Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 29. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 Greinargerð frá stjórn Loftleiða BLAÐINU hefur horizt eftir- farandi greinargeró frá stjórn 1 Loftleiða í gær: / Stjórn LOFTLEIÐA H.F. þykir við eiga að gera eftirfarandi athugasemdir við nokkrar grein- argerðir af hálfu Félags íslenzkra atvinnuflugmanna, og einstakra flugmanna, sem birzt hafa í blöð um að undanförnu. 1. Frá því er núverandi stjórn félagsins hóf störf á árinu 1953 hafa flugmenn og aðrir starfs- menn félagsins ávallt fengið laun sín greidd á réttum gjalddaga og að fullu. 2. Stjórnin telur að samningar hafi náðzt um kaup flugmanna á hinum nýju flugvélum félags- ins í ágústmánuði, enda hefur kaup verið greitt í samræmi við það samkomulag, án athuga- semda af flugmanna hálfu þar til í febrúar nú í ár, er F.Í.A. setti fram auknar kaupkröfur. Námu þær kröfur í upphafi samkvæmt útreikningi LOFTLEIÐA h.f., samtals kr. 917.497.00, en sam- kvæmt útreikningi F.Í.A. kr. 810.000.00. Hefur sú tala verið notuð í greinargerðum Vinnu- veitendasambands íslands, en þá er nokkrum kostnaðarliðum LOFTLEIÐA h.f. vegna flug- manna haldið utan við. Svarar þetta til að flugstjórar í hæsta launaflokki hefðu kr. 67.500.00 á mánuði. F.Í.A. hefur réttilega frá því skýrt að síðar var launa- krafan lækkuð í kr. 621.325 eða — Arabalöndin Framhald af bls. 1. Hann sagði að allt frá því er Sameinuðu þjóðirnar gengust fyrir skiptingu Palestínu 1947 hafi heyrzt raddir og kröfur um að Aröbum yrði fenginn hluti ísraels. En þessar kröfur eiga engan rétt á sér, sagði Eshkol. í sama streng tók frú Golda Meir, utanríkisráðherra ísraels í ræðu í gær. Sagði hún að nauð- synlegt væri að gera sér grein fyrir því hvað fælist í tillögum Bourguiba. Augljóst væri að með tillögum sínum vildi hann bæta sambúð Gyðinga og Araba, og væri það góðra gjalda vert. En hann gæti ekki ætlazt til þess að Gyðingar létu af heftdi neitt af takmörkuðu landsæði sínu. Leiðtogar hinna Arabaríkj- anna brugðust mjög illa við til- lögum Bourguiba, og kallaði stjórn Egyptalands sendiherra sinn heim frá Túnis. Svaraði Bourguiba með því að kalla heim sendiherra sína í írak og Sýrlandi. Heima fyrir virðist Bourguiba njóta stuðnings þjóð- ar sinnar, og hafa dagblöðin í Túnis ráðizt harðlega á hin Araba ríkin fyrir afstöðu þeirra. Þannig- segir t.d. blaðið „Action" í rit- stjórnargrein í dag að mótmæla- aðgerðirnar fyrir framan egypzka sendiráðið í Túnis í gær sýni að Túnisbúar muni ekki lengur þola ^móðganir og lognar ásakanir“ Nassers forseta og fylgifiska hans, sem blaðið segir að séu svikarar og bleyður. Lögregluvörður hefur verið við sendiráð Túnis í Kaíró. Um tvö þúsund stúdentar, aðallega frá Palestínu, söfnuðust saman við sendiráðið í dag, og tókst nokkrum þeirra að brjótast í gegn um raðir lögreglumann- anna. Grýttu þeir sendiráðið og brutu margar rúður. Einnig fleygðu þeir logandi kyndlum að húsinu. Varð það til þess að eld- ur brauzt út á neðstu hæðinni. Þegar mannfjöldinn tók að safn- ast við sendiráðið hafði lögregl- an kvatt slokkviliðið á vettvang til að reyna að dreifa mann- fjöldanum með vatnsslvngum, og gat slökkviliðið ráðið niðurlög- um eldsins á nokkrum mínútum. Mannfjöldinn við sendiráðið í Kaíró tók nú að kyrja ókvæðis- orð um Bourguiba forseta, og greip þá lögreglan til táragass. — Tókst henni að dreifa hópnum. kr. 51.777.08 á mánuði. Aðstoðar- flugmenn skyldu hafa tilsvarandi laun, er námu samkvæmt út- reikningi. starfsmanna LOFT- LEIÐA h.f. kr. 602.777.00 eða kr. 48.939.00 á mánuði, en að sjálf- sögðu lækka þau laun hlutfalls- lega, ef miðað er við síðara til- boð F.Í.A. en launagreiðslur til þeirra án vísitölu námu kr. 358.751.75 eða kr. 28.604 á mán- uði. í ritinu „The Economist“ U.K., útgáfu 17.—23. apríl nú í ár, bls. 335 eru eftirfarandi upp- lýsingar um hæstu laun þotuflug stjóra hjá félögum þeim er hér greinir: BOAC: Flugstjóri £5,400 eða ísl. kr. 648.000.00 á ári. Aðstoðar- flugmaður £ 1,415 eða ísl. kr. 169.000.00 á ári. BEA; Flugstjóri £4,700 eða ísl. kr. 564.000.00. Aðstoðarflug- maður £1,350.— eða ísl. kr. 162.000.00. SWISSAIR: Flugstjóri £4,685. — eða ísl. kr. 562.00.00. JAPAN AIRLINES: Flugstjóri £4,000. — eða ísl. kr. 480.000.00. Aðstoðarflugmaður £ Í.932. — ísl. kr. 231.840.00. S.A.S.: Flugstjóri eftir 21 ár, ísl. kr. 568.059.00. Bryjunarlaun: Kr. 375.521.00. Aðstoðarflugmað- ur eftir 19 ár, ísl. kr. 392.108.00. Byrjunarlaun: ísl. kr. 181.988.00. Amerísk féiög greiða mun hærri laun en ofangreind félög, en íslenzkt launakerfi er þar á engan hátt sambærilegt. Þegar Þegar stjórnin í Túnis frétti um árásina á sendiráðið í Kaíró á- kvað hún að kalla heim sendi- herra sinn þar og allt starfsfólk. Segir talsmaður stjórnarinnar að ljóst sé að starfsfólk sendiráðs- ins sé ekki lengur óhult í Kaíró. 40 melrapióls- nemendur i Keflavík Keflavík, 28. apríl. NÝLOKIÐ er námsikeiði meira- próÆs-bifreiðastjóra í Keflavík og voru 40 þátttakendur frá Keflavík og nágrenni og nokkr- ir lengra að komnir. Námskeiðið stóð í 6 viikur og fór kennsla fram fró kl. 6 til 11 á hverjum degi. Gestur Ólafs- son, yfirmaður Bifreiðaeftirlits ríkisins, var stjómandi nám- skeiðsins, en auk hans voru kennarar við námskeiðið þeir Adolf Sveinsson, Hákon Heimir Kristjánsson fulltrúi og Helgi S. Jónsson. Námskeið þessi eru nú orðið mjög fjölsótt, því kröfur um meirapróf verða fjöl’þættari með ári hverju. Búast má við að annað nám- skeið í Keflavík verði haldið, svo fljótt sem ástæður leyfa. — hsj. AKRANESI, 28. apríl. — Síld fengu þrir bátar í nótt, Höfrung ur III. 550 tunnur, Haraldur 460 tunnur og Höfrungur II. 85 tunn ur og reif nótina. Síldin er hrað fryst. Heildarþorskafli báta hér í gær var 188 tonn. Aflalhæstur var Sólfari með 70 tonn, þá Haf örn 40, Anna 28 og Sigurfari 22 tonn. Hér er ms. Stapaíell og losar olíu. — Oddur. ofangreindar launagreiðslur eru teknar til athugunar ber að hafa í huga að hér er um kaup þotu- flugstjóra að ræða, en samkvæmt kenningum F.Í.A. ættu þeir að fá launaálag vegna hraða þot- anna, sem er mun meiri en skrúfuvéla, enda eru þær flókk- aðar með stimpil-vélum t. d. hjá Lufthansa og fleiri flugfélögum. Laun flugstjóra í hæsta flokki á RR 400 yrði í dag miðað við fyrri greiðslur, en að viðbættu 3.05% vísitöluálagi kr. 510.207.40 eða kr. 42.517.28 á mánuði, — reikn- að á sama hátt og F.Í.A. gerir í tilboði sínu. Stjórn LOFTLEIÐA h.f. taldi eftir atvikum réttlætanlegt að hækka ofangreint kaup í kr. 535.728.27 eða kr. 44.644.02 á mán uði en F.Í.A. krafðist kr. 621.325.00 eða kr. 51.777.08 á mán- uði. Það bil reyndist ekki unnt að brúa. Stjórn LOFTLEIÐA h.f. gat hugsað sér að ganga inn á gerð- ardóm til lausnar deilunni, en öllum slíkum tilmælum var synj- að af samningarnefnd F.Í.A. Tregða til samninga birtist því af hálfu F.Í.A. en ekki stjórnenda LOFTLEIÐA h.f., enda má þá jafnframt segja að frumvarp það til lausnar deilunni, sem rík- isstjórnin hefur lagt fyrir Al- þingi, feli ekki aðeins í sér lausn á deilunni en bjargi F.Í.A. úr sjálfheldu fyrst og fremst. 3. Flugmenn telja að sam- kvæmt kjarasamningum geti vinnutími þeirra komist upp í 22 klst. á sólarhring. Lengsta flug án hvíldar er hinsvegar í dag ca. 7 klst. frá Keflavík til New York. Hinsvegar segir í gildandi kjarasamningum að ef áætlaður flugtími sé lengri en 12 klst., þá skuli séð fyrir nægum hvílum í flugvétinni flugmannanna vegna. Ætti þá tæpast að geta verið um ofþreytu að ræða, ef menn geta notið svefns og hvíldar þrátt fyr- ir skyldustörfin á þessum stunda fjölda. 4. Fullnægjandi skýring virðist fram komin varðandi símahler- anir af hálfu LOFTLEIÐA h.f., enda óþarft að taka fram að stjórnendum félagsins var með öllu ókunnugt um atvik það, er flugmenn kærðu til sakadómara. Virðist þar um einkennilega til- viljun að ræða vegna rafkerfis- bilana, sem aftur leiddi til óró- leiKa í taugakerfi hlutaðeigandi flugmanna. Þarf ekki að ræða það mál framar. 5. F.Í.A. og einstakir flugmenn fullyrða í skrifum sínum að amerískir flugmenn sem til LOFTLEIÐA h.f. hafa verið ráðn ir hafi kaup, er nemur 80 þús. á mánuði. Kaup þeirra er $1,250. á mánuði fyrir 70 klst., en af þeriri fjárhæð greiða þeir um- boðslaun til amerískrar ráðning- arskrifstofu. Fjölskyldur sínar kosta þeir í Bandaríkjunum, en auk þess er sérfróðum ihlaupa- mönnum oftast greidd hærri laun en fastamönnum. Litlar eða engar líkur eru til að hinir erlendu flugmenn fái hærri kaupgreiðslur en hér grein ir eða kr. 53.750. — og er þá orðið mjótt á mununum, ef mið- að er við íslenzka flugmenn, sem þó hafa verið fastráðnir og njóta allra forréttinda til atvinnu hér á landi. Að öðru leyti er ekki ástæða til að svara blaðaskrifum þeim, sem birzt hafa að undanförnu. BUXUSt BEZTAR Viljum ráða huggulegan og reglusaman eldri mann til dyravörzlu og ýmissa starfa. Dagvinna. — Upplýsingar hjá hótelstjóra kl. 4—7 í dag. TAKIÐ EFTIR! LOKSINS EINNIG Á ÍSLANDL Eftir mikla frægðarför á Norður- löndum, Þýzkalandi, Belgíu, Hol- landi, Ítalíu og mörgum öðrum löndum, hafið þér einnig tæki- færi til að hylja og hlífa stýri bifreiðar yðar með plastefni, sem hefur valdið gjörbyltingu á þessu sviði. Ótrúleg mótstaða. Mjög fallegt. Nógu heitt á vetrum. — Nógu svalt á sumrum. Simi 21874 Reglusamur og handlaginn maður óskast til ýmissa starfa. — Upplýsingar á staðn- um kl. 5—7 í dag og á morgun, þó ekki í síma. skiltagerðin Skólavörðustíg 21. Mótatimbur óskast Vinnuskúr til sölu á sama stað. — Upplýsingar í síma 35240. Bankarnir verða lokaðir laugardaginn I. maí Athygli skal vakin á því, að víxlar sem falla í gjald- daga fimmtudaginn 29. apríl, verða afsagðir föstu- daginn 30. apríl, séu þeir eigi greiddir eða fram- lengdir fyrir lokunartíma bankanna þann dag. Seðlabanki íslands Landsbanki íslands Útvegsbanki íslands Verzlunarbanki íslands h.f. Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki íslands Samvinnubanki íslands h.L Kranamaður óskast. — Upplýsingar í síma 20382 eftir kl. 7 í kvöld. íslandsmót I badminton verður háð í íþróttahúsi KR við Kaplaskjólsveg föstudaginn 30. þ.m. kl. 19, laugardaginn 1. maí 14 og sunnudaginn 2. maí kl. 14. kl T. B. R. VIO Ó© I N STORG S í M I 2 0 4 9 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.