Morgunblaðið - 20.12.1964, Qupperneq 30
30
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 20. 'des. 1964
Neyðarsendarnir
f FÖSTUDAGS Vísi, hinn 11.
desember s.l. skýrir einhver
'blaðamanna frá því, að „fram-
ikvæmdastjóri Slysavarnafélgs-
ins hafi sent blaðinu harðorða
gagnrýni á greinargerð þá, sem
Skipaskoðunin hafi komið á fram
færi um tilraunir með neyðar-
senda“.
Ekki veit ég hver þessi „fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélags-
ins“ er, en sé hann sá hinn sami,
sem skrifaði lofrollu um Lands-
síma íslands síðastliðið vor í til-
efni af mínum skrifum þá um
þjónustu eða þjónustuleysi
Landssímans við atvinnuvegina
í talstöðvarmálum, þá furðar mig
ekki þótt eitthvað hafi verið bog-
ið við öll blaðaskrifin nýlega um
neyðartalstöðvarnar. •
Ég hefi sjaldan orðið jafn
undrandi og yfir þeim skrípa-
leik, sem þá fór fram í Faxa-
flóia oig einnig yfir auglýsinga-
áróðri Landssímans af því til-
efni. Taldi ég víst að einhver
málinu kunnugur myndi leið-
rétta frásagnir blaðanna og
loks kom viturleg og sannorð
leiðrétting frá Páli Ragnarssyni
sjóliðsforingja hjá Skipaskoðun
ríkisins. En í tilefni þeirrar fram-
hleypni og heimsku, sem í
nefndri Visisgrein er höfð eftir
„framkvæmdastjórá Slysavarna-
félagsins, þá get ég ekki setið á
mér að kynna aðstandendum, og
þá einkum sjómönnum, álit mitt.
Þar er fyrst að nefna notkun,
eða öllu heldur misnotkun, neyð-
arbylgjunnar hér á landi. Sendr
kristallar fyrir neyðartíðni eru
skv. skyldu í öllu senditækjum
skipa og nú orðið einnig í vel
flestum talstöðvum bifreiða, sem
nota 2790 og 3255 krið/sek til
viðskipta. Gefi uppkall ekki ár-
angur á viðskiptatíðnunum, þá
er bæði í bílum og skipum igripið
til uppkalls á neyðarbylgjunni
og oft fara þar fram talviðskipti
að óþörfu. í frásögnum af skáta-
leiknum í Faxaflóa-með neyðar-
talstöðvarnar sex er þess getið,
að skilyrði fyrir tilraunirnar hafi
óhagstæð, af því að neyðartíðnin
lnafí verið trufluð af uppkalli
ýmissa aðila. Þessa og álíka mis-
notkun neyðarbylgjunnar ber að
víta og ætti „framkvæmdarstjóri
Slysavarnafélagsins" að hafa þar
forgöngu í stað þess að stjórna
leiknum og auglýsingaherferð
Landssímans.
Næst kemur þáttur Landssím-
ans, sem þó samkvæmt íslenzk-
um.réttritunarreglum á að skrifa
með litlum upphafsstaf. Að
beiðni Slysavarnafélags íslands
mun Landssíminn hafa smíðað
nokkra tugi bakpokatalstöðva
með 15 watta sendiorku til stað-
setningar í skipbrotsmannaskýl-
um víðsvegar um landið og til
afnota fyrir leitarflokka á landi.
Þá mun Landssímann hafa leikið
sér að þeirri huigmynd að þessar
bakpokatalstöðvar megi nota í
triliubátum. Þaðan kemur svo
hugmyndin um hæfni þeirra sem
neyðartalstöðva.
Nú er það svo, að stærstu sigl-
ingaþjóðir heims hafa reynt að
gera sér grein fyrir hvernig
neyðartalstöðvar þurfi að vera
Igerðar svo þær komi skipbrots-
mönnum að gagni í sjó, í gúm-
'bát eða stærri björgunarbát. Til
dæmis hefur brezka Póststjórnin
gert þar um vissar kröfur, en síð-
an hafa brezkir framleiðendur
smíðað litlar handtalstöðvar, sem
uppfylla þessar kröfur. Tal-
stöðvarnar þurfa t.d. að geta
flotið á sjónum án þess- að
skemmast og vera nothæfar
manni, sem velkist í sjónum í
bjöngunarvesti.
Mér er tjáð að hin auglýsta
skozka „Linkline“ neyðartalstöð
uppfylli þessi skilyrði. Hinsveg-
ar veit ég með vissu að svonefnd
„LIFECRY" neyðartalstöð upp-
fyllir skilyrði brezku Póststjórn-
arinnar og hefur verið prófuð
og viðurkennd af henni, þótt
ekki hafi hún verið með í prófun-
unum í Faxaflóa. Hún er steypt
inn í gúmhulu, kassinn er vatns-
þéttur og hún flýtur á sjónum.
Brezka Póststjórnin hefur sann-
prófað að hún dreigur frá 50-150
sjómílur, allt eftir viðtökuskil-
yrðum og hana má miða allt upp
í 200 sjómílur. Þó er sertdiorka
þessarar neyðartalstöðvar að-
eins 0,4 wött éða um einn fertug-
asti hluti af sendiorku bakpoka-
stöðvar Landssímans. Svipaða
sendiorku tel ég að „Linkline"
og aðrar, erlendis viðurkenndar,
neyðartalstöðvar, sem prófaðar
voru í Faxaflóa, hafi haft. Því er
ekki að undra þótt bakpokastöð-
in hafi haft vinninginn, því hún
var 40 sinnum sterkari.
En hvað um bakpokastöðina?
Hve þung er hún? Getur hún
flotið á sjónum- Hefur hún
þurrafhlöður? Er hún vatnsþétt?
Hefur hún verið prófuð og við-
urkennd af brezku póststjórninni
til þessarar not.kunar? Ætiar
Landssíminn að framleiða hana
í hundruðum til notkunar í igúm-
bátum og fyrir skipbrotsmenn
fljótandi í björgunarvesti? Hvaða
„data“ hefur þessi neyðartal-
stöð?
Æsk+legt væri að Landssíminn
gæfi upp:
Fyrir sendinn: Power output,
power amplifier efficiency
frequency stability. temp-
erature range, depth of modul-
ation, aerial / system. power
supply,
Fyrir viðtækið: A.F output,
frequency staibility, temperature
range, signal/noiee ratio, battery
life.
Fyrir tækið í heiid: Weight
and dimensions.
Lesendur mínir fyringefi mér
þótt ég telji þessa hluti upp á
ensku, en þetta eru þau atriði,
sem erlend „alvörúfyrirtæki“
telja sér skylt að gefa upp um
fram!eið,slu sína. Þá er kaupand-
inn ekki blekktur, enda tryggja
póststjórnir landannan þaíj
Hvernig er þessi skylda póst»
stjórnarinnar rækt hér?
Reykjavík, li. des. 1064
Stefán Bjarnason, verkft
Skinnhanzkar
fóðraðir og ófóðraðir.
Kærkomin jólagjöf.
Hattabuð Reykjavíkur
Laugavegi 10.
í
DAG
X^r'íjy'
Ív.víaíA
jVJ'
V-^vavS'
AT.«v.,
Heimdragi
Reimleikar
Lífsorrustan
Hamingjuskipti
Neydarkall frá noröurskauti
Skytturnar l-lll
Börnin í Nýskógum
Anna í Grænuhlíð I—II
Margt er sér til gamans gert
Fimm í hers höndum
Dularfulla hálsmeniö
Dagbók Evu
>w.v.
V.