Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 21
Sunnudagur 20. des. 1964 MORGUNBLAÐI 5 2! ir Endurminningar Bern- harðs Stefánssonar Bernharð Stefánsson: End- urminningar. Síðara bindi. Kvöldvökuútgáfan 1964. BNDURMiINNINGAR og sjálfs- sevisögur hafa á síðari árum eða jafnvel áratugum orðið fyrir- ferðarmikill iþáttur í íslenzkri bókaútgáfu. Koma jafnan út á éri hverju margar bækur af jþecsu tagi, einkum fyrir jól, og svo hefur einnig orðið að þessu sinni. Ekki hafa þessar æviminn- ingar allar verið mikilvægar bók menntir, enda sumar hverjar gerðar af litlu efni og því minni frásagnarlist, og hver annarri líkar um margt, svo sem lýsing- ar á vinnubrögðum til sveitar og sjávar, erfitt tíðarfar, hrakninga é ferðum um órudda fjallvegi, yfir óbrúuð fljót og fleira þess háttar, að ógleymdum lummun- um og hangikjötinu og kertun- um á jólunum. Vissulega er það mikils virði að skráðar séu góð- ar og glöggar aldarfarslýsingar hvers tímabils í sögu þjóðarinn- ar, en síendurteknar frásagnir um hið sama og með svipuðum hætti, svo sem tíðkast í mörg- um æviminningum seinni ára, er orðið heldur leiðigjarnt lestrar- efni. Hins vegar er skylt að taka það fram að innan um allan þennan ævisagnafjölda, finnast oft ágætlega sagðar ævisögur, þar sem rakinn er merkilegur æviferill manna sem vissulega er vert að kynnast, bæði að því er varðar starf þeirra og pærsónu, og þá ekki sízt viðhorf þeirra til mála og manna í samtíðinni. — Einn iþessara manna er Bernharð Stefánsson, fyrrv. aliþingismað- ur. Hann fer að vísu að mestu troðnar slóðir um frásagnarhátt og tíundar stundum ólþarflega nákvæmlega smáatriði er litlu máli skipta, en í heild gefur hann þó glögga og greinargóða mynd af veigamestu atburðum lífs síns; segir í stuttu máli frá þeim þjóð málum sem efst voru á baugi á löngum stjórnmálaíerli hans, og bregður oft upp skýrum og mjög athyglisverðum myndum af sam tíðarmönnum sínum og samstarfs mönnum, en þeir voru margir, því að Bernharð gegndi mörgum trúnaðarstörfum bæði heima í héraði og á Alþingi, var m.a. for seti Efri deildar Alþingis um langt skeið og sat einnig við og við í forsetastóli Neðri deildar og sameinaðs þings. — í fyrra bindi ævisögu sinnar (1961), seg ir Bernharð frá uppruna sínum, bernskuárum, skólagöngu sinni, hjúskap og búskap og þingsetu sinni frá 1923—1935, stofnun Búnaðarbankans o.fl.. — í síðara bindinu gerir hann nánari grein fyrir stjórnmálabaráttunni, allt til þess er hann lét af þing- mennsku árið 1959, þá sjötugur að aldri. Gerðist það með frem- ur hvimleiðum hætti, því að nokkru áður hafði Eysteinn Jóns- son, þá formaður þingflokks Framsóknarmanna, komið til Bernharðs og sagt honum hisp- urslaust, að það væri til þess ætlast að hann byði sig ekki aft ur fram til þin'gs. Gerðist þetta rétt fyrir jól 1958. Kennir nokkrar beizkju í frá- sögn Bernhardis um þetta, enda er honum það ekki láandi. Hann haifði verið þingmaður Fram- sóknarflokiksins í 36 ár við góðan orðstír og kom honum þessi boð- skapur Eysteins mjög á óvart. Um ástæðurnar fyrir þessari á- kvör'ðun er Bernlharð fáorður. En annaðlhvort hefur hinum ungu flokkstmönnum legið svo mjög á að komaist í þingsæti hans, eða hann hefur eigi þótt nægilega leiðli.tamur flokksmaður. Þykir mér hið síðara sennilegra. Ann- ars einkennir þessa ævisögu Bern hards hó'gværð og sanmgirni í dómum um menn og öfgaaust við horf til þeirra mála, sem hann gerir grein fyrir. Enda þótt hann sé hvorki fjölorður eða stóryrtur þegar hann talar um samtíðar- menn sína og samverkamenn inn an þings og utan, má glöggt greina hverja menn hann metur mest og fer hann í því efni ekki eftir neinni flokkslínu, nema síð- ur sé. Það leynir sér ekiki að höifundi þessara æviminninga er gá'faður maður og háttprúður, at- hugull og sanngjarn en fremur hlédrægur, en hefur þó ánægju aif að lyfta glasi á góðra vina fundi, enda dregur hann enga dul á það. Tel ég honum það til gildis eins og svo margt fleira. Endurminningar Bernhards eru skemmtilegar og fróðlegar og liðlega skrifáðar. Þar hefur heið- ursmaður haldið á penna. Sigurður Grímsson. „Síðasta skip suður er falleg bók af hálfu útgef- andans. Hún er ein af jólabókum ársins, og hún er ofurlítið skilríki um landið. Við þökkum Breiða- fjarðareyjum komuna og ætium að endurgjalda heim- sókn þeirra að sumri.‘ B.B. Frjáls þj. 11. des. s.l. „ . . . frásagnír Jökuls af liðnum görpum og framtaks- mönnum margar fjörugar og eftirtektarverðar, sagnir af mönnum eins og Snæbirni í Hergilsey, Eyjólfi Eyja- jarli, Guðmundi Scheving (sem var amtmaður Jör- undar hundadagakonungs í 8 daga), Brynjólfi Bene- dictsen, séra Eiríki Kúld, séra Ólafi Sívertsen og mörgum öðrum þeirra styrku stofna sem gerðu Breiðáfjarðareyjar að íslenzku stórveldi um langt ára- bil“. Sigurður A. Magnússon, Mbl. 17. des. sl. „Já ekki má gleyma hlut hins langt að komna drátt- listarmanns. Myndir hans eru í ætt við það bezta í nútíma bókateikningum, verk manns eins og Topolski og Hogarth. Þær lyfta textanum og hann þeim, hvor- ugt má án annars vera“. M. T. Ó., Þjóðv. 13. des. sl. Þér ákveðið sjálfar hitasi.Qið hárþurrkan gerir yður kleift að laga og þurrka hár yðar heima — og geta tekið heim- boði með stuttum fyrirvara, — því eftir tæpan hálftíma undir hjálmi þurrkunnar — þar sem þér slappið af með bók eða blað — er hárið orðið þurrt og yður líður vel eftir þægilega hvíld. Þér ráðið sjálfar hitastigi þurrkunnar. EVA-hárþurrkan fæst bæði með borð- og gólfstatívi. Verð frá kr: 850,00. Komið og skoðið hjá Anna Lilja Sigurðar- dóttir fyrrum húsfreyja að Vík í Héðinsfirði fyrrum húsfreyja að Vík í Héðinsfirði. F. 19. sept. 1890. D. 3. des. 1964. KVEÐJA FRA BÖRNUM OG BARNABÖRNUM Þú stríddir hér í ströngu langa ævi og ströndin þín var lauguð bláum sævi, en fjöllin bjuggu yfir yndi og harmi, það andaði stundum kalt frá þeirra barmi. Þó veittu þau skjól f veðrum margra átta, og vísuðu rétta leið í myrkri nátta, stóðu um þig vörð i stríði jafnt og friði og stæltu þinn kjark — og urðu þér að liði. Nú kveðjum við þig með þökk í hinzta sinni, þig sem varst okkar ljós í veg- ferðinni, þig sem að studdir okkur fetin fyrstu: fögnuð þíns herra eilíflega gistu. Þú miðlaðir okkur ást og fórnar- lundu til endadægurs þíns frá fyrstu stundu. Hönd þín var ör til gjafa og góðra verka, í gleði og harmi varstu æ hin sterka. Mannkostum þínum munum við aldrei gleyma, mamma og amma — og Víkur- bænum heima. Nú standa þau hnipin, Hestfjall og Víkurbyrða um Héðinsfjörðinn — og minn- ingu þína virða. PIERPONT ÚR Nýtízkulegar gerðir. 4 VATNSÞÉTT ♦ HÖGGVARIN i SAFÍRSLÍPAÐ GLAS '4 ÓBRJÓTANLEG FJÖÐUR 4 17—30 STEINAR Yfir eitt hundrað mismunandi gerðir fáanlegar af Pierpont-úrum. SENDI GEGN PÓSTKRÖFU. * Garðar Glafsson, úrsmiður Lækjartorgi — Sími 100-81. R. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.