Morgunblaðið - 11.12.1964, Page 25

Morgunblaðið - 11.12.1964, Page 25
MORGUNBLADIÐ 25 J" Föstudagur 11. 3es. Í964 60 ár síöan fyrsta raf- veitan tók til starfa HAFNARFIRÐI — Bm þessar tnundir eru 60 ár liðin síðan •fyrsta rafleiðsla var lögð í kaup- tún hér á landi, en það var hér í bae. Jóhannes Reykdal var upp- hafsmaður þessa og virkjaði Hamarskotslækinn og lét leggja rafleiðsluir í íbúðarhús sitt, verk- •miðju og 11 önnur hús, þannig a'ð rafmagnsljós voru fyrst kvei'kt í Hafnarfirð rétt fyrir jólin árið 1904. Jóhannes fékk hingað rafal frá Noregi, sem framleiddi 9 Kw tneð 220 volta rafstraum. Var það Halldór Guðmundsson rafmagns- fræðingur, sem þá var nýkom- inn frá námi í Þýzkalandi, er hafði verkið á hendi. Árið 1905 reisti Jóhannes svo aðra rafmagnsstöð á Hör'ðuvöll- um, sem tók til starfa 1906, og voru ljósanotendur í bænum þá 40—50. Er það talin fyrsta sjálf- etæða rafmagnsstöðin hér á landi, og var vel til hennar vand- að. Árið 1919 var svo hætt að — Nóbelsverðlaun Framhald af bls. 1 Konserthuset í Stokkhólmi var í dag þéttsetið prúðbúnu fólki, sem hyllti Nóbelsverðlaunahaf- ana óspart, er þeir stigu niður af palli þeim, sem þeir sátu á, til að veita viðtöku verðlaunun- um úr hendi konungs. Verðlaun- um í bæði læknís- og eðlisfræði var deilt, en eina konan, sem að þessu sinni haut verðlaun, brezka vísindakonan Dorothy Crow- foot-Hodgkin, fékk efnafræði- verðlaunin óskipt, eða 273,000 sænskar kr. Var hún ákaft hyllt er hún tók við þeim. Eðlisfræðiverðlaununum var deilt milli Bandaríkjamannsins Charles Townes, sem fékk helm- ing þeirra, og Rússanna Nikolai Basov og Álexander Prokorov. Læknisfræðiverðlaununum var deilt milli tveggja lækna' af þýzku ætterni Bandaríkja- mannsins Konrad Bloch og Vest- ur-Þjóðverjans Feodor Lynen. Fjarvera Jean-Paul Sartre setti á vissan hátt svip sinn á athöfn- ina og veizlu þá, sem á eftir fylgdi í Ráðhúsinu í Stokkhólmi. Prófessor Arne Tiselius, fyrrum Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði, vék nokkrum orðum að því í ræðu sinni, hvort menn ættu að þiggja Nóbelsverðlaun eða ekki. Hann sagði að verðlaunin væru ekki aðeins persónuleg viður- kenning. nota rafalinn frá árinu 1904 og aukið við aíðari stöðina. Og svo árfð 1922 setti firmað Nathan & Olsen hér á stofn raf- magrasstöð við Strandgötuna, sem var við líði þar til bæjarbúar fengu rafmagn fró Soginu. Þetta er nú saga rafmagns- rnála hér í Hafnarfirði í stórum dráttum, en hvað rafmagnsstöð Jóhannesar Reykdals áhrærir, má geta þess, að hann notaði stöðina í eigin þágu eftir að stöðin vi'ð Strandgötuna • >k til starfa. — Atlmörg ár eru þó nú síðan hún hætti, og var það sökum vatns- þurrðar í Hamarskotslæk. Þess má geta að lokum, að raf- magnsleiðla var lögð í Fríkirkj- una í Hafnarfirði þegar hún var byggð 1913, og var það fyrsta kirkjuraflýsing á íslandi. — Myndin sem fylgir, er af fyrsta rafalnum, sam Jóhannes Reyk- dai flutti hinga'ð til lands frá Noregi. — G.E. Dr. Anders Österling, fyrrv. ritari sænsku akademíunnar, sagði í stuttri ræðu, að Satre hefði sagt „nei takk“ við verð- laununum. Þessi neitun hans hefði að sjálfsögðu engin áhrif varðandi gildi viðurkenningar- innar, sem Nóbelsverðlaun fæli í sér. Mikill mannfjöldi var saman kominn fyrir utan Konserthuset til þess að sjá konungsfjölskyld- una, og nánast alla ráðamenn Svíþjóðar með Tage Erlander, forsætisráðherra í broddi fylk- ingar, koma og fara frá athöfn- inni. Nokkru áður en verðlaunin voru afhent í Stokkhólmi, hafði Martin Luther King, leiðtogi bandarískra blökkumanna, veitt viðtöku Friðarverðlaunum Nób- els við hátíðlega athöfn í hátíða- sal Oslóarháskóla. Mun vart hafa sézt annað eins fjölmenni í há- tíðasal skólans og við þetta tæki- færi. Viðstaddir athöfnina voru Ólafur Noregskonungur, ríkis- erfingi Noregs, þingforsetar, er- lendir sendiherrar o.fl. Martiin Luther King flutti ræðu, er hann hafði tekið við verðlaunum. í henni kvaðst hann taka við þeim í nafni samtaka litaðra manna í Bandarikjunum, sem viðurkenningu á þeirri stefnu samtakanna, að ofbeldi sé ekki lausnin á siðferðislegum og stjórnmálalegum vandamálum. — Brezkur togari Framh. af bls. 32 alstéinsson hdl. Vegna landhelg- isgæzlunnar er Gísli Einarsson hrl. og dómtúlkur Ragnar Ste- fánsson menntaskólakennari. Ennfremur var mættur við rétt- arhaldið Geir Zoega, umboðs- maður eigenda togarans. Fyrstur kom fyrir réttinn skip herra á Þór, Jón Jónsson, og lagði fram srkýslu sína, ásamt sjókorti með innfærðum staðar- ákvörðunum. í gærkvöldi var varðskipið Þór við gæzlustörf á austurleið austur af Hornbjargi og sást þá skip í ratsjánni, sem virtist grunsamlega nærri landi KI. 22.30 var gerð staðarákvörð- un, sem sýndi togarann í 10 sjó- mílna fjarlægð frá Kálfatindi á Horni og í 12,9 sjómílna fjar- lægð frá Geirólfsnúpi. Skv. því var togarinn 2,4 sjómílur fyrir innan fiskveiðitakmörkin. Kl. 22.37 var staðarákvörðun endur- tekin og var þá togarinn 2,5 sjó- mílur fyrir innan. Kl. 22,47, 2,6 og 22.53 2,4 milur innan mark- anna. Þá var gefið stöðugt stöðv- unarmerki með ljósunum. Kl. 23.00 spyr togarinn með ljós- morsi „What ship?“ og um sama leyti sést stjórnborðhlið togar- ans. Enn var gerð staðarákvörð- un kl. 23.05 og reyndist hann 2,4 sjómílur fyrir innan. Kl. 23.10 sést togarinn toga með stjórn- borðsvörpu í sjó og var þá gefið stöðvunarmerki með flautu várð skipsins. Sást þá einnig nafn tog arans. Kl. 23.13 var skotið lausu skoti og sló togarinn þá blökk- inni og byrjaði að hífa inn vörp- una. Kl. 23.19 var sett út dufl við hlið togarans, sem var 2,4 mílur fyrir innan. Var þá haft samband við skipstjórann um talstöð og honum tilkynnt að hann væri kærður. Taldi hann sig þá hafa verið fyrir utan. Honum var tilkynnt að hann yrði að fylgja varðskipinu til hafnar, Akureyrar eða ísafjarð- ar. Hann valdi Akureyri. Kl. 23.45 fór 2. stýrimaður um borð í togarann og bauð stýrimaður skipstjóra að gera staðarákvörð- un, sem hann gerði, en vildi ekki gefa upp staðsetnirugar sínar á duflinu Kl. 00.12 var haldið af stað til Akureyrar og komið hing að um kl. 9. í samtali við skip-' ÍSLENZKA iðnaðarvöruverzl- unin, sem opnuð var í New York borg í fyrradag, vakti mikla athygli. 19 islenzk fyrir tæki standa að verzluninni og selja þar alls konar íslenzka muni. Boð var inni fyrir 200 manns, er verzlunin var opn- uð. Þar var mikið um frétta- herra viðurkenndi skipstjórinn þá að hafa verið fyrir innan, en kvað sig hafa rekið þangað fyrir sjó og vindL Kvaðst hafa rekið inn fyrir Þá kom fyrir réttinn skip- stjóri togarans, Harry Shake- peare Ford, 35 ára að aldri. Hann hefur verið skipstjóri í 4 ár, en aldrei stundað veiðar fyrir Norð- urlandi og því ókunnugur. Hann hefur ekki sætt' ákæru fyrir landhelgisbrot áður. Togarinn hafði verið að veið- um í 10 daga, og hafði fengið alls um 500 kits .aðallega við Suðurland og við Langanes. Hann viðurkenndi staðsetningar varðskipsmanna, kvað togarann hafa rekið inn fyrir línu meðan viðgerð fór fram á trollinu. Með- an á því stóð var hann á þilfari og fylgdist ekki með staðsetn- irngu skipsins. Enginn var í brúnni á meðan, en loftskeyta- maður í klefa sínum fyrir aftan brúna. Kvaðst skipstjóri hafa verið vel fyrir utan línu, þegar hann yfirgaf brúna og stóð' sú viðgerð yfir í l’ó tíma. Síðan var byrjað að toga á ný um Mt til eina klukkustund. í þessu síðasta togi fengust 5 körfur af fiski. Þá kom Jón Jónsson fyrir rétt- inn á ný og staðfesti skýrslu sína með eiði. Ennfremur voru leiddir sem vitni allir stýrimenn varðskipsins og staðfestu þeir allir skýrslu skipherra með eið- svörnum framburði. Rannsókn málsins lauk kl. 20 og lagði þá fulltrúi saksóknara fram ákæru á hendur skipstjór- anuni. — Sv. P. — Ég fór með mina Framh. af bls. 3 vals, spilaði stundum á fíó- lín, listavel. — Varstu kannski samtíða Kjarval í Borgarfirðinum — Nei, hann kom árið sem ég fór uppeftir. — Hvernig kynntust pilt- arnir stúlkunum í gamla daga, Helgi? — Eg kynntist þeim nú ekki mikið, þótt ég væri mesta dansfíflið! Það eina, sem ég hafði virkilega gaman af, var að dansa. menn frá blöðum, utvarpi og sjónvarpi. Hér er einn að ræða við sendiherra íslands í Washington, Thor Thors, og hjá þeim standa Kristján Frið riksson, forstjóri, sem stjórnar verzluninni og Ásbjörn Sigur- jónsson, stjórnarform. verzlun ariunar. 1 — Þá voru böllin öðruvísi? ■— Já, þá byrjuðum við klukkan 6 á kvöldin og döns- uðum til klukkan sex á morgn ana. — Var þá nokkurt þrek eftjr? — Þá fór-ég á beitarhúsin mín. — Hvað kostaði aðgangur- inn að dansleikunum? — Það kostaði aldrei neitt. En við keyptum kaffibolla fyrir krónu stykkið og feng- um eins mikið kaffi og við vildum. — Var það ekki dálaglegur skildingur í þá daga? — Ég fékk eina krónu og fimmtiu í daglaun þá — inni- falið fæði og leðurskór. — Voru böllin líka haldin að vetrarlagi? — Alltaf. ,— Var þá ekki erfitt að koma dömunni heim? — Ja, einu sinni fór illa. Það var á þrettándanum. Þá kyngdi niður feikilega mifcl- um snjó, svo að erfitt var að komast milli bæja. •— Hvað tókst þú, til bragðs? — Ég fór með mína dömu á skíðasleða. Þeir gerðu það margir og komu miklu lengri leið en ég. Ég man eftir tveim ur stúlkum, sem komu gang- andi í fönninni langa leið. Þegar þeim var boðið upp í dans sögðu þær: „Nei, takk, ég er með svo mikla strengi!" — Hvað hefur þú dvalið lengi á Grund, Helgi? •— Ég hef verið hér í 25 ár •— og dansað á hverjum þrett- ánda. Það eru skal ég segja þér skemmtilegustu böllin sem hugsast getur. í gær fékk gamla fólkið á elliheimilinu Grund tækifæri til þess að heyra danstónlist unga fólksins, eins og hún er í dag. Þrátt fyrir allan háv- aða, sem þessu fylgir, var það þakklátt hinum ungu hljóm- listarmönnum frá Keflavík fyrir þá hugulsemi að koma í heimsókn og færa örlitla birtu inn í skammdegið. Lét Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri, þess getið við blaða- mann Mbl. að honum hefði þótt ákaflega vænt um komu piltanna og hann væri þess fullviss, að gamla fólkið hefði skemmt sér hið bezta. Tekkneskur orgelleikori heldur tónleika TÉKKNESKUR orgelleikarl, Karel Paukert, er kominn til ís- lands. Hann er á leið til Banda- ríkjanna og keinur hér við. Mun hann halda orgeltónleika í Krista kirkju næstkomandi sunnudagn- kvöld kl. 9 og flytur þar fjöl- breytta efnisskrá, verk eftir Bach og gamla franska tónlist og einnig nýrri verk, þ.á.m. eftir sjálfan sig. Karel Paukert hefur getið sér góðan orðsfír í Þýzkalandi og Belgiu, þar sem hann hefur ver- ið og haldið víða tónleika. Hann hefuir áður verið á íslandi, starf- aði með Sinfóníuihljómsveitinná og hélt hór tónleika. Paukert mun einnig hald* tónleika á Akranesi í þessari ferð. Miðar á sunnudagstónleik- ana eru seldir hjá Hljó'ðfæra- verzlun Sigríðar Helgadóttur og Bókaverzlun Sigfúsar Eymund- sen. Ekið á dreng AKRANESI, 10. des. — KI. 5,30 síðdegis í dag ók fólksbíllinn E 118 á 9 ára dreng, sem var að renna sér á sleða ofarlega á Skagabraut. Farið var með dreng inn á sjúkrahúsið. Meiðsli hans reyndust ekki alvarleg og fékk hann að fara heim í kvöld. Það er aldrei of vel brýnt fyrir börn- um sem renna sér, að vara sig á bílunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.