Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ ☆ HINGAÐ til lands eru fyrir skömmu komin hjónin Bjami Gíslascun, stöðvarstjóri í loft- skeytastöðinni í Gufunesi og kona hans, GuSný Gestsdóttir að lokinni tveggja ára dvöl í Bankok, höfuðborg Thailands. Tíðindamaður blaðsins innti Bjarna Gíslason frétta af dvöl þeirra hjóna, en Bjami starf- aði þar eystra á vegum Sam- einuðu þjóðanna við kennslu í fjarskiptum við flugþjón- ustu. Aðspurður sagði Bjarni Gíslason, að tildrögin að starfi sínu í Thailandi hefðu verið þau, að á árinu 1958 fór fram rannsókn á flugþjónustu í þ'rú Guðný Geslsdóttir fyrir frainan heimili þeirra hjóna í Bankok. Viðtal við Bjarna Gíslason stöðvarstjóra loftskeyta- stöðvarinnar í Gufunesi Suðaustur-Asíu. Þessi rann- sókn leiddi í ljós, að mikill skortur var á þjálfuðu starfs- liði til þessara starfa. Þetta leiddi til þess, að thailenzka ríkisstjórnin leitaði til Sam- einuðu þjóðanna um aðstoð til stofnunar skóla á sviði flugs og flugþjónustu. Þetta var samþykkt í maí 1960 og Alþjóðaflugmálastofnun- inni (ICAO) var falið að sjá um framkvæmdir. Gerð var fimm ára áætlun, þar sem gert var ráð fyrir, að Samein- uðu þjóðirnar greiddu allan kostnað og laun erlendra starfsmanna, en thailenzka ríkið landrými, byggingar, laun innlendra starfsmanna og annað þess háttar. Megin námskeiðin í þessum »kóla voru sjö og stóðu yfir ýmist eitt eða tvö ár og áður en þau hófust fengu nemend- ur þriggja mánaða námskeið í ensku en öll kennsla fór fram á því máli. Erlendir kennarar voru um tíma 14, en eru nú farnir að tína tölunni og er gert ráð fyrir, að inn- lendir starfsmann hafi tekið við starfrækslu skólans í árs- lok“. þjóðinni í framfaraátt. Það er líka augljóst, að þarna hafa' orðið á skömmum tíma mjS£ miklar framfarir, enda er Thailand á meðal þeirra landa, sem aðnjótandi eru hvað mestrar aðstoðar erlendra að- ila og verður hvað mest úr henni. Svo er komið, að ólæsi er nú nær úr sögunni á meðal ynigri kynslóðarinnar í land- inu. Þarna er talsvert um Skandinava, einkum Dani og konar óþægileig dýr þama, svo sem skordýr o.fl., en slíku venst maður, enda er ekki um annað að gera. Okkur er það hinsvegar í fersku minni, að eitt sinn fengum við slöngu í heimsókn, en það var mjög fá- gætt, að slíkt kæmi fyrir svo langt inn í borginni, þar sem við bjuggum. Við urðum fyrst vör við hana úti í garðinum en þegar átti að fara að stugga við henni, komst hún inn í þjónahúsið, sem var á bak við „Hvernig lí'kaði ykkur hjón- f um dvölin þarna eystra?“ „Okkur likaði dvölin mjög p vel og hefðum ekki viljað p missa af henni fyrir nokkurn mun. Að visu er lífið þarna | austur frá með allt öðrum hætti en hér, en maður venst því fljótlega. Lífskjör í Thai- landi eru talin einhver hin beztu í þessum heimshluta og hungursneyðir, sem stundum verða í mörgum nágranna- landanna, eru þar óþekktar. Betlarar eru þar einnig næst- um óþekkt fyrirbrigði. Hinn þjóðfélagslegi órói, sem er áberandi í mörgum nágranna- landanna, er þarna alls ekki til staðar“. „Hvað viltu svo segja af starfi þínu í Thailandi. Ertu fyrsti íslendingurinn, sem fer erinda til þessa heimshluta?" „Mér líkaði starfið mjög vel. Ég kenndi þarna fjarskipti. Nemendur voru af ýmsum þjóðernum t.d. * frá Nepal, Laos, Ceylon auk Thailands. Þeir voru yfirleitt mjög nám- fúsir og áhugasamir og segja má, að það einkenni mjög þjóðlífið þarna, að fyrir hendi er ríkur vilji og áhugi hjá Bjarni Gislason Viöa standa húsin út í vatnið með lrumskóginn i baksýn. hafa hinir síðast nefndu unnið að ýmsum framkvæmdum í Thailandi frá fornu fari m.a. lögðu þeir járnbraútarkerfi í- landinu fyrir u.þ.b. 70 árum. Ég mun vera fyrsti íslend- ingurinn, sem fer til Tílai- lands til kennslu á sviði flug- þjónustu. Aðrir íslendingar hafa starfað á þessum slóðum á undan mér en á öðrum svið- um“. „Og að lokum, kom aldrei neitt fyrir ykkur svo sem að þið yrðuð fyrir ágangi óþægi- legra dýra?“ Hér verður frú Guðrún fyrir svörum og segir: „Það er að vísu mjög mikið um ýmiss íibúðarhús okkar og síðan inn í nágrannagarð. Á eftir var oikkur ýmis sagt, að slangan hefði verið banei^ruð eða meinlaus með öllu. En hvað um það, okkur fannst þetta mjög óþægilegur gestur“. STAK8TEINAR Undarleg afstaða :i VITUND flestra fslendinga ern Loftleiðir eitt hið helzta dæmi þess hér á landi hin sið'ari ár, >•« hversu dugnaður og einkafram- tak fá notið sín, þegar rétt er að farið. Félagið hefur þegar unnið stórkostlegt starf, eflt samgöng- ur og borið hróður fslendinga víða. Það er því undarleg afstaða sem fram kom í leiðara Þjóðvilj- ans í ,gær í garð Loftleiða, en þar er rætt um verkfall flugmanna á Rolls Royce flugvélum félagsins. Þar segir: En forráðamenn Loftleiða hófu upp sefasýkisöskur og kvein og sögðu að verið væri að leggja í rúst það sem þeir afburðamenn- imir hefðu hyggt, að manni skilst af einskærri þjóðhollustu og ætt- jarðarást! Og rikisstjórn íhalds og Alþýðuflokks flýtti sér að gefa út bráðabirgðalög svo auð- félagið skyldi ekki þurfa að <r ganga að hinum 'hóflegu kröfum fáeinna verkamanna. Og enn heldur Þjóðviljinn áfram: Áróðursskrumið um Loftleiðir hefur að vísu haft furðumikil og furðubrosleg áhrif. Þó mun það svo, að oft þurfi ekki neina af- burðamenn til þess að raka sam- an gróða, jafnvel ekki annað en að náðarsól erlends fjármangs- eiganda skíni á hlutaðeiganda. Hvað sem því líður er hitt víst, að gróðafélaginu Loftleiðum er sjálfsagt hollt að venja sig við að hlýða íslenzkum lögum, líka vinnulöggjöfinni, eins og aðrir aðilar í landinu, því ekki verður alltaf tiltæk ríkisstjóra íhalds og Alþýðuflokks sem félagið getur brúkað eins og brókina sina. Landssamband skipasmídastoðva Forystugrein Tímans í gær fjallaði um skipasmíðar og hina miklu framtíð, sem þær kunna að eiga fyrir höndum hér á landi. Þar segir m.a.: Fyrir nokkru hefur verið stofn- að hér Landssamband skipasmíða stöðva. Tilgangur þess er að vinna að lausn ýmissa sameigin- legra vandamála skipasmíðastöðv anna. Það hefur mjög ýtt undir þessa félagsstofnun, að augljóst er, að íslendingar geta sjálfir smiðað öll fiskiskip sín, ef rétt er á málum haldið. Seinustu árin hefur hins vegar átt sér stað öfugþróun í þessum efnum, þar sem aukning skipastólsins hefur verið mikil, en íslenzkar skipa- smiðastöðvar hafa verið mjög af- skiptar í því sambandi. Þá segir enn fremur: Hér er vissulega um mikið stórmál að ræða. Það er stórfellt fjár- og atvinnumáí að færa bæði smiðar og viðhald fiskiskipa inn í landið. í mörigum löndum njóta skipasmíðar nú beinnar opinberr- ar styrktar, því að nauðsynlegt þykir að missa þessa atvinnugrein ekki úr landi. Þannig er nú ráð- gerður verulegur styrkur til skipabygginga í öllum löndum Efnahagsbandalags Evrópu vegna samkeppni við Japani. Hér er ekki farið fram á slikt, heldur að innlendar skipasmiðar verði leystar undan lánsfjárkreppu sprifjárfrystingarinnar og þeim sköpuð að því leyti samkeppnis- aðstaða við erlenda skipasmíði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.