Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1964, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1964 e>n Á þessari teikningu sést, hvernig arkitektamir, Broberg og Langhans hugsa sér Örestads- svæðið. A sýnir hvar þeir telja, að fyrst eigi að legjgja brú — eða göng. B sýnir brúarhug- myndina milli Helsingör og Helsirigborgar og C milli Kastrup og Malmö, eða staðar þar rétt sunnan við. Svörtu klessurnar á myndinni eiga að sýna núverandi borga- og bæjastæði en hinar gráu framtíðarbyggðarlög. Skástrikin sýna garða- og skógasvæðin. Hver gráu flat- anna á að taka yfir u.þ.b. 40 km2 og er reiknað með 100.000 íbúum á hvem flöt. Dæmið er létt... ÞVOTTIIR -4- [RílOI = VÉL FRÁ FQIViX ... látið vélarnar um vandann! CENTRIFUGAL-WASH Framtíiarskipulag Eyrarsundssvæðisins? ★ f NÝÚTKOMNU tímariti danskra arkitekta er skýrt frá tillögum tveg,gja ungra arkitekta um framtíðarskipu- lag Sjálands og Skánar — eða hins svonefnda Örestadssvæð- is. Hafa tillögur þessar vakið mikla athygli og er talið víst, að þær muni hafa veruleg áhrif á umræður um skipulag bæjanna við sundin. Arkitektamir Peter Bro- berg og Svan Langhans segja, að Kaupmannahöfn sé eðlileg- asta miðstöð og miðpunktur Sjálands og Skánar. Miðað við núverandi fólksfjölgun á þessum landssvæðum megi reikna með því, að Sjálands- megin Eyrarsunds verði eftir 100 ár búsettar 5-5% milljónir manna og Skánarmegin 2—2% milljónir. ★ Það sem vekur hvað mesta athygli í tillögum þeirra Bro- ber,gs og Langhans er hvem- ig þeir hyggjast leysa sam- gönguvandamálin yfir Eyrar- sund í framtíðinni. Arkitektarnir gera ráð fyrir því, að Svíþjóðarmegin verði byiggðin eins og breitt band, allt frá Malmö til Helsing- borg. Inn i það svæði falla bæirnir Lund, Eslöx, Barse- bák og Landskrona. Þar fyrir austan taka við skógi vaxnir ásar, — Hallandsás, Söderás, Návlingeás og Romeleásar, sem ásamt fleiri nærligigjandi skógarsvæðum eru í tillögun- um fyrirhuguð til útivistar, íþrótta, sumardvala o.s.frv. Hugmyndir arkitektanna um skipulag byggðarinnar á Sjálandi eru að mestu sam- svarandi þeim áætlunum, sem að undanförnu hafa verið í hámæli. Hinsvegar gera þeir ráð fyrir því, að stöðugt verði haldið áfram að fylla upp í Eyrarsund beggja vegna og skapa þannig ný landssvæði, er tekin verði fyrir bygging- ar. Þeir leggja einnig til, að Salthoimen verði stækkaður, fyllt út að 6 metra dýpi, og þar verði einskonar hjarta svæðisins. Þá leggja þeir Broberg og Langhans til, að flugvöllur verði á suðurhluta Amager. Telja þeir það beztu og kostn- aðarminnstu lausnina á flug- vallarvandamálunum og auð- velt að flytja starfsemina frá Kastrup í áföngum. Til þess að umrætt land- svæði geti orðið ein heild segja arkitekarnir nauðsyn- legt að brúa sundið — og ekki aðeins á einum stað — heldui þremur, í framtíðinni. Þegar Eyrarsundsnefndin svonefnda skilaði áliti sínu fyrir tveim árum, gerði hún ráð fyrir brú milli Helsingör og Helgsingborg. Var þeirri tillögu fyrst vel tekið, en síð- an tóku raddir að gerast há- værar um nauðsyn þess, að vegasamband kæmist á sunn- ar, — og hefur nú að undan- förnu verið gert ráð fyrir brú — eða göngum — milli Kast- rup og einhvers staðar rétt sunnan við Malmö. Skipu- leggjendur í Malmö hafa með hliðsjón af þessu, gert áætl- anir um veg frá þessari brú, suður fyrir bongina, og teng- ist hann síðan aðal-þjóðveg- inum og jámbrautarlínunni norður á bóginn, til Stokk- hólms. í tillögum Brobergs og Langhans segir, að í fram- tíðinni verði sennilega nauð- synlegt að framkvæma báðar þessar hugmyndir, — en fyrst teija þeir heppilegast að leggja brú eða göng milli Malmö ag Landskrona. Gera þeir ráð fyrir því að vegur verði lagður á uppfyllingu út í Köge-flóa, u.þ.b. 1—2 km frá strandlínu. Sveigi hann upp eftir vesturhlið uppfylltra landssvæða á Amager, liggi þvert yfir norðurhiuta Amag- er að brú við Klövermarken. Brúin — eða göng — liggi jafnvel um norðurhluta Salt- holmen yfir til Barsebák. Þaðan liiggi svo aftur vegur, er tengist aðal-þjóðvegin- um Malmö-Gautaborg-Stokk- hólmur. Reyndar telja arki- tektar rétt að skipta umferð- inni síðar meir, þannig, að umferðin norður á bóginn, til Gautabongar og Oslóar liggi um núverandi þjóðveg — en fyrir umferðina austur um Skán og til Stokkhólms verði lögð ný þjóðbraut, frá Berse- bák, suður um Söderás og austur um Hassleholm til Stokkhólms. Þeir Broberg og Langhans telja mikilvægt, að Norður- löndin sameinist um að koma upp verzlunar- og samgöngu- miðstöð er keppt geti við borgirnar í Norður-Þýzkalandi og miða tillögur sínar við það. ÞVOTTAVÉLAR * ÞEYTIVIIIIR -g STRAUVFIAR Dökkar einlitar prjóna-terylene karlmannaskyrtur. Verð aðeins 288 kr. Röndóttar prjónanylon karlmannaskyrtur. Verð aðeins 238 kr. Hvítu karlmanna prjónanylon skyrturnar ódýru eru til ennþá. MARTEÍNÍ LAUGAVEG^^^®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.