Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 32
96. tbl. — Fimmtudagur 29. apríl 1965
Spjöll á
mann-
lausu
húsi og bíl
í G Æ R fór lögreglan hér í
borg til að rannsaka skemmd-
ir, sem framdar höfðu verið
á mannlausu húsi og bíl við
Fossvogsblett 20.
Hér var um að ræða hús
með húsgögnum, sem notað er
sem sumarbústaður. Sýnilega
voru þarna framkvaemdar
mikiar skemmdir er nema
munu tugum þúsunda, rúður
brotnar og vatni hleypt um
húsið, með því að skrúfa frá
krönum. Við húsið stóð bif-
reið, að visu nokkuð gömul,
en í Ókufaeru standi. í henni
höfðu fjórar rúður verið brotn
ar og toppur dældaður niður
og fleiri spjöll unnin á henni.
Virðist nú svo komið að ekki
megi skilja við mannvirki eða
verðmæti svo ekki sé eins og
óður skríll hafi gert á þau
árás og framið á þeim eyði-
leggingu eða stórspjöll. Mál
þetta er ekki fullrannsakað.
Gæruskinnin til
Bondnrikjonnn
AKRANESI, 28. apríl. — Sútun
bf. hefur þegar sútað 16.000
gseruskinn frá'því verksmiðjan
byrjaði starfsemina í októlber í
haust. 10.000 skinn biða í bæjar-
húsunum á kampinum, sem fram
tíðarverkefni. Framleiðslan er
seld til Bandaríkjanna o>g Dan-
menkur. Öll gæruskinnin eru lit
uð, en t.d. hafa þau verið gul,
sem send hafa verið til Florida
og nú á að bæta enn einum lit
við. 1 lok júní verður lokað og
verksmiðjufólkið fær sumarfrí.
— Framkvæmdastjóri er Helgi
Júiíusson. — Oddur.
Þeir unnu hið frækilega björgunarafrek á ísafirði
ÞESSI mynd sýnir starfsmenn-
ina í Skipasmíðastöð Marselíus-
ar Bernharðssonar á ísafirði, sem
unnu það frækilega afrek í fyrra
dag að bjarga ungum manni frá
drukknun skammt frá Isafjarðar-
höfn. Kuldinn í sjónum varð
þeim erfiður og einnig gekk erf-
iðlega að koma lifi í manninn,
sem bjargað var, en tókst þó að
lokum. frá vinstri eru þeir
bræðurnir Guðmundur og Þröst-
ur Marselíussynir, sem báðir
syntu út eftir hinum drukknandi
SIF í ískönnunarflugi
manni, þá er Daníel Rögnvalds- !
son, sem varð slyssins fyrstur
var þar sem hann stóð uppi á
þaki skipasmíðastöðvarinnar, en
aðrir hefðu ekki heyrt hrópin
fyrir vélagný, þá Frímann Sturiu
son, sem tókst fyrstur að koma I
lífi í hinn drukknandi mann meff
blástursaðferðinni, siðan Reynir
Pétursson, einn þeirra sem út
synti, og loks Guðmundur Jón
Guðmundsson og Ásgeir Sigurðs
son, sem einnig aðstoðuðu við
björgunina. (Ljósm.: Jón A.
Bjarnason).
FLUGVÉL Landhelgisgæzlunnar,
Sif, fór eftir hádegi í dag ískönn
unarflug og fer hér á eftir upp-
lýsingar skipherrans.
Sigling með ströndum er lögu-
leg inn á móts við Gjögur en þar
fyrir innan eru allir firðir fullir
Inflúenzan ekki
kér í borg enn
BLAÐIÐ spurðist fyrir um það
hjá borgarlækni í gær, hvort in-
flúenzan væri komin hingað til
borgarinnar. Svar hans var að
ekki hefði hennar orðið vart hér
enn, svo hægt væri að telja með
fullri vissu.
Tíu ára snáði kast-
aði hjarghring tii
ósyttdrar leiksystur
ÞAÐ siys varð á bryggjunni
í Kópavogi í gær, að 10 ára
stúlkubarn féll í sjóinn. Svo
vel háttar þarna til, að björg
unartæki eru á bryggjunni og
og gat 10 ára drengur gripið
bjarghring, sem þarna var,
og kastað til telpunnar og gat
hún haldið sér á floti á hon-
uon þar til fullorðinn maður
kom og hjálpaði henni á
land. Xelpan var ósynd.
Þess má geta að bjórgunar
tæki eru nýlega komin á
Kópavogsbryggju, en börn og
unglingar sækja mjóg á
bryggjuna til að dorga og
leika sér. Lögreglan hafði áð-
ur alinákvæmt eftirlit með
bryggjunni og freistaði þess
að halda bórnunum frá henni
en það hafði ekki verið ger-
legt nema með stóðugri vakt.
Var því horfið að því ráði að
seta björgunartækin upp og
leiðbeindi lögreglan börnun-
um um notkun þeirra, er
hún fór á bryggjuna í eftir-
litsferðir.
Ekki er nokkur vafi á því
að þetta hefur nú leitt til
þess að Jifi telpunnar var
borgið.
| af ís. Með varúð er fært austur
! yfir Húnaflóa frá Gjögri í stefnu
! á Skallarif og er nær íslaust á
austanverðum flóanum. Greið-
færasta leiðin er fyrir Skaga er
8—10 mílur út. Frá miðjum
Skagafirði er greið sigling alla
leið austur að Rifstanga, þrátt
fyrir strjála jaka. Meginn Isinn
liggur um 15 mílur norðan við
Grímsey. Á vestanverðum Þistil-
firði er gisinn ís út af firðin-
um sést lítið sakir þoku, og ekk-
ei't fyrir sunnan Langanes.
Arekstur
í GÆRMORGUN varð allharður
árekstur á gatnamótum Tungu-
vegar og Sogavegar. Fólksbifreið
var á leið austur Sogaveg en
sendiferðabifreið á leið suður
Tunguveg og skullu þær saman
á gatnamótunum. Við árekstur-
inn fékk ökumaður sendiferða-
bifreiðarinnar höfuðhögg og var
hann fluttur á Slysavarðstofuna
en meiðsli hans munu þó ekki
-vera alvarleg. Báðar bifreiðarnar
skemmdust allmikið.
Auður sjór kring-
um Skagaströnd
Skagaströnd 28. apríl.
HÉR allt í kring er auður sjór,
nema hvað borgarisjakinn er enn
botnfastur á sínum stað og að
isspöng er hér fyrir sunnan okk-
ur. Austanátt hefur verið und-
anfarna daga og hefur þá ísinh
hrakið heldur frá landi en þó er
suðaústanátt sú hagstæðasta fyrir
okkur, þvi af þeirri átt hrekur
isinn nokkuð greiðiega út úr fió
anum.
— Þórður.
Greáða 102 aura fyrir
síldina í Eyjum
Vestmannaeyjum, 28. apríl.
NU heíir kaupverð á síld
verið hækkað hér í Eyjum
til bátanna og eru þeir að
búast á síldveiðar.
Seinast þegar samið var um
síldarverðiff eftir miklar samn
ingaviffræffur varff hálfgert
nauðungarsamkomulag um aff
verðið skyldí vera 81 eyrir
fyrir hvert kíló síldar í
bræðslu. Gilti þaff frá 1. marz
til 15. júní. Var ekki gert ráff
fyrir aff margir bátur myndi
hirða um að hreyfa sig til sáld
veiða fyrir ekki hærra verff.
Nú hefir sú orðiff raunin á,
að bátarnir, sem veriff hafa
meff þorskanót, hafa litinn
afla fengið upp á síðkastið og
því fariff að svipast um eftir
síld. Nokkrir voru komnir út
meff sildarnótina í gær og
töldu sildarlegt hér austur
meff Eyjunum, en ekkert er
þó enn komið á land.
Sildarverksmiðja Einars
Sigurðssonar hefir nú látið
þau boð út ganga, að hún
muni greiða 102 aura fyrir kg.
og mun hin sildarverksmiðjan
hér fylgja í kjölfariff.
Héffan héldu nokkrir bátar
út i dag með síldarnót.
Þykja þetta nokkur tíðindi
hér í Eyjum. _
Björn Guðm.
Tíðarfar gott á
Vestfjörðum
Þúfum, 27. apríl.
TÍÐARFARIÐ hefur verið ágætt
en þó vantar ennþá hin eiginlegu
vorhlýindi og vorstörf iítið hafin
ennþá. Hafísinn er ailtaf skammt
undan og veldur miklum óþæg-
indum og tjóni á Hornströndum,
þar sem hann liggur oft iandfast-
ui aðra stundina. í>ó er farið að
hleypa sauðfé úr húsum.
— Fréttaritari
LítiII afli í
Stykkishólmi
Stykkjshóimi 28. april.
LÍTILL afli kom hingað inn í gær
en í dag ailir bátar á sjó. Afla-
hæsti; béturinn núna er Þórsnes
xneð rúmlega 800 mál. — Árm.
Enn er bjorgnð
úr Donwood
Vestmannaeyjum, 28. apríl.
ENN er unnið að björgun úr tog-
aranum Donwood, sem situr hér
strandaður við hafnarmynnið.
Hefir tekizt að bjarga olíunni
úr skipinu, ennfremur rafmót-
orum og ljósavélum. Haldið verð
ur áfram að bjarga verðmætum
új skipinu svo sem kostur er.
Reynist síðar fært að gera
tilraun til björgunar á skipinu
sjáifu, er sumar fer í hönd, verð-
ur það að sjálfsögðu reynt, en
í upphafi munu þeir, sem flakið
keyptu, ekki hafa reiknað með
að úm það yrðí að ræða.
— Bj. Guðm.