Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. des. 1964
f FYRRI GREINUM hefur skipu-
lagi og framleiðslu Söiumiðstöðv
ar hraðfrystihúsanna verið lýst.
Mun nú nokkuð skýrt frá sölu-
og markaðsstarfsemi.
Sölumiðstöðin var stofnuð árið
1942, þeigar seinni heimstyrjöldin
stóð sem hæst. Tilgangurinn með
stofnun S.H. var að koma á fót
sjálfstæðu fyrirtæki, sem annað-
ist sölu og dreifingu afurða fé-
lagsmanna og samræmdi fram-
leiðslu hraðfrystihúsanna þörf-
um markaðanna, jafnframt því,
sem frumkvæði þessara mála
hyrfi úr höndum þess opinbera,
Fiskimálanefndar, og framleið-
endur önnuðust þau í þess stað
sjálfir. Með stofnun S.H. var því
stigið stórt skref frá ríkisafskipt-
um í veigamiklum þætti útflutn-
ingsmála og lagður grundvöllur
fyrir stórfelldar framfarir í hrað-
frystiiðnaði landsmanna með
skipulögðu sölu- og markaðs-
LÍNURIT YFIR SKIPTINGU UTFLUTNINGS SH
EFTIR LÖNDUM
IOOOTONN
70
60
50
HO
50
20
10
önn nr lör id~
\ /
Sov ítríki a \ /
\ /
w Ban darík in
1959 1955 1956 195? 1958 I9$9 1960 1961 1962 1965
Sjálfstæð markaðsuppbygg-
ing í skjóli samtaka
eftir Guðmuiid H. Garðarsson, viðskiptafræðing
starfi á erlendum mörkuðum
fyrir tilstuðlan frjálsra og óháðra
samtaka fiskframleiðenda. Var
hér um nýjan þátt að ræða í at-
vinnusögu þjóðarinnar, sem var
sala mikils magns hraðfrystra
sjávarafurða í neytendaumbúð-
um, sem þurftu að keppa við er-
lend vörumerki á hörðum sam-
keppnismörkuðum, eins og t.d.
Bandaríkj unum.
Upphafsár
Á þessum árum var trú manna,
utan hraðfrystihúsaeigenda, tak-
mörkuð á framtíðarmöguleikana í
sölu frystra sjávarafurða, og
sýndu sjálfstæðir heildsalar þess-
eða 30 þús. smálestir að verð-
mæti 65 millj. króna. Enn var
mest selt til Bretlands, eða 25
þús. smál. Á þessu ári og hinum
næstu eru unnir markaðir í mörg-
um fleiri löndum, m.a. í Frakk-
landi, Sovétríkjunum, Svíþjóð,
Tékkóslóvakíu, Hollandi, Ítalíu og
Danmörku. Fyrstu samningar um
sölu hraðfrystra flaka til Sovét-
ríkjanna voru gerðir í maí 1946.
Sovétríkin keyptu 13.700 smál.
eða 54% af framleiðslu ársins.
Skiptin.g markaðanna
Á upphafsárunum kom þegar í
ljós, að markaðirnir fyrir hrað-
SKIPTING ÚTFLUTNI NG S INS 1983
eftir tegundum
í TONNUM
BANDARIKIN
SOVETRIKIN
HEILDARMASN1 16.838 t
VERDMÆTI > *»22 MILU.KR.CIF
ari starfemi lítinn áhuga. Árið
1943 var fyrsta heila starfsár S.H.
Á því ári voru fluttar út 13600
smálestir af frystum fiskflökum
að verðmæti 30 millj. króna. Flök
in voru ,öll seld til Bretlands, að
undanskildum 200 smálestum
sem fóru til Bandaríkjanna.
Árið 1944 var ákveðið að setja
á stofn skrifstofu í New York og
skyldi hún vinna markaði fyrir
frystar sjávarafurðir í Banda-
ríkjunum. Jón Gunnarsson, verk-
fræðingur, var ráðinn til að veita
skrifstofunni forstöðu, en hún
var opnuð í ársbyrjun 1945. A
því ári voru ráðnir til sölustarfa
í Evrópu þeir Guðmundur Al-
bertsson, forstjóri og Dr. Magnús
Z. Sigurðsson.
Heildarútflutningur S.H. árið
1945 var geysimikill á þeim tíma,
SH
HEILDARMASN-' 2417*» t
VERÐMÆTl > 3IT MIUJ.KR.CIP
frystar sjávarafurðir skiptust í
þrjú aðalsvæði:
Bandaríki Norður-Ameríku,
Vestur-Evrópu og
Austur-Evrópu.
Sérhvert svæði og einstök lönd
innan þeirra hafa sínar ákveðnu
þarfir og gera mismunandi kröf-
ur, m.a. til fisktegunda, gæða,
umbúða, afskipana o.s.frv., auk
þess sem verðlag og verðmynd-
un er ólík. Þetta gerðu forystu-
menn S.H. sér í upphafi ljóst og
unnu markaði í samræmi við það.
Árangurinn hefur verið misjafn-
lega góður hvað einstök markaðs
svæði áhrærir, en í heild hefur
hann verið ágætur, eins og sjá
má af því, að á s.l. ári var heild-
arútflutningur S.H. 72337 tonn,
að verðmæti 926 milljónir krón-
Markaðsyfirlit
Fyrir þróun frystiiðnaðarins
hefur jafnan verið þýðingarmik-
ið, að markaðirnir væru nýttir til
hins ýtrasta á grundvelli framan
greindrar skiptingar markaðanna
í þrjú aðalsvæði. Er í því sam-
bandi nauðsynlegt, að menn geri
sér grein fyrir, að slíkt verður
eigi gert, nema annað hvort i
skjóli samtaka, sem hafa gott yfir
lit yfir möguleika markaðanna á
hverjum tíma og skapa frystihús-
unum sterka samningsaðstöðu
sem heildar, gagnvart hinum er-
lendu kaupendum, eða að heild-
aryfirlitið sé í höndum sérfróðra
starfsmanna ríkisins, sem eru í
svipaðri aðstöðu til að fylgjast
með mörkuðunum, eins og sölu-
stjórar og fórstöðumenn S.H. eru
í dag. Um yfirburði hinna frjálsu
samtaka til að inna þetta hlut-
verk af hendi, fremur en að hafa
það í höndum hins ópinbera,
blandast engum hugur. Sé
þessa eigi gætt, verður heildar-
árangurinn í sölu afurðanna er-
lendis lakari og rekstursgrund-
völlur hraðfrystihúsanna, og þar
með sjávarútavegsins ótryggari.
Framboð á frystum fiskafurð-
um inn á hina ýmsu markaði tak
markast fyrst og fremst af fisk-
aflanum á hverjum tíma og svo
annars vegar á markaðsverði
hinna einstöku afurða og hins
vegar á innlendum framleiðslu-
kostnaði þeirra. Á síðustu árum
hefur vinnuaflsskorturinn haft
truflandi áhrif á framleiðsluna,
en hann hefur oft á tíðum, þegar
mikill afii berzt á land, þvingað
framleiðendur til að framleiða
fljótunnar vörur fyrir óhagkvæm
ari markaði. Árlega er vegið og
metið á grundvelli fyrri reynslu,
fiskframboðs og markaðsspáa
o.s.frv., hvernig hagkvæmast er
að skipta væntanlegum fiskafla á
markaðina. Er þá þýðingarmikið
að hafa gott yfirlit yfir sem flesta
og víðtækasta möguleika.
Frá sölufræðilegu sjónarmiði
er S.H. vel skipulöigð. Á aðal-
skrifstofunni í Reykjavík er aðal
sölustjóri fyrirtækisins, Björn
Halldórsson hagfræðingur, sem
hefur unnið að málefnum S.H. á
annan aratug og er gjörkunm«g-
ur hraðfrystiiðnaðinum. Honum
til aðstoðar hér heima er sölu-
stjóri og fulltrúar, sem vinna að
ákveðnum verkefnum við fram-
kvæmd sölumála. Erlendis, í
Ameríku og á Bretlandi, eru rek-
in sjálfstæð dótturfyrirtæki með
tilheyrandi starfsliði. Á einstök-
um þýðingarmiklum mörkuðum
eru svo umboðsmenn.
Heildarútflutningur
Sölumið^töðin hefur frá upp-
hafi starfsemi sinnar verið stærsti
útflytjandi hraðfrystra sjávaraf-
urða á íslandi. Hefur árleg hlut-
deild S.H. í heildarútflutningi
þeirra verið frá 70-90%. Er það
breytilegt ár frá ári. Stafar það
m.a. af mismunandi góðum afla-
brögðum, sölumöguleikum ann-
arra afurða, eins og t.d. saltfisks
og skreiðar, og svo því, hvar fisk-
urinn berst á land, en þau frysti-
hús innan S.H., sem hafa mesta
frystigetu, eru staðsett í Vest-
mannaeyjum og á Suð-vestur-
landi. Þá hefur það sín áhrif, að
útflytjendum hefur fjölgað á síð-
ustu árum.
í töflu og á línuriti, sem fylgja
þessari grein, er heildarútflutn-
ingur S.H. sl. 10 ár sýndur og
hlutdeild stærstu viðskiptaland-
anna, Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna. Á línuritinu sést, að út-
flutningurinn hefur stigið jafnt
og þétt.
Magntölur eru ekki einhlítur
mælikvarði á þýðingu markaða,
heldur er það verðmæti þeirra
fisktegunda ,sem seldar eru. Hrað
fryst síld er t.d. að útflutnings-
verðmæti um % hluti af verð-
mæti hraðfrystra þorskflaka. Þá
hefur það mikla þýðingu, hvort
útflutningurinn er í stórum um-
búðum (allt að 16- % lbs.) eða
í smærri og dýrari umbúðura
(1 lbs.), sem fara beint út á mark
aðinn. Sumar tegundir, eins og
humar, eru afar verðmætar, en
vigta lítið inn í magntölur. Grein
þessari fylgir mynd, sem sýnir
skiptingu einstakra vörutegunda
í útflutningnum til Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna árið 1963,
en í henni sést, að útflutningur-
inn til Bandaríkjanna var 16838
tonn, að verðmæti 422 millj.
króna c.i.f., en til Sovétríkjanna
var heildarmagnið mun meira,
eða 24274 tonn, að verðmæti 314
millj. króna c.i.f. Á myndinni sést
að til Bandaríkjanna er seldur
verðmikill bolfiskur, auk stórs
hluta af útfluttum humar, en til
Sovétríkjanna er hins vegar selt
mikið magn hraðfrystrar síldar.
Hefur það sýnt áhrif á heildar-
verðmætisupphæðina. Hin ólíka
samsetning afurðategundanna,
sem seldar eru til þessara tveggja
markaða, hefur hagnýta þýðingu
fyrir hraðfrystiiðnaðinn og gerir
kleift að nýta mun meiri hluta
fiskaflans í hraðfrystingu en ella.
BANDARÍKIN
Sem fyrr getur, hóf S.H. sölu-
starfsemi á bandaríska markaðn-
um árið 1944. Fyrsta árið seldist
tiltölulega lítið. Árið 1947 er stofn
að þar dótturfyrirtækið „Th«
Coldwater Seafood Corporation'*.
Með tilkomu fyrirtækisins breytt
ist öll aðstaðan til hins betra og
órið 1950 eru Bandaríkin orðia
bezti markaðurinn, en á því ári
voru seldar þar 6500 smál. Á
þessu sama ári opnast margir
nýir markaðir í Evrópu, og var
selt til samtals 14 landa.
Eigin verksmiðja — tilreiddir
fiskréttir
Afurðirnar voru á þessum ár-
um einkum seldar í vönduðunt
neytendaumbúðum undir vöru
merkinu „Icelandic". Árið 1953
hefst framleiðsla á beinlaus-
um blokkum fyrir fiskstauta-
OUR CHAR-8ROIL PROMOTiON !S A BEAUTY
• ? wwi* K tNcíMf- Viw. • • • • '
(Á,,.: ICELANDIC & FRESHER brands
raozEKFisH
, Cod - f’ioundw • HaddocK - Wattbul • C»tn«h - Oc*«n PtKcn - 5o<«
Coldwater, dótturfyrirtækl SH. í Bandaríkjunum ver árlega fleiri
miljónum króna í auglýsingar á íslenzkum fiskafurðum. í aug-
lýsingaherferð ársins 1963 birtust myndir af fegurðardisinni, Guð-
rúnu Bjarnadóttur, í fjölda blaða og tímarita.