Morgunblaðið - 07.03.1965, Síða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. marz 1965
25 ára starfsafmæli:
Davíð ÓBafsscn
fiskimálastjóri
Á MORGUN eru liðin 25 ár frá
því, að Davíð Ólafsson var kjör-
inn forseti Fiskifélags íslands í
fyrsta sinn. Alls hefur hann verið
kjörinn sjö sinnum af Fiskiþingi
Davið Ólafsson.
til fjögurra ára í senn, fyrst sem
forseti félagsins og síðan sem
fiskimálastjóri.
Davíð lauk prófi í hagfræði við
háskólann í Kiel árið 1909 og
kom heim að loknu námi þá í
árslok.
Á æskuárum sínum hafði
Davíð náin kynni af sjávarútveg-
inum. Faðir hans, Ólafur Gísla-
son, var um langt skeið fram-
kvæmdastjóri stórra útgerðar og
verzlunarfyrirtækja, fyrst á Aust
fjörðum og síðan fyrir Kárafélag-
ið í Viðey, sem rak toigaraútgerð
í stórum stíl.
Hinn heimskunni rithöfundur
Jón Sveinsson, Nonni, getur þess
í skemmtilegri frásögn í bók
sinni: „Eldeyjan í Norðurhöfum“,
sem hann samdi eftir ferð sina
til íslands sumarið 1930, að hann
hafi þá heimsótt Eggert Briem
óðalsbónda í Viðey. Var Nonni
sóttur til Reykjavíkur ásamt forn
vini sínum Gunnari Einarssyni á
mótorbát úr Viðey og fluttur aft-
ur í land á sama farkosti. Skips-
höfnin á bátnum voru tveir dreng
ir 12 og 14 ára. Sá eldri, Davíð
Ólafsson, stýrði bátnum, og þótti
Nonna þessir ungu sjómenn
standa sig með ágætum. Fylgdar-
maður Nonna tók mynd af far-
þegunum og ungu sjómönnunum,
og hef ég beðið Morgunblaðið að
birta hana með þessari grein.
Ýmsir fulltrúar á Fiskiþingi
1940 töldu, að æskilegt væri. að
forseti Fiskifélagsins hefði hag-
fræðimenntun, en aðrir töldu, að
ekki væri ástæða til breytinga.
Davíð var í fyrstu kjörinn með
eins atkvæðis mun, en síðan hef-
ur hann jafnan verið endurkjör-
Viðeyjarförin 1930. Gunnar Einarsson, Bjarni Kristinn Björnsson, Davið Ólafsson og Nonni.
Myndina tók Friðrik Gunnarsson.
inn með yfirgnæfandi fylgi án
mótatkvæða.
Er það mjög fátítt, að menn
hljóti svo eindregna viðurkenn-
inigu hér á landi fyrir gott starf,
því að flokkadrættir, allskonar
hagsmunatogstreita og hreppa-
rígur setja oftast svipmót á fé-
lagssamtök, sem ná til allra lands
fjórðunga.
Á þeim 25 árum, sem Davíð
hefur gegnt forseta og fiskimála-
stjórastarfinu hjá Fiskifélagi fs-
lands, hefur orðið gagnger breyt-
ing á íslenzkum sjávarútvegi.
Ríkisafskipti af þróun atvinnu-
veganna á íslandi hafa verið
mjög mikil á þessu tímabili og
hefur sjávarútvegurinn sízt farið
varhluta af afskiptum hins opin-
bera.
Ýmsar ákvarðanir hafa oft ver
ið teknar af Alþingi og ríkis-
stjórn, sem mjög hafa orkað tví-
mælis í atvinnumálum þjóðarinn
ar eins og t.d. uppbótakerfið, sem
síðast var komið út í þær ógöng-
ur, að það jafngilti því, að 40-50
gengi væru á íslenzku krónunni.
Var þjóðinni þá mikið happ að
eiga menntaða og mikilsmetna
hagfræðinga, sem vísuðu á leið
út úr ógöngunum, þótt enn hafi
ekki verið synt fyrir öll sker.
Þegar saman fór hjá síldarút-
veginum hvert aflabrestsárið eft-
ir annað og gjaldeyrir, sem fékkst
fyrir síldarafurðir var reiknaður
með lægra verði en 'gjaldeyrir sá,
sem fékkst fyrir aðrar fiskafurð-
ir, þá var Davíð fremstur í flokki
þeirra, sem reyndu að fá misrétt-
ið leiðrétt og brýndi það jafn-
framt fyrir þjóðinni í útvarpi og
blaðagreinum, að ekki mætti
leggja árar í bát í síldarútvegin-
um, er væri svo snar þáttur I
sjávarútvegi landsmanna, að ekki
yrði án hans verið.
Davíð hefur innt ómetanlegt
starf af höndum með því að túlka
málstað íslendinga á ráðstefnum
og fundum erlendis í landhelgis-
málinu. Hartn er meðal þeirra,
sem bezt hafa unnið að fram-
ganigi þess máls og sem þjóðin
hefur að þakka hinn mikla árang
ur, er náðst hefur.
Þegar rætt er um sjávarútvegs-
mál, hvort sem er á innlendum
eða erlendum vettvangi, á ís-
lenzka þjóðin sér ekki betri máls
svara en Davíð Ólafsson.
I stuttu
máli
GJALDEYRISSTAÐAN
BATNAR
London, 2. marz (NTB).
TILKYNNT var í London í
dag að gullbirgðir og gjald-
eyriseign Breta hefði aukizt
um 23 milljónir punda í
febrúar, Er þetta í fyrsta
skipti í níu mánuði, sem aukn
ing verður á gullbirgðum og
gjaldeyrisstaðan batnar.
ELDFLAUG SPRINGUR
Kennedyhöfða, 2. marz (AP).
BANDARÍSK eldflaug af
Centaur gerð, sem er á hæð
við tíu hæða hús, sprakk á
skotstað á Kennedyhöfða í
dag og eyðilagðist. Engan
mann sakaði. Eldflaugin átti
að flytja gerfihnött út í geim-
inn. Eldflaugar þessar kosta
um niu milljónir dollara (tæp
ar 39 millj. króna).
I ATHUGAR
STJÓRNARMYNDUN
Haag, 2. marz (NTB).
JÚLÍANA Hollandsdrottning
hefur falið W. K. N. Schmelz-
er, formanni þingflokks Ka
þólskaflokksins i neðri deild
þingsins, að athuga mögu-
leika á myndun nýrra ríkis-
stjórnar. En ríkisstjórn Vic-
tors Marijens, sem einnig
úr flokki kaþólskra sagði
sér s.l. föstudag.
!
i v ie-
aig er
göi af t
• Hver syngur?
Frá Suðurnesjum hefur Vel-
vakanda borizt þetta bréf:
„Ég býst við því, að flest rosk
ið fólk, sem hlustar á passíu-
sálmana lesna í útvarpinu,
kunni vel við að heyra sungin
við þá lög, sem það þekkir,
eftir lestur þeirra. Okkar góð-
kunna og velþekkta söngvara
Guðmund Jónsson, þekkja allir,
en hver er þessi frú eða fröken,
sem syngur versin til skiptist
við hann? Ég er svo hrifinn af
rödd hennar og af því, hvað
hún túlkar vel textann með
söng sínum, að það er mér
heilög stund, þegar hún syngur
versin. Ef hún skyldi lesa þess-
ar línur, þakka ég henni hjart-
anlega ógleymanlegar ánægju-
stundir. Eflaust getur þú, Vel-
vakandi, frætt mig um það,
hver þetta er.
— Gamall karl við sunnan-
verðan Favaflóa".
Velvakandi veit ekki betur,
en þetta sé frú Sigurveig Hjalte
sted, sem hér er átt við.
• Sóðaskapur
á minnismerki
Ó. K. skril'ar:
„Ljá mér rúm í dálki þínum
fyrir eitt lítilræði af nöldri,
sem orðið er nokkuð tímabært,
hvað sem öðru líður.
Góðu heilli fer minnismerkj-
um og styttum stöðugt fjölg-
andi hér á opinberum vettvangi,
en sá er ljóður á ráði, að stytt-
um þessum er lítil umhirða
sýnd, og oft eru þsfer óþriflegar
að sjá. Á þessu fer síður en svo
vel og sýnir leiðinlegt hugsun-
arleysi.
Má sem dæmi nefna minn-
ismerki Jónasar Hallgrímsson-
ar, en þar má ekki greina texta
á fótstalli fyrir sóðaskap og
óþrifnaði. Vil ég leyfa mér að
vekja athygli og hvetja borgar-
yfirvöld til þess að fela t. d.
hreinsunardeild borgarinnar
framangreint verkefni, —
óþrifnaður er alls staðar til leið
inda og lítils sóma.
Ó. K.“.
Trúnaðarmaður Velvakanda
fór að styttu Jónasar Hallgríms
sonar í Hljómskálagarðinum
laust eftir hádegi á föstudag.
Segir hann hér ekki beinlínis
óþrifnaði og sóðaskap um að
kenna, heldur leka einhverjar
sýrur eða spanskgræna niður
úr styttunni, brjótast fram und
an hellunni, sem nafnið JÓNAS
stendur á, og flæða yfir föður-
nafn skáldsins og lífsstundaár-
töl þess. Hér þyrftu efnafræð-
ingar að koma til og finna ráð.
Spanskgræna er Ijót í fæðingu
og fögur í fullþroska, en þegar
hún flóir yfir stein, verður hún
alltaf heldur óskemmtileg. Ríf-
ast má endalaust um það, hver
prýði er í ýmsum minnismerkj
um þessarar ágætu borgar, en
reyna verður að halda þeim í
lagi, sem allir eru löngu orðnir
ásáttir um, svo sem styttu Jón-
asar. Sennilega þarf að taka
stöpulinn og stallinn undir
styttunni í sundur, stífla lekann
og skeyta saman aftur, þegar eir
grænan, spanskgrænan eða
kopargrænan er farin að fest-
ast í réttri rás.
• Mútur og ekki mútur
Gísli Kristjánsson, ritstjóri
Freys, segir í síðasta tölublaði
rits síns um Sigurð Samúelsson,
prófessor við Háskóla íslands,
sérfræðing í hjartasjúkdómum
og yfirlækni í Landsspítalan-
um, í vörn sinni fyrir neyzlu
mjólkur, feits kets og smjörs:
„Ekki viljum vér ( ! - ) ætla, að
ofangreindum prófessor hafi
verið mútað til þess að bera
staðhæfingar sínar á borð fyr
ir hlustendur, svo sem sumir
ætla“ . . .
Hvaða sumir? Ekki höfum
VÉR VELVARANDI heyrt um
aðra en þennan sama Gísla
Kristjánsson. Hann segist að-
spurður byggja aðdróttun sína
„á skrifum þýzks prófessors,
Wolfs Múllers Limmroths í
70—80 síðna pjesa, sem Gísli
kvaðst sjálfur vera að þýða“.
Getur það verið, að þessi
sami prófessor sé á launum hjá
dönskum mejeristum (mjólkur
búasamtökum) ? Það eru nátt-
úrulega engar mútur, heldur er
unnið fyrir launum. Sigurður
Samúelsson er e. t. v. á laununa
hjá smjörlíkisgerðunum ?
• Vegna skrif-
finnskunnar?
Nú á að fara að gefa út nafn
skírteini, og segir í forsendum
eða greinargerð, að það sé gert
„hins vegar til að skapa skilyrði
fyrir fullri hagnýtingu hms
svonefnda nafnnúmers Þjóð-
skrárinnar“ (Mbl. bls. 8, 5.
marz).
Á að gefa skírteinin út, svo
að hægt sé að nota þessi þjóð-
félagsborgaranúmer ? Er þá
ekki fulllangt gengið í dýrkun
skriffinnskunnar, skriffinnsk-
unnar vegna, eða hvernig á að
skilja þessi ummæli ?
Hin forsendan er vegna „tak-
markana á áthafnafrelsi ung-
menna“. Það er þá ekki í fyrsta
skipti, sem takmarka á réttindi
fullorðinna manna vegna í-
myndaðrar verndar unglinga,
sbr. kvikmyndir.
Sem betur fer er þetta þó
ekki svo slæmt, því að menn
eru í íyrsta lagi ekki skyldir til
að bera nafnskírteini á sér, og
í öðru lagi ráða menn því sjálf-
ir, hvort mynd þeirra fylgir
plagginu.
PIB
COfílHUGl*
» i
1
Bosch
þokuluktir '
sívalar eða kantaðar, einnig
luktargler í ökuljós.
teRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. — Sími 11467