Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 27
Sunnudagur 50. des. 1964
MORCU NBLAÐIÐ
27
Læknishjónin í Borgarnesi heiðruð
Hinn 1. desember s.l. hætti Egisrert Einarsson héraðslæknir í Borgarneslæknishéraði störfum,
en hann varð sjötugur í sumar. í tilefni af þessu gáfu íbúar læknishéraðsins Eggerti og frú Magn
eu konu hans málverk eftir Jóhannes Kjarval sem vott virðingar og þakklætis fyrir góð og far-
sæl störf og drengskap í hvívetna á löngum starfsferli í Borgarnesi. — F*rsvart~,enn héraðsins
afhentu þeim hjónunum myndina s.l. sunnudag á Hótel Borgarnesi og var ✓'T meðfylgjandi
mynd tekin.
Söluskattur
ú menningunni
IVSoregsbréf frá Skúla Skúlasyni
EFTIR 11 vikna fundarhöld ætla
Stórþingsmennirnir að fara í
jólaleyfi 17. þ.m. en þá mun verða
lokið afgreiðslu fjárlaga komandi
árs, þeirra hæstu sem þingið hef-
ur afgreitt. Þingstörfin hafa
undanfarið aðallega snúizt um
krónur og aura — öflun þeirra
og eyðslu, og svo um það hvaða
meðal skuli nota til þess að lækna
uppdráttarsýkina í kúnni, því að
alltaf er hún að megrast, svo að
vísitalan er um það bil að reka
kollinn í „rauða strikið“ —
120,6 — og mundi hafa gert það
fyrir jólin, ef ekki hefði verið
gripið til mjög tíðkanlegrar
skottulækningar: að auka niður-
greiðslurnar í bili.
Allir stjórnmálaflokkar lands-
lns játa, að þetta sé ekki annað
en skottulækning, en þó sé óhjá-
kvæmilegt að grípa til hennar
stundum. Og sama máli gegni í
rauninni um söluskattinn. Hann
hækki vísitöluna og rýri krónu-
gildið, en sé nauðsynlegur til þess
að láta tekjur og gjöld þjóðar-
búsins standast á.
Norska stjórnin lagði í haust
fyrir þingið fjárlagafrumvarp
sem hún sagði sjálf að væri í
„veikasta" lagi. Og þar var lagt
til að söluskatturinn yrði hækk-
aður úr 10 í 12%, svo að jafnvægi
yrði á metunum. En til þess að
þessi hækkun yki ekki dýrtíðina
hjá tekjulágu barnafólki lagði
stjórnin jafnframt til, að niður-
greiðslur — aðallega á mjólkur-
afurðum og sykri — yrðu auknar
um 230 milljón n. krónur.
Helztu andstöðuflokkar stjórn-
arinnar sáu sér ekki annað fært
en að fallast á söluskattshækk-
unina, enda var hún samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta og
kom til framkvæmda 1. þ.m. —
Sama daginn lækkaði hins vegar
verð á nauðsynjum þeim, sem
liiðurgreiðslurnar náðu til, svo
að þegar húsmæðurnar komu í
verzlanir 1. des. uppgötvuðu þær
að mjólkin hafði lækkað um 7
aura, smjör um 95 aura (í kr.
10.10), smjörlíki um 60 aura (í
S.80) og sykur um 55 aura (í
1.70). Mest varð þó lækkunin á
©sti, kr. 1,70, svo að nú kostar
góður ostur ekki nema kr. 7,70.
Hins vegar varð lækkunin á
korni svo óveruleg, að brauðin
lækka um aðeins 1 eyri.
Þessi „jólagjöf stjórnarinnar“
var vitanlega vel þegin af tekju-
lágu fólki. Og vísitalan „roðnar
ekki“ fyrr en næsta ár, út af
söluskattinum nýja. Margir flýttu
sér að kaupa jólagjafir fyrir 1.
des. til þess að spara sér 2%,
svo að verzlunin í nóvember varð
langt yfir meðallagi, en verður
kannski tilsvarandi minni í des-
ember. Veslings kaupmennirnir
bölva söluskattshækkuninni og
vildu fá henni frestað til ný-
árs; þeir urðu sem sé að reikna
út nýtt verð á hverjum einasta
hlut, en fá ekkert fyrir það, þó
að þeir séu aðal skattheimtu-
menn ríkisins og innheimti um
fjórðung allra ríkisteknanna. Svo
litlar sárabætur fá þeir þó: ríkið
borgar burðargjald undir pening-
ana og skýrslurnar, sem þeir
senda stjórninni, en hingað til
hafa þeir orðið að borga þetta
sjálfir.
Verðbóigan er aðal áhyggju-
efni norskra stjórnmálamanna,
eins og oft áður. Undanfarnar vik
ur hafa þingmennirnir verið að
leita að ráðum til að „styrkja"
fjárlögin og stöðva verðbólguna
og vítahringrás kaupgjalds og
verðlags. Og horfurnar á að þetta
geti tekizt, eru líklega mun betri
nú en áður.
__ Aðstaðan út á við er mjög góð.
Útflutningsframleiðslan hefur
aukizt meir í ár en vonir stóðu
til, og gjaldeyrisaðstaðan góð,
þrátt fyrir miklar fjárfestingar,
m.a. til skipakaupa. Norðmenn
eiga nú þriðja stærsta flota í
heimi og gera sér von um að
komast í 2. sætið á næsta ári,
því að litlu munar á Noregi og
gerviflota Liberíu, sem að mestu
er útlend eign, skráð undir
fölsku flaggi.
— O —
Hækkun söluskattsins varð svo
að segja hljóðalaust, en öðru
máli gegnir um annað nýmæli,
sem kom frá menntamálaráðu-
neytinu í þingbyrjun og hefur
eiginlega verið mesta deilumál-
ið síðan. Það er frumvarp Helge
Sivertsen um stofnun menning-
arsjóðs til styrktar norskum rit-
höfundum, en fjár til þessa sjóðs,
15 millj. n. kr., skyldi aflað með
því að leggja söluskatt á norsk
vikúblöð með myndum. Frum-
varpið gerði ráð fyrir, að sjóðn-
um skuli varið til þess að kaupa
eintak af nýjum norskum bók-
um handa öllum alþýðubóka-
söfnum í landinú (en þau munu
vera nál. 1000) og greiða á þann
hátt fyrir ungum rithöfundum.
Deilurnar hafa eiginlega ekki
fyrst og fremst snúizt um þetta
nýmæli sjálft, heldur um hitt,
hvort söluskattur eigi að vera á
bókum og öðru prentuðu máli.
Andstöðuflokkar stjórnarinnar
hafa notað tækifærið sem frum-
varp Sivertsens gaf, til þess að
hefja sókn fyrir afnámi núgild-
andi söluskatts á bókum, og telja
hann freklegt ranglæti og van-
sæmandi siðmenningarþjóðum.
Auk stjórnmálamanna hafa bæði
rithöfundar og bókaforleggjarar
látið til sín heyra, og kveður
þar mest að Hans Heiberg, for-
manni rithöfundafélagsins gamla
(þau eru tvö hér eins og heima,
því að klofningur varð fyrir 13
árum út af afstöðunni til sam-
norskunnar svokölluðu) og H.
Groth, formanni bókaforleggjara
félagsins.
Þeir eru báðir sammála um, að
það sé eymdarbrauð að vera rit-
höfundur í Noregi og þurfa að
lepja dauðann úr skel eða þá
að ná sér í undirtyllustarf á skrif
stofu og hafa ritstörfin í-hjáverk-
um. En þannig er þessu háttað
um flesta unga rithöfunda í land-
inu, og sumir þeirra losna ekki
úr þeim viðjum ævilangt.’Aðeins
fáir norskir rithöfundar ná þeim
vinsældum að þeir losni við búk-
sorgirnar, og skálda- og lista-
mannastyrkir þeir sem ríkið veit-
ir, nægja engum til skæðis og
fæðis, enda eru þeir hlutfalls-
lega minni en á íslandi og ná
til færri. Samkvæmt tillögum
forgöngumanna mennningarsjóðs
ins nýja á að gera öllum jafn-
hátt undir höfði og bæta kjör
rithöfundanna með því að auka
söluna á bókunum þeirra.
Hans Heiberg rithöfundur
virðist vera hlyntur þessu, að
minnsta kosti í aðra röndina, en
útgefandinn Groth andvígur því.
Hann segir að þessi bókakaup
handa alþýðubókasöfnunum
missi marks og geti jafnvel orðið
til þess að spilla fyrir sölu á nýj-
um bókum. Vill heldur láta menn
ingarsjóðinn veita ungum, efni-
legum höfundum ríflegan styrk
til nokkurra ára, svo að þeir
geti sýnt hvað í þeim býr. Fái
þeir vinnufrið í t.d. þrjú ár, hafi
þeir tækifæri til að sýna hvort
þeir eru vaxandi eða ekki.
Það er óvinnandi vegur að gera
grein fyrir öllum þeim rökum
og sjónarmiðum, sem fram hafa
komið í þessum umræðum. En
hitt hefur komið fram, að sölu-
skattur á bókum á miklu fleiri
fjendur en maður hélt. Má telja
víst að sókninni gegn honum
verði haldið áfram, og ekki ólík-
legt að hann verði afnuminn, þó
ekki geti það orðið á þessu þingi.
Nú er sem sé bent á það ein-
dregnar en áður, að það sé kurn-
aralegt öfugmæli og ríkið greiði
hluta af því, sem maðurinn etur
og drekkur, en skattleggi hins
vegar bækur og listaverk og sam-
komur, sem bjóða upp á listrænt
efni. „Söluskatt á menningunni"
hefur einhver kallað það.
— O —
Samkvæmt menningarsjóðs-
frumvarpinu skyldi tekjum
handa sjóðnum m.a. aflað með
því að leggja söluskatt á öll viku-
rit og tímarit, en þau hafa verið
skattfrjáls áður. Stjórnmálablöð-
in voru undanþegin — þeim dirf-
ist engin þingræðisstjórn að
hrófla við, af skiljanlegum ástæð
um. (Þó bætist líklega á þau
baggi um nýárið, því að í fjár-
lagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir verulegri hækkun blaða-
burðargjalds, sem mörgum getur
orðið drápsklyf, því að sama gild-
ir um dagblöðin og rithöfundana,
að það eru ekki nema fá blöð,
í stærri bæjunum, sem komast
vel af, en allur þorri berst í bökk
um og tórir á styrkjum pólitískra
skoðanabræðra eða flokka sinna).
En ýms af vikublöðunum lifa
góðu lífi og það er gróði þeirra,
sem menningarsjóðurinn á -að fá
hlutdeild í (þó að vitanlega verði
kaupendurnir látnir borga skatt-
inn). Fjögur útbreiddustu viku-
blöð landsins hafa samtals 650.000
kaupendur og miklar auglýsing-
ar, þar af hefur Norsk Ukeblad
270,000 kaupendur eða nær 100.
000 fleiri en langútbreiddasta
dagblað Noregs, Aftenposten í
Osló (morgunútgáfan). Það
verða fyrst og fremst þessi fjög-
ur vikublöð, sem bera skattinn
til menningarsjóðsins. — Undan-
þegin skatti eru blöð og tímarit
vísindalegs efnis og þau sem
starfa að mannúðarmálum, trú-
málum, eflingu bindindis etc.
En því er spáð, að erfitt muni
reynast að greina hismið frá
höfrunum þegar ákveða skal
hvaða blöð verði skattskyld. Því
er beinlínis haldið fram, að hér
sé verið að innleiða ritskoðun
og að þetta sé stjórnarskrárbrot
og fari í bága við prentfrelsis-
ákvæðin.
Víst er um það, að nefnd sú,
sem á að verða menntamálaráðu
neytinu til aðstoðar við fram-
kvæmdir Menningarsjóðsins,
verður ekki öfundsverð. Hana
eiga að skipa 11 menn, þar af
fjórir kosnir af Stórþinginu en 7
skipaðir af stjórninni. Mennta-
málanefnd þingsins hefur þegar
orðið sammála um stofnun menn
ingarsjóðsins, en gerir ráð fyrir
að hann fái ekki nema 10 milljón-
ir til úthlutunar fyrsta árið. Enn
er eftir að setja reglugerð, en
þingið á að ganga frá henni eftir
nýárið.
— O —
7. des. var merkisdagur í sögu
Bergensbrautarinnar. í fyrradag
ók fyrsta leestin fyrir raforku ein
göngu milli Oslóar og Bergen.
Áður var búið að rafmagna
brautina milli Bergen og Voss og
frá Osló langt upp í Hallingdal,
en spottinn yfir háfjallið var
eftir. Það er hann, sem hefur
verið rafmagnslaus núna.
55 ár og 8 dagar voru liðnir
frá því að fyrsta lestin rann milli
Bergen og Osló. Þótti Bergens-
brautin mikið mannvirki á þeirri
tíð. Hún kostaði 54 milljón kr.
En það er til dæmis um hækk-
un vinnukaups og lækkun krónu
gildis á þessari rúmlega hálfri
öld, að rafvirkjun brautarinnar
hefur kostað 143 millj. kr. Samt
þykir þessum peningum vel var-
ið, því að auk þess sem breyting-
unni fyigir aukinn hraði og
meiri þægindi, er það innlent afl,
sem notað verður eftirleiðis. —
Áætlað er að Bergensbrautin
noti 30 milljón kw. tíma á ári,
en meðan eimreiðar drógu lest-
irnar eyddust 35.000 lestir af kol-
úm, en dieselvagnarnir sem not-
aðir voru síðustu árin milli Osló
og Voss, eyddu um 5 milljón lítr-
um af olíu á ári.
Jafnframt hefur brautin sjálf
verið styrkt svo, að hún þolir
sterka dráttarvagna. Á braut-
i'nni verða aðallega notaðir
tvenns konar gerðir: önnur veg-
ur 60 lestir og skilar 2000 hest-
öflum, hin vegur 72 lestir, en
skilar 3600 ha. — Ferðatíminn
milli Osló og Bergen styttist að-
eins klukkutíma við breytinguna
og verður 8 tímar 30 mín. með
vorinu.
Skúli Skúlasón.
Vagn E. Jónsson
Gunnar M. Guðmundsson
hæstaréttarlögmenn
Austurstræti 9.
Rýmingarsala
Þar sem verzlunin hættir um nk.
áramót gefum við
20-40%
afslátt
af öllum vörum í verzluninni svo sem
úrum, klukkum, stálvörum,
gullarmböndum, gullhringjum,
perlufestum o. fl.
Siprþór Jónsson & Co.
úra- og skartgripaverzlun
Hafnarstræti 4.
★ Viðgcrðir óskast sóttar fyrir áramót.