Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ í'immtudagUT 29. aprfl 1965 Alúðar þakkir til allra, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á sextugs afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Marel Bjarnason. Ég þakka hjartanlega auðsýndan vinarhug á sjötugs afmæli mínu með heimsóknum, góðum gjöfum og skeyt- um. — Guð blessi ykkur ölh n Eggert Guðmundsson, Ásvallagötu 53. Mágkona mín, Mrs. MARÍA AUSTMANN fædd Þórðardóttir 90 ÁRA var 9. apríl sl. Einar Benediktsson frá Stöðvarfirði. Hann hefur dvalizt í þrjú síð- astliðin ár á heimili dóttur sinn- ar Þorbjargar og tengdasonar Björns Stefánssonar, kaupfélags- stjóra hér á Egilsstöðum. Ég lít inn til hans og árna honum, heilla, þar sem hann situr í sínu hæga sæti, enn hress þrátt fyrir háan aldur og dálítinn lasleika síðasta ár, og með góðlátlegu brosi og glettni í augnakrókum býður hann mér sæti við borðið hjá sér, og við tökum tal saman litla stund. — Hvar ertu fæddur Einar? — Ég er fæddur í Hamarsseli, innsta bæ í Hornafirði, 9. apríl 1875. Foreldrar mínir voru Ragn- heiður Jónsdóttir og Benedikt Benediktsson, Björnssonar pósts, sem hélt uppi póstferðum milli Bjarnarness og Akureyrar, mik- ill ferðagarpur og hraustmenni, Einar Benediktsson og kona hans, Guuojorg Eriendsiiuun. frá Ytri-Bug í Fróðárhreppi, Snæfellsnesi, lézt í sjúkra- húsi Spee Hills, Sask Kanada, 11. apríl sl. Jarðarför hennar fór fram 13. apríl. Fyrir hönd vanda- manna og vina. Ágústa Sigurðardóttir, Ólafsvík. Maðurinn minn og faðir minn, OLGEIR GUÐMUNDSSON trésmiður, andaðist að Vífilsstöðum 27. apríl sl. — Jarðarförin verður auglýst síðar. — Fyrir hönd aðstandenda. María Olgeirsdóttir, Einar Jóhann Olgeirsson. Fósturfaðir okkar GÍSLI GÍSLASON verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Gunnvör Gísladóttir, Sigrún Gísladóttir. Kveðjuathöfn um eiginkonu mína, SIGRÍÐI GUÐJÓNSDÓTTUR Álfheimum 58, sem lézt 24. þ.m. fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 10:30. — Athöfninni verður útvarpað. — Jarðsett verður að Prestsbakka í Hrútafirði, laugardag inn 1. maí kl. 2 e.h. — Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jóhann Jónsson. Útfor eiginmanns míns, föður okkar og sonar, ÁSMUNDAR EINARSSONAR Grenimel 22, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. apríl kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Margrét Kjartansdóttir og synir. Jakobína og Einar Ásmundsson. Eiginmaður minn, faðir og sonur okkar, JÓN ARI ÁGÚSTSSON múrari, Faxaskjóli 26, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 3 e.h. Bergljót Aðalsteinsdóttir, Jón Ari Jónsson, Elísabet Jónsdóttir, Ágúst Kr. Guðmundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og útför systur minnar, RAGNIIILDAR FINNSDÓTTUR Borðeyri. Ingibjörg Finnsdóttir. Við þökkum hjartanlega öllum þeim, sem á einn eða annan hátt auðsýndu okkur samúð sína, við andlát og jarðarför, JAKOBÍNU SOFFÍU GRÍMSDÓTTUR á Burstafelli, sem andaðist 10. apríl sl. — Guð blessi ykkur öll. Mcthúsalem Methúsalemsson, Elín Methúsalemsdóttir, Einar Gunnlaugsson, Arnfríður Snorradóttir, Þórir Guðmundsson. Aialverkfærin voru ristuspaii og reka Stutl samtal við Einar Bene- diktsson frá Stöðvartirði niræðan en varð ekki langlífur, dó af i hrakningum í Lagarfljóti, sem þá | var öllum ferðamönnum hinn mesti farartálmi, mikið vatnsfall og illt yfirferðar. — Dvaldistu lengi í Hamars- seli? — Til 11 ára aldurs, þá missti ég móður mína, sem dó frá mörg- um ungum börnum, og þá var ekki um annað að gera en að fara til vandalausra og vinna fyr- ir sér. — Og hvert fórstu nú til að byrja með? — Ég fór í Gilsárstekk í Breið- dal og var var í eitt ár, því næst að Heyklifi í Stöðvarfirði, var þar tvö næstu árin og á ýms- um stöðvum í Stöðvarfirði og Breiðdal næstu árin. Á uppvaxt- arárum mínum í Breiðdal giftist ég fyrri konu minni, Björgu Björnsdóttur, en missti hana eft- ir eins árs hjónaband. Enn lá leiðin til Stöðvarfjarð- ar. — Og hvað hafðirðu nú aðal- lega fyrir stafni? — Að vera vinnumaður hjá hinum og þessum, um annað var ekki að ræða á þeim árum. Á Stöðvarfirði var mikið stunduð sjósókn, var ég þá oft á bátum, sem þá voru alltaf róðrarbátar eða árabátar. Nokkur ár var ég formaður á bát hjá Karli Guð- mundssyni, kaupmanni á Stöðv- arfirði. — Lentirðu nú ekki stundum í misjöfnu á sjónum? — Jú, í einum róðri komst ég sérstaklega í hann krappan. Við vorum fjórir á bátnum, ég var þá formaður. Þetta var að haust- lagi og vill þá veður oft vera óstöðugt. En þennan dag var sæmilegasta veður um morgun- inn, þegar lagt var af stað. Þeg- ar á daginn leið rauk upp með ofsalegum norðaustanstormi og sjólagið varð með eindæmum vont, og nú var ekki annað að gera en að sigla upp á líf og dauða inn til Stöðvarfjarðar. Með guðs hjálp tókst þetta, við lentum heil ir á húfi. Einar bendir mér á vegginn í herberginu sínu, þar hangir mynd, sem hefur verið máluð af þessum atburði, svo merkilegur-þótti hann á sínum tíma. Þar getur að líta grásvarta skýjaflóka, 1 sem æða um himin- hvolfið yfir úfnum og ólgandi sjó. Og á hvítfyssandi öldutoppn- um fleygist lítill bátur. Við stýr- ið má greina menn, og það er Einar, sem stýrir með öryggi og festu öllu heilu í höfn. — Hvenær giftirðu þig svo í seinna sinni? — Það var 1908 að við Guð- björg Erlendsdóttir frá Kírkju- bóli giftum okkur og fórum að búa á nýbýlinu Ekru í Stöðvar- firði. Þar bjuggum við í 46 ár. — Hvaða atvinnu hafðirðu með höndum? — Ég stundaði bæði sjósókn og landbúskap. Bústofninn var 50 kindur og tvær kýr. — Var ekki erfitt að koma upp býli í þá daga? — Jú, mikið þurfti að gera við jarðbætur og annað en aðal- verkfærin voru ristuspaði og reka, og þótti gott. — Hvernig voru skipin til sjó- sóknar þá Einar? — Fyrst var það árabátur nokk ur ár, en seinna fékk ég trillu. Þegar þær komu til sögunnar var það mikill munur að vinna við þær, minna erfiði og meira í aðra hönd. — Gekk þessi sjósókn alla tíð vel? — Já, allt gekk vel því lánið var með okkur. Þökk sé Guði. Með því að treysta handleiðslu Guðs gengur allt vel, það skyldu menn hafa í huga. — Já, þú hefur alltaf verið mikill trúmaður Einar? — Já, það hef ég verið. — Eitthvað hefurðu tekið þátt í opinberum störfum í þinni sveit? Einar lætur ekki mikið yfir því, en var þó símstöðvarstjóri í 28 ár, og í fjöldamörgum öðrum störfum, bætir Guðbjörg kona hans inn í, svo sem hreppsnefnd í 8 ár. Og öll sín störf vann Ein- ar af stakri trúmennsku. — Hvað eignuðust þið mörg börn? — 7 börn eignuðuðst við. Eitt þeirra lézt nýfætt, tvær dætur misstum við uppkomnar, en þau fjögur sem upp komust eru öll gift og barnabörnin eru orðin yf- ir 20 og þar að auki nokkur barnabarnabörn, og þess má geta að allt þetta fólk er framúrskar- andi vel gefið, mjög vel mennt- að og myndarlegt fólk. Ég spyr Einar hvort hann lesi enn fullum fetum. Hann segir - Bókmenntir Framh. af bls. 13 og áð hálfu vaka, þar sem veTU- leikinn birtist í draumi og draum urinn í veruleika. Endurómurinn frá þeirri „veröld sem er fjær“ verður um leið rödd veruleikans í ljóðinu. Og sú rödd verður varla mjög sterk; ekki fremur þó reynt sé að magna hana upp. Nokkrar myndir eru í bókinni, teiknaðar af Sverri Haraldssyni. Þær eru í mjúkum línum og falla vel að efninu. Sumar þeirra eru þó full veigalitlar, eins og myndin á blaðsíðu 51. En sé á •heildina litið, er bókin þekkileg útlits. Erlendur Jónsson sjónina góða, heyrnina ágæta og fullum sálarkröftum heldur hann enn, þó aldurinn sé hár, en lík- amsþrótturinn farinn að minnka, enda kennt lasleika upp á síð- kastið eins og áður segir. Ég kveð nú Einar þar sem hann situr með sólskin í svipn- um, umkringdur blómum og um- vafinn ástúð og hlýju vina og vandamanna. Ég geng út í sól- skinið, sem hellist yfir þetta fagra hérað frá heiðskírum himni. f dag er það fegursta veð- ur sem komið getur hér á Hér- aði. Á það vel við á þessum heiðursdegi Einars, því ávallt hef ur hann borið með sér sólskin hvar sem hann hefur farið, segja kunnugir. „Þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir“. M. G. — Jón Jónsson Framh. af bls. II inu Jón Skagfirðingur. Fyrstu Ijóð hans munu hafa birzt í Óðni 1914, en einkum birtust þau í Eimreiðinni. Árið 1963, kom út nokkurt úrval ljóða hans, sem ber heitið Aringlæður. Öll bera Ijóð hans vitni um hæversku hans, góðlyndi og góðvilja og í mörgum þeirra kemur fram björt lífsskoðun. „Unnin þraut er sérhvers lífsins sæla, sæluefni hver ein mótbyrs kæla. Sigur lífs er sæiufylling hæst. Alls staðar er ærið nóg að vinna, aðeins finna hæfi krafta sinna, er aðalvandi alis, sem hefur fæðst. Og hann unni vorinu, sólskin- inu og laufvindum sunnanáttar- innar. Slíkt var að vonum um þanri, sém ólst upp í fjallalbyggð- um. Og hann mundi hina ve’ður- grimmu vetur uppvaxtaráranna. En þá var svo sælt. . . . „eftir svarta hríðarvetur söngvum vorsins hlíða aldrei betur inn til hjartans ómar þeirra ná. Það er kjarni alls þess stranga stríða stækka, fegra hitt, það ijúfa blíða. Vorið þar er uppfyllt vetrarþrá. VINUR! Gakk þú vorsins undir fána veldi þess, er hvar, sem loftin blána. Óðal lífsins nœr um allan heim. í þess liði finnum gæfu, gleði, gefum okkux málum þess að veði. Framtíðinni heilsum höndum tveim.“ Og nú hefur þessi aldni vinur minn, heilsað nýrri framtíð. Inn á brautir hennar bið ég honum farsældar og blessunar. Eg þakka honum samfylgdina og samver- una. Það gerum við vinir hans allir. G. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.