Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 29. apríl 1965 1 TILEFNI þeirra miklu um- ræðna, sem að undanförnu hafa farið fram um vegamál á íslandi, bæði á Alþingi og utan þess, svo og yfirlýsingar vegamálastjóra í því sambandi, óskar Félag lang- ferðabílstjóra að leggja orð í belg og ræða þessi mál frá sjónarmiði félagsmanna sinna, sem hafa einhverja beztu reynslu og víð- tækustu yfirsýn yfir þær fram- kvæmdir, sem farið hafa fram í vegamálum á undanförnum ár- um eða áratugum. Það er viður- kennd staðreynd, að afkoma ein- stakra staða, byggðarlaga og bæjarfélaga er í beinu sambandi Við þá samgöngumöguleika, sem staðurinn hefur. Á þessu sviði hafa verið gerðar rannsóknir, og hafa þær allar leitt til hins sama, að afkoman og afkomumöguleik- •mir eru í beinu hlutfalli við •amgöngurnar. Þarna er myndarlegt tæki á ferð með strengjasteypubita, sem er 24 metrar á lengd og 12 tonn á þyngd. Hvað skyldi ökutæki með vagni og hlassi vera þungt? Vegayfirvöld hafa aldrei leitað samráðs við langferðabílstjdra Fél. langferðabílstjóra ræðir vegaáætlun ‘65-68 !>ing eftir þing hafa verið flutt su: þingsályktunartillögur um að breyta rekstri Skipaútgerðar ríkisins, jafnvel leggja hana nið- ur eða fá öðrum hana í hendur, með tilliti til þess, bæði að spara ríkinu stórlega útgjöld, svo og að bæta þjónustu við hin afskekkt- ari byggðarlög í landinu. Skipaútgerðin hefur á engan hátt getað leyst þann vanda hinna dreifðu byggðarlaga, að fullnægja samgönguþörf eða flutningaþbrf þeirra, og þess vegna hefur þörfin, eða ef segja má svo, neyðin, krafizt þess, að flutningabifreiðir væru teknar í not fyrir hin ýmsu byggðarlög landsins. Hefur þarna ekki ein- asta komið til sá tími ársins, sem auðveldast er að flytja með bif- reiðum, heldur allir árstímar, þegar nokkur leið hefur verið að koma bifreiðum milli héraða. Breyttir verzlunarhættir og vax- andi lánsfjárskortur í landinu hefur einnig leitt til þess að vör- ur þurfa að berast örar til hinna einstöku verzlana úti um land og jafnframt í smærri skömmtum. Skipaferðir hafa ekki getað leyst þann vanda, sem þessu fylgir og hafa bifreiðir því orðið að koma til og flytja vörurnar með stutt- um fyrirvara, þannig að hægt væri á sem skemmstum tíma að umsetja þær. Þessi þróun hefur að sjálf- sögðu leitt til þess, að menn hafa séð sér hag í að stofna til vöru- flutninga á landi. Margir ein- staklingar • hafa tekið upp þessa iðju, og ekki hvað sízt hafa fyrir- tæki víðs veg^r um landið komið sér upp bifreiðakosti til þessarar þjónustu. Hið opinbera með rekstur skipaútgerðarinnar, svo og stærri flutningafyrirtæki, sem skip eiga og flutninga reka á sjó- leiðum, hafa á engan hátt getað leyst þann vanda, sem skapazt hefur við hina nýju þróun, sem orðið hefur í verzlunar- og efna- hagsmálum landsins. Þarna hafa bifreiðir því orðið að koma til. Það má því þegar í stað ganga út frá því sem staðreynd, að bifreið- ar til flutninga á landi eru al- gjör þjóðarnauðsyn. Út frá því verður að ræða málið og athuga tillögur og áætlanir, sem gerðar eru um vegi og vegaframkvæmd- ir í landinu. Þar sem það er viðurkennd staðreynd, að flutningar verði að fara fram á landi með flutninga- bifreiðum, leiðir það af sjálfu sér, að vegir um landið verða að svara þeim kröfum, sem þessi flutningaþörf heimtar. í tiliögu til þingsályktunar um vegáætlun fyrir árið 1965 til ’68, sem nýlega hefuf verið til um- ræðu á Alþingi, segir svo m.a.: „Eitt vandamál í sambándi við viðhald veganna eru hinir sívax- andi vegaflutningar með stórum vörubifreiðum frá Reykjavík til hinna fjarlægustu staða, eins og ísafjarðar og Hafnar í Horna- firði. Þessir flutningar byggjast meðal annars á óeðlilegum lág- um þungaskatti, og einnig á því, að þessar bifreiðir eru að jafnaði hlaðnar langt yfir það, sem um- ferðalögin leyfa, án þess að við- komandi yfirvöld fái rönd við reist“. Samkvæmt þessu virðist það vera orðið vandamál, að aukin vöruflutningaþörf er fyrir hendi í landinu. Einhver skyldi ætla að aukin vöruflutningaþörf þýddi auknar framkvæmdir í landinu og þýddi þar af leiðandi betri af- komu, meiri atvinnu, sem krefð- ist aukinnar þjónustu. Yfirvöld- um vegamála virðist ekki koma það til hugar, að aukinni velmeg- un í landinu verður að mæta með bættu vegakerfi. Eðlileg þróun á þessu sviði hlýtur að vera sú, að menn fái sér stærri og betri bif- reiðar til þess að anna aukinni eftirspurn eftir flutningum. Yega gerðin sjálf hefur komið auga á þetta með því að kaupa sér stærri og voldugri tæki, en það vita allir, sem eitthvert vit hafa á bifreiðum og flutningatækjum, að eftir því sem þau eru sterkari og henta betur okkar þörfum og landslagi, þeim mun þyngri hljóta þau að vera. Vegaþol hér er að sjálfsögðu, eins og alls stað ar annars staðar, miðað við á- kveðinn öxulþunga á hverju tæki. Hinsvegar er öllum, sem við flutriinga fást það mætavel kunnugt, að ekki er hægt að dreifa þunga eins flutningatækis á nema mjög takmarkaðan fjölda öxla. Sé miðað við beinar mal- bikaðar eða steyptar brautir er- lendis, þar sem hægt er að setja 3—4 upp í 5—6 tengivagna aftan í sama dráttartækið, gefur það auga leið að þennan hátt er úti- lokað að hafa hér á landi. Þetta takmarka snarbrattar brekkur, beygjur, þröngar brýr og aðr- ar vegatálmanir, þannig að hér er ekki nema um einn kost að velja, hann er sá, að kaupa sterk dráttartæki á tveimur öxl- um. Þetta gildir jafnt um bifreið- ar til vöruflutninga sem og til fólksflutninga. Nú er svo komið, að bifreiðir taka allt upp í 50 farþega og auk þess mikinn flutn ing. Fólksflutningabifreiðir, sem eru orðnar svo stórar, eru sízt léttari, heldur en þyngstu vöru- flutningabílar fulllestaðir. Virð- ist þó hið opinbera hafa litið með öllum meiri skilningi á þörfina fyrir fólksflutningabifreiðir, en þær sem vörur flytja. Okkur virðist að eðlilegra sjón armið hefði verið hjá hinu opin- bera, að mæta aukinni flutninga- þörf og stærri og um leið hag- kvæmari bifreiðum, með því að bæta vegakerfi landsins og gera það hæfara til þess að þjóna þess um flutningum, heldur en fara nú að kvarta og kveina yfir að bílarnir séu of þungir og leggja jafnvel til að þungatakmörkin verði færð niður, þ.e.a.s. beina þróuninni í algjörlega öfuga átt við allt annað, sem gerist í þessu þjóðfélagi og eðlilegt verður að teljast. Það skal þegar játað, að eins og vegakerfi landsins er nú hátt- að, þolir það engan vegin á viss- um árstímum það álag, sem á það er lagt og sem þörf er fyrir. Þetta gera sér allir langferðabif- reiðastjórar ljóst, og það er síður en svo, að á þeim standi að leggja niður flutninga eða tak- marka á þeim tíma, sem greini- legt er að vegirnir þola þá ekki. En hinsvegar verður að játa það, að innan þessarar stéttar, eins og allra annarra, er misjafn sauður í mörgu fé, sem kann að reynast erfitt að hlíða þeim reglum, sem settar eru á hverjum tíma. Hins- vegar er algerlegg út í hött, að dæma stéttina sem heild fyrir misferli einstakra manna innan stéttarinnar. Hitt ber svo að benda á í þessu sambandi, að þörf einstakra staða er oft og einatt svo brýn, að sá, sem flutn- ingana- annazt, fær raunar minnstu um það ráðið, hve mikið hann þarf að flytja á hverjum tíma. Sé það stefna hins opinbera að lækna þessa meinsemd eða létta á íslenzku vegakerfi, með því að stórauka þungaskattinn, hlýtur það að koma þannig út, að annað Jarðýta dregur langferðabifreið yfir vegleysu, sem myndazt hef- ur við vatnsflóð í Norðurárdal í Skagafirði. hvort takmarkast að verulegu leyti flutningarnir eða falla nið- ur, eða þá í annan stað, að þeir koma niður s'em aukinn kostnað- ur á allar nauðsynjavörur þeirra íbúa landsins, sem við versta samgönguaðstöðu búa. Það er svo hinsvegar út í hött, að láta sér detta það í hug, að það dragi ríkissjóð um eitt eða neitt, þótt þungaskattur yrði margfaldaður á þær tiltölulega fáu bifreiðir, sem flutninga stunda bæði með fólk og vörur til hinna dreifðu byggða landsins. Hitt kemur mönnum svo nokkuð spánskt fyr ir sjónir, að á sama tíma og vitað er að gjöld þau, sem tekin eru af bifréiðum, sem fluttar eru til landsins, bæði skattar af þeim, innflutningsgjöld og gjöld af rekstursvörum til þeirra, koma ekki fram til vegamála, eins og þau eru þó ætluð til og voru formuð til þegar þau voru sett á, á sínum tíma, skuli vera hafðar í frammi hótanir um aukna skatta með sömu afsökun og áður og að það skuli vera talað urn auknar skattaálögur á þær bif- reiðir, sem annazt kannski þýð- ingarmestu fyrirgreiðsluna þar sem þörfin er mest í landinu. Á það skal bent að fjöldi sam- „aka bifreiðastjóra og annarra þeirra, er með flutninga á fólki og vörum hafa að gera, eru fyrir í landinu. Það hefur aldrei hent Vegagerð ríkisins eða neinn opin beran aðila, sem haft hefur með þessi mál að gera, að snúa sér til þessara manna, éða nokkurra fulltrúa þeirra, tíl þess að leita álits eða eiga við þá samræður um hvað heppilegt eða óheppi- xegt kunni að vera að gera á hverjum tíma og hverjum stað. Hinsvegar hefur hinu opinbera talizt til, að heppilegra væri að fá til starfa menn, sem hlotið hafa menntun og þjálfun til allt annarra starfa í þjóðfélaginu en þeirra, sem Vegagerðin ætlast tii af þeim. Félag langferðabílstjóra er bein línis til þess stofnað, að koma 4 og viðhalda vinsamlegu sam- bandi og samskiptum við stjórn vegamála í landinu, og til þess að stuðlá að því í allri vinsemd, að örðugustu vandamálin á þessu sviði verði leyst á sem farsælast- an hátt. Hinsvegar gengur fé- lagið þess ekki dulið, að mjög víða er pottur brotinn hjá yfir- völdum íslenzkra vegamála, og þar er geysivíða mikilla og brýnna lagfæringa þörf. Stjórnin er í heild úrhendis, reksturinn á allan hátt gamaldags og hver heilvita maður, sem eitthvert verksvit hefur, sér að víða má stórum um bæta. í þessu sam- bandi nægir að benda á vélakost Vegagerðarinnar, sem er með al- gjörum endemum, verkútboð, sem eru lítil eða engin, nema á þeim verkum, sem Vegagerðin getur alls ékki á nokkurn hátt leyst. Fleira mætti telja, en látið skal staðar numið að sinni. Félag langferðabílstjóra. Iðnskóla Akra- ness sagt upp AKRANESI, 27. apríl. — Iðn- skóla Akraness var sagt upp lð. apríl. Skólinn er dagskóii. Kenn- arar við hann í vetur voru níu. Nú eins og áður var 1. og 2. bekk ur í skólanum fyrir áramót, en 3. og 4. bekkur eftir áramót. í vetur voru 94 nemendur í skól- anum og brautskráðust 19. Flest ir þeirra eru nemar í húsasmíði, Hæstu einkunnir á brottfarar- prófi hlutu þessir: Guðmundur Samúelsson, nemi í húsasmíði 9.43; Guðmundur Bragi Torfason, nemi í rafvirkjun 9,15 og Bjöm Ingvarsson, nemi í rafvirkjun 8,95. Bækur að verðlaunum hlutu: Guðmundur Samúelsson; og Guðmundur Bragi Torfason. Vísir er hafinn í skólanum að verklegri kennslu í húsasmíði, skipasmíði, vélvirkjun og raf- virkjun og hafa húsakynni verk- legu kennslunnar nýlega verið endurbætt að stórum mun. Skóla stjóri er Sverrir Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.