Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 23
r MORG U N B LAÐIÐ 23 Fimmtudagur 29. apríl 1965 Sextugur: GuHni Jónsson, skipstfóri, Sandgerði GUÐNI Jónsson frá Flankastö.ð- um hefur verið skipstjóri á vél- Ibátum í nær 40 ár og stundað tjóinn frá 13 ára aldrL Guðna jþekkja því flestir bátasjómenn og enda mangir fleiri, og ég hyg-g flestir að góðu einu. Guðni fæddist að Bæjarskerj- um í Miðneshreppi 29. apríl 1905. Foreldrar hans voru Jón Páls- son útvegsbóndi og kona hans Guðfinna Sigurðardóttir, eru þau bæði löngu látin. Þau fluttu að Flankastöðum 1908 og var Guðni þar til 1942, enda lengst af íkenndur við þann bæ. Guðni stundaði nám við Flens- borgarskóla veturinn 1920—1921, en þá hafði hann stundað sjó í 2 6r. Guðni varð skipstjóri um tví- tugt á vélbátnum Stíganda, er Haraldur Böðvarsson átti. Síðan varð hann skipstjóri á m/b Vík- ing og seinna á m/'b Agli Skalla- grímssyni. Haraldur Böðvarsson átti einnig þessa báta og gerði þá út frá Sandgerði á vertíð, en bát- ar af Akranesi voru yfirleitt gerðir út frá Sandgerði á þeim árum. Guðni keypti síðan vélbátinn Egil Skallagrímsson af Haraldi og gerði hann út í nokkur ár. Árið 1939 tók Guðni við skip- etjórn á m/b Muninn, 22ja lesta bát. 1946 sótti Guðni til Dan- xnerkur nýjan Muninn II, 38 lesta vélbát og 1955 sótti hann aftur nýjan Munin til Danmerkur, 54 lesta. Þessir bátar voru eign h.f. Miðness, Sandgerði, og var Guðni xneð þá á vetrar- og haustvertíð- um frá Sandgerði — aflaði ætíð vel og oft æflahæstur. Á sumrum stundaði Guðni á þeim síldveiðar, aflaði hann einnig vel á síldinni miðað við stærð bátanna. Nú hefur Guðni látið af skip- stjórn — að mestu (í bili?). Enn þá stundar hann þó sjóinn, því annars staðar kann hann ekki við sig, enda er hann í fullu fjöri og kann til allra verka á sjó. Hann hefur m.a. verið matsveinn hjá Þórhalli Gíslasyni, sem var háseti og stýrimaður hjá Guðna í fjölda ára, og hjá Hafsteini syni sínum, sem nú er skipstjóri á m/b Sigurpáli, eign Guðmundar á Rafnkelsstöðum. Guðni hefur jafnframt því að vera aflasæll verið mjög farsæll skipstjóri, sem aldrei hefur hlekkzt á, enda er Guðni með af- brigðum veðurglöggur og athug- hugull sjósóknari. Skapgerð Guðna og léttri lund er viðbrugð- ið og hinum hressandi hlátri hans, komast flestir í gott skap í návist hans. Guðni Jónsson hefur dregið mikinn feng í þjóðarbúið á sinni löngu sjómannsævi. Slíkum mönnum er sjaldnast þakkað af samfélaginu sem skyldi. Þótt Guðni sé nú sextugur, vænti ég hann eigi mörg ár eftir að glíma við vin sinn „Ægir“ og ylja sam- ferðamönnunum með sínu létta skapi. Guðni er kvæntur Guðríði Guðjónsdóttur, ágætis konu. Þau hafa eignazt 10 börn, 5 drengi og 5 stúlkur, eitt dó í bernsku, hin eru nú uppkomin og flest gift. Guðni minn! Ég þakka þér langt og gott samstarf og óska þér og þínum alls góðs á ókomnum árum. Ólafur Jónsson. Nemendasambandsmot * Verzlunarskóla Islands 1965 verður haldið að Hótel Sögu föstudaginn 30. apríl. og hefst með borðhaldi kl. 19. Miðar afhentir á skrifstofu VR, Vonarstræti 4 í dag og á morgun. Samkvæisklæðnaður eða dökk föt — Fjölmennið. Stjórn N. S. V. í. Gróska í lesklisfiar- lífi Þingeyiisga Húsavík, 26. apríl. MIKIL gróska hefur verið í leik- listarlifi hjá Þingeyingum og hafa hér í sveitum verið sett á svið þrjú leikrit í vetur. UMF Gaman og Alvara í Köldukinn sýndi sjónleikinn Tengdamamma, eftir Kristinu Sigfúsdóttur, og var leikstjóri Kjartan Stefáns- son. UMF Efling i Reykjadal sýndi Tengdapabba eftir Gústaf Geij- erstam, leikstjóri var Kristinn Jónsson. UMF Mývetningur réðist í stærsta verkefnið, Ævintýri á gönguför, eftir Hostrup með Birgi Brynjólfsson sem leikstjóra. Öll þessi leikrit hafa, auk þess að vera sýnd heima í viðkom- andi sveit, verið sýnd á Húsavík og Ævintýrið sex sinnum fyrir fullu húsi. Þetta er annað leik- ritið sem Birgir setur á svið með Mývetningum og eins og sagt er í leikskrá ber honum fyrst og fremst að þakka að þessi sýning varð að veruleika. Þótt gagnrýna mætti ýmislegt í meðferð einstakra leikara er heildarsvipur leiksins heil- steyptur og sýningin gekk mjög létt og eðlilega. Það má teljast hreint ævintýri að hægt skuli vera að sviðsetja í ekki fjölmennari sveit, en sem telur íbúa á við eitt stórhýsi í Reykjavík, leik eins og Ævin- týrið og með þeim árangri sem Mývetningar ná, en hér leggjast allir á eitt, presturinn, hótelstjór inn, húsfreyjur, bændur og heimasætur og ná lofsverðum ár- angri undir stjórn ágæts leik- I stjóra. — FréttaritarL Sölumaður Duglegur og ábyggilegur sölumaður óskast strax vegna forfalla. Fast kaup og prósentur af sölu. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt: „Sölumaður — 7250“. Hafnarfjörður Okkur vantar pökkunarstúlkur og karlmenn í fisk- iðjuverið. — Mikil vinna framundan. — Hafið samband við verkstjórann í símum 50107 og eftir vinnu í síma 50678. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. 4 LESBÓK BARNANNA Hector Malot: Remi og vinir hians 27. Vítaiis kallaði á Janko, en apakötturinn hreyfði sig ekki. Ég varð að klifa upp í tréð oig sækja hann og svo flýtt- um við okkur heim í kof- ann. Janko skalf allur og bar sig aumlega. Við vöfðum fötunum okkar um hann og létum hann liggja fyrir framan eld- inn, en ekkert dugði. „Við verðum að flýta okkur til næstu borgar, annars deyr Janko“, sagði Vítalis. í mesta flýti tókum við saman föggur okkar og hröðuðum okkur af stað. Við vorum svo heppnir að hitta bónda nokkurn sem tók okkur upp í vagninn sinn og ók okk- ur til borgarinnar. Þar báðum við um bezta her- bergið í gistihúsinu. 28. Mér var skipað í rúmið, svo að ég gæti haldið hita á Janko undir sænginni. Ýmisst skalf hann af köldu, eða var heitur. Ekkert þótti honum jafnast á við sæt- indi, en nú snéri hann sér undan, þegar Vitalis ætlaði að gefa honum sætt vín. „Drekktu vínið“, sagði hann við mig og snaraðist út til að sækja lækhi. Læknirinn hélt, að ég væri sjúklingurinn, þegar hann sá mig liggja í rúm- inu, rauðan og heitan af víninu. „Apaköttur", sagði hann öskuvondur, þegar hann sá sjúklinginn. „Haldið þér, að ég sé dýralæknir?" En hann mildaðist, þegar Janko rétti höndina biðjandi í áttina til hans. SKRYTLA Kennarinn: „Hvað mundir þú segja, Óli, ef ég kæmi svona óhreinn í skólann“. Óli: „Ekkert. Mér mundi finnast ókurteisi að vera að hafa orð á því“. 9. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 29. april 1965 Svefnpurkan litla HLJÓÐIN, sem Ella heyrði, þegar hún vakn- aði á morgnana, voru venjulega þessi: — tónlist í útvarpinu, — suðið í kaffikönn- unni, — glamur í skeiðum og göfflum, — skrjáfur i dagblað- inu hjá pabba, — brakið í rúminu, þegar Bína systir hristi það og kallaði: „Klæddu mig, mamma, klæddu mig mamma!" Skömmu síðar var mamma hennar vön að kalla: „Mál að vakna, Ella, reyndu nú að vakna svefnpurkan þín!“ En núna var allt öðru vísi. Allt var svo hljótt, þegar Ella vaknaði —, ekki heyrðist nokkurt hljóð. Ur svefnherbergis- glugganum sínum sá hún fölan morgunroða í stað- inn fyrir heiðbláan him- inn og glampandi sól. Að þessu sinni hafði Ella vaknað á undan öllum öðrum, jafnvel á undan sólinni sjálfri. „Hver er nú svefn- purka?“ hugsaði Ella með sjálfri sér: „í dag ætla ég að sjá, þegar allir aðrir fara á fætur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.