, áður en gislunum var bjargað, hafi verið verstir. „Monnie (dóttir þeirra hjóna) átti fjögurra ára afmæli daginn sem þeir skutu á okkur úr vélbyssum. Ég mun aldrei meðan ég lifi gleyma þessu“. Debuisson sagði að þremur dögum óður en þeim var bjarg- að hafi hann og fjölskylda hans verið flutt úr húsi þeirra, þar sem þau höfðu verið í stofu- fangelsi, og flutt í hótel, þar sem fyrir voru um 200 evrópskir gislar. „í gærmorgun, rétt fyrir birtingu, var okkur safnað sam- an og farið með okkur niður í garðinn. Þar heyrðum við flug- vélagný, og vonin um björgun kviknaði. En ég hugsaði með skelfingu til þess, hvað yrði um Katie (eiginkonuna) og Monnie litlu. „Ofursti úr liði uppreisnar- manna sagði okkur að við ættum að ganga út úr bænum og af- hendast Belgíumönnum. Þetta var það fyrsta, sem við fengum að vita um að það væru Belgar en ekki hvítir málaliðar, sem komið höfðu okkur til bjargar. Við hófum gönguna niður göt- una, en eftir 50 metra gang var okkur skipað að setjast. Upp- reisnarmenn færðu sig spölkorn frá, sneru sér síðan við og hófu skothríð á okkur. Þetta var hrein og bein slátrun“. „ALDREI JAFN FEGINN“ Ég kastaði mér yfir Monnie og Katie, sem voru við hlið mér. Ég fann hvernig ég reyndi að grafa oklkur niður í götuna með fingrunum meðan kúlurnar hvinu yfir höfðum okkar. Ég heyrði neyðaróp þeirra, sem þær höfðu hitt. Síðan heyrði ég einn uppreisnarmanna segja: — Nú veltum við þeim við, og sjáum um þá, sem enn eru á lífi. „f því að- uppreisnarmennirnir tóku að nálgast okkur, var kjrafta verk það eina, sem ég gat von- ast eftir. Og kraftaverkið gerð- ist. Fyrir næsta horn kom bel- gískur fallhlífarhermaður með_ vélbyssu í höndunum. Ég hefi aldrei verið jafn feginn að sjá hinn brúna og græna emkennis- búning. Fleiri fallhlífarhermenn fylgdu honum, og er þeir sáu, hvað þarna var að gerast, hlupu þeir áfram og skutu frá mjöðm- inni á uppreisnarmenn, sem tóku til fótanna og flýðu. Öllu var nú lokið. Ég lá þarna í rykinu og hélt dauðahaldi í Monnie en tárin streymdu niður kinnar mínar. Sömu sögu var að segja um Katie“. CARLSON VAR f HÓPNUM Debuisson var að því spurður, er hann kom til Briissel, hvort hann hefði séð bandaríska trú- boðslækninn Carlson. „Að sjálfsögðu“, svaraði hann. „Allir þekktu hann. Fram á síð- ustu stundu veitti hann þeim læknishjálp, sem á henni þurftu að halda. Hann tilheyrði okkar hópi, og hann dó á Lúmúmba- torgi í gær, þegar skotið var á okkur. „Það veit Guð, að Carlson var hugrakkur maður. Hann vissi, að búið var að dæma hann til dauða, en hann hugsaði aldrei um sjálfan sig, heldur aðeins um það fólk, sem þurfti á honum að halda. Hann var staddur nærri mér er skothríðin á okkur Helgimynd úr brezku silfri. Listmunauppboð í da» SIGURÐUR Benediktsson held- ur uppboð á listmunum í Þjóð- leikhúskj allaranum kl. 5 í dag. Er þetta annað uppboð Sigurð- ar, þar sem aðeins eru seldir listmunir, en venjulega hafa þeír aðeins fylgt með á málverka uppboðum. Auk málm-, fíla- beins- og postulínsmuna, verða einnig boðin upp 5 persnesk teppú Þrjátíu og átta númer eru á skránni, en mörg aukanúmer munu hafa bætzt við sjðustu dag ana. Af því sem upp verður boð- ið, má nefna japanska konu með blævæng, 20 sm. háa, skorna í fílabein, japanska smið, Helgi- mynd, 27 sm. háa úr brezku silfri; Austurlenskt sjal úr hör og silfri, sem vegur 1210 grömm, kaffisett fyrir 12 manns, smellt silfur og postulín frá Hertel- Jakob í Bæheimi; 3 veggskildi varðandi ísland úr dönsku postulíni, og löggilt tveggja lítra brennivínsmál frá 1075 með stimpli kóngsins. Frá vinstri: Bjarni M. Magnús son, fundarritari, Guðmundur Asmundsson, hrl. og Guðm. H. Garðarsson, formaður undirbú ningsnefndar, á stofnfundi Stéttarsambands fiskiðnaðarins í gær. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) — Stéttarsamband Framh. af bls. 28 aðalstjórn með honum: Margeir Jónsson, Keflavík, Tómas Þor- valdsson, Grindavík, Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, Bogi Þórðar- son, Patreksfirði, Óskar Sigurðs- son, Vestmannaeyjum, Bjarni Jóhannsson, Akranesi, Bjarni V. Magnússon, Reykjavík og Vil- hjálmur Ingvarsson, Reykjavík. í varastjórn voru kosnir Valdi- mar Indriðason, Akranesi, Baldur Jónsson, ísafirði, Vernharður Bjamason, Húsavík, Ásgrimur Pólsson, Keflavík, Hörður Vil- hjálmsson, Hafnarf., Jón Jónsson, Hafnarfirði, Guðmundur Þor- björnsson, Reykjavík, Benedikt Jónsson, Keflavík og Ásgrímur Halldórsson, Hornafirði. Svipmynd af stofnfundi Stéttarsambands fiskiðnaðarins ■ gær hófst. Ég sá hann síðan ekki, þar sem ég kastaði mér yfir Monnie litlu, en þegar ég stóð upp, lá hann á götunni með kúlu gegnum höfuðið. Eftir all- ar hótanirnar við hann dó hann af hreinni tilviljun. Uppreisnar- menn vissu ekki einu sinni hvern þeir höfðu skotið'Y VIÐBJÓÐUR Margir starfsmenn Rauða Krossins, sem tóku á móti flótta fólkinu í morgun, gátu ekki var izt gráti, er þeir heyrðu hinar hroðalegu lýsingar þeirra, sem lifðu blóðbaðið i Stanleyville. Fyrrverandi starfsmaður Belgíustjórnar í Kongó var mætt ur á flugvellinum til að taka á móti bróður sínum og systur. Hann fékk þau tíðindi að þau hefðu bæði verið skotin aðeins örfáum mínútum áður en hjálp- in barst. Ung kona stóð ein sér í rign- ingunni og starði tómum augum fram fyrir sig. Hún missti 3 mánaða garnalt barn sitt í skot- hriðinni í Stanleyville í gærmorg un. 12 ára gamall drengur sat ein- samall og beið ættingja sinna. Þeir höfðu hinsvegar verið rist- ir upp með langhnífum í blóð- baðinu. En þrátt fyrir martröðina og dvölina með „þjóðfrelsishreyf- ingu Kongó“ voru þeir nokkrir, sem lýstu því yfir, að þeir myndu halda til Kongó á ný, er þeir hefðu hvílt sig og safnað kröftum. - Fullfrúaráðið Frh. af bls. 28 oddsen fjármálaráðherra og Höskuldur Ólafsson bankastjóri. Auk þeirra eru sjálfkjörnir í stjórn ráðsins formenn Sjálfstæð isfélaganna í Reykjavík, en þeir eru: frk. Maria Maack formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat ar, Sveinn Guðmundsson form. Landsmálafélagsins Varðar, — Styrmir Gunnarsson formaður Heimdallar, FUS og Sveinbjörn Hannesson formaður Málfunda- félagsins Óðins. Stjórnin skiptir sjálf síðar með sér verkum. í varastjórn fulltrúaráðsins voru einróma kjörin: Ágúst Haf- berg, forstjóri, frú Gróa Péturs- dóttir og Jóhann Hafstein, iðn- aðarmálaráðherra. í nefnd, sem ásamt stjórn fulltrúaráðsins skal skipa um- dæmafulltrúa ráðsins, voru kjör- in með samhljóða atkvæðum: Baldur Jónsson, vallarstjóri, Benóný Kristjánsson, pípulagn- ingameistari, Björn Þórhallsson, viðskiptafræðingur, Gunnar Helgason, framkvæmdastjóri, Jón Jónsson, skrifstofustjóri, frú Lóa Kristjánsdóttir, Magnús Jó- hannesson, trésmiður, frú Ólöf Benediktsdóttir, Valur Valsson, stud. oecon., Þórður Kristjánsson, kennari. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum flutti Jóhann Haf stein, iðnaðarmálaráðherra, ræðu um stóriðju og raforkufram- kvæmdir. — Skothrið /ramh. af bls. 1. Talið er að 30—35 Bandaríkja menn og Evrópubúar hafi verið drepnir af uppreisnarmönnum er belgísku fallhlífarhermennirnir héldu innreið sína í Stanley- ville. Þar af voru 15—20 skotnir til bana á svonefndu Lumumba torgi í miðborg Stanleyville, en hinir voru drepnir í flugstöðvar byggingunni. Auk þeirra, sem biðu bana á Lumumbatorgi, særð ust þar um 40 manns. Fregnir herma, að enginn upp reisnarleiðtoganna hafi verið tek inn höndum. Höfuðpaurinn, Christophe Gbenye, er sagður hafa sézt á flótta í bíl gegnum Stanleyville skömmu eftir að belgísku fallhlífahermennirnir lentu á flugvelli borgarinnar. Vitni hafa skýrt frá því, að Carlson, bandaríski trúboðslækn irinn, hafi fallið á * Lumumba- torgi. Þá munu þúsundir inn- fæddra Kongóbúa hafa verið teknar af lífi við Lumumba- minnismerkið í Stanleyville á sið ustu mánuðum. Aftökurnar fóru yfirleitt þannig fram, að upp- reisnarmenn hjuggu fórnarlömb in niður með hinum löngu frum skógasverðum sínum. Leiðtogar ýmissa Asíu- og Afríkuþjóða, þeirra á meðal Jomo Kenyatta, forsætisráðherra Kenya, egypzka stjórnin, Ben Bella, forsætisráðhérra Alsír, og að sjálfsögðu kommún- istalöndin með Sovétríkin og Kína í broddi fylkingar, hafa harðlega gagnrýnt aðgerðirnar í Stanley ville, ag sagt að mannúð- in hafi verið yfirdrep eitt til þess að koma „þjóðfrelsishreyf- ingu“ Kongó á kné. Bandaríkin og Belgía hafa lagt á það áherzlu við U Thant, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, að ef ekki hefði verið gripið til ráð- stafana, hefðu allir hvítir menn í Stanleyville verið miskunnar- laust murkaðir niður af uppreisn armönnum. Þá hefur Súdan beðið Öryggis ráð SÞ að koma saman til fund- ar hið bráðasta til að ræða ástand ið í Kongó. í dag urðu óeirðir fyrir fram- an bandaríska sendiráðið í Sofía í Búlgaríu, að því er sovézka fréttastofan Tass segir. Voru margar rúður brotnar í sendiráðs byggingunni. Búlgarska stjórnin hefur beðið afsökunar á atburðin um. Jomo Kenyatta, forsætisráð- herra Kenya, sagði að allar göt- ur til mánudags hefði verið unrtt að bjarga hvítum mönnum frá Stanleyville með milliigöngu al- þjóða Rauða Krossins. Kenyatta sagði að hinir hörmulegu atburð- ir í Kongó sýndu ljóslega, að úti- loka yrði alla erlenda íhlutun frá landinu. Leiðréttin® JÓN H. BJÖRNSSON hefur beð- ið blaðið fyrir eftirfarandi leið- réttingar við grein hans, sem birtist í blaðinu í gaér: 1. Fyrirsögnin: GRÓÐURINN í REYKJAVÍK. Átti að vera: GRÓÐURHÚS í REYKJAVÍK. (Tekið undir með Sigurði Magn ússyni, fulltrúa). 2 ....það er gott að taka plönt ur beint úr uppeldisgróðurhúsi. Átti að vera: ....það er ekki gott..... 3 ....e.t.v. er það framleiðslu stöð sem sýnir erlendu ferðafólki mátt hitaveitunnar hér norður- frá hjá okkur. Átti að vera: . ...mátt hitaveitunnar bezt hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.