Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. des. 1964 MORGUNBLADIÐ 23 Hvalf jarðarleiðin „Ég á bágt með að hugsa mér öllu mælskari tákn um ástand og horfur þessara unaðslegu eyja en einfaldar, persónulegar og grófgerðar teikningar Baltasars." Sigurður A. Magnússon Mbl. 17. des. s.L „Bók Jökuls og Baltasars um Breiðafjarðareyjar er listaverk.“ M.T.Ó. Þjóðv. 13. des. s.l. „Fyrir rúmum sextíu árum lagði írskt leikskáld leið sína út í eyjar undan landi sínu og skapaði veg- lega list af því fornlega lífi, sem þar var lifað undir þverrandi tungli. Það skyldi þó aldrei vera að Jöull Jakobsson ætti eftir að reisa þvílíkt merki á íslandi." B.B. Frjáls þj. 11. des. s.l. Gæfið varúðar við iólainnkaupin Orðsending frd NeYtindasamtökunum F E R J A á Hvalfjörð hefur nú aftur verið tekin á dagskrá og vísa áhugamenn málsins til Vest- ur-Noregs, en þar eru margar góðar ferjur. Þær tengja leiðir þar sem.fjöll eru víðast hvar sæ- brött og illmögulegt að koma við vegum, nema krækja upp um fjöl og firnindi. Víða í Vestur- Noregi eru ferjur eina lausn sam- göngumáanna. — O — Sjö mínútur er sagt að vænt- anleg Hvalfjarðarferja verði á milli Hvaleyrar og Kataness, ann ar ferjustaður komi vart til greina. En nú mun taka 12 mín- útur að koma 20—30 bílum um borð í ferjuna og 8 minútur að koma þeim í land, ef allt leikur í lyndi og sjólag er gott. Töfin við ferjuna verður því 27 mínút- ur fyrir þann bílinn sem síðast fer frá borði, segjum 23 mínútur fyrir þann fyrsta. Hér er miðað við lágmarkstöf við ferju, ef þyrfti að bíða hennar bættist sá tími við. Láta mun nærri að krókurinn eem sparast myndi við ferjuna yrði 41 km. Þegar vegurinn hef- ur verið endurbyggður alla leið fyrir Hvalfjörðiinn, á sama hátt og nú síðast hjá Þyrli, myndu flestir bílar renna spölinn á 32 mínútum, margir á nákvæmlega sama tíma og ferjutöfin yrði, án biðar þó, 27 mínútum. Það er því mjög sennilegt að flestum þeirra sem ætluðu norð- ur yfir Hvalfjörð þætti betri krókur en koppur, og færu alla vega ekki að bíða ferjunnar, held ur héldu hiklaust áfram för sinni eftir veginum. Þó má gera ráð fyrir að sumir gamlir menn tækju heldur ferju- kostinn, af heilsufarsástæðum, og eins yrðu vafalaust margir fegn- ir ferjunni þá fáu daga vetrar, sem svell eða snjór torveldar um of sjálfan veginn. — O — Ef ég þekki hagsýni íslend- inga rétt þá myndu fáir velta því fyrir sér, hvort ódýrara yrði fyr- ir þá að taka ferjuna heldur en eka. Mönnum virðist það um- fram allt vera mínúturnar og ekki krónurnar, sem máli skipta. Og vafalaust yrði sparnaður að ferju harla vafasamur. Hver svo sem ferjutollurinn kynni að ALLMÖHG undanfarin ár hefur Heyrnarleysingjaskólinn fengið kærkomna gjöf skörnmu áður en jólafríið hefst. I>eir, sem koma í heimsókn verða ákveðinn, þyrfti ríkissjóð- ur að greiða hallann. Það er vita- skuld rétt athugað hjá ferju- mönnum, að ferja á ekki frekar að standa undir kostnaði heldur en brú eða vegur. — O — Væntanleg ferja á Hvalfjörð má á engan hátt tefja fyrir eðli- legum vegaframkvæmdum í Hvalfirði, og menn 21. aldarinn- ar munu vissulega lyfta Grettis- taki, til þess að leiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar verði hin fullkomnasta. Ég sé þá í anda stytta leiðina um nokkra kílómetra með upp- fyllingu og brú bæði yfir Laxár- vog og frá Hvítanesi í Þyrilsnes. Kollafjarðarbrúin mun verá skammt undan nú þegar. Norðurlandshraðbrautin mun ekki krækja út fyrir Hafnarfjall, heldur sem leið liggur eftir Svínadalnum. Þó ekki sniglast yfir Geldingadragann (sem Vega málaskrifstofan kallar Dragháls), heldur styztu leið um stutt jarð- göng hjá bænum Draghálsi, norð- ur í Þjófadalinn, og að Skorra- dalsvatni. Síðan fyrir enda vatns- ins og að Götuási, eins og leið liggur nú. Þá um nýja brú á Reykjadalsá við Deildartungu, á sama stað og gamli þjóðvegurinn lá, og svo beinustu leið um Þver- árhlíð til Sveinatungu. Vegurinn til Fornahvamms myndi þá sennilega styttast um 40 kílómetra, verða 143 kílómetr- ar frá Reykjavík í stað 183 nú, og liggja auk þess styztu leið að borginni, sem byggjast mun um- hverfis Deildartunguhver. — O — Byggðin við utanverðan Borg- arfjörð mun þá auðvitað njóta mjög góðs af fullkomnum Hval- fjarðarvegi. 65 til 70 mínútur verður algengur tími bifreiða frá Elliðaánum til Akraness (91 km.) og 70 til 75 mínútur frá Elliða- ánum til Borgarness (102 km), þegar brúin milli Seleyrar og Borgarness hefur verið smíðuð. Þeim sem í dag berjast fyrir ferju á Hvalfjörð er því hyggi- legast að hafa hraðann á, svo hún fái þó staðizt nokkra stund, áður en næstu aldamótamenn taka við stjórninni. Þeir eru nú sem óðast að fæðast. Jón Helgason. þessa, eru menn frá varnarliðinu í Keflavík og er engan veginn hægt að segja, að þeir komi tóm- hentir. Þeir hafa komið með hlaðinn bíl af gjöfum til barn- NEYTENDASAMTÖKIN vilja hérmeð benda fólki á nokkur veigamikil atriði í sambandi við anna og skólans, t.d. hafa varn- arliðsmenn fært skólanum kvik- mynda sýningarvél, reiðhjól, ýmiss konar leikföng og marg- vísleg kennslutæki. Venjulega hafa þeir haft samband við skólastjóra og kennara, um hve mörg börn séu í skólanum, hve margir drengir og stúlkur og á hvaða aldri. Börnin vita að þeir koma og það er ekki komin desember, kaup fyrir jólin. Aldrei verða mönnum á jafnmikil mistök í vöruvali og einmitt þá. Ekki ein- ungis vegna þess, að þá sé mest keypt, heldur vegna þess flýtis og asa, sem á mönnum er við valið, og aldrei er eins mikið af óvönu og vöruþekkingarsnauðu afgreiðslufólki og þá. Það eru fyrst og fremst varan- legar neyzluvörur, sem hér er átt við. Algengt er, að fólk kaupi ekki aðeins vörur, sem eiga að endast eitt eða tvö ár, heldur og fjöl-da ára, svo sem húsgögn, heimilistæki, gólfteppþ glugga- tjöld, búsáhöld o.s.frv. Menn leggja oft siíkt ofurkapp á að fá slíkt fyrir jólin, að engin skyn- semi kemst að. Val á þeim vörum þarf vel að vanda o" á ekki að vera tengt neinni hátíð, nema þá með góðum fyrirvara. þegar þau fara að spyrja hvenær þeir muni koma. Hinn 15. þ. m. komu varnar- liðsmenn, að venju með hlaðinn bíl af alls konar gjöfum bæði til barnanna og skólans. Af þessu tilefni bauð Brandur Jóns- son skólastjóri Heyrnarleysingja- skólans blaðamanni að koma og líta á gjafirnar. Þarna á meðal barnanna ríkti hin eina og sanna jólagleði og úr augum þeirra skein þakklætið til þeirra er höfðu gefið þessar gjafir. Gjaf- irnar höfðu verið valdar af smekkvísi og sýndu að í valinu hafði hvorki verið sparað fé né fyrirhöfn. Meðal gjafanna mátti sjá rugguhest, dúkkur, dúkku- vagna og sjónvarp. Brandur sagði, að skólinn sendi öllum, er þarna höfðu lagt hönd á plóginn, hinar hugheilustu þakkir fyrir allar þessar góðu gjafir og þann hlýhug, er þeim fylgdi. góður fyrirvari sé á hafður. Hyggnir menn hafa oft sagt, að aldrei sé betra að verzla, hvað snertir vörugæði og kjör, og í rólegheitunum eftir jólin. Aftur á móti geta menn dregið úr áhættunni, með því að kaupa með fyrirvara, en þá verða menn að gapga tryggilega frá því, þann- ig að þess sé getið t.d. á reikn- ingnum. Alltof mörg viðskipti eiga sér stað munnlega, jafnvel kvittun- aralaust, hér á landi, hvenær ár»- ins sem er, þótt um upphæð sé að ræða, sem flesta munar um. Hefur æði oft orðið erfitt fyrir Neytendasamtökin, að aðstoða kaupendur eftir á, sem ekkert hafa í höndunum. Stendur þá oft staðhæfin,g á móti staðhæfingu um það, hvað sagt hafi verið. Hér á landi eru vörur yfirleitt mjög illa merktar og oft ekkert. Yfir búðarborðið fá menn upp- lýsingar um efni og gæði. Áríð- andi er, að fólk fái meginupplýs- ingar á kvittunina, t.d. úr hvaða efni kápan, kjólinn, áklæðið eða fötin séu. Reyndar ber neyt- endum að forðast með öllu að kaupa ómerkta eða illa merkta hluti. Það er eina leiðin til að knýja framleiðendur og seljend- ur til að taka upp merkingar, svo sem tíðkast með þjóðum, sem lengra eru á veg komnar í við- skiptalegum efnum. Neytenda- samtökin hafa um árabil krafizt löggjafar um vörumerkingar, og neytendur þurfa að standa með þeim í því veigamikla hags- munamáli þeirra. Höfðlngieg gjöf tll Heyrnarleysingjaskölans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.