Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 24
24 MCRCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1964 Sigurður Sveinbiörnsson Stykkishólmi, siötugur Á S.li. VORI fór ég talsvert um Bíeiðafjarðareyjar, í einni slikri jör var Sigurður í Langey með og rjokkurskonar leiðsögumaður. Þessi ferð varð mér dýrmætari vegna þess að hann slóst með í förina. Þar komst ég að því hve þessi annars hljóðláti maður, gat verið fróður og skemmtilegur. Minnugur er hann og fundvís á kjarnann i hverju máli. Sigurður er fæddur í Bjarneyjum á Breiða- firði 20./12. 1804. Foreldrar hans voru Ólöf Sigurðardóttir og Sveinbjörn Gestsson, en hann var mikill sjósóknari í þá daga. Ég bað Sigurð eitt kvöldið að rifja nokkuð upp á ferli sínum. Ég vissi strax að af mörgu var að taka, en í afmælisrabbi kemst fátt eitt að. Ég tók strax eftir að Sigurður var tíma að átta sig hVað skyldi taka og hvað ekki, en strax og hann byrjaði að rifja upp liðinn tíma fann ég hversu honum voru fornu minnin kær. Ég er fæddur í Ystu Búð í Bjarneyjum en ólst upp í Mið- búð. Við vorum þrír bræður. Þá voru 8 búendur í Bjarneyjum og að ég held um 60 manns alls, þegar flest var. Þar var og nokk- urt húsfólk og svo fólk sem hafði gefizt upp og lent á sveit- inni. Hreppsnefnd Flateyjar- hrepps hafði lag á að koma því fólki af sér í Bjarneyjar Oig.jók það á erfiðleika þeirra sem máttu lítrð taka í viðbót og svo líka hitt að meðgjöfin var þannig við neglur skorin að fáum var til- hlökkunarefni að bæta við sig þessu fólki. En einhversstaðar varð það að vera og ekki minnist ég þess að Bjarneyingar létu þetta bitna á fólkinu. Fjölmennt var í Bjarneyjum sérstaklega á haustin á vertíð. Komu menn til sjóróðra víða að. Húsakynni voru voru fábrotin þá, byggð úr torfi og grjóti og fátt eitt þiljað með timbri. Aðeins það allra nauð- synlegasta. Ég man t.d. eftir að mamma sagði mér að fyrstu bú- skaparár sín hefði hún orðið að strekkja poka á vegginn til að moldin hryndi ekki niður í rúm- in. Bjarneyingar lifðu mest á sjónum því búskapur var lítill. Þó var ein kýr á hverjum parti og fáeinar kindur. Erfitt var að fá gras fyrir búpeninginn þótt eyjan væri grasgefin því hún var ekki það stór. Voru því slægjur sóttar í Stangley sem þar er ekki langt undan. Stangley var þá eiign Reykhólakirkju. Jú, hlunnindi voru þarna, nokkuð af dún en svo var tekið mikið af lundakofu. Ég man t.d. að ár eftir ár fékkst yfir eyjarn- ar um 10 til 12 þúsund kofur. Bændurnir töluðu um tólfræð hundruð eða stór hundruð (það voru 120 tals) og öll var kofan talin svo. Bátar eyjarskeggja sem þeir sóttu sjóinn á voru litlir. Flestir 4 eða 6 rónir sem kallað var og notaðar lóðir og hand- íæri. Eyjan er út í miðjum firði og viðsýnt mjög þaðan. Kom það sér vel fyrir formennina sem stúderuðu mjög skýin og hvert blik á loftinu. Urðu margir því veðurglöggir, enda var sjórinn sóttur af miklum móð og ekki setið í landi nema sérstakt kæmi fyrir eða veður aftraði. Ekki var um annað að ræða til að knýja þátana áfram en árar og segl. Foreldrar mínir bjuggu áTlan sinn búskap í Bjarneyjum eða þar til þau fluttust með mér í Rauðseyjar. Ég var því æsku og fyrrihluta manndómsára minna í Bjarneyjum. Konu minni Lilju Jóhannesdóttur ættaðri úr Laxárdal kynntist ég þar, þ.e.a.s. hún kom í vist til foreldra minna. Góðvinur þeirra í Stykkishólmi hafði ráðið hana þangað. >að voru mín höpp. Án hennar hefði ég ekki mikið getað. Við giftum okkur haustið 1926 ( Flatey. Sóknarp'restur var þá kJl— o 1.*. í TJ^vHí fram. kvæmdi hann vígsluna. Um vor- ið 1927 fluttum við svo í Rauðs- eyjar þar sem við bjuggum í 12 ár eða þar til ég keypti Efri Langey í Klofningshreppi oig þar bjuggum við til ársins 1958 að við fluttum í Stykkishólm. í tæp 60 ár hafði ég ekki af öðru en eyjalífi að segja nema af afspurn. Margir hafa litið þannig til eyjanna að þær væru nokkurskonar gullkista og víst ér um það að gjöfular hafa þær verið, en þær hann einnig krafizt mikils mannafla. Meðan manns- aflið var ódýrt og eyjabændur gátu haft fólk að einhverju ráði var margt hægt að gera í eyjun- um. En strax og menn urðu þar einyrkjar, breyttist svo margt og ég veit að mannfæðin hefir neytt margan sem búinn var að taka sérstöku ástfóstri við eyja- lífið, til að fara í land. Allir að- drættir voru erfiðir og svo líka að oft varð konan að sjá um allt með misjafnlega stálpuðum börnum og fór þá eftir atvikum hversu lengi bóndinn var í út- réttingum, annað hvort í kaup- stað eða í sjósókn. Réði veður oft miklu þar um. Eyjarbændur þurftu að flytja fé í land á vor- in og sækja það svo á haustin og ráðstafa því um eyjarnar og var það mjög erfitt verk og taf- samt og tók oft lengri tíma en í fyrstu var ætlast til. Einnig var nauðsynlegt að vera þá kunn- ugir skerjum og boðum þar sem um var farið. Það kom fyrir að ekkert samband var við eyjam- ar í lengri tíma í frostum og ís- reki. Var því nauðsynlegt að birgja sig vel upp fyrir veturinn af vistum og öðrum nauðsynjum. Verzlun var aðallega í Flatey og einnig sóttum við til Stykkis- hólms. Einnig voru útibú verzl- unar frá Stykkishólmi í Skarðs- stöð og þangað var oft leitað. Ekki var mikið um samgöng- ur milli eyjanna . T.d. held ég að ég hafi verið orðinn 12 ára þegar ég fyrst kom í Flatey. Breiðifjörður var allt sem ég þekkti í þá daga og undrin því mikil að sjá öll þessi hús í Flat- ey, sem voru vegleg á þeim tíma. Verzlunarhúsið og allan varn- inginn þar. Getur verið að mér hafi verið innanbrjósts þá eins og eftir að ég var búinn að heyra um Paradís í biblíusög- unum. En mikið var ég fróðari þegar ég kom til baka. Ég sé enn fyrir mér Jakob verzlunarstjóra og ýmsa tigna menn í Flatey. En mestur blómi Flateyjar meðan ég man eftir stóð, þegar Guð- mundur heitinn Bergsteinsson var þar upp á sitt bezta. Þá var gaman að vera í Flateý. Já, ég minntist áður á samgöngumar. Þær voru ekki vikulegar eins og nú, nei og til marks um það vil ég geta þess að ég hefi aldrei komið í Hergilsey, sem þó er í Flateyjarhreppi og í Skáleyjar kom ég ekki fyrr en ég var kom- inn í Rauðseyjar. Þegar ég lít nú yfir sé ég að allt hefir vel farið. Þó hefir oft orðið á brattann að sækja. Að sumu leyti iget ég ságt eins og seigir í vísunum: Kona mig í eyjum 61 inn í sínu fleti. Ég hefi aldrei síðan sól séð að heitið geti. Út á kaldri eyjaklöpp æsku leið mitt vorið. Bárunni þar, barst þau hÖpp að bleyta o,g þvo af sporið. Burt er æskufegurð flæmd fúinn knörr í nausti. Hímir eins og dauðadæmd dalarós á haustj. l\l ILFISK Ég fékk O KORME RU P HAMIEW Sími 12606 - Suðurgötu 10 - Reykjavík og kannski gætu þar margir tekið undir. Hinsvegar á ég svo marga ljósgeisla sem ekki ná til þessara vísna og kannski eru þeir ennþá sterkari þegar síga fer á seinni hlutann. Ég hefi öðlazt dýrmæta reynslu og þá ekki sízt trúarreynslu sem er mér slik guðs gjöf að betra hefi ég ékkert átt og þó hefi ég átt þá ágætustu konu sem ég hefði get- að eignazt. Hún hefir verið mér sá förunautur að betra verður ekki á kosið og fimm dæturn- ar okkar hafa verið mikið Ijóe í lifinu. Kristur talar um að hann opin- 'beri oft það smælingjum sem vitr ingum _og hyggindamönnum sé hulið. Ég tel mig einn þessara smælingja svo langt sem það nær og í fylgd með honum sem varðveitt hefir mig og mína lang- ar mig til að Ijúka hérvistardög- um." ViS vinir Sigurðar sendum honum innilegar hamingjuóskir og biðjum honum og heimili hans blessunar um leið og við þökk- um honuro gott viðmói og hlýjan hug. Árni Helgason. Fom champion RYKSUGAN ER ÓSKADRAUMUR HÚSMÓÐURINNAR. Slær í gegn alls staðar þar sem hún hefur verið reynd, fyrir gæði og útlit. Er Hollenzk gæðavara á góðu verði. RAF-VAL HF. Lækjargötu 6A. — Sími 11360. Peugeot 403 árgerð 1965 Höfum nokkra bíla óselda til afgreiðslu strax, af hinum traustu og sparneytnu Peugeot bifreiðum, sem kosta 173 þús. og til atvinnubílstjóra aðeins kr. 138 þús. HAFKAFELL H.F. Brautarholti 22. — Símar 22255 og 34560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.