Morgunblaðið - 27.04.1965, Síða 25

Morgunblaðið - 27.04.1965, Síða 25
1 Þriðjudagur 27. apríl 1965 MORGUNBLADID 25 — Ræða Jóhanns Hafsteins Framh. af bls. 16 þar af leiðandi mismunandi við- horfum manna. Kg hygg að í hugum flestra sérfraeðinga, svo sem verkfræð- inga, efnafræðinga, rafmagns- fræðinga og tæknifræðinga al- mennt, sé með stóriðju átt við þann iðnrekstur, sem er mjög orkufrekur, krefst mjög mikillar orku við framleiðsluna og þar sem orkuneyzlan er þ.a.l. veru- legur þáttur í fjárhagsafkomu fyrirtækisins. 1 huga almennings er stóriðja e.t.v. engu síður iðnrekstur í veru lega stórum stíl, án tillits til orkuneyzlU, þ.e. iðnfyrirtæki, sem er mjög dýrt í stofnkostnaði eða framleiðir mikil verðmæti, hefur mjög stóra veltu, greiðir mikil vinnulaun, skatta og opin- ber gjöld, sparar mikinn erlend- an gjaldeyri éða framleiðir mikil útflutningsverðmæti o.s.frv. Af þessu leiðir, eins og ég sagði, að erfitt er að setja skýr mörk og líklega rótt að fara nokkuð bil beggjsu Ég skal nú víkja að stóriðjunni í fyrri skilningnum, þ.e. stóriðju í tengslum við stórvirkjanir í fallvötnum landsins. Hvers vegna Hugleiðingar um slíka stóriðju eru sprottnar af nauðsyn þess að tryggja nógu mikinn vöxt þjóð- arbúskapar okkar. En samhliða verður að teljast, að hún sé for- senda þess, að við getum hafið stórvirkjanir í fallvötnum lands- ins, sem taldar eru hagkvæmast- ar og gefa landsmönnum því kost á ódýrustu rafmagni. Aðrar vestrænar þjóðir stefna að því samkvæmt þjóðhagsáætl- unum sem fyrir liggja, að auka þjóðarframleiðsluna um 50% á einum áratug eða svo, en það samsvarar rúmlega 4% aukn. að meðaltali á ári. >ess er í þessu sambandi að gæta að hjá okkur er meiri fólksfjölgun en hjá þess- um þjóðum svo að verulegu munar. Til þess að vera öruggur um að heltast ekki aftur úr er vaen- legast að freista þess að renna fleiri stoðum undir íslenzkt at- vinnulíf, en það nú hvílir á. í of mikilli einhæfni atvinnulífsins kann að felast veruleg hætta, enda þótt hún dyljist, þegar bezt lætur. Ekki er með þessu verið að vanmeta hina geysimikluþýðingu sjávarútvegsins, sem lagt hefur til allt að 95% af útflutnings- verðmætum þjóðarinnar. Með framangreindri hugsun er aðeins reynt að stefna að meira öryggi með aukinni fjölhæfni þjóðar- framleiðslunnar. Og alveg eins þótt engin atvinnugrein gefi okk- ur e.t.v. meiri arð í aðra hönd er bezt lætur, en útvegur, þar sem við búum við gjöfulan sjó og fengsæl fiskimið. Bf við lítum á framleiðslu- aukninguna í okkar þremur aðalatvinnugreinum: landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði, liggur eftirfarandi fyrir: Á árunum 1955—1960 var fram leiðsluaukningin í landbúnaði 4%, í sjávarútvegi um 4% og iðnaði til framleiðslu fyrir innlendan markað um 5%. Gert var ráð fyrir, að um jafn mikla aukningu gæti tæpast verið að iræða á næstu árum í landbúnaði, framleiðsluaukningu iðnaðar fyr- ir innlendan markað eru tak- mörk sett. Ekki þótti varlegt fyr- ir þrem til fjórum árum að áætla meðal framleiðsluaukningu sjáv- arútvegsins árlega á næstu árum meiri en 4,5%. Með tilliti til annarrar fram- leiðsluaukningar, sem ætla mátti að yrði í atvinnulífinu yfirleitt, var ekki sennilegt, að slík- ttr vöxtur þjóðarframleiðslunnar væri nægilega mikill til þess að atvinnulífið gæti tekið við allri þeirri aukningu fólks á starfs- aldri, sem verður talsvert meiri é þessum áratug, en hún var frá 1950-1960. Útflutningsiðnaður i formi stór íðju á grundvelli ódýrrar raf- orku frá stórvirkjunum var ein þeirra hugsanlegu leiða, er fara mætti til þess að leysa þann vanda að sjá fyrir næjanlegri aukningu íslenzkrar þjóðarfram- leiðslu. Nú liggja fyrir grófar yfirlits- jgreinar um framleiðsluaukning- una í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði eins og hún varð á undan- förnum fjórum árum. Felst í því verulegt frávik frá áætlunum, sem staðfestir í raun og veru óvissuna í atvinnulífi okkar. Meðal- Rætt hefur verið við fleiri Vöxtur frá fyrra ári % vöxtur % aluminiumfyrirtæki eða þau leit 1961 1962 1963 1964 1961-1964 að sambands við nefndina, en Landbúnaður 4,5 0 -1 3,7 2,4 málið ekki komizt áleiðis að Sjávarútvegur (vinnsla m.t.) . . 10,0 11,0 6,5 12,0 9,9 marki nema í viðræðum ;við Iðnaður fyrir innlendan markað -7,0 8,0 6,0 0,0 1,8 Swiss Aluminium. Þjóðarframleiðsla 2 8 7 5,5 5,7 Nefndin hefur í störfum sínum Þýðingarmesta breytingin felst ingu vinnuafls karlmanna einna. reynt að gera sér grein fyrir, í hinum öra vexti sjávarútvegs- ins. Varðandi framhald þeirrar þróunar ber þess hins vegar að gæta, að vöxtur undanfarinna ára er árangur sérstaklega hag- stæðra skilyrða, sem verkað hafa samtímis. Þessi atriði eru: 1) aukin friðun og aukin hlut- deild íslendinga í veiðunum, 2) endurreisn síldveiðanna og 3) stórfelldar tæknibreytingar við veiðarnar og að nokkru í vinnslunni. Engar horfur eru á, að svo hag- stæðar breytingar grundvallar- skilyrðanna geti haldið áfram í nokkurri líkingu við það, sem verið hefur undanfarin ár. Líkur eru á því, að úr aukningunni kunni að draga og jafnvel að al- gjöru hámarki verði náð eftir nokkurt ára bil, a.m.k. sé miðað við núgildandi fiskveiðitakmörk. Lélegt gengi landbúnaðarfram- leiðslunnar 1962 og 1963 stafar fyrst og fremst af óhagstæðu ár- ferði. Hægur vöxtar iðnaðarins fyrir innlendan markað stendur hins vegar í sambandi við aukna samkeppni erlendis frá, samfara auknu verzlunarfrelsi og aðallega við tímabundinn samdrátt inn- lendrar eftirspurnar eitt árið, 1961. Hins vegar er meðaltals framleiðsluaukning iðnaðarins ár in 1962 og 1963 7%, sem er mjög mikið. Þegar á allt er litið, mundi það mega teljast mikil skammsýni og fyrirhyggjuleysi að halda að sér höndum og freista þess ekki að efla okkar fábrotna atvinnulíf með sérhverjum tiltækum ráðum til þess 1 senn að vera þess betur búinn að mæta skakkaföllum af misjöfnu árferði og aflaleysi og búa komandi kynslóðum meira öryggi í landinu. Fólksekla? Við heyrum oft eina viðbáru, sem ég vil víkja nokkuð að, og það er þetta: Hvað þýðir að vera að tala um stóriðju þegar okkur vantar allsstaðar vinnuafl, það vantar menn á bátana, togarana, I fiskvinnsluna vantar fólk o.s. frv. Við höfum m.ö.o. ekki ráð á því að sjá af nokkru vinnuafli í nýja atvinnugrein til aukning ar þjóðframleiðslunni: Getur þetta staðizt? Hvar fengum við menn í siglingarnar á sínum tíma? Hvar fengum við menn í flugið? Hvar fengum við fólk í iðnaðinn, sem verið hefur að byggja sig upp á síðustu árum og áratugum? Hvar höfum við áður fengið fólk í fjölmargar nýjar atvinnugreinar? Ef við reiknum með, að við byggjum fyrsta stórvirkjun, t. d. við Búrfell í Þjórsá og alumin- iumbræðslu á grundveíli hennar samtímis á næstu árum, þannig að hvorttveggja væri lokið 1963 og s.arfrækslu hæfist 1969 og þá væri jafnframt hafin önnur stór- virkjun af sömu gerð, má ætla, eftir því sem sérfræðingum hef- ur talizt til, að aðeins um 11% af allri aukningu vinnuaflsins á þessu tímabili fari til þessara framkvæmda, en 16% af aukn- langs tíma við fyrirtækið um kaup á raforku frá stórvirkjun í Þjórsá við Búrfell — en slíkur orkusölusamningur væri jafn- framt grundvöllur lánveitingar frá Alþjóðabankanum til virkj- unarframkvæmdanna. Ég vil aðeins rifja upp eftir- farandi úr gangi þessa máls: Hinn 5. maí 1961 skipaði þá- verandi iðnaðarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson svokallaða Stóriðjunefnd til að kanna mögu- leika á vinnslu aluminium hér á landi. í nefndinni áttu sæti: Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, formaður; Eiríkur Briem, raf- magnsveitustjóri; Pétur Péturs- son, forstjóri; Sveinn Valfells, forstjóri; Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri og Jóhann Haf- stein, bankastjóri, en Magnús Jónsson, bankastjóri í hans stað síðan í árslok 1963. Hins vegar er á það að líta að á áratugnum 1950-1960 tóku hinar gömlu undirstöðu atvinnu greinar, landbúnaðar, sjávarút- vegur og iðnaður, aðeins innan við 10% af aukningu starfandi fólks, þrátt fyrir mikla fram- leiðsluaukningu. Miklar tækni- legar framfarir gerðu þetta mögu legt. Engar líkur eru til þess, að þessar atvinnugreinar muni á næstu árum þurfa á að halda, eða geta tekið við nema tiltölu- lega litlum hluta af aukningu starfandi fólks. Hvert fer þá aukningin? geta menn spurt. Það er sama sagan hér og annarsstaðar í löndum, sem líkt á stendur. Síaukin þjón- ustustarfsemi, menningarstarf- semi, eða hvað menn vilja kalla það dregur að sér eins og segull. Hjá okkur kemur til viðbótar til greina hin gífurlega bygginga starfsemi og önnur fjánfestingar- starfsemi, sem hefur aukizt óeðlilega. Á þennan akur má saxast að skaðlausu. Enn þetta: Fólki á starfsaldri fjölgar nú mjög ört og mun sá öri vöxtur halda áfram á næstu árum. Á árunum 1950 til 1960 fjölgaði fólki í aldursflokknum 15-69 ára um 14.300 manns manns (16 %). Á áratugnum 1960-1970 má vænta, að fjölgun í þessum ald- ursflokkum verði 22.000 manns (21%). Þessi þróun fólksfjöldans og aldursskiptingarinnar mun stuðla að þvi að draga úr þeim óheppilegu áhrifum, sem stóriðja gæti haft á vinnumarkaðinn, meðan byggingarframkvæmdir stæðu yfir, samfara byggingar- framkvæmdum stórvirkjunar. Og að lokum: Fjöldi starfsmanna við stór- iðjuframkvæmdirnar yrði aðeins lítill hluti af auknum fjölda starfandi manna á næstu árum. Hins vegar munu þessir menn starfa að hreinni útiflutnings- framleiðslu, og þannig í raun og veru skapa atvinnumöguleika fyr ir aðra menn, sem starfa að margskonar framleiðslu og þjón- ustustarfsemi fyrir innlendan markað. Það má minnast þess í fram- haldi af því, sem ég nú hefi sagt, að á árunum 1930-1940 var baráttan við atvinnuleysið megin viðfangsefni. Nú mikla menn fyrir sér vinnuaflsskortinn. Menn mega sem sé muna tíma tvenna. En gleymum ekki því að unga ísland bíður sinna tækifæra, sinna möguleika. Um aldamótin 2000 verða íslendingar líklega nærri 400 þúsund manna þjóð, en erum nú 190 þúsund manns. Þarna bíða margra handa mörg verkefni — fjölmörg ný verkefni. Undirbúningur og aðdragandi: Eins og nú er alkunnugt hafa umræður í seinni tíð um stóriðju snúizt um það, hvort samið yrði við fyrirtækið Swiss Aluminium um, að það reisti hér aluminium bræðslu og gerður yrði í því sam- bandi orkusölusamningur til hvaða möguleikar aðrir til orku freks iðnaðar væru fyrir hendi hér á landi. Til að fá sem gleggst ar upplýsingar hér að lútandi, kom nefndin því til leiðar, að fjórir sérfræðingar frá norsku fyrirtækjunum Norsk Hydro og Elektrokemisk A/S kæmu hing- að til lands í desember 1961, nefndinni til ráðuneytis í þessu sambandi. í skýrslu hinna norsku sérfræðinga er vikið að möguleik um til áburðarframleiðslu, vinnslu á magnesium, klór og natronlut, kalcium karbít, fosfór, þungu vatni og járnblöndum, auk aluminium. Voru hinir norsku sérfræðingar þeirrar skoð unar, að aluminiumvinnslan væri sú tegund orkufreks iðnað- ar, sem helzt kæmi til greina á íslandi, eins og öllum aðstæð- um er háttað. Náið smastarf hefur verið haft við raforkumálastjórn ríkisins, sem unnið hefur að geysiumfangs miklum rannsóknum á virkjun fallvatna í landinu á undanförn- um árum og öðrum möguleik- um til orkuvinnslu. Eins og nú er kunnugt eru niðurstöður sér- fræðinga raforkumálastjórnarinn ar einróma þær, að hagkvæmast sé að hefja stórvirkjun í Þjórsá við Búrfell með það fyrir augum að orkusölusamningur verði jafn framt gerður við fyrirtæki, sem byggði hér aluminiumbræðslu. Um staðsetningu aluminium- bræðslu hafa farið fram víðtæk- ar athuganir, einkum hvort hún skyldi staðsett fyrir norðan, við Eyjafjörð, eða hér fyrir sunnan, og þá helzt við Straumsvík sunn an Hafnarfjarðar. Niðurstöður hníga að því, að staðsetning sunn anlands sé svo miklu hagkvæm- ari, að úr skeri. Nokkrum sinnum hafa þessi mál komið til umræðu á Alþingi. Iðnaðarmálaráðherra hefur lýst því yfir f.h. rikisstjórnarinnar, að Alþingi myndi á hverjunj tíma gefnar fyllstu upplýsingar um gang málsins. Þetta hefur verið efnt. Þann 14. nóvember 1964 voru öllum alþingismönnum af- hentar ítarlegar skýrslur um gang þessa máls fram til þess tíma. Þær skýrslur þurftu fyrst í stað að vera trúnaðarmál. Síðar hefur verið heimilað að opinbera efni þeirra. Um gang málsins frá því í nóvember hafa þingmönn- um verið afhentar viðbótarskýrsl ur. Rikisstjórnin mun nú á næst- unni leggja fyrir Alþingi heildar- skýrslugerð um málið. Þá mun allur almenningur jafnframt öðl- ast aðgang að þeim rannsóknum, viðræðum og niðurstöðum, sem fyrir liggja. Með hliðsjón af þessu takmarka ég mál mitt hér í aðalatriðum við almennar nið- urstöður og meginatriði í gangi þessa máls. Þingmannanefnd. Um áramótin síðustu þótti orð ið tímabært að fara að athuga undirbúning þess, að málið yrði lagt fyrir Alþingi. Var þá leitað samstarfs við þingfl. Framsóknar manna, sem hafði gert um það ályktun, að hann teldi rétt, að at hugaðir væru í sambandi við stór vírkjun, möguleikar áþvíaðkoma upp aluminiumverksmiðju. Ég taldi hins vegar þátttöku full- trúa Alþýðubandalagsins í slíkri nefnd ekki til þess fallna að greiða fyrir framgangi málsins, þar sem forystumenn þingflokks þess og aðal málgagn höfðu af- dráttarlaust lýst því yfir marg- sinnis, að þeir væru á móti mál- inu og teldu það allt að því þjóð hættulegt. Ég veit hinsvegar ekki til þess, að þessi sé afstaða allra þingmanna Alþýðubandalagsins. Síðustu mánuðina hefur þing- mannanefnd, sem skipuð er tveim þingmönnum frá hvorum stjórnarflokkanna og tveim frá Framsóknarflokknum unnið að þessum undirbúningi og afchug- unum í því sambandi. Iðnaðar- málaráðherra hefur haft með höndum forustu nefndarinnar. Henni til ráðuneytis hafa fyrst og fremst verið fulltrúar Stór- iðjunefndar ásamt framkvæmda- stjóra Rannsóknarráðs ríkisins, Steingrími Hermannssyni, en hann hefur unnið með Stóriðju nefnd að viðræðum við Swiss Aluminium frá því á síðastliðnu árL Deilur um málið: Fram hafa komið skiptar skoð- anir um þetta mál á opinberum vettvangi. Einkum það, hvort okkur íslendingum sé ráðlegt að leyfa erlendu fyrirtæki að starf- rækja hér aluminiumbræðslu. Einkum eru það þó socialistar og fylgifé þeirra, sem risa öndverð ir gegn málinu. Þeir segja, að þar með muni erlenda auðvaldið gleypa okkur og frelsi þjóðarinn- ar vera fargað. Ég skal ekki hafa mörg orð um þessar deilur. Ég skil ekki þennan hugsunarhátt, nema að því leyti, sem hann skýrist af því, að hann kemur frá komm- únistum. Auðvitað hefði rúss- nesk eða Sovétaluminiumbræðsla verið þeim aufúsugestur. Hitt skulum við gera okkur grein fyrir, að erlend atvinnu- fyrirtæki óska ekki eftir því að koma hingað og fá að stunda hér atvinnurekstur okkar vegna. Aúð vitað gera þau það ekki, nema þau telji sér hag í því. Á sama hátt munum við íslendingar ekki semja við slík fyrirtæki þeirra vegna. Við gerum það ekki, nema við teljum okkur sjálfum hag í slíkri samningsgerð. Er þetta ekki það, sem á við um alla samn inga — ekki sízt fjárhagslega samninga Erum við íslendingar þá svo litlir karlar, að við þurfum að gera því skóna, að við getum ekki samið við eitt erlent einka- fyrirtæki öðru vísi, en semja af okkur, og það ekki minni verð- mæti en sjálfstæði og frelsi lands ins? Menn geta rangsnúið þessu máli eftir geðþótta, ef menn teija þess þörf til að fullnægja sín- um eigin annarlegu hvötum, eða til þess að vera „trúir köllun sinni“ eins og einn kommúnist- inn orðaði það svo hnyttilega i niðurlagi greinar um stóriðju- mál, sem Morgunblaðið birti ný- lega. En það er mín skoðun, að fs- lendingar hafi næga sjálfsvirð- ingu, manndóm og þroska til þesa að gera samninga við erlenda með þeim hætti, að þeir haldi fullkomlega sínum hlut, bæði við samningagerðina sjálfa og fram- kvæmd hennar. Viðhorfið nú. Ég skal nú draga upp yfirlits- mynd af því, hvernig þessi mál horfa í dag og að hverju stefnir: 1. Stærð og bygging aluminium- verksmiðjunnar. Nú er gert ráð fyrir því, að samið yrði um byggingu 60 þús. tonna verksmiðju, sem byggð yrði í tveimur til þremur áföng- um. Fyrsti áfanginn, 30 þús. tonn, mundi taka til starfa í árs- lok 1968 eða á árinu 1969. Síðan yrði verksmiðjan stækkuð um 15 þús. tonn ekki síðar en þremur Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.