Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID Sunnudagur 20. des. 1964 ÍSLENZK FRÆÐi OG ALÞJÓÐLEG VÍSINDI eftir Vilhjálin Þ. Gíslason, útvarpsstjóra ALLMIKLAR umræður hafa far ið fram nú um skeið um ástand og framtíð íslenzkra fræða og um nauðsyn þess að efla íslenzk vísindi og umfram allt raunvís- indi. Að þessum orðræðum hafa staðið einstaklingar, blöð og stofnanir, eins og fulltrúar rann- sóknaráðs og háskóla og sumra vísindastofnana, sem risið hafa upp á seinustu árum, ekki sízt í sambandi við höfuðatvinnuvegi og tækni. Frá þeim hafa komið margar breytingar og bætur, sem hafa haft hagnýtt gildi, þó að oft viti almenningur minna um iþá menn, sem þar eru að verki, en ætti að vera. Loks er svo að geta þess merka hlutar, sem stofnun Vísindasjóðs hefur haft og getur haft fyrir eflingu íslenzkra rann- sókna, auk margvíslegra beinna framlaga ríkisins til vísinda- stofnana. X>að er mikill skerfur og merkur, sem þannig er lagður fram til vísinda. Margt af því má vissulega til sanns vegar færa, sem rætt er um raunvís- indin, þó að því sé oft gleymt, að það er öllu heldur hagnýt af- leiðing eða afrakstur raunvísind- anna, tæknin, sem hér hefur gert sig gildandi. Hún hefur ger- breytt lífi og atvinnuháttum og fært aukna björg í bú, en á líka ýmislegt ólært eða lendir stund- um í fyrirhyggjulausri sóun á vélum eða í kæruleysi um við- hald á verðmætum. I>að er sem sagt hverju orði sannara, að undirstöðurannsókn- ir í raunvísindum hafa orðið út ' undan á íslandi, enda iðulega ekki á annarra valdi en auðugra þjóða, að standa undir þeim um- fangsmiklu og dýru rannsóknum, sem þau krefjast. Alþjóðleg sam- vinna í þessum efnum og verka- skipting fer því talsvert í vöxt, ef ekki er beinlínis um hernaðar legar leynirannsóknir að ræða. Þjóðleg hlutdeild í alþjóðlegum vísindum fer þá ekki sízt eftir því mannvali, sem hver þjóð get- ur lagt fram. Smáþjóðir geta þar einnig átt sinn hlut. Þó að raunvísindi séu aftur úr hér, er ekki víst að hugvísindin séu neitt á undan. En raunvís- indin eru sáluhjálpin, um það eru nú allir vísindamenn sam- mála. Það skyldi samt ekki vera svo, að lífið sjálft reynist ekki alveg svo einfalt og auðsveipt, að það verði endurleyst með raunvísindalegri formúlu. Og sjálfsagt ekki heldur eingöngu með hjartagæzku og humanist- iskum hugleiðingum. Allt er þetta einhvernveginn flóknara, og maðurinn sjálfur með öllum þeim formúlulausu og óþekktu stærðum, sem í honum felast, er sá, sem á veltur, þegar öllu er á botninn hvolft. Frá honum, fyrir hann og til hans er þetta allt. Hann ræður því, hvort ljós hug- vísindanna er sett undir mæliker eða látið lýsa heiminum til nýs innra lífs, og hann ræður því, hvort tvíeggjað sverð raunvís- indanna verður notað til nýrra sigra eða brugðið til bana. Svo hressilega er nú slegið til hljóðs fyrir kröfum um raunvísindi og rétt þeirra, að það yfirgnæfir aðrar raddir, ef þær eru þá til. Ég hef nokkrum sinnum í út- varpinu reynt að benda á það, með fullri virðingu fyrir öðrum fræðum, að tími sé nú til þess kominn að slá einnig slag fyrir rétti og gildi húmanistiskra fræða í þessu landi, þeirra fræða, sem við höfum mest lifað á og fyrir fram að þessu. Þó að þessi fræði hafi verið grundvöllur til- veruréttar okkar í heiminum áð- ur fyrr, þurfa þau nú að ganga í endurnýungu lífdaganna. En sá almenni skilningur er ekki réttur að öllu, að við höfum eingöngu lifað á bókadraumi og bögu- glaumi, heldur var þjóðfélag okk ar í upphafi byggt á nýrri, hag- nýtri skipa- og siglingatækni og á sérstæðri stjórnarfars- og fé- lagsmálaskipun. Sumt af Iþessu úrkynjaðist eða gleymdist, unz aftur var horfið að því í endur- reisn 18. og 19. aldar og enn meir á þessari nýju öld. Þetta sýnir, að frá upphafi vega hefur verið hér jarðvegur bæði fyrir raun- vísindi og hugvísindi, og að ís- lenzkt þjóðfélag hefur þá verið með mestum blóma, þegar skiln- ingur var á skynsamlegu jafn- vægi þeirra beggja. Annað einkenni á fræðum og ræðum þessara síðustu tíma er það, að þær snúast mest um nauð syn og kröfur sérvísinda á aka- demískum grundvelli. Æðri vís- indi þurfa þó að eiga sér nokkurn jarðveg í almennri menntun, rétt eins og æðri tónlist þróast ekki til lengdar (öðru vísi en sem snobbismi) nema á tónlistarást og skilningi margra manna, þó að þeir séu ekki sjálfir eiginlegir tónlistarmenn. Þannig lifði og náði hámarki sínu hér ljóðagerð og sagnritun, meðan enn var til alþýðlegur skilningur á höfðing- legustu og fínustu einkennum þeirra. Varðandi þá hlið þessara mála, sem snýr að almennri menntun, má minna á stóran erindaflokk útvarpsins, sem nú stendur yfir, um æsku og menntun, að sínu leyti hliðstæðan þeim umræðum, sem fram fara um gildi visinda og æðri menntunar og hér verð- ur nokkuð fram haldið. Þó að mest af því, sem hér hefur verið unnið að hagnýtum fræðum, og að tæknirannsókn- um og framkvæmdum, hafi verið unnið utan háskólans og á ann- arra vegum, hefur nauðsyn slíkra fræða oft verið rædd þar, eða í kringum háskólann. Há- skólinn hefur vaknað til lofsam- legs og ánægjulegs áhuga einnig á þessum fræðum. Nýlega hefur háskólarektor, prófessor Ármann Snævarr, haldið merka og sköru- lega háskólaræðu, sem margir heyrðu í útvarpi og vakið hefur verðskuldaða athygli. Þetta eru framtíðaráætlanir, einskonar allsherjar úttekt á afstöðu há- skólans. Höfuðáherzla er lögð á gildi og nauðsyn raunvísinda, þó að rektor orðaði það svo að lok- um, að hann vonaði að það yrðu húmanistisk raunvísindi. Rektor átti bæði við nýjar kennslugrein- ar og ný rannsóknarfræði. Hann ræddi um nauðsyn þess að stunda í háskólanum náttúru- fræði, þ. e. grasafræði, dýrafræði og jarðfræði, almenn málvísindi, heimspekisögu, fornleifafræði, listfræði, listasögu, tónfræði, tón- listarsögu, félagsvísindi eða fé- lagsfræði og stjórnfræði, einnig nauðsyn þess að fást við atvinnu- vegi og rannsóknir þeirra, land- búnaðarvísindi, fiskifræði, haf- fræði, og við iðnað, verkfræði, byggingafræði og húsgerðarlist. Loks ræddi hann um fræðigrein- ar, sem stunda mætti að ein- hverju takmörkuðu leyti. Það var bæði fróðlegt og á- nægjulegt að hlusta á þetta. En rektor taldi réttilega, að margt af þessu þyrfti enn náinnar rann- sóknar og mundi geta átt langt í Iand, en þetta væri hið fyrir- heitna land vísinda og æðri menn ingar. Ég hlustaði á þetta með at- hygli og ánægju, því að flest af því kom mér kunnuglega fyrir eyru. Það rifjaði upp fyrir mér gamlar minningar. Ég tók ofan úr hillu gamla bók, sem ég skrifaði fyrir 40 ár- um og er nú gleymd, og að minnsta kosti ekki lesin í há- skólanum og sjálfsagt ókunn rektor. Þessi bók heitir „íslenzk þjóðfræði“, prentuð 1924, en birt ist áður í Lesbók Lögréttu, sam- in að mestu næstu misserin á undan. Þetta er tíu arka bók. Uppistaða hennar eru nýjar til- lögur um skipulag eða kerfi á þjóðlegum, íslenzkum fræðum, hvernig eigi að koma þeim fyrir í háskóla, og hvernig eigi að haga rannsóknum þeirra. Er fengizt í bókinni við hvoru- tveggja, hagnýt fræði og bók- vísi, eða það sem nú er farið að kalla raunvísindi og hugvisindi. Undir þetta er, í allmiklum hluta bókarinnar reynt að renna sögu- legum rökum með því að rekja uppruna og gang þessara mála og segja frá þeim hugmyndum, sem áður höfðu verið settar fram. Einnig er reynt að setja þessi þjóðfræði í samband við íslenzka menningu og menningararf og að meta gildi þess, sem heima- fengið er, og hins, sem við höf- um sótt til annarra í útlöndum. Þannig eru í bókinni kaflar um þjóðfræði og þjóðareðli, um upp haf skólahalds, um utanfarir og innlendá menningu, um íslenzk fræði og erlent vald, um þjóð- skóla og háskóla og íslenzka menningu. Loks er gerð grein fyrir kostnaði og fjárhagsleg- um rekstrarmöguleikum og mannaskipun. Sumt af þessu síðasttalda er nú að sjálfsögðu úr sér gengið, af því að fjárráð eru nú öll önn- ur og mannafli er nú meiri en þá. en sumt sem ég nefndi, hefur síðar orðið til á annan hátt sér- staklega. En mín meginmeining var sú, að hægt væri þá að koma á víðtækri og öflugri samsteypu og samvinnustofnun, sem fengist við allar greinir íslenzkra fræða, fyrst og fremst sem vísindaleg rannsóknarstofnun, en einnig sem kennslustofnun og skyldi hún veita hæli öllum íslenzkum fræðimönnum, sem við þessi efni fengjust á vísindalegan hátt og áður störfuðu annarsstaðar á dreif, og koma rannsóknum þess- um og niðurstöðum á framfæri og veita vísindamönnum góð vinnuskilyrði og kjör. Ég taldi, að einmitt islenzk fræði væru, jafnframt því að vera okkur sjálf um nauðsynlegust, einnig þau fræði, sem við að jafnaði værum færastir um að taka þátt í og leggja fram í raunveruleg verð- mæti í alþjóðleg vísindi, s. s. í jarðfræði, landafræði, fiskifræði, sjófræði o. f. og eins t. d. í rann- sóknum á sögu og bókmenntum, ættfræði, lögum og félagsmálum. ★ Ég nefndi þetta þá þjóðfræði og stofnunina íslenzka þjóðfræði- deild, hvort sem það er enn heppilegt nafn. Þarna átti að fást við íslenzk fræði í fimm aðal- flokkum (bls. 102-105 o.áfr.): I. Bókvísi II. Náttúrufræði III. Þjóðhagsfræði IV. Þjóðminjafræði V. Listmenntir En verkefni þessarra höfuð- greina yrðu aðallega: I. Til bókvísi telst: a) bók- menntasaga og bókmenntafræði, b) málsaga og málfræði, c) menn ingarsaga, almenn saga (og sögufræði). II. Til náttúrufræði teljast: a) landafræði, b) jarðfræði, c) grasa fræði og gróðurfræði, d) fiski- fræði og sjófræði, e) stærðfræði og stjörnufræði (að nokkru leyti). III. Til þjóðhagsfræði teljast rannsóknir og ritun um hagfræði leg efni íslenzk ( og sögu þeirra), atvinnulíf og efnahag, eða a) al- menn hagfræði og talfræði, b) verzlunar- og viðskiptafræ|Si, c) stjórnfræði, d) heilbrigðismál, e) búmál, f) útvegsmál. IV. Til þjóðminjafræði teljast rannsóknir og ritun um íslenzkar fornminjar og aðrar þjóðminjar. V. Til listmennta teljast hvers konar innlendar listiðkanir, skáld skaparlist, b) hljómlist, c) mynd list. Þessari deild áttu að vera tengdir ýmsir listamenn, sem nytu opinberra framlaga, skáld, hljómlistarmenn, málarar og myndhöggvarar og ýmsir, sem bókvísi stunda, ritskýrendur. — Var í því sambandi einnig nefnd íslenzk akademía. Eins og á þessu stutta yfirliti sést, koma fram í hinum fjörutiu ára gömlu tillögum mínum meg- inatriði, víða lið fyrir lið, þau sömu og nú eru talin upp í ræðu rektors, sem framtíðaráætlun og vísindaleg stefnuskrá háskólans. Hinsvegar gerir hann ekki ráð fyrir neinni einni allsherjarstofn un fyrir íslenzk fræði, heldur skilst mér að hinar nýj-u greinar eigi ýmist að vera sérstakar há- skólagreinar eða dreifðar á þær deidir, sem fyrir eru. Að þessu kem ég seinna. Áætlun um samfellda og skipu lagða meðferð íslenzkra fræða samskonar og ég gerði í „íslenzk- um þjóðfræðum" fyrir 40 árum, hafði ekki áður verið gerð. Jón Magnússon forsætisráðh. sagði mér, að hún væri of viðamikil til framkvæmda þá, en sagðist vera viss um, að í þessa átt yrði stefnt. Þorsteinn Briem ráðherra sagði mér einnig seinna, að þess- ar greinar hefðu „kveikt í sér“ og hann hefði leitað fyrir sér um nokkura framkvæmd í sörrni átt, en ekki fengizt samkomulag. Enn sýndi ég öðrum fleirum uppkast að frumvarpi um þessi mál. Úr framkvæmdum varð ekki. Hins- vegar hafa duglegir og áhuga- samir háskótamenn komið fram síðan ýmsri nýskipun í einstökum er nú annar og meiri en áður var. Þegar ég skrifaði greinar mínar og var í háskólanum, hafði hann starfað í 10-12 ár og við vorum enn í Alþirtgishúsinu- Byggingarframkvæmdir, af dugn aði og stórhug, komu síðar, eink- um undir forustu dr. Alexandem Jóhannessonar. Þó að þessháttar samfelldar tillögur um nýskipun í íslenzk- um fræðum hafi ekki komift fram á undan tillögunum í „ís- lenzkum þjóðfræðum“, voru hug- Ieiðingar eða uppástungur un» einstakar greinar miklu eldri. Það er nú venja að telja Þjóð- skólagrein Jóns Sigurðssonar frá 1845 fyrstu tillögur um íslenzk- an háskóla. Þetta er skilningur, sem síðari tími hefur lagt í mál- ið, þegar menn hafa eðlilega og elskulega tilhneigingu til <þess að tengja við nafn þjóðhetjunnar sem flest af beztu einkennum ag helztu framkvæmdum tímabils- ins, sem hann er tákn fyrir. En Jón Sigurðsson sagði sjálfur í þingræðu um málið, að ekki væri til þess ætlazt að hér yrði stofn- settur háskóli, sem veitti slíka menntun, sem háskólinn í Kaup- mannahöfn. Þjóðskólatillögurnar voru um víðtækar bætur og breytingar á latínuskólanum, sumpart um aukna lærða mennt- un, líkt og áður var í Bessa- staðaskóla, sem var að vissu leyti innlendur guðfræðiskóli á háskólavísu, en annars um kennslu í hagnýtum efnum eða gagnfræðum, fyrir menn, sem ekki ætluðu svonefndan gamlan menntaveg. Þetta var seinna framkvæmt með sérstökum bún- aðar og sjómannaskólum o. fU Þjóðskólatillögur Jóns Sigurðs- sonar voru víðtæk og stórbrotin, en hófsamleg og hagnýt stefnu- skrá um íslenzk menntamál. Það er mjög sennilegt, að á grund- velli hennar hefðu síðar risið kröfur um háskóla og var reynd- ar fljótlega hreyft af öðrum, t.d, Gísla Brynjúlfssyni og svo Jóni Péturssyni háyfirdómara. Hann gerði einnig síðar tillögur um að taka upp sérstaka kennslu í íslenzkum fræðum í Reykjavííc án háskóla og er brautryðjandi, sem of sjaldan er nefndur í þess- um málum. Löngu áður höfðu komið fram sundurlausar tillögur um kennslu í einstökum greinum, 1750 í guð- fræði, 1785 í búfræði og náttúru- fræði, og mun Sveinn Pálsson hafa haft huga á slíku starfi (og Jónas Hallgrímsson síðar) og læknakennsla hófst um 1760, Prestaskóli var stofnaður 1847, og er sú saga síðan alkunn. Tóm- as Sæmundsson hafði látið sér detta í hug stofnun háskóla I Reykjavík og dreymdi um „há- skóla, menntabúr og ráðstofu1* við fagurt torg í Reykjavík. Baldvin Einarsson vildi bæta framhaldsdeild við latínuskólann og kenna þar guðfræði, læknis- fræði, náttúrufræði, hagfræði, verzlunarfræði og heimspeki og gengu hans tillögur hvað lengst á þessum tíma, á undan háskóla- tillögum Benedikts Sveinssonar sýslumanns. Var þó oftast mest hugsað um embættisnám og máske hagnýtt nám, fremur en um íslenzk fræði. En tillaga um sérstaka deild fyrir íslenzk fræði í íslenzkum háskóla kemur að ég held einna fyrst fram opin- berlega 1894 frá Þorsteini Gísla- syni á fundi í Borchs Collegií 1 Höfn. Þó að á þeim fundi mæltu annars allir á móti háskóla, var um þessar mundir eða áður að hefjast ný alda til að bera fram málið. Stóð að henni dr. Jón Þor- kelsson, studdur t. d. af Tryggva Gunnarssyni og íslenzkum kon- um, sem þá tóku þetta mál aS sér Líkt og LandsspítalamáLið síð- ar. Viljálmur I>. Gislason við skrifborðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.