Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 20. des. 1964 — Sólheimakapella Framhald af bls. 7. verk), Sæmundur Jónsson í Sól- heimahjáleigu (málningarvinna) og Óskar Hallgrímsson í Reykja- vík (raflögn og ljósaútbúnaður). En öll önnur vinna var fram- kvæmd af bændunum fimm, sem ég nefridi fyrr í þessari grein, eða á þeirra vegum. Laugardagurinn 24. september 1960 rann upp, fagur og bjartur. Hinar vinalegu og grasi grónu brekkur og ásar austan Sólheima sands, þar sem Sólheimabæirnir standa, hæðirnar hlýlegu, sem kenndar eru við sólina, voru lit- ríkar þennan haustdag. Og þar var þá mikill fjöldi fólks saman kominn, en tvennt bar til þess. Biskupinn, herra Sigurbjörn Ein- arsson, var kominn að Sólheim- um til þess að vígja hina nýju Sólheimakapellu, en síðan átti að fara fram frá kapellunni útför eins hinna áðurnefndu fimm- menninga og forgöngumanna kap ellunnar, Sigurðar Högnasonar í Sólheimakoti. Hófst nú kapelluvígslan í kyrrð þessa haustdags. Vígsluvottar voru: Þáverandi sóknarprestur í Vík, séra Jónas Gíslason, séra Sigurður Einarsson í Holti undir Eyjafjöllum, séra Jón Þorvarðs- son í Reykjavík, en hann var sóknarprestur í Vík á undan séra Jónasi, og séra Sveinbjörn Högna son á Breiðabólstað í Fljótshlið. Vígslan hófst með skrúðgöngu til kapellunnar. Þar gengu bisku.o o,g áður.greindir prestar og eftirtald- ir léikmerin: Ásgeir Pálsson í Framnesi, Elías Guðmundsson í Pétursey, Þórður Guðmundsson að Völlum, Sæmundur Jónsson í Sólheimahjáleigu, Erlingur Sig- urðsson í Sólheimakoti o,g Sig- urður B. Gunnarsson í Litla- Hvammi. Biskup fór þegar fyrir altari og veitti móttöku helgum gripum kapellunnar og að lok- inni vígsluræðu hans þjónaði sóknarprestur fyrir altari. Strax að lokinni . vígsluathöfninni fó'r fram frá kapellunni, eins og áð- ur er getið, utför Sigurðár Högna sonar, Sólheimakoti, sem verið hafði einn af aðalmönnum kapellubyggingarinnar. Og með þessum haustdegi, 24. september 1960, hófst hinn eftirminnilegi kapítuli í sögu Sólheimakapellu, þar sem saman fóru vígsla henn- ar og útför eins forvígismanna hennar. I Rauð Delicious epli EINGÖNGU BEZTI GÆÐAFLOKKUR ,, E X T R A F A N C Y “ . NÝ SENDING MEÐ HVERRI FERÐ. Eggert Kristjánsson & Co hf. Sími 1-1400. Angli - skyrtan er fáanleg í 14 stærðum Nr. 34 til Nr. 47. Margar gerðir. Mismun- andi flibbalag. Hvítar — Mistlitar — Röndóttar. Angli skyrtan er: ★ Auðveld í þvotti. ★ Þornar fljótt. ★ Verður slétt um leið. Það yrði of langt mál, að telja upp hina ýmsu og ágætu helgi- gripi Sólheimakapellu, sem henni hafa borizt frá því fyrsta og allt fram undir þennan dag. Tvennt skal þó nefnt hér. Altaristöfluna málaði og gaf Margrét Ásgeirs- dóttir, til minningar um tvær látnar systur sínar, þær Ásu Pálínu og Unni Aðalbjörgu Ás- geirsdætur í Framnesi. Og á sl. vori gáfu foreldrar Ásu og Unn- ar, þau Ásgeir og Kristín í Fram- nesi, forkunnarfögur messuklæði til kapellunnar til minningar um þessar tvær látnu dætur sínar. Er hér um að ræða hökul, rykkilín, stólu og fleira tilheyrandi og var þessi skrúði vígður við messu i Sólheimakapellu á siðastliðinni hvitasunnu. Rétt er svo að láta það koma fram hér, að nú er kapellan hituð upp með raf- magni. Enn berast Sólheimakapellu áheit og gjafir og telja margir áheitin gefast vel. Og við ýmsar jarðarfarir eru keypt hin látlausu en smekklegu minningarspjöld Sólheimakapellu, sem fást hjá Ásgeiri Pálssyni í Framnesi, Elí- asi Guðmundssyni í Pétursey og sóknarprestinum í Vík. Að lokum er svo rétt að staldra við og íhuga, hver sé hin raun- verulega ástæða fyrir því, þegar örfáir einstaklingar efna til kap- ellubyggingar og leiða það mál farsællega til lykta, þótt gömul og fögur kirkja sé í sókninni. Áður var minnzt á ræktarsemi þessara manna við Sólheima- kirkjugarð, sem enn er greftrað i og verður gert um ókomin ár. En til þess að koma strax í veg fyrir misskilning, sem er alláleit- inn víða um landið, þar sem svo háttar til sem hér, skal þetta tek- ið fram. Sólheimakapella var ekki reist neinni kirkju til höfuðs, held ur til verndar vígðum reit horf- inna kynslóða, sem ýmsum er kær. En þegar allt kemur til alls, var þetta þó ekki hin eina raun- verulega ástæða. Heldur hitt, að þörfin og þráin til þess að til- biðja Guð, segir alltaf cil sín á ýmsan hátt. Þess vegna mun Sól- heimakapella ekki leiða til ein- angraðs eða afundins trúarlífs, (eins og því miður eru til ein- staka dæmi um varðandi aðrar kapellur), heldur til aukins trúar og kirkjulífs í söfnuðinum. Kapellur leysa aldrei sóknarkirkj ur af hólmi. Hins vegar koma þær mjög gjarna við hlið sóknar- kirkna. Þetta á einmitt að geta gert þá fjölbreyttni í kirkju- og safnaðarlífi, sem leiðir til þess, að þeir, sem kapellur reisa, sækja þær auk sóknarkirkrta, enda er kapellum fyrst og fremst ætlað að minna menn á skyldurnar við sóknarkirkjurnar. Ella væri verr af stað farið en heima setið. Þótt Sólheimakapella sé lítið hús, er hún engu að síður stíl- hreint og veglegt Guðshús. Og hún er virðingarverð viðleitni til þess að auka og efla kirkjulífið í Víkurprestakalli. Það er góður grundvöllur, sem síðari kynslóðir eiga að geta byggt á. Á þessum igrundvelli óska ég Sólheima- kapellu ailra heilla og blessunar Drottins á ókomnum árum og hinum ýmsu aðstandendum henn ar og velunnurum alls velfarnað- ar. Enda ég svo þessi orð um Sól- heimakapellu með kvæði, sem Ásgeir Pálsson í Framnesi orti til kapellunnar á vígsludegi hennar. Sjá lítið hús á gömlum grunni þér Guð hér vígt að helgum sið. Heyr alla biðja einum munni í auðmýkt. Drottinn, tak því við og vernda það frá hreti og hríð og heimsins spilling alla tíð. Lát héðan ætíð orð þitt óma og öllum kynna þína náð. Lát orgeltóna helga hljóma í hátign sinni yfir láð Ó, bænheyr hvern, sem biður hér um blessun eða skjól hjá þér. Ó, lát hér Drottinn ljós þitt skína og lýs þeim, sem hryggur er. Og lát þann glaða líka sýna, að lof og dýrð þér jafrian ber. Hver athöfn, sem að innt er hér ; um aldir, Guð, sé helguð þér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.