Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. apríl 1965
ÚTVARP REYKJAVÍK
Ýmslr tala um borgarastéttina
sem eins konar Ku klux klan
félagsskap. En það er hætt við,
að þar sem henni er útrýmt, þar
komi miðaldir aftur.
Svo saigði Halldór Laxness í
síðari hluta erindis síns: „Upp-
haf mannúðarstefnu“ er hann
flutti sunnudag 11. apríl. Áður
hafði hann rakið, hvernig þeim,
sem aðhyllast hugmyndina um
allsherjarsannleik, er verst við
þann, sem er á móti þeim í auka-
atriðum. Smávægilegur endur-
skoðandi er talinn verri en sá,
sem vill moka flórinn, sagði Lax-
ness. Tók hann Jóhann Húss til
dæmis um þetta, en hann var sem
kunnugt er brenndur á báli fyrir
„trúvillu“ 1415. Hans villa var
sú, að hann var andvígur því, að
kirkjuleg yfirvöld afhentu borg-
aralegum yfirvöldum villumenn
til refsidóms. Húss var samþykk-
ur því að láta brenna trúvillinga,
en hver brenna skyldi, þar stóð
hnifurinn í kúnni, sagði Laxness.
Vegna þessa fráviks frá „stóra
sannleik" var Húss svo sjálfur
brenndur.
Síðar ræddi skáldið um það,
hvernig skoðanaeinokun kirkj-
unnar kom í veg fyrir, að Evrópa
eignaðist nokkrar bókmenntir,
sem að kvað í 1000 ár, nema á
eylandi einu norður í Atlantshafi.
Þetta eyland, ísland, var þó ka-
þólskt land, og fornir sagnaritar-
ar íslenzkir játuðu kristni, en
með því fororði, að þeir skrifuðu
eins og þeim sýndist. Ef fornsög-
ur okkar hefðu verið skrifaðar
suður í Evrópu, hefðu þær verið
brenndar ásamt höfundum þeirra
og lesendum, taldi Laxness. Ekki
af því, að þær séu á móti páfan-
um, heldur vegna þess, að höf-
undarnir voru sjálfstæðir rit-
höfundar.
Áður hafði skáldið rætt um til-
komu humanismans eða mannúð-
arstefnu, sem hann nefndi hláku
í andlegu veðri tímans. I>að varð
mjög samtímis því, að borgara-
stéttin hófst til áhrifa. Rannsókn
grískra og latneskra bókmennta
átti drjúgan þátt í því að ýta
undir mannúðarstefnuna. Þær
rannsóknir boðuðu vaknimgu, og
allt mannfélagið andaði frjálsar,
því að í sígildum bókmenntum er
hvergi rúm fyrir óumburðar-
lyndi, sagði Laxness.
Á hverjum stað, þar frjálsræði
er vanrækt, ná ómennsk öfl valdi
á mannlegu lífi, sagði hann enn-
fremur.
Ég læt hér staðar numið með
þessar stuttaralegu og ófullnægj-
andi tilvitnanir í erindi Laxness.
Ég tel víst, að erindi hans birtist
í heild í blöðum og tímaritum, og
er þá sjón sögu ríkari fyrir þá,
sem kunna að hafa misst af því í
útvarpinu. Vonandi er „stóri
sannleikur“ hvergi svo stór hér á
landi, að það sleppi ekki í gegn-
um „sensórinn", því að erindi á
það til allra.
Páll Kolka, læknir, hélt þmm-
andi erindi um daginn og veginn
á mánudagskvöld. Hann hvatti
m.a. til gagngerðra breytinga á
læknakennslu og læknaskipunar-
lögum. Taldi hann, að unnt ætti
að vera að stytta hið almenna
læknanám, því að nú lærðu
læknanemar margt, sem þeir
hefðu engin not af. Þá taldi hann
sérhæfingu lækna gengna út i
öfgar, enda fengust nú vart lækn-
ar til almennra héraðslæknis-
starfa úti um land.
Páll sagði, að
íunnt ætti að
jvera að skipu-
peggja betur
v. ý læknaþjónustu
mjmí úti á landi í
s .M-f samræmi við
bættar samgöng-
- | ur. j>ar kæmi t.d.
til greina um-
_... ferðaþjónusta
* lækna í stærri
Kolka stíl en nú, svip-
uð þeirri, sem t.d. augnlæknar
veita með ferðalögum um land-
ið. — Páll var andvígur verk-
föllum hátekjumanna og sagði,
að verkfallsrétturinn ætti að
vera nauðvörn þeirra, sem lökust
launakjör hefðu. Eigi taldi hann
vanþörf á, að sumir forustumenn
félagsmála gengju undir geð-
rannsókn annað slagið.
Sigurður Benediktsson ræddi
við Axel Kristjánsson, forstjóra,
síðar um kvöldið. Innti hann eftir
iðnðarmálum oig kom þar ekki
að tómum kofunum. Aðspurður
um það, hve margt fólk hefði
afkomu sína af iðnaði, sagði Axel
að iðnaðurinn í heild mundi
veita 30—40% af þjóðinni at-
vinnu. Notaði hann þá orðið iðn-
aður í allvíðtækri merkingu. T.d.
taldi hann til iðnaðar að lóga bú-
peningi og nytja afurðir hans.
Axel sagði, að 25% af útsvörum
í Reykjavík kæmu frá iðnaðar-
mönnum.
Ekki kvaðst Axel vera andvíg-
ur stóriðju. En sér fyndist ekki
nógu vel gert við ýmsar smærri
iðngreinar í landinu. Nefndi hann
lánsfjárskort og lækkandi vernd-
artolla í því sambandi. í heild
þóttu honum iðnðarmál í landinu
ekki nógu vel skipulögð og sam-
ræmd og tíndi hann til ýmis
dæmi þess. Ekki taldi hann
áhorfsmál að leyfa minkaeldi á
nýjan leik, og væri raunar ein-
kennilegt, að deilur skyldu hafa
risið um það. Villiminkar væru
þegar fyrir í landinu og væri
ólíklegt, að það hefði mikil áhrif
í því sambandi, þótt 2—3 dýr
kynnu að sleppa út til viðbótar.
Minkaeldi gæti orðið mjög arð-
vænleg atvinnugrein hér.
Meðal þess, sem Axel gagn-
rýndi var staðsetning frystihúsa
í landinu. Alls kvað hann mundu
vera 70—80 frystihús á landinu,
þar af væru 20—25 í Reykjavík
og á Suðurnesjum. Taldi hann
frystihúsin of mörg hér syðra, en
víða úti um land væri staðsetn-
ing frystihúsanna handahófs-
kennd og ekki eftir neinu föstu
skipulagi.
Margt fleira þótti Axel Krist-
jánssyni standa til bóta í iðnaðar-
málum okkar. Ekki varð vart hjá
honum teljandi gleði yfir því
sem áunnizt hefði í þessum mál-
um á undanförnum árum og ára-
tugum. Kannske hefur stórhugur
hans og framfaraáhugi borið þá
kennd ofurliði. fslerizkur iðnaður
í aligengustu merkingu þess orðs
nú er víst ekki ýkja gömul at-
vinnugrein, þótt menn hafi all-
lengi föndrað við að gera sauð-
fé höfðinu styttra, sníða sér
klæði úr ull þess og skinnum, en
éta afganginn. Mun það mál
margra, að miðað við aldur og
aðstæður standi íslenzkur iðnað-
ur vonum framar í dag, þótt
skipulagningu hans í heild kunni
enn að vera nokkuð ábótavant.
Greifinn af Monte Kristó hafði
fullhefnt allra sinna harma á
þriðjudagskvöld og yfingaf leik-
sviðið. Munu margir sakna hans.
Næst er að drífa „Leyndardóma
Parísarborgar" í leikritsbúning
og flytja þá í útvarpið. Það verð-
ur þó varla fyrr en næsta vetur.
— Sama kvöld flutti Jónas
Sveinsson læknir mjög fróðlegt
erindi frá ísrael, sem hann
nefndi: „Gröf Rakelar". Fjallaði
það að mestu um Rakeli, konu
Jakobs fsákssonar, en hún þótti
kvenna vænst á sínum tíma.
Minnig hennar er enn dýrkuð þar
eystra, þótt 3500 ár muni liðin
frá láti hennar. Fjöldi pílagríma
úr ýmsum trúarflokkum ferðast
árlega til grafhýsis hennar.
„Steinamir tala“ nefndi Grétar
Fells, rithöfundur, ágætt erindi,
er hann flutti á kvöldkvöku mið-
vikudags um Einar Jónsson,
myndhctggvara, (1874—1054).
Einar átti mörg áhugamál, var
sjálfstæður og frumlegur í hugs-
un og hafði fjörugt ímyndunar-
afl, sagði Grétar. Hann var ekki
„einflötungur“, en svo nefnir
Grétar þá, sem hafa aðeins eitt
áhugamál eða áhugasvið. „Þessi
maður hafði köllun svo sterka, að
allt varð undan að láta“ sagði
Grétar.
Skúli Guðmundsson, fyrrver-
andi ráðherra, flutti frumort
kvæði á vökunni, og fleira var til
fróðleiks oig skemmtunar.
Mjög fróðlegur var þáttur, sem
Thorolf Smith tók saman og
fluttur var á skírdag í minningu
hundruðustu ártiðar Abrahams
Lincoln Bandaríkjaforseta. „Eng-
um hatur, öllum góðvild" var
þátturinn nefndur, en þau orð
mælti Lincoln í ræðu 4. marz
1865. Lincoln var fæddur 12.
febrúar 1809 í Kentuoky, en
myrtur af ofstækisfullum, ung-
Abraham
Lincoln.
um leikara í lok borgarastyrjald-
arinnar 14. apríl 1865, aðeins 56
ára að aldri. Hann var 16. forseti
Bandaríkjanna og líklega hæst
metin af þeim öUum nú til dags.
Sú ákvörðun
hans að leysa
svertingjana úr
þrældómsánauð
kostaði fjögurra
ára grimmileigt
stríð, hið mann-
skæðasta, sem
háð hefur verið
á vesturhveli
jarðar. Sjálfan
hann kostaði
hún lífið.
Nú, 100 árum eftir lát Lincolns,
hafa svertingjar enn ekki fengið
fullt jafnrétti við hvíta menn í
Bandaríkjunum, þótt vonir
standi til að úr því rætist innan
tíðar. Nú vill svo til, að það er
Suðurríkjamaður, sem hefur
forustu um að reyna að Ieiða
mannréttindabaráttu þeirra þel-
dökku til farsælla lykta, og hef-
ur raunar þegár fengið þeim hinn
lagalega rétt. Og Lyndon B.
Johnson er fyrsti forseti frá Suð-
urríkjunum frá því fyrir borg-
arastyrjöldina. — Þannig mun
frelsið smátt og smátt auka land-
rými sitt um heim allan.
Sveinn Kristinsson.
Breiðvíkurskóla sogt
upp í síðasta sinn
Hellnum, 24. apríl.
SUNNUDAGINN 4. apríl var
barnaskóla Breiðvíkur sagt upp
í Hellnakirkju. Formaður skóla-
nefndar, Kristinn Kristjánsson,
sem einnig hefir verið kennari
skólans tvo síðastliðna vetur gat
þess, að þetta yrði sennilega í síð
asta sinn, sem barnaskóli yrði
starfræktur í hreppnum, þar sem
hinn nýi heimavistarskóli að
Kolviðarnesi tæki til starfa á
komandi hausti. Ræddi hann að
nokkru skólahald í hreppnum á
liðnum árum og minntist gamalla
kennara við skólann og þó sér-
staklega Haraldar Jónssonar
hreppstjóra í Gröf, sem lengst
allra hefir verið kennari í Breið-
víkurhreppi. Séra Þorgrímur Sig
urðsson prófdómari talaði til nem
enda og kennara og flutti bæn.
Var athöfn þessi fjölsótt og fór
virðulega fram. — Fréttaritari.
Varsjá, 27. april
NTB—AP.
• ADAM Rapacki, utanrík-
isráðherra Póllands, fékk
nýlega aðkenningu að hjarta-
siagi, að því er upplýst var
eftir áreiðanlegum heimildum
í dag. — En hann mun nú á
batavegi og er þess vænzt, að
hann geti aftur tekið upp storf
sín innan tveggja mánaða.
Þetta er í þriðja sinn, sem
Rapacki fær aðkenningu að
slagi.
* 50 ÁRA LEIKAFMÆLI
ÉG ÆTLAÐI að ná i miða
að hátíðarsýningu Leikfélags
Reykjavíkur vegna 50 ára leik-
afmælis Haralds Björnssonar í
gær, en varð of seinn. Mér er
sagt, að margir hafi orðið of
seinir — já, ekki aðeins hvað
viðvíkur sýningunni í gær,
heldur marga undanfarna mán-
uði, því uppselt er á svo til allar
sýningar í Iðnó um þessar
mundir.
Ýmsum hefur e.t.v. þótt eðli-
legra-, að höfuðleikhús landsins
sýndi okkar ágæta Haraldi
Bjornssyni sóma i tilefni þessa
merkisafmælis, þótt Leikfélag
Reykjavíkur sé vissulega vel að
þvi komið að halda upp á af-
mælið með Haraldi — og senni-
lega kann hann ekki síður við
sig í Iðnó en annars staðar, eins
og reyndar þúsundir reykvískra
leikhúsgesta.
* VEGLEGRI HÚSAKYNNI
Leikfélag Reykjavíkur hef-
ur jafnan notið mikillar hylli
höfuðstaðarbúa, en ég gæti bezt
trúað, að aldrei hafi aðsókn að
sýningum félagsins verið meiri
en einmitt nú. Starfsemi félags-
ins býr við mikil þrengsli og
húsakynni, sem fyrir löngu eru
orðin ófullnægjandi — oig 50
ára leikafmæli Haralds Björns-
sonar í Iðnó minnir leikhúsgesti
enn einu sinni á það, að kominn
er tími til þess, að þessi ágæti
félagsskapur fái veglegri húsa-
kynni, sem samboðin eru því
mikla og góða starfi, sem hann
leysir af hendi í mikilli þökk
allra borgarbúa — og nær-
sveitamanna.
* MEÐ FULLRI VIRÐINGU
FYRIR IÐNÓ.
Reykvíkingar ættu að taka
höndum saman um að hjálpa
Leikfélaginu að kom sér upp
nýtízkulegu leikhúsi, sem snið-
ið yrði við hæfi borigarinnar.
Því þegar öllu er á botninn
hvolft er gott leikhús langtum
mikilvægara fyrir leikhúsgesti
en leikarama sjálfa. Fimmtíu
ára leikafmæli Haralds Björns-
sonar hefði átt að halda í nýju
leikhúsi — fallegu húsi, sem
reist hefði verið samkvæmt
kröfum nútímans og veitti okk-
ar fámenna hópi listafólks að-
stæður til að miðla íslendingum
enn meira af leiklistinni en
hingað til.
Þetta er sagt með fullri virð-
ingu fyrir gamla Iðnó og því
ágæta starfi, sem þar hefur ver-
ið unnið undanfarna áratugi.
* ÓVISSA
Ég sá í blaðinu í gær, að
Flugfélag íslands hefur flutt
vörugeymslu sína frá Hverfis-
götu út á flugvöll — og býóur
nú heimkeyrslu vörusendinga,
sem hingað berast. Að undan-
förnu hefur verið unníð að
endurbótum á afgreiðslu félags-
ins úti á flugvelli og eru þær til
mikilla bóta. Æskilegt hefði
hins vegar verið, að félagið
hefði séð sér fært að reisa nýtt
hús í stað þess að endurbæta
gamalt. En óvissan í framtíðar-
þróun flugvallarmálsins mun
m.a. valda því, að félagið valdi
ekki eðlilegustu leiðina.
★ YRÐI EKKI ÓVINSÆLT.
Margsinnis hefur verið
bent á það á prenti, að kominn
væri timi til að semja heildar-
áætlun í þessum efnum — og
það er til lítils að fá álit er-
lendra sérfræðinga, ef ekki á
að fara eftir því — a.m.k. að
hafa það til hliðsjónar.
Verið getur, að eitthvað sé
verið að vinna að þessum mál-
um bak við tjöldin. En það yrði
ekki óvinsælt, ef eitthvað yrði
látið uppi um það.
32 v
BO SC H
spennustillar, í miklu
úrvali.
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.