Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. nóv. 1964 MORGUNBLAÐl 11 6. Aleksei N. Kosygin., elna- hagsmálasérfríeðmgTir eg fursætssráAherra 7, Anastas I. Miknyan, íor- seti Sovétrikj. Á a8 haki 4ö ára starf í þágu stjórnarinnar 8. Oimitri S. Polyanski, vara forsætisráffherra, yngstí full- trúi I Æðstaráðinu, 47 ára 9. Nikolai M. Schvemik, for- maður flokkssjórnam. gam- all boisévikki (siöan 1905) 10. Gennadi Voronov, for- sætisráðherra Rússlands. fyrrum svæðisritari >y.v.w,:Av.ví^v^V»X4^v/«tV-v.->.-.vA'.vW ;«ánsaH trúar i Ædstaráðinu 2. Kiril T. Mazurov, flokksl. frá H-Rússlandi (þar scnt hann ihcfur starfað ævilangt) 3. Vasily P. Mzhavanadzc, flokksleiðt. írá Georgiu fyrrum kommissar i hcrnum 4. Sharaf R. Rashidov, flokkslciðtogi frá Uzbekistan fullt. ,Sovét-Asíu‘ Æðst.aráð. i». Pyotr. K. Shelest, lciðtogi írá Úkraínu, málmvcrk- fræðingur C. I.eonid N. Ycfremov, flokksleiðt. i Rússlandi, hcfur V gegnt ýmsum ábyrgðarstoð. anir andstæðinganna sem villu- trúarkenningar. i Sú staðreynd, að Krúsjeff dó ekki á valdastóli eins og Stalin, heldur var settur af, gerir arf- tökum hans erfiðara fyrir. Að Stalin fráföllnum gátu hinir nýju leiðtogar Sovétríkjanna grundvallað vald sitt á áliti hins látna leiðtoga, meðan þeir voru að festa sig í sessi. Sem „læri- sveinar" og „nánir samstarfs- menn" Stalins framan af, lék aldrei neinn efi á, að þeir ættu fulla heimtingu á að taka við af honum. Stalins var enn minnzt, þegar Beria var „hreinsaður" og Krúsjeff beið þrjú ár, áður en hann flutti fyrstu meiriháttar ræðu sína gegn Stalin. Nú er staða leiðtog anna miklu óvissari og þeir geta ekki rökstutt valdatöku sina neinum slikum rökum. Fyrst Krúsjeff var eins slæmur og þeir hafa keppzt um að segja allt frá upphafi, með hvaða rétti hafa þá þeir, sem voru nánustu samstarfsmenn hans, tekið við völdum af honum? Enn er eitt, sem fram hefur Itomið síðan 1953 og haft getur éhrif á erfðastríðið í Sovétrikj- wnum og gert það enn flóknara, en það er viðhorf erlendu komm únistafiokkanna, sem orðnir eru mjög óháðir Moskvu. Erlendir kommúnistaleiðtogar, einkum Frakkar og ítalir, létu ekki á eér stánda að spyrja, hvernig og hvers vegna Krúsjeff hefði ver- ið vikið frá. í gamla daga var það helzt tíðinda í viðskiptum Sovétríkjanna og kommúnista- flokkanna í öðrum löndum, hversu afskiptin Sovétríkin gerðust um hag dótturflokk- anna úti um heim, en nú er af sem áður var og afskipti er- lendu kommúnistaflokkanna af málefnum rússneska kommún- istaflokksins farin að segja til sín. Að ýmsu leyti og harla mikils verðu, er arfur sá sem Krúsjeff lætur eftir sig — frá sjónarhóli arftaka hans — miður æskilegur til viðtöku en sá sem Stalin skildi eftir sig. Að vísu var það svo þegar Stalin féll frá, að efnahagur landsins var illa á vegi staddur, stjómin gagnslítil og einkaframtakið löngu dautt úr öllum æðum. En Stalin skildi eftir sig styrkt og starfhæft flokksstjórnarkerfi, sem eftirm. hans gátu beitt fyrir sig til þess að hafa hemil á ílokknum og þjóðinni. Afskiptaleysi emhætt- ismannastéttarinnar átti sinn þátt í því að festa í sessi stjórn- ina sem við tók af Stalin. Arfurinn eftir Krúsjeff er auðvitað ólíkt meiri að vöxtum, ef miðað er við efnahagsmálin eða hervaldið t. d. En vegna hinnar stöðugu, óútreiknanlegu, impróvíseruðu og oft sjálfri sér ósamkvæmu endurskipu- lagningu hinna ýmsu skrifstoíu bákna stjórnarinnar, sem hafa hönd í bagga með öllu sem á sér stað í Sovétríkjunum, skildi Krúsjeff artaka sína eftir í lausu lofti hvað þetta snerti. Skipting ábyrgðar með skrif- stofunum er óviss, héraða- og svæðavaldið hefur aukizt og eflzt. Starfhæfni venjulegra embættisskrifstofa og opinberra stofnana hefur verið mjög skek- in af endurskipulagningaráráttu Krúsjeffs. Þegar slíkt öngþveiti er allt í kringum stjórn lands- ins, gæti erfðastríðið sem bezt iagt allt stjórnarkerfið í Sovét- ríkjunum í rúst, því leiðtogarn- ir eiga það á hættu, að á meðan þeir elda grátt silfur saman missi þeir tökin á fólkinu í land inu. Ef dæma má eftir fenginni reynslu og skipulagsbreyting- um Krúsjeffs, sem arftökum hans á eftir að reynast mjög erfitt að umbreyta, er þegar hægt að marka vettvang þann, sem erfðastríðið verður einkum háð á og lýsa leikendum þeim, sem eftir eiga að koma þar fram, nú þegar tjaldið hefur verið dregið frá. Sovétríkin eru augljóslega mjög ólík sumum löndum í Austurlöndum nær eða 1 Suður- Ameríku, þar sem stjórnarkerf- ið er þannig úr garði gert, að þar geta átt sér stað snögg vald- hafaskipti, sólarhrings-bylting- ar einstakra manna, sem ekki áttu áður neina hlutdeild í völd unum í landinu. Þeir sem sækj- ast eftir æðstu völdum í Sovét- ríkjunum verða aftur á móti að vera töluvert hátt settir til þess að hafa nokkra möguleika á að koma sínu fram. Eins og nú er ástatt, verða þeir að eiga sæti í a.m.k. einni hinna þriggja stofn ana, sem öllu ráða í kommúnista flokki Sovétríkjanna, Æðstaráð- inu (Presidium), Framkvæmda- nefndinni (Secretariat) eða Mið stjórninni (Central Committee). Erfðastríðið verður háð á vett- vangi Æðstaráðsins og Fram- kvæmdanefndarinnar, en Mið- stjórnin mun að öllum líkindum öðlast meiri áhrif og fá aukið úrskurðarvald um það, hverjir verði helztu forystumennirnir. Segja má, að Æðstaráðið sé valdamesti stefnuráðandi í Sov- étríkjunum og hafi úrskurðar- vald í málum sem snerta öll svið mannlegs lífs þar í landi. Eins og á stendur, eru í Æðsta- ráðinu 10 fullgildir fulltrúar og 6 aukafulltrúar. Meðal þeirra eru íorstöðumenn helztu stofn- ana í landinu með tveimur at- hyglisverðum undantekningum, þeim Rodion Malinovsky mar- skálki, yfirmanni hersins, og Vladimir Semichastny, yfir- manni leynilögreglunnar. Þeir eru báðir útilokaðir frá Æðsta- ráðinu til þess að leggja áherzlu á það, að stjórnarvöld landsins séu bæði her og lögreglu æðri. Framkvæmdanefndin er stjórnarnefnd víðfeðmasta og valdamesta áhrifatækis Sovét- stjórnarinnar, flokksvélarinnar. í nefndinni eiga nú sæti 12 menn. Fjórir þeirra eru einnig meðlimir Æðstaráðsins, þeir Brezhnev, Suslov, Podgorny og Kozlov. Nefndin hefur í þjón- ustu sinni 200.000 flokksmenn á fullu kaupi, sem dag út og dag inn hafa eftirlit með og stjórna starfsemi embættisskrifstofa stjórnarinnar og ákveða val manna í nær allar áhrifastöður í opinberu lífi í Sovétríkjunum. Miðstjórn kommúnistaflokks- ins er miklu f jölmennari, ómeð- færilegri og sundurleitari stofn- un. f henni eiga sæti yfirmenn og meiriháttar fulltrúar nær allra stjórnarskrifstofa í Moskvu og úti á landi og full- trúar í miðstjórninni koma úr nær öllum stéttum þjóðfélags- ins. í henni eiga sæti 175 full- gildir meðlimir og 155 auka- meðlimir. Fjölmennasti hópur- inn á því þingi eru trúnaðar- menn flokksins, en næstir koma þeir sem um efnahagsmálin íjalla og leiðtogar hersins. Miðstjórnin kemur saman til fundar á fárra mánaða fresti til þess að ræða mál, sem Æðsta- ráðið eða Framkvæmdanefndin hafa lagt fyrir hana. Á valda- tímum Stálins hafði miðstjórnin engin völd, og allt fram til 1957 stóð hún mjög í skugga Æðsta- ráðsins og Framkvæmdanefnd- arinnar. Henni var að vísu til- kynnt um allt sem til stóð, en tók lítinn þátt í raunverulegri framkvæmd áformanna. En í júnimánuði 1957 rauf Krúsjeff gamla hefð og fór þess á leit miililiðalaust við miðstjórnina, sem kölluð hafði verið saman til skyndifundar, að hún veitti sér stuðning gegn andstæðing- um hans í Æðstaráðinu og fór ekki bónleiður til búðar. Núvirð ist svo sem miðstjórnin hafi átt enn meiri þátt í hinni nýaf- stöðnu ákvörðun um að steypa Krúsjeff af stóli. Þó er enn ó- ljóst, hvert vald Miðstjórnin hefur í raun og veru, og það er vald Æðstaráðsins og Fram- Einu valdamennirnir í Sovétríkjunum, sem ekki eiga sæti í Æðstaráðinu eru yfirmenn hers landsins og leynilögreglunnar, þeir Rodion Malinovsky, marskálkur og Yladimir Semicliastny kvæmdanefndarinnar, sem úr- slitum ræður. Sigurvegarinn eða sigurvegar arnir í erfðastríðinu munu að öilum líkindum verða úr hópi hinna 24, sem nú sitja í Æðsta- ráðinu og Framkvæmdanefnd- inni. Með þvi að styðjast við opinberar heimildir má gera sér heildarmynd af þessran 24 mönnum, með tilliti til aldurs þeirra, þjóðernis, menntunar, reynslu og sérhæfileika, sem veitt getur a.m.k. nokkra inn- sýn í það, við hverju megi af þeim húast. Meðalaldur fullgildra fulltrúa Æðstaráðsins er 60 ár, en meðal aldur aukafulitrúa og fulltrúa Framkvæmdanefndarinnar sem næst 53 ár. Elztur í þessum hópi er gamli bolsjevikkinn úr neð- anjarðarhreyfingunni frá 1905, Nikolai Schvernik, sem nú er 76 ára gamall og virðist gegna litlu hlutverki öðru en því að vera þarna til skrauts. Næst- elztur er hinn sjötugi meistari í refskák stjórnmálanna, Anast- as Mikoyan, sem að öllum lík- indum kemur ekki til greina í æðstu valdastöður sökum ald- urs síns. Hinum megin á aldursstigan- um er hópur manna, sem hefur tímann sín megin í togstreitunni nýbyrjuðu. Meðal þeirra er hinn framsækni varaforsætisráð herra, Dmitri Polyanski, sem er 47 ára gamall og er yngstur meðlima í Æðstaráðinu; Alex- ander Shelepin, 46 ára, sem er fulltrúi í Framkvæmdanefnd- inni og var áður yfirmaður leynilögreglunnar, og Pyotr Demichev, sem líka er 46 ára og situr í Framkvæmdanefnd- inni, þar sem hann fjallar um iðnaðarmál, efnaiðnað o. a. ut- an bungaiðnaðarins. Meðal hinna 24 keppinauta um völdin eru 16 Stór-Rússar, 4 Úkraínumenn og einn fulltrúi fyrir hvert hinna fjögurra þjóð- erna Sovétríkjanna auk þeirra. Ekki koma aðrir en Rússar og Úkraínumenn til greina í æðstu valdastöður. Allir hinir, að und- anteknum Armeníumanninum Anastas Mikoyan eiga aðeins fylgis að fagna innan síns eigin þrönga valdahrings og eiga sér ekki þann bakhjarl í stjórnar- heimkynnunum í Moskvu sem stutt geti þá til valda. Rashidov Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.