Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagui' 29. apríl 1965 MQRGUMBIAÐIÐ 13 Dauf mannamót Indriði G. Þorsteinsson: MANNWNG, sögur. 131 bls. / Almenna bókafélagið'. Bók mánaðarins, janúar 1965. INDRIÐI G. Þorsteinsson vakti fyrst á sér athygli raeð einni smásögu. Fyrsta bók hans var líka smásagnasafn, Sæluvika. Við útkomu hennar blandaðist engum hugur um, að þar var á ferciinni hressilegur höfundur, sem var hvergi feiminn við les- endur og þorði að segja, það sem honum datt í hug. Auðvitað mátti sitthvað að fyrstu sögum hans finna, ef rýnt var í þær af fagurfræðilegri smá smygli. Hins vegar mátti segja, að þeim væri í furðufáu ábóta- vant, ef hliðsjón var höfð af öll- um aðstæðum — að þær voru frumsmíð ungs höfundar. Nú eru fjórtán ár liðin, frá því Indriði kvaddi sér hljóðs með Sæluviku. Á þeim tíma hefur hann sent frá sér tvær skáldsög- ur og tvö smásagnasÖfn að Mannbingi meðtöldu. Um fyrri skáldsögu Indriða, 79 af stöðinni, ætla ég ekki að fjölyrða. Þjóðin er búin að tyggja hana, reykja hana og taka hana í nefið, eins og sagt var, að nýt- inn tóbaksmaður hefði farið með tóbak sitt. Svo mikil var frægð höfund- ar, þegar seinni skáidsagan, Land og synir, kom fyrir al- mennings sjónir, að útkoma hennar þótti talsverður viðburð- ur. Eða svo var látið, að minnsta kosti. Allir, sem fylgzt hafa með á bókmenntasviðinu, töldu sig verða að lesa hana. Indriði var Oi, inn klassískur. Ekki leyndi sér heidur, að verkið var unnið af manni, sem kunni skil á setningu og máls- grein. Höfundurinn, sem hristi Sæluviku fram úr ermi sinni, var nú farinn að nostra. Skáldið var farið að tala slétt og fellt. En hressilegur andbiær Sæluviku var fokinn út í veður og vind. Er því sannast mála um sögu þessa, að hún er bragðdauf og hundleiðinleg. Sama máli gegnir um smásög- ur þær, sem nú eru nýútkomnar í bókinni Mannþing. Þær bera með sér handarverk manns, sem hefur lesið bækur og skrifað bækur. Á hinn bóginn eru þær andiausar að sama skapi — leið- inlegar, í einu orði sagt. Söguefni Indriða eru fyrst og fremst maðurinn og náttúran eða maðurinn í náttúrunni. Víðast hvar í þessum nýju sögum hans skiptast á orðmargar og skrúíað- ar náttúrulýsingar og þyrrkings- leg, iangdregin og þó endaslepp samtöl. Vera má, að hægt sé að -gera heillegt verk úr svo ólíkum hJut- um. En það hefur Indriða ekki tekizt hingað til. Samtöl hans skortir ekki hvers dagslegt raunsæi, ef ©rðið raun- sæi er skilið sem eftirlíking af hugsanlegum veruleika. Mörg samtöi hans gætu meira að segja veri® tekin beint af vörum fólks. Höfundurinn leitast við að láta persónumar lýsa sér í þessum samtölum, fyrst og fremst. En til þess skortir samtölin alla lýs- andi eiginleika. Mörg þeirra eru e -ki annað en marklaus orða- skipti og hafa ekki annan sýni- legan tilgang en teygja lopann, P ’nan stendur eftir jafnóljós og áður. Höfundur hefur viða þann hátt að láta persónumar skiptast á orðum í langdregnum samtölum, án þess að nokkur inngangsorð eða athugasemd fylgi þeim. Siíkt getur gengið í sögum, þar sem hver persóna hefur sín sér- kenni í talshætti, þannig að les- andinn þekkir hana af orðum hennar. Persónur Indriða eru ekki gæddar neinum þess konar auð- kennum. Indriði getur látið sjö ára krakka tala líkt og gamlan sveitaprest og gamlan sveitaprest líkt og sjö ára krakka. Erfitt get- ur reynzt að fylgjast með, hver segir hvað, einkum ef samtölin eru löng. Verra er þó, hve sam- tölin sjálf eru innihaldslaus. Fyr- Indriði G. Þorsteinsson ir bragðið verða persónurnar sjaldan greiniiegar, eins og áður er sagt. Þær standa álengdar í þoku, óljósar, sviplausar. Náttúrulýsingar Indriða eru miklu betur gerðar, og þar hygg ég honum takist bezt upp. Eink- um tekst honum að lýsa íslenzkri sveitanáttúru, umhverfinu kring um bæina. Þá gerist hann oft nákvæmur, fer allt niður í smá- atriði með mörgum, völdum lýs- ingarorðum og lýsingarháttum. Sömuleiðis lýsir hann hestum af mikilli kunnáttu, svo í kyrrstöðu sem á hreyfingu; fylgir og eftir hreyíingum manna og bíla. Þess- ar hreyfingaruppskriftir hans geta orðið svo nákvæmar, að manni detti í hug einhvers konar áætlun fyrir kvikmyndaleik. En náttúrulýsingarnar, svo glöggar sem þær eru margar hverjar, nýtast illa í sögunum. Höfundinum tekst ekki lengur að koma persónum sínum íyrir í unnhverfi því, sem hann býr þeim. Efnið loðir ekki saman, heldur rennur á víð og dreif úr höndum hans. Þann ágalla mun höfundur gera sér Ijósan að ein- hverju leyti. Þess vegna ástund- ar hann mjög að lýsa unnhverf- inu gegnum augu persónanna, lýsa þvi, eins og það kemur þeim fy-rir sjónir, ef sögufólkið mætti á þann hátt færast nær leeandanum. En aðferðin heppn- ast sjaldnast og hefur ekki önn- ur áhrif en draga úr mætti s-jálfra lýsinganna. Stundum ber við, að þessar umhverfislýsingar eru svo fýrir- ferðármiklar, að persónan og atiÍK>fn hennar hverfur í skugg- ann. Lýsingin ein heldur velli. Ég tilfæri hér sem smádæsmi endi fyrstu sögunnar, Dagsönn við ána, Þar er því lýst, er ungur drengur ríður yfir á, og er það út af fyrir sig gott og gilt efni í hvaða sögu, sem er. Sagan end- ar með þessusn orðúm: „Hann leit upp og sá þeir voru komnir fast að dökku hlýlegu vaðiofinu í grænum slútandi bakkanum, sem dýfði vörum sín- um í hægstreymt vatnið;" Þessi fyrsta saga bókarinnar er gott dæmi um, hve vandvirkni höfundar kemur honum að litlu haldi, hve ósýnt honum er um, þrátt, fyrir stílkunnáttu, að tengja saman efni svo vel fari. Kona á mæsta bæ er heldur heillegri, þar til kemur að end- inum, en þar er skotið að efni, sem dregur úr heildarsvip sög- unnar. Samtöl persónanna eru sömuleiðis of langdregin og fá- brotin. Þess vegna verður lítið úr þeirri undiröldu, sem annars mun ætlað að bera þáttinn uppi. Svipað má segja um næstu sögu, Vor daglegi fiskur. Þó eru í henni málsgreinar, sem hærra rísa. Aðalsöguihetjan er bílstjóri. Það er manngerð, sem höfundur nær tökum á. Kynslóð 1943 er gerð af meiri nærfærni, einkum fyrri hlutinn, sem minnir á sprettina í Sælu- viku. Þarna skiist manni, að höf- undurinn reyni að bregða upp tveim eðliseiginleikum úr lífinu, ruddaskap og mannlund. Samtal Óla og þjónustustúikunnar uppi á herbergi hennar er með skástu samtölum Indriða. Stutt og ákveð in tilsvörin njóta sín þar býsna vel og lýsa því, sem lýsa þarf. Svo liðu árin er röð svip- mynda, sem hver um sig er ekki ólagleg. En saman eiga þær eng- an veginn, Afleiðingin verður sú, að sagan leysist upp og verður að engu. Hin sundurleitu atriði mynda hvorki samstæður né nndstæður. Á þessari sögu sést og, sem víða bregður fyrir, að Indriða er auðveldara að byrja sögu en botna. Saga úr kalda stríðinu er sam- felldari. Þar miðar söguefnið að einum púnti. Hins vegar eru sí- endurteknar orSræður hins Ó3a manns langtum of ýktar, allt aS þvi smekklausar. Sagan verður því lítt sannfærandi. Og að eíriu leyti minnir hún á kalda striðið og her nafn meS réttu: þungi hennar stendur og fellur með "æsilegum, en marklausum orð- um. Næsta saga, Lífið er aldrei eitt á ferð, er gott dæmi þe:s, hvern- ig Indriði lýsir umhveiii og at- burðum gegnum skynj. n sögu- fólks sins. Það er hans persónu- lega tækni. Þessi aðferð getur kannski heppnazt, þegar lýsingum er 1 hóf stillt. En þegar þær fara út fyrir hófleg takmörk, gleymist sögu- fólkið með öllum sínum skyn- færum. Saga þessi hefst til dæm- is^á því, að ung stúlka virðir fyrir sér, það sem fyrir augu hennar ber inni í kjötbúð: „Hún sá þeir höfðu nýlega sag- að kjöt í söginni í horninu bak við skápinn af þvi kjötsagið var enn á stálgljáum fletinum við tennt bandið.“ Hér skortir lítt á nákvæmn- ina. Brúnu meyjamar frá Bellevue Draumur og landslag Johann Hjálmarsson: MIG HEFUR HREYMT ÞETTA Á-íKJR. 80 bls. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1965. Jóhann Hjálmarsson færist ekki mikíð í fang I þessari nýju ■bók sinni, en heldur í horfinu. Ljóð hans einkennast sem fyrr af einlægri, og þó lítt taminni stemmingu, sem hann túitkar á lipru, en ekki sérlega blæbrigða- ríku máli. Kveðskapur hans virð ist sprottinn af náttúrlegri tján- ingarþörf fremur en af skipulegri áætlun, og er ekki nema gott um það að segja. Hins vegar efast ég um — án þess ég hafi annars hugmynd um vinnubrögð hans — að hann beiti sig harðri sjálísgagnrýni. Honum er, hygg ég, létt að setja saman kvæði. En sé, sem létt er um áð yrkja, leggur sig ógjarn- an undir harðan sjálfsaga. Að minnsta kosti neyðir verkefnið hann ekki til þess. Yrkisefni Jó'hanns er fyrst og fremst mannlegt umhverfi. Hann yrkir um náttúruna, eins og hátt- ur er margra ungra skálda nú á tímum. Sá er þó munurinn, að þau yrkja flest um náttúru síns iands . En í kveðskap Jóhanns eru „útlend blómstur, útlendir fuglar." Nóttúrustemming Jólhanns er fremur þægileg. Þykir mér hon- um taikaet bezt upp, þegar hann túlkar þá stemmingu sína með hæfilega fjarstæðum hugmynda- tengslum. Ég tilfæri hiér sem dsemi kvæðið Hlynurinn: i skégimiin falla blöS blynsins tU jarSar: ranSir lófar gnSa meS boS frá búnnum. MaSnr gengur viS staf yfir mjóan veg. Vagninn úr riki dauðra rennnr b|á meS fáeinar sálir á teiS inn í éendanleikann, liar sem vegurinn breikkar, sélargeislarnir bjaSna. AldraSur maSur haltrar lagSan veg staldrar viS, borfir aftur. Nú ev bann kominn aS trénu, sem búgsar nm vetrarnætnr og blátt tnnglskin. Tíminn er liSinn, befur aldrei vevið bér: . aðeins tif hlukku. ikornar hiaupa um meS hrædd andiit, skinn úr svipulieika Oamli maðurinn reynir aS muna eitUivað en minni bans er fjarri þessum skég: fjélnblátt ský i eilífri, svimandi þégn. llann litur um öxl. HvaS var jjað annars semt ég sá, eða bvar eru gauhar j>eir er á sumrum gélu? llann mundar stafinn í laufregni, sálin stígnr upp í tréð. Hlynurinn talar röddu gleymdrar ævl. í kvæðinu Landslag kemur fram við'horf sloáldsins til listar- innar — eða ber ekki að skilja Iþað svo? Skáldið er statt í framandi landi og hugsar heim. í Ijósi íjar Jóbann Hjálmarsson læigðar og nálæ.gðar skynjar það tvo heima, þar sem hrærast iíf og ljóð. „Tveir eru heimar harla ólíkir“ kvað Grimux. „Ég ferðast um tvo heima,“ kveður Jóhann. Er það ekki saraa niðurstaðan? Rvseðið er á þessa leið: i LAndsiiag er buga minum örvun og fréun. Ég ferðast um tvo heimn tvær veeaidir úr minu eigin bléði st-in rennur enn og nemur ebki staðar j>étt vindar tinuss gnauði. Ég fylgi j>eirri veröld sem rr fjær og geng um glaður meðal bluta dagsins. Ég jwái ekki mýndimar sem jjverfa ég þrái j>að sem gengur við biið-mína. Métsögn sem ekki verður leyst. Og spor min í sverði iandsins verða ei aimáð. Hér lifi ég lífi manns á meðal manna og dreymi annaS landslag. og hætti ekki aB ganga, borSa, vinna, eiska og sofa. Métsagnir sem geta orSiS heild. Tvær Veraldir eru alllaf i návist minni en samt halda skérnir áfram aS særa svörSinn I jæirri veröld sem ég hundinn var án pess ég gleymi þeirri sem er fjær. Og meSan ég er jæssum heimi nærri býr hinn mér dýpra í MéSi og gefur mér hug til að iifa i þessu landi meðal manna og einskis annars éska i sUtrmum támans. er dauf lesning, vægast sagt. Það er ekki fólk, sem gengur um sviðið í þeim þætti, heldur svip- ir af fólki, Segðu það engum er saman- tekt úr blaðamennsku, en því starfi mun höfundur vera ná- kunnugur af eigin raun. Saga þessi byj-jast þokkalega, en dofn- ar og leysist upp. Samtölin verða þarna að markiausu orðagjálfri. Vetrarregn er sviplítil mynd, en ekki óheilleg. Þar er tilraun til áiaka. En sú tilraun mistekst eins og víðar vegna tilþrifalítilla - og einhæfra samræðna. Skárri er Hófadynúr um kvöld, síðasta saga bókarinnar. Fyrri hluti hennar er með góðum sprett um og sannar, að Indriði getur enn verið nærfærinn í efnismeð- ferð, þegar andinn kemur yfir hann. En spennan fellur, þegar líður á söguna. Og enn eru það samtölin. Þau koðna þarna nið- ur í kjaftæði. Ef litið er á Mannþing í heild, verður ekki bent á neinn þátt í bókinni, sem jafnast á við það, sem Indriði hefur bezt gert áð- ur. Þvert á móti verður þetta smásagnasafn hans að teljast rislágt í fyllsta máta. Það er engu líkara en höfundinum hafi horf- ið ímyndunarafl og hann sé orð- inn leiður á skóldskap. Vera má, • að ástæðan sé sú, að síðari verk hans hafa verið metin langt fram yfir það, sem þau verðskulda. f þess konar furðulegu ofmati felst algerlega vanhugsuð og röng til- litssemi við höfund, sem enn er varla miðaldra maður og ætti að geta skrifað eitthvað pýtilegt. Erlendur Jónsson. n Landslag einnar nætur. Ég er staddur í framandi landi. Awgu mín fljúga lieim að skoða ])ig. . Landslag er hið sífellda bak- svið í kvæðum Jóhanns. „Meðan við elskumst vaxa laukarnir í gar’ðinum,“ segir í kvæðinu Ástir. „í auigum þínum lít ég víd'dir himinsblámans," . segir í Ástarsöng. Jófhann Hjálmarsson hefur fremur góðan málsmeSkk og sænii _ lega máltilfinningu, sem getur þó brugðist honum eins og fleir- um. Til dæmis hefst kvæðið SkiJnaður á þessa leið: „Eirunana eru þær manneskjur sem hafa skilið samvistum.“ Hér er auð- sj'áaniega ruiglað saman tvennu: sögninni að skilja og orðásam- bandinu að slíta samvistnm. Þess er þó skyit að geta, að svona löguð dæmi eru fá í kvæð nm Jóhanns. Ljóðformið breytist. Þó tel ég tiltekna eiginleika munu fylgja þvi til eilífðarnóns. Þeir eigin- leikaT eru hnitmiðun oig — um- fram allt samþjöppun. Ljóð verð ur með vissum hætti að vera inni haldisrneira en laust mál. A8 öðr um kosti væri ekki nein ástæða til að greina það fró lausu máli. Sum kvæði Jóhanns — svo lipux sem hann er í Ijóðrænni íramsetningu — skortir einmitt 'þessa samþjöippun, sem er frum skiiyrði þess, að ljóð verði veru- leiga minnisstætt. Jóthanni er ofur -lagið að ná þægi legri, ijóðrænni stemmingu. Það •gerir hann oft, þegar honum tekst bezt upp. Hins vegar tekst honum síðúr að ná sterkum, gagntakan-di áhrifum, jafnvel þó efnið geíi til- efni til þess, og nefni ég í því sam bandi kvæðið Skiinaður, sem áð- ur er að vikið. Einnig mætti nefna kvæ'ðiö Úr fjölleikabúsinu. Höfundur befur sjálfur sagt í blaðáviðtali, að það sé „nokkuð magnað kvæði". Það finnst mér _ ofmælt, þó ég efist ekki um, að það sé til oiöið fyrir magnaðá stemmingu og gagntakandi hug- ! hrif' skáldsins. En það er líka annað máh Sterk hugjhritf nægja ekki ávallt til að yrkja áihrifa- miikii kvæði. Og ég mundi segja að Jóhann Hjálmarsson sé otf fjarri veruleikanum til að yrkja 1 slík kvæði, eins og nafn bókar- I innar bendir raunar til. Beztu j ijóð hans eru að hóifu draumur I Framhald á bis. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.