Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 17
' Fimmtudagux 29. apríl 1965
MORGU N SLAÐl Ð
17
Á ÖNDVERÐU árinu 1344
heimsótti hópur norrænna og
bandarískra blaðamanna íran,
landið, sem flestir þekkja
reyndar sem Persíu. Tæpar
þrjár vikur voru liðnar frá
áramótum, sdm eru hinn 21.
marz hjá múhaðmeðstrúar-
mönnum, en blaðamennirnir
töldu sig hafa komið til lands-
ins 8. apríl 1965. Tveir ís-
lenzkir blaðamenn voru í
hópnum, frá Tímanum og
Morgunblaðinu.
Tilefni Iransferðarinnar var,
að SAS var að hefja áætlunar
flug milli Genfar og Teheran,
en þegar til landsins kom
voru blaðamennirnir gestir
íranska upplýsingaráðuneytis-
ins. Flugfélag íslands var
einnig gestgjafi íslending-
anna, því það sá um að koma
þeim til Kaupmannahafnar,
þar sem hópurinn hittist áður
en lagt var af stað austur.
Fyrir okkur Magnús Bjarn-
freðsson hófst Persíuferðin að
morgni 5. apríl er við fórum
með Gullfaxa frá Reykjavík
til Kaupmannahafnar. Áttum
við hina beztu flugferð þang-
að, enda var flugstjórinn
Gunnar Frederiksen, sem er
einn af reyndustu og beztu
fiugmönnum FÍ.
I Höfn dvöldumst við 2 sól-
arhringa og nutum ágætrar
fyrirgreiðslu Vilhjálms Guð-
mundssonar, sem veitir for-
stöðu skrifstofu FÍ þar. Fátt
bar til tíðinda á meðan við
vorum í Höfn, en einu kom-
umst við að, sem íslenzka bíó-
gesti fýsir ef til vill að vita,
a.m.k. hafnfirzka bíógesti.
Þegar við Magnús sátum að
hádegisverði í blómasalnum
að Hótel Imperial í boði
Vilhjálms kom þar inn maður,
sem kom okkur mjög kunnug-
lega fyrir sjónir. Að vísu var
maðurinn órakaður og fremur
illa til fara, nokkuð lista-
mannslegur útlits, en enginn
vafi lék á að við gjörþekktum
manninn. Jú, hér var kominn
Dirch Passer, danski gaman-
leikarinn.
Vilhjáimur sagði okkur, að
Passer snæddi iðulega hádeg-
isverð að Hótel Imperial, enda
er maturinn þar einstaklega
góður og bar Daninn það með
sér. íslenzkir aðdáendur Dirch
Passers geta því sem sé séð
hetjuna ljóslifandi ef þeir
bregða sér til Hafnar, þar sem
hann situr að snæðingi að
Hótel Imperial.
Persíufararnir 16 að tölu,
14 norrænir blaðamenn og 3
bandarískir, hittust á Kastrup
flugvelli að kvöldi 7. apríl.
>ar voru fararstjórarnir fyr-
jr, dönsk kona og sænskur
maður, fulltrúar í upplýsinga-
deildum SAS í Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmi. í flug-
stöðvarbyggingunni bauð SAS_
til smáveizlu, svona til að
menn vissu hverjir yrðu ferða
félagarnir.
Frá Kastrup var svo haldið
af stað með SAS-þotu af gerð
inni Cornado, sem reyndist
einhver hin þægilegasta og
skemmtilegasta flugvelateg-
und, sem ég hef ferðazt með.
Ein af flugfreyjunum ávarp-
aði farþega á persnesku. Hafði
SAS fengið hana lánaða hjá
íranska flugfélaginu til að
fljúga fyrstu ferðina. Stúlkan
var gullfalleg. Það lofaði góðu
um Persíu.
Eftir um það bil stundar-
skorturinn er mesta vandamál
landsins. Án vatns getur þar
ekkert líf þrifizt og það er
dýrmætara en jafnvel olian,
sem íran er auðugt af.
Fátt fannst mér aðskilja
íran frá Vesturlöndum eins
.og það að sjá konurnar vera
að þvo kiæði, potta og kyrn-
ur í gruggugum, opnum vatns
stokkum, sem víða voru með
fram götunum, og það í sjálfri
miðborginni. Énda sagði okk-
ur læknir einn, sem við kynnt
umst, að vatnsskorturinn
væri ekki aðeins mesta efna-
hagslega vandamái landsins,
heldur líka það mesta frá
heiisufræðilegu sjónarmiði.
1 Iran er þingbundiji kon-
ungsstjórn, en þó held ég að
ekki fari milli mála að keis-
arinn eða Shahánshah eins og
hann er kailaður á persnesku
(þ.e. konungur konunganna),
hafi miklu meiri völd og
áhrif en þjóðhöfðingjar í
Evrópu. Þar situr nú að völd-
um Mohammad Reza Pahlavi,
sem kvæntur er Farah Diba
og eiga þau tvö börn.
Keisarinn er mjög framfara
sinnaður maður og er drif-
krafturinn á bak við hvers
kyns velferðarmál, allt frá
skiptingu jarðeigna til aukinn
ar menntunar. Hvert sem far
ið var mátti sjá af honum
myndir og styttur og sums
staðar voru kannski tvær eða
þrjár myndir af Jionum í sama
herbergi.
Eftir því sem ég komst næst
er keisarinn mjög vinsæll
meðal alþýðu manna og
menntamanna, en samt eru
öfl í landinu, sem eru and-
stæð stjórn hans. Það munu
fyrst og fremst vera hinir
stóru landeigendur sem eru
honum mótsnúnir vegna skipt
ingar jarðeignanna. Margir
þeirra áttu óhemjulega stór
landsvæði. Þar í landi er ekki
talað um að þessi eða hinn
eigi svo og svo marga hekt-
ara lands, heldur svo og svo
mörg þorp. Þeir ríkustu áttu
ef til vi'll ein 10 þúsund þorp,
en þorpin eru að vísu mjög
misjafnlega stór.
í íran er múhameðstrú, og
hafa trúarofstækismenn
reynzt keisaranum hættuleg-
ir, enda er það eitt einkenni
trúarofstækis að leggjast
gegn breytingum og framFör-
um í þjóðfélaginu.
Á meðan við blaðamennirn-
ir dvöldumst í landinu var
gerð tilraun til að ráða keis-
arann af dögum. Það vár að
morgni hins 10. apríl, en þá
réðst hermaður inn um hlið
ið við Marmarahöllina með
skothríð, skaut niður tvo her-
menn og skaut í áttina að
keisaranum, sem var að
ganga upp tröppur hallarinn-
ar, en hann slapp undan sikot
unum, m.a. vegna þess, að
hermennirnir tvéir gátu skot-
ið niður árásarmanninn, þótt
þeir lægju dauðvona í blóði
sínu. Að auki særðist garð-
yrkjumaður.
Þetta gerðist sama daginn
og við fórum frá Teheran til
borgarinnar Isfahan, en við
fréttum ekki af árásinni fyrr
en að kvöldi næsta dags. —
Ekki var haldið í fyrstu, að
hér hafi verið um samsæri að
ræða gegn keisaranum. Margt
þótti benda til þess, að árás-
armaðurinn hafi brjálazt, og
aðrir hafi ekki verið r vitorði
með honum. En umfangsmikil
rannsókn hófst út af árásimni,
þó hún yrði erfiðleikum bund ■;
ip, þar sem árásarmaðurina
var drepinn á staðnum. Síð-
ustu fréttir herma nú, að yfir
völdin hafi ásakað kínverska
kommúnista um að hafa stað-
ið á bak við árásima.
íran er feiknarlega stórt
land, eða um 1.8 milljónir fer-
kílómetra, um að bii 18 sinn-
um stærra en ísland. íbúarnir
eru áætlaðir um 21 milljón.
Mestur hluti landsins er í um
kílómeters hæð miðað við
sjávarmál. Víðast í landinu er
mjög heitt á sumrin en mjög
kalt á vetrum. Bezti tími til
að heimsækja landið er í
apríl ti-1 júní og september til
nóvember. Á þeim tíma má
heita öruggt að sólskin sé og
gott veður, án þess að of heitt
sé eða kalt.
Ennþá hefur lítið verið gert
til að kynna landið sem ferða
mannaland og laða þangað
fólk. Ferðaskrifstofa ríkisins
hefur aðeins verið starfrækt
í rúm tvö ár og á við mikla
erfiðleika að stríða vegna
fjárskorts og skilningsleysis
ýmissa aðila í landinu.
Framh. á bls. 19
Greiðlega gekk að fara í
gegnum vegabréfaskoðun, en
íslendingar þurfa áritun á
vegabréf til frans og er hægt
að fá hana í íranska sendi-
ráðinu í Kaupmannahöfn.
Frá vellinum var haldið til
Royal Hilton Hotel, þar sem
búa átti meðan dvalizt var í
Teheran. Þótt snemma morg-
uns væri var fremur heitt í
veðri og sterkt sólskin. Þegar
ekið var í gegn um borgina til
hótelsins, sem er hátt í hlíð-
unum fyrir ofan hana, fór ekki
milli mála að maður var kom-
inn í nýjan heim.
Teheran er miklu nýtízku-
legri borg en ég hefði haldið
að óreyndu, en þó verður hins
Fra leneran, tveggja milljon manna borg
flug var lent í Frankfurt I
Vestur-Þýzkalandi og höfð þar
stutt viðdvöl, en siðan var
flogið til Genfar og tók flug-
ið þangað svipaðan tíma. Frá
Genf var farið beint til Te-
heran og var áætlað að flugið
tæki tæpar 5 klukkustundir.
gamla tlma víða vart. fbúa-
fjöldi.rtn er um 2 milljónir og
maður gæti haldið að þar
byggju tvær þjóðir, þvi á göt-
um úti sér maður prúðbúna
menn og konur að Vestur-
landasið, en hins vegar fólk
klætt á austurlenzlca vísu,.
Keisarahjónin með börnin sín tvö
Það stóð heima. Klukkan 6
að morgni að staðartíma var
lent á Mehrabad flugvellinum
x Teheran. Þá var klukkan
3.30 að nóttu í Kaupmanna-
höfn og 2,30 í Reykjavík.
Á flugvellinum var tekið á
móti hópnum af fulltrúa úr
íranska upplýsingaráðuneyt-
inu, Mehdad Razi, ungri
stúlku frá ferðaskrifstofu rík-
isins, Havva Husmand, og
ljósmyndara frá ráðuneytinu,
en þau þrjú áttu eftir að vera
með okkur, hvert sem við fór-
um í landinu, og reyndust þau
öll hið skemmtilegasta fólk,
sem greiddi úr hvers manns
vanda. Þá tók á móti okkur
fulltrúi SAS í Teheran.
einkum þó konur, sem gjarn-
an sveipa hár sitt slæðum og
halda fyrlr andlitinu, þegar
þær mæta ókunnugum.
Það, sem fyrst vakti athygli
mína var þurrkurinn. Mér
fannst allt bera honum vitni.
Það var eins og húsin væru
að molna niður af þurrki og
jarðvegurinn æpti á vatn. —
Enda er það svo, að vatns-