Morgunblaðið - 07.03.1965, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sufcmidaeíur 7. marz 1969
Enginn flokkur með
meirihluia
i kcsninguan í Bíerala á Indlandi
Nýju Delhi, 6. marz (NTB-AP) |
K.OSNINGAR til þingsins í Ker-
alafylki á Indlandi fóru fram á
ffimmtudag. Talið hefur verið í
128 kjördæmum af 133, og hefur
enginn flokkur fengið meirihluta.
Kommúnistar hafa hlctið flesta
menn kjörna, eða 39, en 28 þeirra
sitja nú í fangelsi fyrir stuðning
við Kínverja.
Næst flest hefur Koragress-
flokkurinn hlotið, alls 28. Flokk-
«rinn er klofinn, og hlaut kofn-
ingsarmur hans 24 þingsæti. Þá
Iilaut flokkur Múhammeðstrúar-
iniann sex þingsæti.
Ekki er búizt við neinni ákvörð-
| un um myndun fylkisstjórnar í
' Kerala fyrr en á mánudag. Eng-
inn flokkur er fær um að mynda
meirihlutastjórn, og má búast við
að erfitt reynist að ná samvinnu
um stjórnarmyndun.
Indverska stjórnin hefurákveð-
ið að sleppa ekki úr haldi þeim
960 kínversksinnuðu kommún-
istum, sem fangelsaðir voru í
desember s.l. sakaðir um að
undirbúa byltingu í Kerala. En
kommúnistar fóru með völd í
Kerala árin 1957—59. Meðal
þessara 900 kommúnista eru þó
28 nýkjörnir þingmenn, eins og
fyrr segir.
Þessa mynd tók Ól. K. M. fyrir skömmu úr lofti af byggingu Borgarsjúkrahússins.
LeiÖheinincfar um
notkun griiloinu
hjá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur
NÆSTKOMANDI miðvikudag
Ctengst Húsmæðrafélag Reykja-
víkur fyrir kynningu á meðferð
Grill-ofna, sem mjög hafa rutt
sér til rúms á síðustu árum.
Hafa félaginu borizt óskir um
siika kennslu frá fjölmörgum
húsmæðrum og því nú tekizt að
fá skólastjóra Matsveina- og
þjónaskólans, Tryggva Þorfinns-
son, til þess að taka að sér leið-
beiningar og kennslu.
Kennslan verður, sem fyrr
segir á miðvikudag, kl. 3, 4 og
5 síðdegis. Verða konurnar í
smáhópum til þess að þær geti
notið kennslunnar sem bezt. Atta
grill-ofnar verða notaðir og sýnd
meðferð ýmissa rétta.
Til þess að fá aðgang að þessari
kennslu, þurfa konur að fá að-
gangskort. Verða þau afgreidd
á þriðjudag, kl. 3—6 síðdegis, á
Njálsgötu 3. Félagskonur ganga
fyrir, en öðrum er að sjálfsögðu
Framkvæmdir
við Borgarspítalann
I JANÚAR tók sjúkrahúsnefnd innréttingar hinna ýmsu sjúkra-
Reykjavíkur við byggingarfram-
kvæmdum Borgarsjúkrahússins í
Fossvogi af byggingarnefndinni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hauki Benediktssyni, skrifstofu
velkomið að nota sér þetta tæki- , stjóra, er múrverk sjúkrahússins
færi eftir því sem mögulegt er. I langt komið og búið að bjóða út
deilda. Þá er búið að ákveða kaup
á skurðstofuborðum og lömpum,
sótthreinsunarofnum o. fl. Þá
munu og í útboði röntgentæki,
sjúkrarúm og sængurfatnaður og
verða tilboðin opnuð í þessum
mánuði.
Aðalfundur Fullfrúaráðs
Sjálfstœðisfél. í Keflavík
Ólafs Thors minnzt
AÐALFUNDUR fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna i Kefiavík
var haldinn sl. fimmtudag.
Orgeltánleikar
RAGNAR BJÖRNSSGN efnir til
þriggja orgeltónleika nú í vik-
unni (mánudag, þriðjudag og
fimmtudag) í Dómkirkjunni.
Ragnar er brátt á förum til
•* Þýzkalands, þar sem hann mun
dvelja árlangt eða lengur við
nám og hljómsveitarstjórn. Þetta
eru því nokkurskonar kveðju-
tónleikar. Ragnar er stórhuga
maður, eins og sjá má af því, að
á þessum tónleikum eru aðeins
orgelverk, sem krefjast mikillar
kunnáttu og getu. Ég ætla ekki
að fara að gefa Ragnari neina
einkunn, þess gerist ekki þörf.
Hann er löngu landskunnur fyrir
þann ríka þátt, sem hann hefur
i þegar átt í tónlistarlífi okkar.
bæði sem kórstjóri, hljómsveitar-
stjóri, skólastjóri og organleik-
ari. Hann hefur einnig getið sér
gott nafn á erlendum vettvangi.
Sem aðstoðarorganleik’ari við
Dómkirkjuna síðustu árin, hefur
hann sýnt mikla yfirburði, sem
organleikari, og þessvegna rita
ég þessar línur, og vil mælast til
þess að hinir músikölsku Reyk-
víkingar mæti á þessum tónleik-
um og fái þannig notið góðrar
orgellistar og hlustað á úrvals-
verk, klassísk og nýtízkuieg eftir
mikla meistara. Ragnar er meðal
hinna glæsilegustu tónlistar-
mann yngstu kynslóðarinnar á
i Ísíandi.
Páfl Isólfsson.
Formaður, Bjarni Albertsson,
setti fundinn og skipaði Alexand .
er Magnússon fundarstjóra, sem
í upphafi fundarins minntist Ó1
afs Thors með stuttu ágripi um J
störf Ólafs, sem þingmanns kjör
dæmisins og þjóðarleiðtoga. Þau !
orð sem Alexander lét um hann !
falla, verða þeim er fundinn sátu '
ógieymanleg.
Fundarmenn risu úr sætum að
ræðu Alexanders lokinni og
heiðruðu minningu Ólafs Thors, j
og var síðan gert hlé á fundi. Að ‘
því loknu var gengið til dagskrár
og aðalfundarstarfa.
Formaður flutti skýrslu um1
störf síðastliðins árs m.a., drap (
formaður á nauðsyn þess að ráða;
erindreka og útgáfu blaðs.
Nokkrar umræður urðu um |
skýrsluna og væntanlega starf-1
semi og var einhugur um að efla
félagslífið og flokksstarfsemina,
sem mest. Síðan var gengið til
stjórnarkjörs og nefndir kosnar.
Endurkjörinn var formaður
Bjarni Albertsson og varform.
Páll Axelsson einnig endurkjör-
inn. Aðrir í stjórn eru sjálfkjörn-
ir formenn Sjálfstæðisfélaganna,
Zakarías Hjartarson, Sigurður
Eyjólfsson og Vigdís Jakobsdóttir.
Suníimeistara-
mót í dag
Hafnarfirði — Sundmeistara-
mót Hafnarfjabðar fer fram í
sundlhöllinni í dag kl. 3 síðd.
Meðal keppenda verður allt bezta
sundfólk landsins.
Keppt verður meðal annars um
tvo bikara, sem Vélsmiðjan
Klettur hefir gefið til keppni í
kvenna- og karlaflokki fyrir
bezta afrek hafnfirzks sundfólks
í sýningarnefnd voru kosnir
Jón H. Jónsson, Margeir Sigur-
björnsson og Páll Axelsson.
Blaðstjórn: Kristján Guðlaugs-
son, Árni Ragnar Árnason og
Margeir Sigurbjörnsson.
Að loknum kosningum tók
Sverrir Júlíusson alþingismaður
til máls og skýrði m. a. frá því
að nú væri uppi tillögur um að
malbika það sem enn er ófull-
gert af Keflavíkurvegi í stað þess
að steypa veginn. Urðu um það
mál allharðar umræður og voru
allir á einu máli um að halda
bæri gefin fyrirheit um að allur
vegurinn yrði steyptur.
í lok fundarins kvaddi Alex-
ander Magnússon sér hljóðs og
afhenti fulltrúaráðinu að gjöf
frá ónefndum manni, hlutabréf
í Sjálfstæðishúsinu h.f., að nafn-
verði 15 þúsund krónur.
Bjarni Albertsson þakkaði
þessa höfðinglegu gjöf frá ó-
nefndum gefanda, svo og þakkaði
hann traust ráðsins fyrir endur-
kjör hans til formennsku.
Síðustu daga hafa verið pant-
aðir gólfdúkar og handlaugar til
sjúkrahússins, og verið er að
ganga frá ýmsum kerfum í hús-
ið, svo sem kallkerfi. Haukur
kvað stefnt að því að hægt verði
að taka a.m.k. einhvern hluta
sjúkrahússins í notkun um næstu
áramót. Þá væri verið að skipu-
leggja lóðina, en ekki væri fast-
ákveðið um stærð hennar.
Þá er verið að skipuleggja
starfsemi sjúkrahússins. Þrír
yfirlæknar Heilsuverndarstöðv-
arinnar taka við tilsvarandi
deildum Borgarsjúkrahússins,
Óskar Þórðarson, lyflækninga-
deild, Eggert Jóhannsson, rann-
sóknarstofunni, og Haukur Krist-
jánsson, slysavarðstofunni. Þá
hafa tvær aðrir yfirlæknar verið
ráðnir, Asmundur Brekkan við
röntgendeildina og Frfðtik
Einarsson við handlækningadeilcL
Auglýst hefur verið eftir umsókn-
um um stöður svæfingalæknia
og yfirlæknis við geð- og tauga-
deild.
Verklollina í
Perú er Iokið
EINS og Morgunblaðið hefur
skýrt frá skall á verkfall sjó- I
I manna í Perú 2. febrúar sl. 1
I og voru það alls um 20 þúsund i
, sjómenn, sem lögðu niður
vinnu. Lauk verkfallinu 27.
I febrúar.
Að því er talsmenn fiski- 1
I mjölsverksmiðja í Perú segja |
| gerði verkfallið ekki veruleg-i
I ar breytingar á verði mjöls ]
og lýsis.
í GÆRMORGUN var tvíátta
hér á landi, SV-átt með 1—3
st. hita um mestan hluta anlds
ins, en NA-átt með 7 st. frosti
og fannkomu á norðanverðum
Vestfjörðum. Austur af Ný-
fundnalandi er allmikil lægð
og háþrýstisvæði að myndast
um Bretlandseyjar. Gæti því
verið um veðurbreytingu að
ræða hér um slóðir á næst-
unni.