Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐID Sunnudagur 20. des. 1964 UM BÆKUR Úr myndabók læknis Páll V. G. Kolka: ÚB MYNDABÓK LÆKNIS, 286 bls. Setberg. Beykjavík 1964. ÞEGAR þess er gætt, að Páll V. G. Kolka hefur til skamms tíma gegnt erfiðu og ábyrgðarmiklu embætti, verður ekki annað sagt en hann hafi verið allmikilvirk- ur rithöfundur. Hann hefur sent frá sér tvær ljóðabækur, Hnitbjörg og Strönd- ina, ljóðabálkinn Landvættir, sérprentaðan í skrautlegri út- gáfu, og ieikritið Gissur jarl. Enn sem komið er hefur það ekki verið sett á svið í leikhúsi, en hluti þess hefur verið leikinn í útvarpi. En langmesta verk Páls V. G. Kolka er ritið Föðurtún, sem er eins konar Húnvetningasaga og tekur einkum til næstliðinnar aldar og fyrri hluta þeirrar, sem nú er að líða. Höfundur vann að þeirri bók í sex ár, og átti þó undirstöðuna tilbúna frá barn- æsku. Ritið Föðurtún er nú fyrir löngu uppselt og ófáanlegt. Á síðari árum hefur Kolka skrifað fjölmargar greinar í blöð og tímarit og verið tíður gestur í útvarpi. Það er óhætt að segja, að hlýtt hafi verið á rödd hans, hvenær sem hún hefur heyrzt, skýr, skor- inorð og ákveðin. Enginn hefur þurft að vera í vafa um, að þar hljómaði ekki aðeins læknisrödd, því Kolka er ekki aðeins læknir, hann er líka andans maður; hann er hvort tveggja, efnishyggju- maður í vísindalegum skilningi og trúmaður í andlegum skiln- ingi í líkingu við lærdómsmenn endurreisnartímans, sem þreif- uðu fyrir sér í duftinu, um leið og þeir beindu sjónum til hæða. Auðvitað eru ekki allir á einu máli um það, sem Kolka segir og skrifar, enda mun hann aldrei haga orðum sínum eftir skoðun- um annarra manna. En hvort sem menn hafa nú fallizt á sjónarmið hans eða ver- ið á öndverðum meiði við þau, hafa allir verið sammála um, að hann flytti mál sitt af skörungs- skap, einurð og festu. Og fram- ar öllu hafa menn viðurkennt, að hann flytti mál sitt svo skýrt og undanbragðalaust, að enginn þyrfti að efast um, hvað hann ætti við hverju sinni. Nú hefur Páll V. G. Kolka enn á ný sent frá sér bók. Inniheldur hún ritgerðir og fyrirlestra um menn og málefni, frásagnir og minningabrot og þar að auki nokkur kvæði. Úr myndabók læknis heitir þessi nýja bók, og er það sannnefni. Skiptist hún í sjö hluta auk formála, og heita þeir: Fornar slóðir, Kvæði, Sam- ferðamenn, Um daginn og veg- inn, Heilindi sitt ef hafa náir, Á maniniamótum og Smámyndir. í formáfanuim gerir höfundur grein fyrir hverjuim hlut fyrir sig. — ★ — Ég hafði hálft í hvoru búizt við, að Kolka skrifaði samfelldar endurminningar, því margt hefur á daga hans drifið. Þar að auki vekur læknisstarfið meiri for- vitni og aðdáun en nokkurt ann- að starf, sem nú er unnið í þjóð- félaginu, sem gerst má marka af þeim urmul læknasagna, sem ár- lega koma út á landi hér og njóta stöðugrar hylli mikils fjölda les- enda. Að vísu eru þessar al- kunnu læknasögur ekki á marga fiska sem bókmenntir. ’"n þær segja þó til um áhuga' Fróð- legt væri að kanna, hve beir, sem lifa í draumheimi óraun- hæfra læknasagna, tækju sann- sögulegri bók frá raunverulegum lækni. En Kolka er ekki á því að gefa lesendum fyrirheit um neina ævi- sögu. Hann segir svo í formála bókar sinnar: „Af endurminningum mínum hef ég í raun og veru fært fátt eitt í letur, enda stundum hvarfl- að að mér eins og í svefnrofum, að ég ætti eftir að skrifa nokk- urn veginn samfellda ævisögu mína. Ekki er þó fyrirsjáanlegt, að af því geti orðið í nálægri framtíð, og er það þá betur ógert en að geyma það þangað til þess- ir draumórar hafa snúizt upp í ellióra." Þó Kolka gefi lesendum ekki mikinn ádrátt um ævisögu, bæt- ast þau vonbrigði að nokkru með þessari bók. í fyrsta hlutanum eru til dæmis þrjú endurminn- ingabrot. Fyrsti þátturinn heitir Skólaár. Það er stutt erindi, sem Kolka flutti í stúdentafagnaði fyrir nokkrum árum. Erindið er skrifað í gamansömum tón, tæp- lega ætl-að til fróðleiks, heldur til að vekja fjör og stemningu í glaðværum hóp . Öðru máli gegnir um tvo næstu kafla, sem heita Staðgengill á Ströndum og Spænska veikin. Þar segir Kolka frá fyrstu reynslu sinni í læknisstarfi, áður en hann hafði lokið háskólanámi og prófi. Fyrri kaflinn er með því skemmtilegasta í bókinni og sýnir, hvers hefði mátt vænta af samfelldum endurminningum læknisins. Þátturinn um spænsku veikina er greinagóð frásögn af hörm- ungum, sem sá válegi sjúkdómur olli og mörgum varð að bana. Spænska veikin mun vera síð- asta mannskæða farsótt, sem herjað hefur á islenzku þjóðina. Síðasti hlutinn, Smámyndir, heifur einnig að geyma ýmsar endurminningar Páls V. G. Kolka frá lamgri og viðborrða- ríkri læknisævi. En Smámynd- irnar eru með öðrum hætti en hinar samfelldu frásaignir í fyrsta hlutamum. Þær eru meira í ætt við smásögur, uimibúðalaus ar og dálitið stílfærðar. Smámyndimar birtust fyrst í Lesbók Morgunblaðsins og vöktu óskipta athygli lesenda. Vonandi á Kolka eftir að skeim.mta lesenduim með því að bregða upp fileiri siiíkum. Nítján kvæði, þar aif eina stöku, birtir Kolka í bók sinni. Sá hlutinn mun einna sízt vekja áhuga lesenda. Höfundi er það sj álfuim»manma ljósast, eins og hann segir í formála: „Ég hef lítið gert að því að yrkja í bundnu máli síðan ljóða bækur mínar komu út, enda er það að yrkja ljóð eins og stend ur ekki svipað því að kalla í klettabelti, sem geifur endur- hljóm, heldur frekar að hrópast á við öskuihautg." Ka ka er eindreginn málsvari fomrar kveðskaparhefðar, og minmist ég ekki, að aðrir hafi varið hana dyggilegar í anda hennar sjálfrar, og þó í lausu máli. Ég tilfæri hér ummætli þar að iútandi úr kaflamum Skógur og menning: „Og til þess andllega starfs, sem er einna fjarlægast vélræn um vinnubrögðum, skáldskapar ins, þarf ekki aðeins lausbeizl- að hugarflug, stemnimgar og tæpitungu, heldur faista hugsun, felJda í skorður málsins. Það er ágætt að hafa erft einhverja and lega rekafjöru, þar sem mikið berst á land af mærðartimbri, en ég hef ekki trú á, að meinn Is- iendingur reisi sér úr því varan legan bæ, sem stenzt storrma og steypiregn komandi alda, nema hann kunni og nenni að geir- negJa það saman með stuðlum og höfuðstöfum, þar sem mest j á reynir. Annars er hætt við, j að þar sjáist innan skamms að- eins vailgróið tóftarbrot tiifmerk is um dauðadæmt buhokur í Bra.gatúni“. Þannig farast Páli V. G. Kolka orð um þann gamla boðn : ar mjöð, sem honuim þykir held ur lítils metinn í okkar nýmóð- ins andlega búskap, og minnir þessi vamarræða hans á al- kunna vísu Þórðar á Strjúgi: „Nökkvann ljóðs fyrir njóta stáls“, og svfo framvegis. Nærri lætur, að Kolka teljist til hinnar margumræddu alda- mótakynslóðar, sem öðrum fremur hefur verið kennd við bjartsýni, framfarahug og þjóð- holiustu, kynslóðar ungmenna- félaganna og síðasta átaks sjálf stæðisbanáttunnar gegn Dönium. Sú kynslóð fagnaði verkleg- um framförum sem úrbót til bjartara lífs, en trúði ekiki á þær sem menningarlegt eða félags- legt hreyfiafl í sjálfu sér. Að hennar áliti hlaut andinn að eiga frumkvæðið eftir sem áður. Uppspretta framfaranna varð að koma frá skáldum og öðrum andans mönnum, „því að“, eins og Kolka segir, „þau skapa ekki aðeins ljóð, hadur skapa þaiu einni,g sjálfa framtíðina, með þvi að móta hugsiunarhátt fóilks ins og þar með athafnir kom- andi kynslóða, vekja sofandi þjóð af svefni vanans, dáðiausa öld af dofa kjarkleysisins." ★ Ég hef nú drepið á fátt eitt af því, sem mér þykir umtals- vert í bók Páls V. G. Kolka. Þess má geta, að bókin er ekki einunigis kjarngóð að innilhaldi. Útlit hennar ber einnig vptt um smekkvísi og vandvirkni, enda ei- hún eins konar afmælisút- gáfa, því sjötugsaÆmæli höfund arins er nú skammt undan. Lesendur munu þá efcki aðeins þakka Kolka fyrir þau rit, sem hann hefur þegar sett saman, þeir munu einnig óska þess, að honum auðnist að efna til fleiri myndabóka frá sinni löngu lækn isævi. Erlendur Jónsson. Málflutmngsskritstnta Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þ lákssonar, Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. BIRGIR ISL. GUNNARSSON Málflutningsskiifstoía Lækjargötu 6 B. — II. hæð 1 bók þessari segir Sigurður írá Brún frá mörgum úrvals gæðingum af hinum svo kölluðu Stafnsættum. Eins og kunnugt er, þá er Sigurð- ur mikill hcstamaður, og honum er það sérlega vel lagið að gera lifandi og nær- færna frásögn síua af þeim góðhestum sem hann hefur átt samskipti við. Þetfa er ákjósanleg bók öllum þeim, sem hafa yndi af íslenzkum hesfum BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897 iilcgt heiniilistœki, sem gerlr yður klelft að halda cppunum tandurhreinum FYRIRHAFNARLAUST. íEX-BISSELL teppahreinsarinn ásamt BEX-BISS- gólfteppashampoo. eru langárangursríkustu teeki, ar tegundai á markaðinum. Notiö. Söluumhoð: Reykjavik: Teppi h.f. Austurstræti 22 Keflavik: Verzl. KyndilL Selfoss: Kaupf. Árnesinga- Akranes: Verzl. Drifandi ísafjörður: Húsgagnaverzlun tsafjarðar. Sauðárkrókur: VerzL Vökull. Siglufjörður: Bólsturgerðin, Haukur Jónssoa. Akoreyri: Bólstruð Húsgögn h.t Neskaupstaður: Höskuldur Stefánsson. Vestmannaeyjar: Marmó Guð- mundsson. -/r Rtynið BEX-BISSELL þegar í dag. y*r Notið aðeins það bezta. IHCT- Bissell -Bisseíl Gólfteppahreinsari BEX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.