Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 25
Sunnudagur 20. des. 1964 MORCUNBLAÐIB 25 Benedikt Gíslason frá Hofteigi 70ára f DAG er sjötugur einn fróða.sti og afkastamesti alþýðufræðimað- ur landsins Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Hann er svo fróður að hann veit alla hluti hvort sem Iþú spyrð hann hvenær Hekla gaus fyrst eða hvort þú biður hann að rekja ætt þína til Óðins. IHann er svo óskeikull í slíkum hlutum að mér finnst íslenzka útvarpið ætti að búa honum hæg- an stól í sölum sínum, ráða hann sem uppsláttar orðabók að fletta upp í meðan hans nýtur við. Auk fræðimennsku sinnar er Benedikt gott skáld upp á gamla imóðinn eða í hefðbundnum stíl eins og nú mun rétt að segja, en í fræðimennsku sinni er hann stór skáld á við Einar Benediktsson í hugmyndum sínum um íra á ís- landi. Benedikt hefur skrifað fjölda greina í blöð, tímarit og safnrit auk fjölda útvarpserinda ©g er allt þetta markað af fræði- mennsku hans, skemmtilegri sér- vizku og stilsnilld. Það lætur því að líkum að hann sé vinsæll út- varpsmaður. Það er því ekki und- arlegt þótt alþýðumenn vekist upp til að gefa út bækur hans. Benedikt er fæddur 21 desem- Iber á Bgilsstöðum í Vopnafirði Gíslason Heligasonar frá Geirólfs stöðum. Móðir hans var Jónína Hildur Benediktsdóttir Rafnsson- ar frá Höfða á Völlum. Foreldr- ar hans fluttu frá Höfða að Egils stöðum sama árið og hann fædd- ist. Þar var hann uppalinn. Hann var sendur á Eiðaskóla árin 1911- lð. Þá var þar skólastjóri Metú- salem Stefánsson, en Benedikt Blöndal aðalkennari. Var Metú- salem honum til fyrirmyndar í vísindalegum aðferðum en nafni ihans örvaði skáldgáfu hans. Bene dikt Gíslason skrifaði siðan sögu skólans — en hún er orðin ó- missandi heimild eftir að skól- inn brann. í Samvinnuskólanum í Reykja- vík var Benedikt einn vetur 1918-19. Þar hitti ég Benedikt fyrst að vinna upp á safni og hjá frændkonum sínum í Þingholts- stræti 28, Margréti og Guðrúnu, dætrum Helga í Skógargerði og ólafar föðursystur Benedikts. Þetta voru fagrar konur svo sem þær áttu kyn til. Hefur Guðmund ur Hagalín lýst þeim vel í ævi- sögu sinni. Benedikt kvæntist 19. nóvem- ber 1921 Geirþrúði Bjarnadóttur frá Sólmundarhöfða á Akranesi. Hún er af Ásgarðsætt, forfeðr- um Jóns Sigurðssonar forseta. Þau fóru að búa á föðurleifð hans Egilsstöðum í Vopnafirði. Þeim varð eilefu barna auðið sem enn eru öll á lífi, Bjarni, stúdent, háskólagenginn oig rit- höfundur, Árni, samvinnuskóla maður og framkvæmdastjóri Ólafsvík. Hrafn, gjaldkeri í Eddu, Steinn, skrifstofumaður í Reykja vík, Egill, flugstjóri á Norðfjarð- arflugvélinni, Einar, stud. pharm. í Kaupmannahöfn, systurnar Bengþóra Auður og Hildur, gift- ar konur í Reykjavík. Lára, hús- freyja á Klettstíu á Norðurárdal og loks Sigríður, starfsstúlka í SÍS, ógift. Eitt af hinum fyrstu verkum hins unga bónda í Vopna firði var það að hann sem hrepps nefndarmaður og sýslunefndar- maður kom því til leiðar að öllum sýsluvegum í þeim héruðum milli bygigða var breytt í þjóðvegi og flýtti það mjög fyrir viðhaldi þeirra og nauðsynlegum brúar- gerðum (1923). Auk hreppsnefnd arstarfa hafði Benedikt á þessum fyrstu árum sinum í Vopnafirði, umsjón með refaveiðum og bú- stofnsleigusjóðnum. Búnaðarsam- bandsfundi sótti Benedikt um tíu ára skeið eða meira. Þegar Þórólfur í Baldurs- heimi stofnaði Réttarhreyfinguna 1913 og tímaritið Rétt, var Bene- dikt áhangandi hennar og_ las þá mikið af bókum . eftir Henry Georges, postula stefnunnar Árið 1928 fluttist Benedikt Hofteig á Jökuldal og var þar til 1944 er hann fór með allt sitt til Reykjavíkur. í Hofteig gerðist Benedikt brátt góður bóndi vegna fjáreignar. Eignaðist hann um 600 fjár og var þá fjárríkastur á landi hér. Á Jökuldal var hann hreppsnefndarmaður, safnaðar- fulltrúi, meðhjálpari og hunda- hreinsari. enda hreinsaði hann Jökuldal af sullaveiki í fé sem áður var þar landlæg. Árið 1933 hratt hann af stað skipulaigi um afurðasölu er síðar varð skipulag um afurðasölu landbúnaðarins, Árið 1942 barðist hann fyrir stofnun Bændaráðs og varð það fyrst undanfari Búnaðarráðs og síðar Framleiðsluráðs þess er nú starfar. Benedikt fluttist með fjöl skyldu sína til Reykjavíkur árið 1944. Vann hann þar síðan á skrif stofu í Framleiðsluráði landbún- aðarins. í Búnaðarbankanum frá klukkan níu á morgnana til klukk an fimm á daginn. Þá fór hann á Landsbókasafnið og sat þar oft tímum saman. Þá fór hann að borða og þaðan á skrifstofu sína í Búnaðarbankanum. Vann hann þar oft til klukkan að ganga tólf að fræðistörfum sínum. Hvorki gaf Benedikt sér tíma til að fara á bíó né leikhús. Eftir að Benedikt var kominn á mölina í Búnaðarbankanum, kunni hann ekki betur við sig en svo, að hann keypti sér jörð norð ur í Skagafirði, Litla Dal í Lýt- ingsstaðahreppi, byggði þar íbúð arhúsog fjárhús og ræktaði mikið land. Þetta var árið 1951. Og svo segir Benedikt að þrátt fyrir öll sín mörgu áhugamál kunni hann enn bezt við sig sem bóndi í sveit. Bækur eftir Benedikt: Við vötnin ströng, ljóðabók 1947, ís-. lenzki bóndinn 1950. Smiður Andrésson og þættir 1951 Páll Ólafsson 1956. Eiðasaga 1858, Fólk og saga 1958, Saga kaupfé- laigs Héraðsbúa 1959, íslenda 1963. Benedikt hefur skrifað kafla í þessi safnrit: Göngur og réttir, Braigi Sigurjónsson gaf út, Aust- urland. Halldór Stefánsson gaf út, Hrakningar og Heiðavegir, Pálmi Hannesson og Jón Eyþórs- son gáfu út, Fólkið í landinu, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson gaf út. Benedikt hefur auk þess á- samt Einari Bjarnasyni gefið út Ættir Austfirðinga eftir Einar Jónsson. Auk alls þessa hefur Benedkt skrifað gríðarmargar greinar í blöð og tímarit og flutt fjölda mörg vinsæl útvarpserindi nú síð ast voru ljóð hans lesin í útvarp. Oig ofan á allt þetta á hann ótölulegan grúa kvæða, þátta og ritgerða í handritum heima hjá sér og mikinn fjölda bréfa hefur hann skrifað. Stefán Einarsson. „Jökli tekst ágæta vel að laða fram í frásögn sinni alhliða mynd af þessari sérkennilegu byggð, fortíð hennar og nútíð, fólki hennar og náttúrunni um- hverfis það, lifandi og dauðri“. M.T.Ó. Þjóðv. 13. des. s.l. „En í seinustu viku gerðust þau óvæntu tíðindi að Breiðafjarðareyjar komu heim til okkar. Ekki allar að vísu, en minnsta kosti jafnmargar og við hefðum vitjað í sumar. Ekki í fullri líkamsstærð, en þó vænt- anlega í réttri mynd. Þær komu í bókinni Síðasta skip suður, sem er skrifuð af Jökli Jakobssyni og teiknuð af Baltasar Samper.“ B.B. Frjáls þj. 11. des. s.l. „Er skemmst frá því að segja, að bókin er í ytra tilliti hrein gersemi, bæði að því er varðar pappír, bókband og prentun á myndum og texta. Til þessa hefur greinilega verið vandað sem kostur var, og árangurinn orðið ein bezt unna bók sem hér hefur sést um árabil.“ Sigurður A. Magnússon, Mbl. 17. des. sl. Tvær unglingabækur 1. Víkingaferð til Surtseyjar. Z. Óli og Maggi í óbyggðum. Útgefandi, Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. ÁRMANN Kr. Einarsson er mikilvirkur rithöfundur. Hann hefur samið á síðastliðnum tveim- ur áratugum um 20 barna- og unglingabækur. En hann er ekki aðeins mikilvirkur heldur iíka snjall oig vinsæll rithöfund- ur. Mestum vinsældum náði hann með Árnabókunum, sem oft eru svo nefndar, enda hafa þær og fleiri bækur Ármanns komið út í þýðingum bæði í Noregi og Danmörku. ekki síðri Surtseyjarförinni. Yfir allri frásögninni um dreng- ina hvílir heillandi ævintýra- blær. Þar er lýst björtum nótt- um og kyrrð öræfanna og margskonar ævintýrum lenda drengirnir í. — Svo sem veiði- •ferðum, bardaga við veiðiþjófa, og einnig bjarga þeir lambi, sem festst hefur í gaddavírsgirðingu. Heyrt hef éig að höfundur sjálfur hafi á sínum tíma annast girðingavörzlu í óbyggðum, vegna mæðiveikivarna, og eru því lýsingar hans af önnum og athöfnum varðmanna sannar og Ármann Kr. Einarsson má vel vera ánægður með framlag sitt í barna- og unglingabókuro. Bækur hans eru mjög vinsælar, enda skrifaðar af glöggum skiln- ingi á unglingum, með heillandi frásögn og fjölbreyttum og sennilegum ævintýrum. Ármann predikar aldrei í bókum sínum, en honum tekst að gæða sögu- persónurnar heillandi lyndisein- kennum, svo að' þær gefa ungl- ingunum gott eftirdæmi. Og ég hef þá trú, að þær bækur séu unglingum hollur lestur, þar sem höfundi tekst að draga upp svip- myndir af piltum og stúlkum, sem allir unglingar vilja líkjast, en það tekst Ármanni oft í bók- um sínum, og þess vegna eru þær hollt lesefni fyrir börn og unglinga. Öll ungmenni í sögum Ár- manns eru geðþekk og full af lífsfjöri og ævintýraþrá, en aldrei duglaus, hrekkjótt eða svikul. Þetta eru allt fyrir- myndar unglingar. Sumar sögupersónur í bókum hans eru unglingum ógleyman- legar eins og t.d. heimilisfólkið í Hraunkoti, hjónin Magnús og Jóhanna og dætur þeirra Rúna og Helga litla. — Og þá er ekki síður söguhetjan sjálf Árni og kunningjar hans Gussi hrepp- stjórasonur og Olli ofviti. Þessar sögupersónur eru jafn lifandi í huga unglinganna, og fólkið sem þeir umgangast daglega. — Þessar tvSer síðustu bækur, sem eru nýkomnar út, hafa alla beztu kosti fyrri bóka hans. Drengirnir Óli og Magigi í óbyggð- um verða öllum hugþekkir og þá ekki síður Surtseyjarfararnir. Víkingaferð til Surtseyjar styðst mjög við staðreyndir, nema sjálf Surtseyjarförin, sem er ævintýri, byiggt á staðreynd- um. í undirtoúningi að Surtseyj- arförinni dregur höfundurinn upp mynd úr skólalífi piltanna og af heimilum þeirra. Er þessi mynd hugþekk og sönn. Óli og Maggi í óbyggðum er eðlilegar. Stefán Jónsson, Vélstjórafélag íslonds og Mótorvélstjórofél. íslands halda sameiginlega jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 27. des. nk. kl. 15,30 að HÓTEL BORG. Miðasala á skrifstofunum. Skemmtinefndimar, Ný sending GREIÐSLUSLOPPAR fallegir og ódýrir. Hattabuð Reykjavikur Laugavegi 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.