Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 29. apríl 1965 Myndar norðurljós á Austurlandi I HAtJST voru sett upp sérstök tæki á Eyvindará í Eglsstaðar- hreppi, til norðurljósarannsókna. Þær rannsóknir eru liður í al- þjóðlegum rannsóknum, einkum með tilliti til sólkyrrðarársins og hefur Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur þær með hönd- urn. Tækið tekur myndir af him- inhvolfinu með mínútu fresti. Tæki þessi eru nú búin að vera 1 "gangi í mánuð og hafa skilað mjög góðum myndum, að því er Þorsteinn tjáði Mbl. Tækin eru í litlu húsi um 100 m. frá bænum Eyvindará. Tækin sjálf hafa komið erlendis frá, en Óskar Ágústsson, húsgagna- smiður smíðaði húsið og er það eina húsið af þeirri tegund í ver öldinni. Útbúnaður er þannig að öll tæki eru innibyrgð, en þegar þannig viðrar að líkur eru til að sjáist í bjartan himin, þá er vélin sett í gang, hlífðarkúpull kemur upp úr húsinu, og mynda- vélarnar vinna sjálfvirkt alla nóttina. Rafmagn er leitt frá bænum til upphitunar og til að stjórna tækjum frá krystal- klukku, sem er staðsett í íbúðar- húsinu og stjórnar hún tækjun- um úti í kassanum. Hjálmurinn hlýfir vélunum, ef eitthvað er að verði og hann er tekinn niður á milli þess sem hann er í notkun til að hlífa honum við rispum. Vilhjálmur Jónsson á Eyvindará gætir vélanna. Norðurljós hafa verið með minnsta móti í vetur, að því er Þorsteinn sagði. En nú eiga þau að fara að ankast aftur næsta ár. Þó hefur verið eitthvað um þau á hverri nóttu, en dauf. Önnur myndavél fyrir norður- lósarannsóknir er staðsett á Rjúpnahæð við Reykjavík. Washington 26. apríl (NTB) f GÆR var birtur í Washington úrdráttur úr skýrslu, sem John Lavelle, hershöfðingi, samdi fyrir fulltrúadeild Bandarílkja- þings í febrúar s.l. En í skýrsl- unni er skýrt frá því, að Banda- ríkin hafi gert áætlanir um eld- flaugaárásir, sem geti eyðilagt mikilvægustu hernaðar-iðnaðar- og stjómarbækistöðvar í Kín- verska alþýðulýðveldinu, ef til styrjaldar komi. í skýrslunni segir, að verði ráðizt á Bandaríkin geti Banda- ríkjamenn beint eldflaugum að ýmsum mikilvægustu Stöðum í Kínverska aiþýðulýðveldinu, So vétríkjunum og fleiri kommún- istaríkjum, en Sovétríkin hafi mátt til að framkvæma svipáðar eyðileggingar í Bandaríkjunum. ATHDGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum b'öðum. Gunnar Runólfsson rafvirki við noröurljósahjálminn. Ljósm. Þorsteinn Sæmundsson. Tækin eru í litlu húsi, og koma myndavélarnar með hjálmi yfir upp úr því, þag ar þær eru í notltun. Áætlun tíl í USA um gugnúrús ú Kínu og Bússlund 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Huss — huss, hvíslaði fyrsti andvari morgunsins gegn um opinn gluggann meðan Ella var að klæða sig. Tikk-takk, tikk-takk, heyrðist í stundaklukk- unni frammi í ganginum, þegar Ella læddist fram. „Flýttu þér! Vaknaðu! Vertu á undan öllum öðr- um“ heyrðist Ellu klukk- an segja. „Dripp-dropp, dripp- dropp", sagði kraninn yfir eldhúsvaskinum syfjulega eins og hann væri ekki alveg vaknað- ur ennþá. Ella hraðaði sér fram hjá. „í-í-húa“, heyrðist í útidyrunum um leið oig Ella steig yfir þröskuld- inn út í morgunkyrrðina. Venjulega var Ella vön að skella á eftir sér hurð- inni, en að þessu sinni lokaði hún mjög hljóð- lega. Hún settist niður í tröppurnar til að hlusta og sjá, hvernig allt vakn- aði af svefni. Húsin í göt- unni virtust ennþá grá og syfjuleg. Morgunloftið var svalt o« rakt. „Þetta er svipað því að stiga upp úr baði“ hugsaði Ella. Sko þarna! Örlitlir vatnsdropar sátu á hverju blaði og blómi rétt eins og droparnir á gólfinu í baðherberginu. Jörðin fékk sér þá líka morgunbað! „ Bí, bí, bí,“ tísti syfjulegur fugl einhvers staðar uppi í trjátoppi. Það var eins og hann væri að geispa. Ella leit upp. Hún gat ekki komið auga á fuglinn, en hún sá, að himininn var orð- inn rauðari. Morgunroð- inn var að aukast. Ella spennti greipar um hnén og hló með sjálfri sér: „Ég hugsa að sólin, sé næstum eins lengi að koma sér á fætur eins og mamma segir, að ég sé. Gamla svefnpurkan!“ „Virr-irr-irr“. hringdi vekjaraklukka úti í opn- um svefnherbergisiglugg- anum í húsi Ólafs lög- regluþjóns, sem var við hliðina á húsi Ellu. Ella kipptist við og var næstum farin að segja „Suss-uss“, rétt eins og bókavörðurinn gerði, ef þér varð á að hafa of hátt í lestrarsalnum. Virr-klikk, — allt varð hljótt aftur. Ekki leið á löngu þar til Ólafur lögregluþjónn opnaði bakdyrnar hljóð- lega. Hann geispaði og setti upp bláu einkennis- húfuna. Síðan gekk hann hætgt út í bílinn. Hann setti vélina í gang og ók út á götuna. Ella veifaði til hans, en hann veifaði ekki á móti. Það var varla von. Hann var því ekki vanur, að Ella sæti á tröppunum og veifaði honum svona snemma morguns. Þess vegna datt honum alls ekki í hug að líta í átt- ina að tröppunum. Ella ætlaði að fara að kalla til hans: „Góðan daginn" en hætti við það, því hún kunni einhvern veginn ekki við að raska morgun- kyrrðinni. Hún sat kyrr og horfði á eftír bílnum, þar til hann hvarf við hornið. Himininn varð bjartari og bjartari. Húsin í göt- unni sýndust ekki lengur eins grá, heldur fengu þau sinn eðlilega lit, hvít- an og gulan, grænan og / brúnan. Mjólkurpóstur- inn stökk út úr vagnin- um sinum og það skrölti í flöskunum, þegar hann setti þær við dyraþrep húsanna í götunni. Ein- hvers staðar heyrðist hundur gelta. Allt í einu kom sólin upp. Hún skein gegn um lauf trjánna oig daggardroparnir glitruðu á blöðum og blómum. — skrjáfur í daigblað- inu hjá pabba, — brakið í rúminu þag- ar Bína systir hristi það og kallaði: „Klæddu mig mamma“! „Nú fer mamma, bráð- um að kalla í mig“ hugs- aði Ella með sér. Og allt í einu varð hún svo óskaplega syfjuð. Augna- lokin sigu og siigu. Virr-virr-klikk! Vekjaraklukkan hringdi inni hjá pabba og mömmu og Ella heyrði að þau voru að fara á fætur. Síðan hófst allt eins og venjulega: — tónlistin í útvarpinu, — suðið í kaffikönn- unni, — glamrið í skeiðum og göfflum, Þau urðu svo þung, að brátt lokuðust augun al- veg. Og allt í einu fór að heyrast nýtt hljóð, sem Ella heyrði samt ekki. Það var hljóðið, sem pabbi hennar og mamma og Bína systir voru vön að heyra, þegar þau vökn- uðu á morgnana: ...... zzzzzzzzzzzzz ...... zzzz ........ Ella var steinstofnuð. vöknuðu og hávaði morg- unsins hófst, var hún sofnuð úti á tröppunum, sem lágu niður í garðinn. Um leið og allir aðrir zzzzzz ....... „Mál að vakna Ella, reyndu nú að vakna, svefnpurkan þín“ kallaði mamma hennar. SKRÝTLUR Björn var ekkjumaður, sem átti mörg börn. Hann gifti siig í annað sinn ekkju, sem líka átti mörg börn frá fyrra hjóna- bandi. Björn og kona hans eignuðust mörg börn saman. Einu sinni fóru allir krakkarnir að fljúg- ast á inni í stofunni. Hávaðinn varð nokkuð mikill og húsfreyja kall- aði framan úr eldhúsinu og spurði hvað á gengi. „Það eru bara börnin þín og börnin mín að berja börnin okkar", svaraði Björn. Leikarinn: „Og munið það svo, herra leikstjóri, að koníakið í fyrsta þætti á að vera ósvikið". Leikstjórinn: „Alveg sjálfsagt. Til þess að þóknast yður, er ég meira segja að hugsa um að hafa eitrið í síðasta þætti ósvikið líka“. Þjónn (tekur við pen- ingaseðli, sem hann er hræddur um að sé falsk- ur; Þessi seðill er nú ekki eins og hann á að vera“. Gesturinn: „Veit ég það. En það var maturinn ekki heldux“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.