Morgunblaðið - 11.12.1964, Síða 3
Föstudagur 11. des. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
3
Þ E I R, sem áttu leið fram
hjá elliheimilinu Grund um
þrjúleytið í gær, stöldruðu
ósjálfrátt við og lögðu við
hlustir. Gat það verið, að
um bítlasamkomu væri að
ræða hjá gamla fólkinu?
Við nánari eftirgrennslan
kom í ljós, að hinir hár-
prúðu hljómlistarmenn frá
Keflavík, Hljómar, höfðu
sýnt þá framtakssemi að
koma í heimsókn til þess að
fiiustað með eftirtckt.
Helgi Stefánsson segir frá skemmtana lifinu i gamla daga
“Eg fdr með mína dðmu á sleða“.
stytta gamla fólkinu stund-
ir í skammdeginu.
Sýnt var, að gamla fólkið
kunni vel að meta þessa heim
sókn, því að- salurinn var þétt
setinn, þegar Gísl Sigurbjörns
son, forstjóri Elliheimilisins,
sté á stokk og bauð hljómlist-
armennina velkomna. Auk
gamla fólksins sóttu þessa
hljómleika nokkrar náms-
fólkið hefði á tónlistinni.
— Eitthvað hefur nú tón-
listin breytzt, Þorbjörn, frá
þínum ungdómsárum? spurð-
um við.
— Jú, þetta hefur breytzt,
— en helzt til batnaðar, sagði
hann og brosti. Ég er nú orð-
inn sjötugur og vel það og
finnst bara gaman að þessu.
Nei, hávaðinn er ekkert
meyjar í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur, en þær höfðu
frétt hvað til stóð og fengið
leyfi til að koma.
Fyrsta lag á efnisskrá
Hljóma var hið fallega, gamal
kunna lag Danny Boy, sem
Engilbert Jensen söng. í kjöl-
farið sigldu nýjustu bítlalög-
in og þótti þá mörgum hinna
eldri ungu mennirnir orðnir
all hávaðasamir. Færðu marg-
ir sig um set, aftar í salinn,
en sumir létu sér nægja að
bera hendur fyrir eyru.
Við spjölluðum sem snöggv
ast við unglegt öldurmenni,
Þorbjörn Guðmundsson, þar
eð okkur þótti forvitnilegt að
heyra, hverja skoðun gamla
— Við dönsuðum ræl, mar-
zúrka og vínarkruss.
— Fleira?
— Fingrapolka og klappen-
ade.
— Klappenade? spyrjum
við.
Helgi tekur fyrir okkur
sporið, léttur á sér eins og
fiðrildi, þrátt fyrir háan ald-
ur. Gísli Sigurbjörnsson seg-
ir okkur, að hann sé mikill
dansari og hrókur alls fagn-
aðar, einkum á þrettándaböll
um elliheimilisins.
— Svo þegar ég var 24 ára,
heldur Helgi áfram, kom ég á
Héraðið og þá fórum við að
æfa dansa. Þá kom maður til
okkiar, sem bjó í Loðmundar-
firði, afskaplegur dansari, og
fór að kenna okkur ýmsa
dansa. Hann hafði lært í
Reykjavík.
— Hvernig var undirspilið
á böllunum?
— Það var harmonika.
Stundum tveir spilarar. Þeir
voru margir alveg listagóðir.
— Engin hljómSveit?
— Nei.
— En fíólín?
— Ingimundur, bróðir Kjar
Framh. á bls. 25
Námsmeyjar Húsmæðraskóla ns i Reykjavík voru viðstaddar
hljómleikana. (Ljósm.: Mbl. ÓI. K. M.)
I
óþægilegur. Þetta venst. r
Helgi Stefánsson 85 ára vist
maður á elliheimilinu, sagði
okkur frá því, hvernig unga
fólkið skemmti sér skömmu
fyrir aldamótin. Helgi er upp-
alinn í Borgarfirði eystra, en
fluttist ungur í Hjaltastaða-
þinghá.
— Og þá sótti ég skemmt-
anir, sagði hann.
— Voru þær vel sóttar,
spurðum við.
— Já, vel sóttar.
— En nú eru margir farn-
ir þaðan?
— Allir. Það er komið ungt
fólk í staðinn, mikið gleðifólk.
— Hvað dönsuðuð þið í
gamla daga, Helgi?
Þorbjöm Guðmundsson.
Þeir skemmtu gamla fólkinu — Erlingur Björasson og Gunn
ar Þórðarson í Illjómum syngja nýjustu bítlalögin.
STAKSTEIIVAR
Vandamál Atlants-
haísbandalagsins
ALÞÝÐUBLAÐH) birtir í gær
forystugrein, þar sem það ræðir
ýmsa erfiðleika innan Atlants-
hafsbandalagsins. Segir blaðið að *•
aðildarrikjunum gangi illa að
koma sér saman um mikilvæg
atriði, eins og hinn fyrirhugaða w
kjarnorkuflota. Þetta ágreinings-
efni sé þó ekki eins hættulegt
og ýmsir vilja vera láta. Kemst
blaðið síðan að orði á þessa leið:
„Síðustu 15 ár hafa verið ár
viðreisnar í Evrópu. Þar ríkir
velmegun o»g flest ytri sár ófrið-
ar eru löngu gróin. Vinátta er
milli fornra fjandamanna eins og
Þjóðverja og Frakka og ný kyn-
slóð leitar að nýrri stöðu fyrir
lönd sin og hina frjálsu Evrópu
alla.
Þessi breytin,g hefur valdið því,
að Evrópuþjóðir gerast sjálf-
stæðari gagnvart Bandarikjunum
í varnarmálum en áður og sætta
sig ekki lengur við að stjórn
þeirra mála sé öll í Hvíta húsinu. 'r
Þess vegna komu Frakkar upp
eigin kjarnorkuvopnum og Þjóð-
verjum finnst sér misboðið, ef
þeir ekki geta staðið Frökkum
jafnfætis. Bandaríkjamenn gerðu
tillöguna um kjarnorkuflota til
að veita Þjóðverjum og öðrum
Evrópuþjóðum hlutdeild í kjarn-
orkuvopnum, án þess beinlínis að
fleiri þjóðir fengju slík vopn
alveg í hendur.
Hinar sögulegu
orsakir
Alþýðublaðið heldur áfram:
„Þannig eru hinar sögulegu or-
sakir þeirra deilumála, sem uppi
eru innan Atlantshafsbandalags-
ins. Samkonar þróun hefur orðið
í Austur-Evrópu, þar sem lepp-
ríki Rússa hafa með vaxandi vel-
megun sýnt aukið sjálfstæði og
reynt að fara sínar leiðir í ýms-
um málum. Kveður svo ramt að
þessu, að hæpið er að tala um
kommúnistaríkin sem eina órjúf-
andi heild í öllum málum.
Þrátt fyrir vandamál innan At-
lantshafsbandalagsins er öruggt,
að varnarmáttur bandalagsins er
enn meira en nægur að gegna
hlutverki sínu, og bandalagsþjóð
irnar mundu standa saman, ef á
einhverja þeirra yrði ráðizt. Þess
er hollt að minnast, að de Gaulle
var fyrstur manna til að lýsa
yfir skilyrðislausum stuðningi
við Bandaríkin, þegar kjara-
orkustyrjöld vofði yfir út af
Kúbu. Þá hurfu önnur deilumál
fljótt í skuggann.“
Bandaríkin
- ekki NATO
Tíminn birti forystugrein und-
ir þessari fyrirsögn í gær, þar
sem lögð er mikil áherzla á það,
að það séu Bandaríkin en ekki
N orður-Atlantshaf sbandalagið
sem fengið hafi leyfi til þess að
reisa olíugeyma i Hvalfirði.
Kemst blaðið að orði um þetta
á þessa leið:
„Þess misskilnings gætir mjög
í umræðunum um Hvalfjarðar-
málið, að það sé NATO, sem hafi
fengið leyfi til að reisa hin fyrir-
huguðu mannvirki. Það eru
Bandaríkin sem hafa fengið það
leyfi. Samningurinn um hinar
fyrirliuguðu framkvæmdir er
gerður við Bandarikjastjórn en %
ekki við Atlantshafsbandalagið."
Tíminn getur þess ekki, að
varnarlið Bandarikjanna og all-
ur varnarviðbúnaður hér á landi
er í umboði NATO. Það er vegna
þess að íslendingar eru aðilar að
v arnar bandalagi lýðræðisþjóð-
anna, sem hér hefur verið kom-
ið upp varnarviðbúnaði, sem
Bandarikin hafa í framkvæmd-
inni annazt.