Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1964 NÝTT ÚRVAL SAMKVÆMISSKÓR Brocage og nælori silfur og gull. ♦ Danskir SLÖNGUSKINNSSKÓR og RÚSSKINNSSKÓR ♦ Háhælaðir þýzkir KVENSKÓR Fallegt úrval. ♦ ítalskar TÖFFLUR og allskonar INNISKÓR ♦ AUSTURSTRÆTI 10 LAUGAVEGI 116. ENSKAR KÁPUR OG PEL5AR ★ RÚSKINNSJAKKAR RÚSKINNSKÁPUR NAPPA JAKKAR NAPPA KÁPUR ★ ÓDÝRAR ÚLPUR O G SLOPPAR ♦ LAUGAVEGI 116. Hnofan auglýsir HÚSGÖGN í ÚRVALI: Sófasett Svefnsófar Svefnbekkir Stakir stólar Sófaborð Vegghillur Skrifborð Kommóður og margt fleira. Þér fáið vönduð, ódýr húsgögn og góða greiðsluskilmála. Hnofan húsgagnaverzlun Þórsgötu 1. — Sími 20820. w—------------------------------------------------------------- farið hefur fram á neíndum stað fyrr og síðar. Að sjálfsöigðu verða núverandi vegir vegna Seláss. Árbæjar o.s.frv. að vera tengdir nýja veginum á hagkvæmasta hátt. Þann 22. okt. l'S-63 flutti Jón Skaftason, alþingismaður, tillögu til þingsályktunar nr. 35 að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar ákveða vegastæði Vesturiands- vegar frá Eiliðaám og innfyrir Kollafjörð o.s.frv. Svo þann 31. október 1963 flutti Matthías Á. Matthísen tiMögu til þingsálykt- unar nr. 54 um að skora á ríkis- stjórnina að láta svo fljótt sem auðið yrði hefjast handa um und- irbúning að staðsetningu og lagn ingu tvöfaldrar akbrautar frá Reykjavík um Kópavog og Garða hrepp tjl Hafnarfjarðar. Miklar þak'kir eiga þessir alþinigismenn skilið fyrir tiilögur sínar. Jafn- vel þó einhver undirbúningur hafi áður verið gerður um stað- setningu á nýjum akvegi á nefnd um stöðum, hafa fleiri alþingis- menn taiið tillögur þeirra réttar og er nú í fullum gangi undir- búningur til framkvæmda á slík- um vegaverkum. Væri ekki rétt að gera þá Jón og Matthías að viðreisnarmönnum vegagerðar- innar, því þeir virðast kunna að taka beygjur bæði til hægri og vinstri, en slíkir menn virðast varla til hjá vegagerð ríkisins. Og sjálfsagt verða þeir líka sjálf kjörnir forystumenn hver í sín- um flokki, þegar flokksforystan verður endumýjuð og valin á ný. Myndi ekki hæstvirtur ráðherra vilja nema land fyrir þá framtíð- arvegi norður og suður í þeirra kjördæmi um leið og hann næmi landið undir veg áleiðis austur í sitt kjördæmi. Ég sagði fyrr að vegurinn frá Reykjavík til Sel- foss, hefði lent 1 1. flokki. Að vissu leyti er það furðuleg flokk- un, því á þeim kafla þarf að iaga eða taka af 60 beygjur, breikka og lagfæra 20 ræsi og brýr, skera niður og endurbæta 8 brekkur. Þetta heitir 1. flokkuf í vega- kerfi nútímans. Á austurvegi vildi það óhapp til fyrir nokkrum árum, að verkfræðingar vegagerð arinnar kunnu ekki að taka beygju til hægri handar af Svína hraunsvegi. Ekki tókst heldur •betur til, þá tekin var beygja til vinstri handar af Þrengslavegi. Því síður er sjáanlegt, að þeir hafi kunnað að staðsetja veg við Draugahiíðar, þar sem stokkið er í brekuna, án þess að hirða um hve brött hún er. Þetta veldur því, að á veturna verður stund- um að setja þar á tvöfaldar keðj- ur, þó að annars staðar þurfi varla einfaldar keðjur. En ailir þekkja iíka þá heiidar erfiðleik- ana við að aka up pog niður of brattar brekkur, svo og óeðlileg- an framúrakstur, sem í þeim vilja verða. En tilvalið vegastæði var í vægri sveigju norðan Draugahlíðar, þar sem brekkan væri tekin á þrisvar sinnum lengra færi og því hægt að aka keðjulaust eins og á sléttum vegi. En síðar væri gott að steypa yfir þá ástæður og geta vega- gerðarinnar leyfði. Er illa farið ef orðið sveigja er ekki til 1 verk fræði og vinnuþekkingu vega- gerðarinnar. Hvað segja hinir orðhögu_ um það? Þeir Jakob og Árni. Ég vil svo geta þeirra verka, er unnin hafa verið til end urbóta á því sumri, sem liðið er með 100 til 140 milljónir af við- 'bótarvegafé í höndum. 1. Handriðin á Hólmsárbrú hafa verið endurbætt og löguð í sama formi og þau voru sett ná- læigt 1940. Þau hafa ætíð verið óhæf og ill fyrir umferðina og bíiar verið stórskemmdir á þeim vegna þess að brúin er of mjó, og er því ein af þeim. sem þarf að breikka. En staðsetningin er sem kunnugt er með hinum vanalegu vegagerðarbeygjum, sem ekki eru iagðar niður enn þann dag í daig, sem aidrei verða methæfar til síðustu stundar. Fyr ir slíkar endurbætur fá þeir % í einkunn. 2. Vamarbríkur voru endur- bættar á ræsi nálægt Gunnars- hólma. Rresið er of miótt 0£ eitt — Ólafur Ketilsson Framh. af bls. 13 Annað af Bjarna Benediktssyni um 194i3 með meðmælum og mót- imælum, og svo að sjálfsögðu það þriðja af Ingólfi Jónssyni og hús tkörlum hans nú árið 1964, án mótatkvæða nokkurs manns — og verður það því mest og fræg- ast, og um leið vinsælast, heppi- legast og hagstæðast iandnám, er ’lamingo HÁRÞURRKAN HEFUR ALLA KOSTINA: ★ stærsta hitaelementið, 700 W ★ stiglaus hitastilling, 0-80°C ★ hljóður gangur ★ truflar hvorki útvarp né sjónvarp ★ hjálminn má leggja saman til þess að spara geymslupláss ★ auðveld upp- setning: á herbergishurð, skáp hurð, hillu o. fl. ★ aukalega fást borðstativ eða gólfstativ, sem einnig má leggja saman ★ formfögur og falleg á litinn ★ sterkbyggð og hefur að baki ábyrgð og Fönix varahluta- og viðgerðaþjónustu. Ótrúlega hagstætt verð: Hárþurrkan ......kr. 1095,- Borðstativ ...... kr. 110,- Gólfstativ ...... kr. 388,- Falleg jólagjöf O. ICOBMERIIP HAHIitW 9ími 12606 - Suðurgötu 10 - Reykjavík Verð kr. 98,00 AUSTURSTRÆTI LAUGAVEGI af þeim 20 ræsum, sem verður að breikka. En sneiðingu settu ■þeir á bríkumar, sem varla hafa sést áður. Tel ég rétt að meta það % í einkunn. En þessi tvö verk kostuðu kr. 58 þús. 3. í brekkuna austan við Velli í Öifusi ráku þeir niður 9 varúð- arstaura. Einkunn 14. Þar af eru fjórir fallnir nú, en fimm hanga eftir. Samtals gef ég þeim því 1% , einkunn fyrir sín verk á síð ustu árum, bæði fyrir ræsagerð, endurbætur og vegaviðhald. Þið sem eruð vön að sitja við barnapróf, gjörið svo vel að yfir- fara þessa einkun og leiðrétta, ef mínar reynast skakkar. En við kjósendur íngólfs sættum okk ur ekki við svona vegabætur leng ur. Það verður að bætast og breytast, og færast í nútímalegra horf. Þann 9. maí 1961 taldi ég rétt að gefa þeim tvo í einkunn. Ekki fer öllum fram í landi voru, með an svona stefnir. Hvað segir menstamálaráð og formaður þess um það? Árið 1960 sendi ég nokkrum alþingismönnum bréf og bauð þeim með niér í ökuferð frá Reykjavik til Selfoss og víðar um Árnessýslu. Boðið og bréfið hljóð aði um það, að ég óskaði eftir að segja þeim, hvernig ég áliti, að þeir ættu að láta endurbæta veg- ina á næstu árum (þeirra starfs- tíma). Boðið þáðu þeir ekki, og hafa ekki þegið það enn. Þó stend ur það í fullu gildi frá minni hendi og það líka fyrir nýja þingmenn, er bætzt hafa í hóp- inn síðan. En þáverandi alþingis maðúr og ráðherra, Ingólfur Jóns son, bauð mér með sér í ferð á sama vegi þann 9. maí 1961 ásamt vegamálastjóra og verkfræðingi vegagerðarinnar. Þegar við hóf- um ferðina mælti ég á þessa leið: Eins og þér munið, þá ferðaðist Ingólfur Árnarson frá Ingólfs- fjalli til Reykjavíkur fyrir löngu síðan. Sú saga er að vísu ágæt og vafalaust sönn og hvert manns barn hefur lært hana hin síðari ár. En mér finnst þessi saga bæði vera of gömul og úrelt orðin. En nú á þessum degi eða næstu daga vðna ég, að Ingólfur Jónsson semji nýja sögu og ákveði að ieggja tvo vegi frá Reykjavík til Selfoss. Annan til þess að aka austur að Selfossi, en hinn fyrir akstur vestur til Reykja- vikur. Vona ég, að þegar slíkt verk hefur verið unnið, muni ný saga hafa tekið sögunni um Ing- ólf Amarson fram, svo að hún gleymist að mestu. Hins vegar verði sagan um Ingólf Jónsson hér eftir sögð hverju mannsbarni, einkum yngri kynslóðinni, sem á að njóta slíks ágætisverks. — Þessi nefnda ferð var farin svo sem sagt er. En hvað rætt var um vegamál, vita þeir er með voru, en geyma vafalaust eitt- hvað í minni sínu af því, er ég sagði þeim. En aftur á móti vildi ég taka það á þráð og spila í útvarpið sama kvöldið og við komum í bæinn, en þvi fékk ég ekki framgengt. En nú eftir þessi ár, flyt ég tillögu mina á ný og bæti nokkru við, vegna breyttra tíma og batn andi manna, er máske Ijá mínu máli lið. Frá fyrstu tíð hef ég trúað á forna hreysti, og þar á meðal á Gunnar, Héðin og Njál, þó þeirra saga hafi aðeins verið hreysti-, hetju- og harmsaga. Alltaf koma fram í góðum ætt- um góðir og miklir mannkostir og svo mun vera enn í ættum tþremenninganna í Ra ngái'þingi. Nú stendur svo á, að þeir Gústaf, Ingólíur og ólafur eru úr Rang- ■ árþingi. Og ég veit, að þeir verða ekki í neinum vafa um að vinna framtíðinni sem mest gagn með störfum sínum í umferða- og vegamálum og setji með því í fyrsta lagi Islandsmet, í öðru lagi Norðurlandamet óg í þriðja lagi heimsmet. Ólafur Ketilsson. I GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Þórshamri við Templarasund Simi 1-11-71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.