Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1964 Hjálmar R. Bárðarson: Um stálskipasmíðar á íslandi í MORGUNBLAÐIÐ 13. des. s.l. ritaði Gu'ðfinnur Þorbjörns- son grein er hann nefndi Hugleið ingar um skipasmiðar á íslandi. Ég Skil mjög vel að Guðfinni Þorbirnssyni þyki stálskipasmíði é fslandi hafa átt erfitt uppdrátt ar, miðað við annan íslenzkan iðnað. Þetta atriði hefi ég marg- „ oft bent á í útvarpi og blöðum. Þó sýnist mér menn verulega barjtsýnir almennt um fr&mtíð þessarar iðngreinar hér á landi en oft áður. Að sjálfsögðu eru mörg vanda mál framundan, en þau eru lang- fiest fjárhagslegs, en ekki tækni legs eðlis. Tækniþróunin tekur sinn tíma, en hún kemur með auknum verkefnum. Stáiskipasmíðastöðvarnar verða að komast á fjár'hagslega örugg- an grundvöll, þannig að þær geti búi'ð sig vel að tækjum og hús- um. Hér á þessu landi er meiri nauðsyn en víðast annarsstaðar, að geta smíðað skipin inni í skýld, og auk þess verður að nýta sem bezt vélvæðingu og tækni til að spara vinnandi hendur - eins og frekast er unnt. * Guðfinnur Þorbjörnsson spyr í grein sinni eftir hvaða reglum eigi að smíða íslenzk stálskip, og hvort Skipaskoðun Ríkisins gæti ekiki mælt með einhverju flokk- unarfélagi í þessu sambandi. Af íslenzkum stjórnarvöldum hafa þegar hlotið viðurkenningu öll helztu flokkunarfélögin, og hverium kaupanda eða hverri skipasmíðastöð er heimilt að velja flokkunarfélag að eigin geð þótta. íslenzk skip hafa verið smíðu’ð í ýmsum flokkunarfélögum, minni skipin þó flest smíðuð sam kvæmt Det Norske Veritas, og Germanisöher Lloyd, og nokkur samkvæmt Bureau Veritas og Lloyds Register of Shipping. Auk þeirra krafa, sem flokk- unanfélögin gera, hefir Skipa- stkoðun Ríkisins gert nokkrar við bótar kröfur um styrfcleika fiski skipanna, að fenginni reynslu. • Þess skal getið, að reglur flokk unarfélaga ná aðeins til styrk- leika á bol skipsins, og til vél- búnaðar. Flokkunarfélags reglur ná t.d. ekki til stöðuleika fiski- skipa, ekfci heldur til öryggis- búnáðar skipanna né vistavera áhafnar o.s.frv. í grein sinni telur Guð'finnur Þorbjörnsson að vegna væntan- legrar aukinnar stálskipasmiði hér innanlands, verði réttara að létta á störfum Skipasikoðunar Ríkisins með því að fela einhverj um hinum erlendu flokfeunar- félaga eftirlit með teikningum og smíði stálsfcipa hér innanlands Þetta sé auík þess hentugra vegna væntanlegrar sölu íslenzk- byggðra stálskipa til útlanda. Að sjáiifsögðu er hverjum frjálst að láta smíða íslenzk skip í bvaða viðurkenndu fldkkunar- félagi sem er, ef einnig eru upp- fylltar íslenzkar kröfur. Skip smíðuð óflofckuð innan- lands undir eftirliti Skipaskoð- unar Ríkisins myndu hinsvegar verða að uppfylla' sömu kröfur um aukinn styrkleifca vegna ís- lenzkra aðstæðna. Bf til greina kæmi að selja slik skip úr landi, þá er vanda- laust fyrir erlendan kaupanda að sannreyna samkvæmt teikn- ingum og við athugun á sikipinu sjálfu, að smíði þess og styrk- leiki sé fyllilega á við mestu kröfur flokkunarfélags. Enginn kaupandi myndi hvort sem er 'kaupa notað skip óséð. Það er því alveg ástæðulaust að ætla, að slíkt skip yrði torseljanlegra úr landi en flokkað skip. Ef um yrði að ræða að íslenzk- ur stálskipasmíðaiðnaður yrði út I flutningsi'ðnaður, þá yrði engum I vandkvæðum bundið að smíða skip í floikki þeim, sem kaupandi óskaði eftir. Nú finnsf mér hinsvegar fyrst og fremst vera framun-dan að auka stálskipasmíði til eigin þarfa, enda verkefni ,.að því er virðist nægjanleg á þeim vett- vangi enn sem komið er. Það er að vissu leyti freistandi hugmynd, sem fram kemur 1 grein Gúðfinns Þorbjörnssonar, að þegar íslenzkur stálskipaiðn- aður þróist meir en orðið er, þá sé réttara að létta að ein- hverju leyti störfum af Skipa- skoðun Ríkisins, með því að fela erlendium flakkunarfélögum í aufcnum mæli athugun teikninga og eftirlit með smíði stálskipa á íslandi. Þó held ég ekki áð þetta myndi flýta þróun íslenzks stálskipa- iðnaðar né spara fé, því kostnað- ur við athugun teikninga og sam bærilegt eftirlit yrði varla ódýr- ara. Auk þess getur verið til ó- hagræðis fyrir sumar skipasmíða stöðvarnar að þurfa að gera teikn ingar bæði á erlendu máli og íslenzku. Ef íslenzkir menn eru færir um a’ð teikna og smíða íslenzk stálskip, þá sé ég ekki að það ætti að vera nei/tt meira vanda- verk fyrir íslenzka aðila að líta eftir smíðinni. Að sjálfsögðu krefst þetta nauðsynlegt starfslið og tækjabúnað Skipaskoðunar Ríkisins en fyrir þá þjónustu yriði að greiða hver sem hana framkvæmdi. Reynslan hefir þegar sýnt, að stálskipasmíðastöðvar þær, sem nú eru að hefja göngu sína, hafa þurft á margvíslegum leiðbein- ingum og ráðleggingum að halda í samiba-ndi við smíði fyrstu stál- skipanna. Þessi þjónusta hefir verið fúslega veitt af Skipasfcoð- I un Ríkisins eftir beztu getu, þrátt I fyrir takmarkað starfslfð og mér MyllusleSnnSnn Jakob Jónasson: * MYLLUSTEINNINN ísafoldarprentsmiðja h.f. 1964 MEGINHLUTI þessarar skáld- sögu, sem er 223 bls. er daigbók Sverris Jónssonar. Sverrir er ung- ur sjómaður, hefur verið í sigl- ingum þrjú ár. Hann er því á heimleið, en örlögin — eða at- vikin — verða þess valdandi, að hann gerist ráðsmaður hjá ungri konu er Sólrún heitir og býr á bæ í föigrum dal er Svartsstaðir, heitir. Þessi stúlka hefur aldrei verið gift, hún er fögur, ung og stælt í öllum íþróttum. Sverrir er karlmenni mikið, fagur og glæsilagur svo, að fáar konur standast hann, enda kvenhollur í meira lagi. — Sagan hefst á því að Sverrir kemur í kaupstaðinn *• Seleyri með strandferðaskipi. Hittir hann þar veitingakonu og dætur hennar, sem eru frænd- konur Sólrúnar, Sörla póst, föður Sólrúnar sem ekki er glæsilegur maður né aðlaðandi, frekar en sú fjölskylda utan Sólrúnu, sem þrótt fyrir kaldlyndi og miskunn- arleysi er dásamlega fögur og hefur ‘bjargfastan ásetning að kvænast til auðs og metorða, hvað sem það kostar. Sverrir fer svo heim að Svartsstöðum og fær ekki alúðlegar viðtökur. Sólrún segir honum að hún muni ekki ganga í eina sæng með karl- manni, sem ekki sé fullkomlega kvensterkur og lætur hann sér það vel lí'ka, enda er hann alls * ekki í þeim hugleiðingum, að nálgast hana sem eiginmaður, enda þótt honum geðjist ekki illa að henni sem fylgikonu. Eitt sinn um sumarið ætlar hann að stela frá henni kossi en hún leggur þá á hann snöggan hælkrók og slengir honum til jarðar. Hann sprettur upp, hefur stúlkuna á loft upp og kastar henni niður í lyngið. Þar liggur hún kyr og bíður — þó verður ekkert af ástaratlotum þar. Það bíður síns tíma. — Um ást er ekki að ræða frá hans hálfu. Sverrir er mjö'g tvíklofinn að skapgerð. Hið góða og illa berjast um sál hans — að- vörunarorð móður hans hljóma stöðugt í huga hans, en holdið er veikt,, eins og gengur. Margt og mikið gerist í sögu þessari, stórviðburðir. Nýkvongaður mað- ur fellur af baki dauðadrukkinn og bíður bana, Sverrir og eVkja hans, Kolbrún hafa verið vinir í æsku og fermingarsystkin. Þessi kona kemur mikið við sögu og síðari hluti bókarinnar er dagbók hennar. Þannig kem- ur höfundur því af sér að segja nokkuð algerleiga frá eigin forjósti, ef svo má að orði kom- ast. Hann lætur Sverri segja fyrri foluta sögunnar í sinni dag- bók og Kolbrún leggur til end- inn með sinni dagbók. Auðvitað ber höfundurinn ábyrgð á þessu öllu, en dagbækurnar eru þægi- leg aðferð að lýsa menntun, þroska, siðferði og skoðunum fólksins sem hann er að segja frá. Þannig lýsir dagbók Sverris tvíklofnum manni, kvennhollum, óhefluðum í orðum, djörfum og æðrulausum — en manni sem á lengi erfitt með að taka ákvarð- anir sökum innri baráttu milli ills og góðs. Mér þykir höfundur oft óþarflaga k / í orðum, það hefði gert Sverri ólíkt geðugri mann, ef hann hefði ritað hæverklegar í dagbókina, en þó vel getað sagt allt sem þurfti. Blót og klám — eða jaðra að klámi — má oftast losna við og verður ætíð til þrifa og losna við slík orð. Saga þessi er ekki ein af þeim er fara vel. Hún er rituð af full- komnu vægðarleysi og höfundur- inn stenzt alveig þá freistingu að slaka til. Mér er sagt að sagan byggist á sönnum viðburðum sem hafa gerzt á Austurlandi fyrir nokkuð lönigu. En að mestu mun þó um skáldskap að ræða. Jakob Jónasson Að lokum langar mig til að tilfæra stuttan kafla úr bók- inni, sem ég hygg að lýsi vel skoðun höfundur á sumu í dag- legu lífi nú. Það er þanniig: (Bls. 54) „Segðu mér Sverrir, heldurðu að sagan sé sönn af ungu stúlkunni, sem gekk á fund bergkonungsins inn í fjallið til þess að spinna igull hana sér? „Sönn og ekki sönn. En mundir þú vilja ganga á fund bergkon- ungsins?" . . . . „Já, svo sannar- lega, en ég mundi ekki dvelja eins lengi hjá honum og unga stúlkan gerði“. „Jú, Sólrún, þú mundir spinna alla ævina og aldrei fá nóg .... Bergkonung- urinn er í vissum skilningi lif- andi enn þann dag í dag og margir ganga á hans fund til að spinna gull, svo þeir geti orðið ríkir og hamingjusamir. En öll- um fer þeim eins og ungu stúlk- unni, þeir ganga ekki út úr berginu fyrr en ævi þeirra er öll. Lífið hefur hlaupið fram hjá þeim án þess að þeir tækju eftir því. eða sæju fegurð þess. Elli- hrumir staulast þeir fram á igrafarbakkann og skilja gullið þar eftir“. Þorsteinn Jónsson. hefir hingað til skilist, að þess- ari aðstoð hafi verið tekið feg- ins hendi. Auðvitað er það rétt hiá grein- arhöfundi, að það myndi létta störf Skipasko’ðunar Ríkisins, að þurfa ekiki að fást við slíka að» stoð við stálskipasmíði á fslandi, en mér sýnist hennar vera þörf einmitt nú. Reykjavík, 16. des. 1964 Hjálmar R. Bárðarson A N Þeim fjölgar clltal sem kaupa ANCLI skyrturnar * * * Auðveld í þvotti Þornar fljótt Stétt um leið ER JÓLASKYRTAIM í ÁR EINS OG ÁÐLR BLAUPUNKT sjónvörp 10 m/s- munandi gerðir BLAUPÚNKT sjónvörp eru m.a. þekkt fyrir: □ ERU FYRIR BÆÐI KERFIN □ SKARPA MYND □ FRÁBÆRAN HLJÓMBURÐ □ L AN GDRÆGNI □ NÝTÍZKULEGT ÚTLIT Söluumboð: RADIOVER Skólavörðustíg 8 GUNNAR ASGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.