Morgunblaðið - 27.04.1965, Side 30

Morgunblaðið - 27.04.1965, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ' Þriöjudagur 27. apríl 1965 Stjórnmálaályktiin Stjórnarbylting í Dómini- kanska lýðveldi * I áttunda sinn síðan Trujillo leið Juan Bosch býst til heimferdar FEL.LIBYLJIR og ofviðri eru tíðir gestir á Karaibahafinu og stjórnaTbyltingar efeki ó- tíðar í rífejum þar og þykir sumum sem þar muni hvort draga diám af öðru, veðurlag og stjómarfar. í Karafoáahatfinu, milli Kúfou og Puerto Rico, liggur eyjan Hispaniola, sem Spánverjar fundu for’ðum daga. Á eynni eru tvö ríki, Haití og Dómini- kanska lýðveidið, sem er dæmigerð „sönnun“ skyld- leika stjómmálavafstu'rs og veðraforigða, því þar hafa ver- ið gerðar átta stjórnarfoylting- fjórðu milljón og hafa flestir framfæri sitt af landbúnaði. Rafaeil Trujillo, sem tók í sínar hendur æðstu völd í landinu árið 1930 og hélt þeim fram í rauðan dauð- ann var einna lífseigastur ein ræðisherra á þessum slóðum. Hann var myrtur í maí 1961 og synir hans gerðir útlægir. Sett var á stofn bráðafoirgða- stjórn, svofealiað Rákisráð, sem í áttu sæti sjö menn. Kosn- ingar voru svo haldnar í land inu í desem.ber 1962 og kjör- inn til forseta Juan Bosch. í septemiber 1963 gerði herinn í PUtRTcTllcO;. x s* JAHAIK* ar þau fjögur ár sem umliðin eru sfðan Trujillo einræðis- herra var steypt af stóli með brauki og bramli í maí 1961, sú síð.asta nú um helgina eins og sagt hefur verið fró í fréttum. í Dómini'feanska lýð- veldinu er spænska ríkism.ál og meira en 60% þjóðarinnar játar rómversk-kaþólska trú. Landsmenn eru noikkuð á landinu uppreisn gegn stjorn- inni og var þá skipuð lands- stjórn þriggja manna, sem að stóðu sex stjórnmálaflokkar, hægrisinna. Forseti samkundu þessarar var fyrst Emilio de los Santos en að nokferum mánðum liðnum var skipað- ur í hans sta'ð Donald Reid Cabral, sem enn var þar í forsæti fyrir helgina. Juan Bosoh, sá er tók við forsetaenlbætti í Dómini- kanska lýðveldinu 27. feforúar 1963 og rekinn var frá völd- um síðsumars sama ár, hefur síðan dvalizt á Puerto Rico undir verndarvæng vinar síns, Luiz Munoz Mardn, Bosoh er sagður aibúinn að hverfa aft- ur til lands síns og taka við þap sem frá var horfið, en hann átti að gegna forseta- embættinu til febrúarloka 1967. Brottrekstrarsök hans, var að sögn hersins, sem gegn honum snerist, einkum sú, a’ð hann þótti ekki nógu skel- eggur andstæðingur kommún ista og Fidels Castro, þó hon- um væri á hinn bóginn ekki borið á brýn að hann hefði beinlínis snúizt á sveif með þeim. Efeki voru heldur allir sáttir við umbótastefnu hans í þjóðmólum og ýmisskonar eftirgangssemi um meðferð ríkijfjár. AðspurðUr í San Juan, höifuðfoorg Puerto Rico kvaðst Boisch engan þátt eiga að uppreisninni nú, en sagði að hana mætti hafa til marks um að dóminikanska þjóðin vildi búa við lýðræðislegt stjórnarfar, sem tryggði þeim þjóðfélagsiegt jafnrétti og heiðarlegan ríkisrekstur. Bosoh kvaðst einnig ótrauð- ur myndu framfylgja í öllum aðalatriðum umibótastefnu sinni, þeirri er hann tófe upp fyrir tveimur árum. UTAN UR HEIMI Framhaid af bls. 1 eft.ir föngum. Haldið verði áfram víðtækri, vísinda- legri athugun á náttúru- auðlindum landsins og feannað, hvernig bezt megi á hverjum tíma hagnýta fossaafl, hveraorku, gróð- urmold, fiskimið og önnur , náttúruverðmæti til að : bæta og tryggja afkomu þjóðarinnar. S. Hafin verði virkjun stór- íljóta landsins með bygg- ingu stórra raforkuvera, sem í senn verði orkugjafi Ijölþætts atvinnurekstrar og sjái heimilum landsins íyrir nægri og ódýrri raf- orku, og lögð verði áherzla á að ljúka sem fyrst raf- væðingu landsins. 4. Orkuver landsins verði eign íslendinga, en til þess að virkja megi í stórum stíl undir lántökum verði risið og styrkari stoðum rennt undir atvinnulíf lands- manna, verði erlendu á- hættufj ármagni veitt aðild að stóriðju, ef hagkvæmt þykir, samkvæmt naati Ihverju sinni og landsmenn brestur fjárhagslegt bol- magn. 5. Atvinnuvegir þjóðarinnar verði efldir, svo að þeir standi undir eðlilegum og nauðsynlegum hagvexti. Rik áherzla verði lögð á aukna framleiðni atvinnu- veganna með hagræðingu, foagkvæmum stofnlánum og eigin fjármagnsmyndun þeirra, er geri þeim kleift að nýta hráefnin á sem hag kvæmastan hátt, aufea sölu afurðanna og bæta kjör launþega sinna. C. Unnið verði á kerfisibund- inn hátt með öflugri sjóðsmyndun af almannafé að eflingu atvinnurekstrar og alls'herjar uppbygigingu í öllum héruðum landsins, þar sem skilyrði eru til arðbærrar framleiðslu. Jafnframt verði gerðar ráð- stafanir til þess að tryggja sveitarfélögum og atvinnu- fyrirtækjum nauðsynlega fjárhagsaðstoð, þegar tíma- bundið atvinnuleysi og efna hagsörðugleika er við að stríða. 1. Emkaframtak verði örvað til forystuhlutverk í fram- farasókninni og sem flest- um þjóðfélagsbongurum veitt aðstaða til aðildar að atvinnurekstri. 6. Lækkun byggingarkostnað- ar með hagnýtingu tækni- nýjunga og sterkt lánsfjár- kerfi stuðli að því að sér- fover fjölskylda geti eignazt húsnæði með viðráðanleg- um kjörum. t. Sérfover vinnufær maður foafi arðbært starf, er veiti lífvænlega afkomu með hóflegum vinnutíma. Efna- hagslegt öryiggi sé tryggt öilum þeim, sem sökum elli eða af öðrum óviðráð- anlegum orsökum geta ekki sjálfir séð sér far- borða. lft Fjárhagslegar kvaðir, er ríki og srveitarfélög leggja á herðar einstaklingum og atvinnurékstri, séu innan þeirra marka, að fjármuna- myndun og atvinnurekstur geti styrkzt með eðliletgum foætti, enda ‘verði hóf haft á um kröfugerð á hendur opiniberum aðilum, svo að fjárhagsleg afkoma rí'kis og sveitarfélaga sé tryggð. 11. Rík áherzla verði lögð á að fá samkomulag um grund- völl kjaraviðmiðunar, er forðað geti þjóðinni frá stéttastríði og stórfelldu tjóni af verkföilum og verð bóligu. Verði foöfð hliðsjón af þvi, að þjóðarframleiðsl- an hlýtur ætíð að vera und- irstaða lifskjaranna. Stétta- samvinna um aukningu lífs- gæðanna leysi 'af hóimi stéttastríð út af skiptingu þeirra. 12. Efnahagsráðstafanir miði að þvi að tryggja gengi krónunnar. Sextándi landsfundur Sjálf- stæðisflokksins heitir á þjóðina -að treysta sjálfstæði og öryggi landsins með öflugum stuðningi við þá utanríkisstefnu, sem fylgt hefur verið síðustu tvo áratugina, norræna samvinnu, samstarf At- lantshafsríkjanna, þátttöku í Sameinuðu þjóðunum og ábyrga afstöðu í samskiptum þjóðanna. Nauðsynlegt er að íslendingar fylgist sérstaklega með aukinni samvinnu þjóða á milli í við- skipta- og tollamálum og geri á hverjum tíma þær ráðstafanir, er tryggi landsmönnum sem hag- kvæmust viðskiptakjör. Héðan í frá eins og hingað til verði að því stefnt að helga ís- lendingum landgrunnið allt í sam ræmi við ályktun Alþingis 5. maí 1959. Unnið verði að því að afla skilnings og viðurkenningar annarra þjóða á sérstöðu íslend- inga sem fiskveiðiþjóðar og allra lögmætra ráða neytt til að vinna lokasiigur í landhelgismálinu. Sextándi landsfundur Sjálf- stæðisflokksins heitir á þjóðina til samstarfs um þá leið til far- sældar, sem hér er mörkuð, og hvetur hana til þess að veita Sjálfstæðisflokfenum öruggt brautargengi í viðleitni hans til þess að tryggja sjálfstæði og lífs- afkomu islenzfeu þjóðarinnar undir kjörorðinu frelsi — öryggi — framfarir. — Ræða Jóhanns Hafsteins Framh. af bls. 28 eitt gengi á erlendum gjaldeyri og gera útflutningsatvinnuveg- unum Jkleift að standá á eigin fótum án styrkja. Jafnframt verði lagður grundvöllur að frelsi í atvinnurekstri og við- skiptum svo hægt sé að afnema þau höft, sem nú eru á við- skiptum og framkvæmdum. Strax og aðstæður leyfa þarf að draga úr niðurgreiðslum, en í þess stað auka fjölskyldubæt- ur og lækka beina skatta. Sett verði ný og heilsteypt lög gjöf um Seðlabanka Islands, er tryggi örugga stjórn peningamál anna. Bankalöggjöfin sé að öðru leyti endurskoðuð og samræmd." Hér er í hnotskurn að finna þann kjarna, sem stjórnarsam- starf síðar byggðist á, milli Sjálf stæðisflofcksins og Alþýðuflokfes ins — eftir alþingiskosningarnar 1959, er viðreisnarstjómn var mynduð. Vist er hægt að segja, að verð bólgan hafi ekki verið stöðvuð og uppbætur þar af leiðandi til atvinnuveganna hafi ekki verið stöðvaðar. En viðreisnarstjóminni tókst, iþrátt fýrir þrotlausar tilraunir og vægðarlausa baráttu stjórn- arandstöðunnar og fylgisliðs hennar, að halda verðbólgunni í skefjum. Hefur þurft að felia gengi krónunnar? Hefu'r nokkur orðið var við atvinnuleysi og örbirgð, — hvað þá móðuharðindi af mannavöldum, — eins og spáð var? Hefur efcki tekizt að end- urvekja fjármálatraust þjóðar- innar út á við? Hafa efcki verið byggðir upp traustir gjaldeyris- sjóðir til öryggis framtið lands- manna? Hafa ekfei atvinnuveg- imir eflst? Hefur efcki alhliða vélvæðing leyst mannshöndina frá stritinu og um leið gert þær framkvæmdir mögulegar, sem ella vom útilokaðar? Hefur ekki þjóðarframleiðslan stióraukizt? Hvenær hefur skipafloti og loftfloti landsmanna aukizt jafn hröðum skrefum? Hvenær hefur vaxið jafnt bif- reiðaeign landsmanna jafnhliða nýjum átökum í samgöngubót- um? Liggur ekki við borð að hefja nú loksins stórvirkjun í fallvötn- um landsins, að samtengja raf- orfcufeerfið sunnanlands og norð an og síðan til Austurlands og Norðvesturlandis? Eigum við efcki þess kost nú, ef við viljum, að hefja stóriðju í landinu, með þeirri efiingu fjár magns og tækni, sem hún hefur í för með sér? Er ekfei framundan að byggja kísilgúrverksmiðju við Mývatn, þar sem botnleðju þessa vatns m.a. með hjálp varmaorkunnar frá Námaskarði, verður breytt í arðbæra útflutningsfram- leiðslu? Er ekki í stöðugum vexti upp bygging verksmiðjuiðnaðar og framleiðsluaukningar á Austur- landi í sambandi við sildveið- amar? Er efcki Vestfjarðaáætlunin fyrsta skrefið í framfaraþróun íslenzkra byggðarlagá, sem ella mundu færast saman, al því fólk ið gæfist upp í erfiðri lifsbar- áttu, vegna þess að það ætti efcki kost sambærilegra lífskjara við aðra landsmenn þar sem fjöl- mennið og þægindin eru meiri? Sjáum við ekfci hilla undir nýja atvinnugrein þessarar litlu en mi-klu fisfcveiðiþjóðar, þar sem eru fyrirhugaðar stálskipa- smiðar í landinu til þess að fullnægja í framtíðinni okkar eigin þörf og gera meir, ef vel til tekst? Ber þetta ekki vitni vaxandi almennri hagsæld? Er ekkert af þessu viðreisn, — aðeins vol og víl? Það er miklu meira en við- reisn! Það er meira ert viðreisn úr fyrra ön.gþveiti vinstri stjórnar. Viðreisninni er lokið! Mörkum þáttasklin. Það verkefni, sem nú er fram undan, er að marka þáttasifcilin í íslenzfcum stjórnmálum. Verður þar fyrst byiggt á grundvelli viðreisnarstefnunnar, frjálsu þjóðfélagi, sem brotizt hefur úr viðjum hafta með þar af leiðandi ruglaðri efnahags- skipun og jafnvægisleysi. Við miunum byggja framtíð þjóðar- innar á sterkara fjármálakerfi, vaxandi menningu og menntun til þess að búa æsku landsins, komandi kynslóðum, öryggi og nýja lífsmöguleika. . Með endurvöfetu fjármála- trausti á erlendum vettvangi gefst okkur fcostur lánsfjár til þess að virfeja orkulindir lands- ins og á grundvelli þess að styrkja atvinnuvegi þjóðarinnar og alhliða þróunarmöguleika landsmanna. Jafnframt þessu ber okfeur að kappkosta að renna fleiri stoðum undir fá- breytt atvinnulíf, ýmist með eig in framtaki, eða í samvinnu við erlenda aðila, ef við teljum það ákjósanlegt, t.d. af tæknilegum eða fjárhagslegum ástæðum. í þriðja lagi hillir undir nýj- an skilning og vaxandi þroska í sambýlisháttum launastétta og vinnuveitenda, þar sem lögð verða til hliðar gömul vppn og tvíeggjuð, en samstillri orku beitt til þess að auka fram- leiðni og afrakstur þjóðarbúsing og ja.fnframt að tryggja öllum stéttum og starfsgreinum eðli- lega og rétta hlutdeiild í vax- andi hagsæld með almennum bættuim lífskjörum. Að þessum markmiðum ber ofckur að stefna. Efcki vegna nú- verandi ríkisstjómar eða neinna einstakra ríkisstjórna, sem allt- af sitja allar sárskamman tíma. Heldur vegna fóiksins í landinu, örlítillar þjóðar, sem heyir harða lífsbaráttu, en eygir mikla fram- tíðarmöguleika. Og fyrst og fremst ber okkur að horfa öruggir fram á veginn með ga,gnkvæmum skilningl milli stétta og innbyrðis sátt- fýsi vegna þeirra, sem á eftir koma, — vegna þeirra, sem eiga að erfa landið. „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast.“ Gromyko og De Murvilie ræðn Vietnam París, 26. apríl — (NTB) — ’ UTANRÍKISRÁÐHERRA Sovétríkjanna, Andrei Grom- yko, og utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, ræddu í dag ástandið I Víet- nam og ýmis atriði afvopnun- ar. — Eftir viðræðurnar, sagði Grom yko fréttamönnum, að þær hefðu verið vinsamlegar og sama sagði fulitrúi franska utanríkisráðu- neytisins. Stjórnmálafréttaritar- ar í París eru þeirrar skoðunar, að viðræðurnar. geti leitt til þess, að Frakkar og Rússar leggi fram tillögur um friðsamlega lausn mála í Víetnam. Af opinberri hálfu í Frakk- landi var lögð áiherzla á það f dag, að sameiginlegar tillögur eða aðgerðir Frakka og Rússa í Víet- nammálinu merki ekki að Frakk ar hafi snúið baki við Vestur- veldunum. Gromyko mun dveljast í París nokkra daga og ræða m.a. við de Murville um Þýzkalandsmál- ið, kjarnorkuher Atlantshafs- bandalagsins og fjárhagsvand- ræði Sameiniuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.