Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 30
Varnarleikmaður skoraði 1. markið KR vann Þrott 4—1 KNATTSPYRNAN er byrjuð og KR vann fyrsta leikinn — sigr- aði Þrótt í gærkvöldi með 4 mörkum gegn 1. Leikurinn var á köflum allfjörlega leikinn af vorleik að vera, en hann bar mörg merki þess að vera vor- leikur — einkum er á leið, að úthaldsleysi kom í ljós, þó tvö fallegustu mörk leiksins væru skoruð á siðustu 5 minútunum. AUmargt áhorfenda var, sem sýnir að menn þyrstir eftir knattspyrnu og vonandi verða knattspyrnumenn okkar færir um að sýna góða knattspymu eða að minnsta kosti góða við- leitni á þessu sumri. ★ Fyrsta markið Liðunum ætlaði að gamga illa að finna leiikina í markið. Upphlaupin voru mörg 'hjó báð- um en skotin er þau komu ó- nákvæm — þ.e.a.s. menn voru afar ónákvæmir á hom mark- anna, en mjög nákvæmir að hitta í fang markvarðanna. Áttu bæði lið góð færi —en allt kom fyrir ekki. Skráning yngri drengja hjá FH KNATTSPYRNÚÆFINGAR yngri flokkana í F.H. hefjast úti n.k. þriðjudag og verður æft í sumar á sömu dögum og í fyrra þ.e.a.s. á þriðjudögum og föstu- dögum. — Yngri flokkar félags- ins æfðu vel inni í vetur, en hafa verið í Páskafríi áður en æfingar hefjast úti. Skráning 6. og 5. flokks í dag Knattspyrnustarfsemi yngri flokkanna í sumar hefst þó eigi með æfingu, heldur eru allir með limir 6. og 5. flokks boðaðir til allsherjar skráningar, sem fer fram í Félagsheimili F.H. og hefst í dag kl. 2 — 4 e.h. og verður síðan haldið áfram kl. 10 — 12 f.h. á laugardag. Mjög áríðandi er að allir þei% drengir á aldrin- um frá 6 til 12 ára sem ætla að æfa með félaginu í sumar komi til skráningar á fyrrgreindum tímum. Æft sama daga og í fyrra Knattspyrnuæfingar félagsins munu eins og fyrr segir verða á þriðjudögum og föstudögum og hefjast kl. 2 e.h., en þá byrja Framh. á bls. 31 Og fyrsta mark sumarsins skoraði svo miðvörður KR-inga, Þorgeir Guðmundsson. Það var eins og honum leiddist getu- leysi ‘ sóknarmannanna. Hann fékk ákjósanlegt skotfæri af 25—30 m færi og skaut fast með jörðu gegnum varnarvegginn — og knötturinn hafnaði öllum á óvart í marki Þróttar. Þetta var á 32. mín. Og þetta „kveikti í” framlín- unni. 3 min. síðar fær Gunnar Felixson (á mörkum rang- stöðu?) háa sendingu yfir vöm Þróttar sem stóð út við vallar- miðju. Gunnar lék að og skoraði örugglega. Og tveim mín. fyrir hlé bætti Sigurþór Jakobsson þriðja mark inu við fyrir KR. Sótti KR uipp vinstri væng og þar ætlaði Theo dór að skjóta — en skotið geig- aði og fór út til Guðm. Haralds- sonar á hægri kanti. Hann gaf Sigurþór, sem kominn var út til hægri og hann afgreiddi rösk- lega í netið. ★ Daufur leikur — falleg mörk Síðari hálfleikur var lengst af næsta daufur og á löngum •kafla mjög lélegur, en KR var þó betra liðið. En undir lokin færðist líf í tuskurnar og fólk fékk að sjá tvö fallegustu mörk leiksins. Guðmundur Haralids- son, útherji KR, skoraði fjórða mark KR laglega úr viðstöðu- lausri sp^rnu eftir sendingu frá Jóni Sig. og litlu síðar skoraði Haukur Þorvaldsson eina mark Þróttar — fallegt mark af víta- teig undir slá — alveg óverj- andi. Heimir bjargaði litlu síðar mjöig vel og á því sinn goða þátt i þriggja marka sigri KR ★ Liðin Lið KR var, allfrísfclegt og setti leikur Ellerts og Arnar Steinsen í framvarðarstöðum fjörlegan blæ á leik liðsins. Þeir leika stöðumar sem sóknarfram verðir og er slíkt mun skemmti- lega á að horfa — dugði vel í þessum leik hvað sem síðar verð ur. Voru þeir Ellert og Örn á- samt Guðmundi Haraldssyni beztu menn liðsins. Þróttarliðið var framan af litlu lakara KR-liðinu en brotn- aði er á leið og átti óskipulegan leik. Axel er drýgstur sem fyrr en einlekur mikið og fær ekki umbun sem erfiði. Línuverðir sýndu litla ná- kvæmni og mjög tilviljana- kennda þekkingu á rangstöðu — A. St. Þrír beztu á verðlaunapalli: Gufmundur Gíslason, Ágústa Þorsteinsdóttir afhendir verðlaun. Lars-Kraus-Jensen og Davíð Valgarðsson. Hvaö gerist í kvöld? f KVÖLD er síðari dagur sund móts Ægis og ÍBK í Sund- höllinni — þar sem þrir af á- gætustu sundmönnum Dana keppa sem gestir. Eins og sagt hefur verið frá vann danska sundfólkið allar keppn isgreinar sínar fyrra kvöldið — og nú er spuraingin hvað skeður í kvöld. Nú verður m.a. keppt í 400 m. fjórsundi en keppni Lars Sérkennileg mynd — Matthildur í viðbragði Kraus Jenssen og Guðm. Gísla sonar í 200 m. fjórsundi fyrra kvöldið var þá hápunktur keppninnar og Daninn vann á endasprettinum. Þá er og keppt í 100 m skriðsundi karla 100 m. bringusundi karla þar sem Heitmann á í höggi við okkar spretthörðustu. Strange og Hrafnhildur Guð- mundsdóttir keppa í 200 m. fjórsundi og má væntanlega ekki á milli sjá. Þá er og keppt í baksundi og flugsundi kvenna. Sundáhugafólk ætti ekki að láta tækifærið til að sjá þetta ágæta danska sundfólk sér úr hendi sleppa. Mótið hefst kl. 8:30. Stúlkurnar, m.a. Kristen Viðbragð í baksundi. — Auður Guðjonsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. (Ljósmyndir: Ól. K. M.) Agæt landsflokkaglíma Flokkaskiptisig eykur áhugann LANDSFLOKKAGLÍMAN 1965, sem fram fór s.l. mánudags- kvöld, er fjölmennasta og eitt bezta glímumót sem hér hefur farið fram um margra ára skeið. Tókst glímumótið hið bezta og þátttakan var meiri en um langt skeið — og sama er að segja um skipan áhorfendabekkja. 1 1. flokki (þyngstu menn) voru kepp endur 5, í 2. fl. 8, í 3. fl. 7 og síðan 45 drengir í tveimur aldurs flokkum. Af þátttöku í drengja- flokkunum má ráða að giimunni hafa aukizt vinsældir meðal æskunnar og hvar liggur ekki framtíð íþróttarinnar, ef ekki meðal þeirra yngstu. ár Flokkaskiptingin góð Landsflokkaglíman sýnir að , fyrirkomulag varðandi flokka skiptingu er miklu væn- legra til aukinnar þátt, heldur en að öllum glímumönnum sé dembt í einn flokk, þar sem sá stærsti og þyngsti er næst- um ófrávíkjanlega sigurveg- ari fyrirfram. Flokkaskiptingu ætti að viðhafa á fleiri mótum, þvi þá fá þeir sem minni eru að vcixtum sitt tækifæri til að sýna góða glímu, en litlum og nettvöxnum manni þýðir lítt að glima við kannski allt að helmingi þyngri jötunn — nema til að tapa. •fa Úrslitin Ármann J. Lárusson sigraði í 1. flokki með fjóra vinninga og. hafði talsverða yfirburði, þó hann fengi harða keppni einkum frá Guðmundi Steindórssyni sem varð annar með 3 vinninga. Þriðji varð Hilmar Bjarnason með 2 vinninga. í 2. fl. vann Guðmundur Jóns- son KR eftir hraða keppni og skemmtilega. Hlaut hann 3 vinn- inga. Hafsteinn Steindórsson UIA hlaut 2 og Garðar Erlends- son KR 1. f 3. fl. sigraði Guðm. Freyr Halldórsson Á 5 vinn., -2. Elías Árnason KR 4, Sigurður Geirdal Breiðablik 3. í keppni drengja 17—19 ára sigraði Sigtryggur Sigurðsson KR létt og örugglega, hlaut 9 vinninga og í flokki drengja 14— 16 ára Sigmar Eiríksson Skap- héðni með 8 vinninga. Sérstök unglingakeppni fyrir 13 ára og yngri var svo ráðgerð á þriðjudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.