Morgunblaðið - 07.03.1965, Qupperneq 17
Sunnudagur 7. marz 1965
MORGUNBLADIÐ
17
Líkt við átökin
um Kúhu
Opið er nú um það talað, að
átökin í Viet Nam kunni að
leiða til kjarnorkustyrjaldar. —
Ekki vegna þess, að slíkt vaki
fyrir aðilum, heldur geti svo far-
ið, að þeir ráði ekki lengur við
atburðarásina. Bandaríkjamenn
segja, að Johnson forseti þeirra
hafi aldrei fyrr lent í þvílíkum
vanda og atburðunum nú sé helzt
að líkja við hættuna, sem tvíveg-
is hafi yfir vofað í sambandi við
Kúbu. Fyrst þegar innrásin var
gerð þar í Svínaflóa árið 1961
og siðan, er Kennedy haustið
1962 kúgaði Krúsjeff til að taka
eldflaugarnar á brott.
Bandaríkjamenn sjálfa greinir
á hvað gera skuli. Sumir telja
Johnson forseta fara of óvarlega.
Brezka Verkamannastjórnin
stendur með honum. De Gaulle
ræður hins vegar eindregið til
samningsgerðar umsvifalaust en
ýmsir telja slíkt jafngilda upp-
gjöf. Sovétstjórnin virðist vera á
sömu sveif og de Gaulle, en Kína
kommar herða á árásarmönn-
um í Norður-Vietnam. Klofn-
ingur sýnist því vera í her-
búðum beggja, lýðræðisþjóða
og kommúnista. — De Gaulle
reynir að skapa sér sem
sterkasta stöðu gegn Bandaríkj-
unum og mynda eins konar
þriðja afl. Hvað, sem einstökum
ágreiningsefnum líður, er þó við
búið að þjóðirnar á meginlandi
Evrópu telji sér til lengdar
meira skjól í Bandaríkjunum en
Frakklandi. Þá deilir Sovétstjórn
in við Kína-komma um áhrif,
bæði á meðal þeirra ríkja, sem
undir kommúnískri stjórn eru og
annarra, sem óvissa ríkir um, svo
sem Vietnam. Enn sem komið er
blandast engum hugur um, að
Sovétstjórnin er mun sterkari, en
Kína-kommar eru vígreifir. Uppi
vöðsluseggjum hvarvetna þykir
þvi meira hald í þeim.
„Ekki hvít bók
heldur svört44
Þó að flestum komi saman um,
að Sovétstjórnin vilji draga úr
vandræðum í Suðaustur-Asíu, þá
telja talsmenn hennar sér skylt
að skamma Bandaríkjastjórn
sem mest. Hún gaf fyrir fáum
dögum út „hvíta bók“ um atburð
ina í Vietnam til að sýna fram á,
að kommúnistar austur þar hefðu
rofið gerða samninga og hvílík
hætta fylgdi því, ef slíkur yfir-
gangur væri látinn viðgangast.
Þegar bókin kom út var Kosyg-
in, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, staddur í Þýzkalandi og
sagði þá eitthvað á þessa leið:
„Ég hef ekki lesið hina amer-
Isku hvitu bók. Þetta getur ekki
verið hvít bók, heldur svört.
Óþrifaverkum Bandaríkjamanna
I Vietnam er ekki hægt að lýsa
í hvítri bók. Ef maður drepur
varnarlausar konur og börn og
rekur konur og börn frá heimil-
um þeirra, er ekki hægt að lýsa
slíku í hvitri bók."
Mjög eru þessi orð á kommún-
Iska vísu. Spurningin er einmitt
um það, hver eigi sök á þeim
hörmungum, sem eru að gerast
þarna austur frá. Og víst hljóta
þvílík ummæli að minna á dráp-
in á þýzkum verkamönnum í
Berlín 17. júní 1963 og árásir á
konur og börn í Ungverjalandi
í október og nóvember 1956.
Svartari bækur hafa aldrei verið
skrifaðar en þær, sem lýsa þeim
ósköpum.
Hef ekki lesið,
en dæmi samt
Athyglisverðust er samt sú yf-
irlýsing Kosygins, að hann hafi
ekki lesið hina nýju hvítú bók.
Engu að síður dæmir hann hik-
laust um efni hennar. Þetta er
sami hátturinn og Þjóðviljinn
viðhafði í haust, þegar hin mikia
skýrsla Warrennefndarinnar mm
'
Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.
Arnarhóll í vetrarskrúða.
REYKJAVÍKURBRÉF
' ’ Laugoxd 6. marz
morðið á Kennedy Bandaríkja-
forséta birtist. Þá fordæmdi Þjóð
viljinn skýrsluna þegar í stað,
áður en nokkur hugsanlegur
möguleiki væri á, að blaðamenn
hans hefðu lesið hina löngu bók
eða jafnvel kynnt sér höfuðrök-
semdir hennar. Kommúnistar
fara eftir fyrirfram tilbúnum
kenningum. Þá varðar ekki um
sanngildi einstakra atburða. Þeir
laga allt í hendi til þess að það
komi heim við kreddur þeirra.
Þessi er aðferð kommúnista hvar
sem er. Hún verður þó oft enn
auðvirðilegri hérlendis en annars
staðar, af því að hér bætist ank-
annalegur útúrboruháttur ofan á.
Þjóðviljinn sýnist sjaldan eða
aldrei leitast við að gera sér
grein fyrir hinu sanna eða að
skýra fyrir sjálfum sér og öSrum
af hverju atburðarásin varð slík,
sem raun ber vitni.
„Þjóðin hefði
tapað trúnni44
Þjóðviljinn hefur, raunar af
veikum mætti, tekið undir útúr-
snúninga og rangfærslur Tímans
vegna þess ágreinings, sem upp
hefir komið um skýringu á utan-
þingsstjórninni og endurreisn
lýðveldisins. En í ágætri minn-
ingargrein um Ólaf Thors, sem
birtist hinn 5. janúar sl. í Þjóð-
viljanum eftir Einar Olgeirsson
sagði svo:
„Ég held að Ólafur hafi alltaf
álitið myndun Nýsköpunarstjórn
arinnar sitt mesta stjórnmálaaf-
rek, sem það og var. Brynjólfur
Bjarnason, sem þá varð samráð-
herra hans og batzt einnig við
hann vináttuböndum, sem ekki
slitnuðu, orðaði matið á þeirri
stjórn manna bezt á þessa vísu:
„Ég held að þjóðin hefði tapað
trúnni á, að hún gæti stjórnað
sér-sjálf, ef Nýsköpunarstjórnin
hefði ekki verið mynduð.“
Þetta eru stór orð og eftir-
minnileg yfirlsýing frá tveimur
helztu forystumönnum kommún-
ista hér á landi. En eru þau ein-
ungis minningarorðaglamur eða
raunhæft mat tveggja manna,
sem voru nákunnugir þeim at-
burðum sem þarna er lýst? Ef
svo er, þá hljóta þau að byggjast
á skoðun þeirra á þjóðmála-
ástandinu, áður en Nýsköpunar-
stjórnin var mynduð. Það er
vissulega íhugunarefni, hvort
ástandið hafi verið slíkt sem
þeir félagar segja, og þá hvernig
á því hafi staðið. Allt eru þetta
svo lærdómsrík viðfangsefni, að
ekki tjáir að víkja sér undan at-
hugun þeirra eða skýringu.
Sá er raunar háttur ■ Sovét-
manna að láta umskrifa sögu
sinnar eigin þjóðar hverju sinni,
sem þar verða skipti á æðstu
valdamönnum. Þegar þannig er
að farið, er sagan til að blekkja,
en ekki til að leiða sannleikann
í Ijós. íslendingar una ekki því
líkri sagnfræði. Þeir vilja fá mál
in skýrð frá öllum hliðum og
mynda sér siðan sínar eigin skoð-
anir. —
Engin afsökun
Sumir færa kommúnistum það
til afsökunar sögufölsunum
þeirra, að þeir berjist þó fyrir
mikilli hugsjón, eða a.m.k. hafi
verk þeirra gerbreytt gangi
heimsmála á þessari öld. Það er
rétt, að áhrif kommúnistabylt-
ingarinnar 1917 hafa verið mikil.
En ekkert sannar betur veik-
leika hinar kommúnísku kenn-
ingar, og sýnir, að menn hljóta
að vaxa frá henni, en sú stað-
reynd, að kommúnískir valdhaf-
ar þykjast ætíð þurfa á söguföls-
un að halda. Sá, sem lifir á því
að blekkja aðra, endar oftast með
því að blekkja einnig sjálfan sig,
og ræður þess vegna ekki við
þau verkefni, sem hann hefur að
sér tekið. Þó að hann haldi, að
tilgangurinn helgi meðalið, þá
verður meðalið honum sjálfum
oft mest til tjóns áður en yfir lýk
ur. Kommúnistar eru kommúnist
ar, af þeim geta menn ekki búizt
við öðru en kommúnískum að-
ferðum. Jafnvel þá afsökun, sem
í þessu felst — og hún er sann-
arlega lítil, — geta menn ekki
fært fram til afbötunar Fram-
sóknarmönnum. Þeir hafa enga
hugsjón, sem þeir trúa á. Síðasti
boðskapur þeirra er þvert á móti
sá, að í flokki þeirra eigi menn
heima, þótt þeir séu ólíkra skoð-
ana, einungis ef þeir vilji berjast
saman fyrir eigin völdum! f
valdabaráttunni hafa þeir löng-
um talið sér heimilt að beita öll-
um vopnum — nema helzt sann-
leikanum. Þeir kjósa oftast að
hafa aðferð Gunnars Lambason-
ar, sem Njálssaga lýsir svo:
„Um allar sagnir hallaði hann
mjök til ok ló frá víða“.
Ekki sá f orliertasti
Engin tilviljun er, að það skuli
vera Framsóknarmaður, þó ekki
einn hinna forhertustu, sem ræð-
ir í þeim dúr orsakir til hjarta-
sjúkdóma, að hann þykist þurfa
að bera gagnmerkan vísinda-
mann undan ásökunum um
mútuþægni vegna þess að hann
hefur haldið fram kenningum,
sem bændur telja sér koma illa.
Raunverulega er margt ósannað
í þessum kenningum, þó að ým-
islegt styðji þær. En víst er, að
þeim verður ekki hnekkt með
slíkri rökfærslu. Hún er einungis
löguð til þess að skapa andúð
á þeim málstað, sem henni er
ætlað að styðja.
Með sama hætti er furðulegt,
að Framsóknarmenn skuli ekki
enn hafa áttað sig á því, að eitt
af því, sem spillti fyrir þeim í
kosningunum 1963 var sú við-
leitni að reyna að telja mönnum
trú um, að hag almennings hefði
stórhrakað, þegar allir fundu af
eigin raun, að þeim hafði aldrei
vegnað betur en einmitt þá. Enn
hamra þeir á því, að gjaddeyris-
staðan fari síversnandi, þegar
staðreyndirnar segja til um, að
hún hefur aldrei verið betri síð-
an í stríðslok. Er þó sá mikli
munur á, að þá Var landið rúið
atvinnutækj um og atvinnuleysi
blasti við, ef gjaldeyriseignum
var ekki varið til að afla nýrra
tækja. Nú háttar hins vegar svo,
að þjóðin er betur búin að þessu
leyti, en nokkru sinni áður í
sinni nær ellefu hundruð ára
sögu.
Hópferðir bænda
til útlanda
/
Þá er erfitt fyrir Framsóknar-
menn að koma því saman, þegar
þeir halda því fram, að niðst hafi
verið á æskulýð og bændum, en
við blasir, að einmitt þeir sjálf-
ir sýna í verki, að bæði æsku-
menn og bændur eru nú betur
efnum búnir en áður. Framsókn
armenn hafa síðustu árin efnt til
hverrar æskulýðsferðarinnar til
útlanda eftir aðra. Þvílíkar ferð-
ir á þeirra vegum voru með öllu
óþekktar áður en ’ Viðreisnar-
stjórnin tók við. Enda leggja
menn ekki í þann kostnað, sem
af slíku ferðalagi leiðir, nema
þeir séu allvel efnum búnir. —
Þessa dagana er sagt frá því, að
Búnaðarþing, þar sem Fram-
sóknarmenn eru í meiri hluta,
hafi samþykkt, að Búnaðarfélag-
ið skuli beita sér fyrir skipu-
legum hópferðum bænda til út-
landa. Jafnframt er rifjað upp,
að hingað til hafi einungis verið
farið í tvær slíkar ferðir. Sú
fyrri mun hafa verið á árinu
1953 og hin síðari 1964. Það er
sem sagt fyrst eftir að -Viðreisn-
arstjórnin hefur verið við völd
í nokkur ár, sem hagur bænda
hefur rýmkast svo, að ráðiegt
þykir, að hóþferðir bænda til út-
landa séu gerðar skipulega að
staðaldril
YfirboS í
ábyrjíðarleysi
Miðað við þann boðskap, að
skoðanamunur skipti ekki svo
miklu máli, að hann þurfi að
fæla menn frá því að vera í Fram
sóknarflokknum, er það að
vonum, að flokksmennirnir halda
fram hinum ólíkustu skoðun-
um. Öðru hvoru fárast þeir yfir
óhófseyðslu úr ríkissjóði, en þó
líður naumast nokkur sá dagur,
að ekki beri einhver þeirra franí
á Alþingi tillögu um aukin ríkis-
útgjöld. Og ef einhver annar ber
fram þvílíka tillögu, þá rís jafn-
skjótt upp Framsóknarmaður og
fer í yfirboð við tillögumanninn.
Á fimmtudaginn var til umræðu
í neðri deild frumvarp til nýrra
laga um læknaskipan, þar sem
reynt er að ráða bót á lækna-
skortinum úti á landi. í því skyni
er ákveðið, að í þeim héruðum,
þar sem verst hefur gengið að
fá lækna, skuli greiða staðar-
uppbót. Þetta ákvæði kann að
vera óhjákvæmilegt, en er vissu-
lega varhugavert vegna þess for-
dæmis, sem sumir munu fyrir-
sjáanlega telja það skapa, þótt
allt öðruvísi standi á. Einmitt
óttinn við þvílíka misnotkun á
fordæmi er mesta hættan fyrir
þessa lagasetningu, þó að menn
viðurkenni nauðsyn þess, að
bæta úr læknaskortinum. Frarn-
sókn, þessi „einkavinur dreifbýl-
isins“ lét ekki á sér standa. Einn
þingmanna hennar reis upp og
fagnaði ákvæðinu einmitt sem
æskilegu fordæmi. Með því sló
hann tvær flugur í einu höggi.
Gerði sitt til að torvelda fram-
gang nauðsynjamáls og skapaði
líkur til þess, að það hefði í för
með sér þær óhappa afleiðingar
sem ábyrgir menn helzt óttast.
Vilja hverfa aftur
til einveldistíma
Aðrir Framsóknarmenn kepp-
ast við að sýna meiri afturhalds-
semi en áður hefur sézt í sölum
Alþingis. Tveir Framsóknar-
menn flytja nú tillögu um skipt-
ingu landsins í fylki, er hafi
sjálfsstjórn í sérmálum. í grein-
argerð þykjast flutningsmenn
með tillögu sinni vera að hverfa
full þúsund ár aftur í tímann,
þ. e. til fjórðungaskipunarinnar
fornu. Þetta eru að vísu ýkjur,
því að fjórðungaskipan þjóðveld-
isins forna var allt annars eðlis.
Fylkjaskipting Framsóknarmann
anna er eðli sínu samkvæmt
miklu líkari ömtunum, sem
dönsku einvaldskonungamir
settu hér á sínum tíma. Er merki
legt, að tillögumenn skuli ekki
taka upp það heiti, svo kunnugt
sem það er úr íslandssögunni,
en velja í þess stað fylkisnafnið
norska, sem aldrei hefur verið
notað um þvílíka héraðaskipan
á íslandi. Fylkin norsku sam-
svara hins vegar ömtunum eins
og þau tíðkuðust á íslandi áður
og eru enn í Danmörku. fslend-
ingar höfðu hins vegar ekki góða
raun af ömtunum, heldur af-
námu þau jafnskjótt og landið
fékk innlenda stjórn. Þá voru
samgöngur samt miklu erfiðari
og meiri skilyrði að öllu leyti til
þvílíkrar skiptingar landsins en
nú. Landsmenn fundu samt, að
amtaskiptingin átti ekki hér við,
heldur gerði einungis alla stjórn
arhætti þunglamalegri og kostn-
aðarsamari en ella. Flutnings-
menn vitna til þess, að 22 fylki
séu í Noregi og þess vegna sé
eðlilegt að skipta íslandi í fylki.
Þeir gá ekki að því að hvert
fylki í Noregi mun að meðaltali
vera ámóta mannmargt og
allt fsland! Embættiskostnað-
urinn hér er ærið þungur baggi,
þó að þessum óþarfa millilið sé
ekki bætt ofan á. Millilið, sem
þjóðin þekkti af eigin raun og
notaði sjálf fyrsta tækifæri til að
losa sig við. Afturhaldssemin og
öfuguggahátturinn lýsir sér
sannarlegá í hinum furðulegustu
myndum innan Framsóknar-
flokksins!