Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 16
16
MÐRGUNBLADIÐ
Fimmtudagur 29. aprd 1955
Útgefandi:
F ramkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Áuglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
AFENGISBÖLIÐ
'eðal þeirra mála, sem tek- r orsakar víndrykkju og að al-
in voru til meðferðar á menningsálit gegn drykkju-
nýafstöðnum landsfundi Sjálf
stæðisflokksins, voru áfengis-
varnarmál. Hinn aldni heið-
ursmaður og fyrrverandi
þingskörungur, Pétur Otte-
sen, hafði orð fyrir erindi um
áfengismálin, sem fundurinn
vísaði til miðstjórnar flokks-
skap sé vakið með þjóðinni,
m.a. með því að efla áróðurs-
starfsemi gegn áfengisbölinu.
Það fer ekki milli mála að
áfengisbölið er mikið vanda-
mál hér á landi eins og víða
annars staðar. Brýn nauðsyn
er á því að tekið verði fyrir
ins til athugunar. Ein^rætur þessarar meinsemdar á
og kunnugt er, hafa fáir beitt
^sér eins skelegglega gegn á-
fengisbölinu og Pétur Otte-
sen, og hefur hann tekið á því
máli eins og öllum öðrum
sem hann hefur glímt við, af
festu og einurð.
Jóhann Hafstein, dóms-
málaráðherra, minntist einnig
á áfengismálin í sinni ágætu
yfirlitsræðu, og skýrði meðal
annars frá því, að skipuð
hefði verið nefnd sjö alþingis
manna, sem að vísu hefur
ekki enn lokið störfum, en
henni er ætlað að kynna sér
framkvæmd áfengisvarna,
starfsemi bindindissamtaka
og endurskoða eftir þörfum
gildandi löggjof um áfengis-
mál. Strax í upphafi óskaði
nefndin þess, að þegar yrði
lögfest skylda ungmenna tilað
'bera persónuskilríki, „svo að
hægt væri með fullu öryggi
að hindra kaup þeirra á á-
fengi og aðgang að veitinga-
stöðum, þar sem áfengi er selt
í samræmi við ákvæði áfengis
laganna“, sagði dómsmálaráð
herra, og benti á, að ríkis-
stjórnin hefði lagt fyrir Al-
þingi frumvarp til laga um
almenna skyldu til að bera
persónuskilríki og hefur það
nú verið samþykkt sem lög
frá Alþingi.
Þá minntist ráðherrann
ennfremur á ráðstefnu, sem
dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið efndi til í samráði við
Landssambandið gegn áfengis
bölinu, og var hún haldin í
aprílmánuði 1964.
í fyrrnefndu erindi lands-
fundarins, sem sent var mið-
stjórninni, er m.a. komizt svo
að orði: „að hún beiti sér fyr-
ir því, að vakin sé athygli
aiþjóðar á þeirri hættu og
margs konar óhamingju, sem
þjóð vorri stafar af vaxandi
víndrykkjuhneigð. Þetta á-
stand hefur orðið því skað-
legra sem drykkjuskapurinn
'grípur meira um sig í röðum
hinnar uppvaxandi æsku í
landinu“. Síðan er bent á þá
brýnu nauðsyn að stemma á
að ósi, og nokkrar tillögur
gerðar þar að lútandi, þar sem
meðal annars er lögð áherzla
á, að kennarar og æskulýðs-
leiðtogar beiti uppeldisáhrif-
um sínum til útrýmingar
þeirri skapgerðarveilu, sem
þann hátt, að allt verði gert
til þess að bæja áfengisnautn
frá æskulýð landsins. Þjóð,
sem getur ekki skemmt sér
án áfengis, er illa stödd.
Flestir eru nú farnir að gera
sér grein fyrir því, að boð og
bönn stoða ekki til varnar í
þessum málum, því síður
glórulaust ofstæki, eins og
stundum heyrist. Raunhæfar
aðgerðir, byggðar á vísinda-
legum rannsóknum, er eina
skynsamlega leiðin, ef árang-
ur á að nást. Og æskuna á að
leiða til fegurra lífs með marg
víslegum hætti. Góð skilyrði
til íþróttaiðkana eru spor í
rétta átt. Ennfremur á að
glæða með æskunni ást á fögr
um listum og bókmenntum,
og efla með henni áhugamál
sem eru henni holl og hvetj-
andi, þegar út í lífsbaráttuna
kemur. Og eitt atriði má að
lokum minnast á, þó ýmsum
muni vafalaust finnast það
smávægilegt, þ.e. að keona
ungum mönnum að dansa.
Margur maðurinn hefur
drukkið sinn fyrsta sjúss til
að efla hugrekki sitt á dans-
æfingum skólanna eða á dans
leikjum. Án Bakkusar sem
bakhjalls mundu þessir menn
ekki treysta sér til að bjóða
dömunni sinni upp í dans.
Þetta er lítilvægt atriði, en
engin goðgá að minnast á
það í þessu sambandi.
VÍN OG Rósm
Fhns og bent hefur verið á
hér í blaðinu, er nú sýnd
í Austurbæjarbíói áhrifamikil
mynd um böl áfengisins og
heitir hún „Dagar víns og
rósa“. Auk þess sem myndin
er vel gerð og býður af
sér margvíslegan listrænan
þokka, er hún eitthvert áhrifa
mesta framlag sem hér hef-
ur verið á boðstólum til
styrktar baráttunni gegn
neyzlu áfengra drykkja. Hún
sýnir svart á hvítu þá harm-
sögu, sem ofnautn áfengis
hefur ævinlega í för með sér.
Morgunblaðið vill taka undir
þá ábendingu að mynd þessi
sé holl hugvekja, og má í því
sambandi einnig benda á, að
hún á ekki síður erindi við
unga en aldna. Það ber því að
harma að myndin er af ein-
Affalstöðvar SÞ setja svip sinn á útlit Manhattaneyju í New York, 114 meðlimaríki eiga
þar fulltrúa.
20 ár frá stofnun SÞ
FYRIR tuttugu árum, 25.
april 1945, komu saman á ráð
stefnu í San Francisco í Kali-
forníu fulltrúar fimmtiu
þjóða. Þeirra beið stórkost-
legt verkefni — að semja sátt-
mála fyrir alheimssamtök til
áð stuðla að friði með öllum
þjóðum. í tvo mánuði fóru
fram viðræður milli fulltrú-
anna. Tillögrur voru bornar
fram, athuganir gerðar, og
harðar rökræður áttu sér stað.
Loks náðist samkomulag um
stofnun, sem halda skyldi uppi
alþjóða friði og öryggi.
Leiðtogar ráðstefnunnar á-
kváðu að notfæra sér Dum-
barton Oakstillögurnar til að
byggja á byrjunarstarf sitt.
Þetta var uppkast, er áður
hafði verið samið af Stóra
Bretlandi, Kína, Sovétríkjun-
um og Bandaríkjunum. Pull-
trúarnir athuguðu Dumbart-
on Oaks-skjalið og gerðu
hverri undarlegri sérvizku
bönnuð börnum innan sextán
ára. Unglingar á aldrinum
12—16 ára hefðu gott af að sjá
þessa mynd, svo það grópað-
ist í hug þeirra strax í æsku,
hvílíkt böl ofneyzla áfengis
er. Unglingarnir halda oft
að áfengi sé eitthvað fínt og
eftirSóknarvert. Mynd þessi
gæti kippt stoðunum úndan
slíkri sjálfsblekkingu. Því ber
að gagnrýna að unglingum
skuli ekki gefast tækifærd til
að láta sér myndina að kenn-
ingu verða. Satt að segja
ættu skólayfirvöldin að sýna
þessa mynd fyrir æskulýð
landsins.
Ennfremur mætti benda á
hið athyglisverða leikrit
„Hver er hræddur við Virg-
iníu Woolf“ sem nú er sýnt í
Þjóðleikhúsinu. Það- er að
vísu mun grófara og ekki
hollt börum, en fullorðnum
ætti það að vera hastarleg á-
minning um það, hvernig fer
þegar heimili leggst að fót-
um Bakkusar, ef svo mætti að
orði kveða. Þá er blekkingin
á næsta leyti og siðferðileg
upplausn. Hægverkandi sjálfs
morð, mætti nefna slíkt hern-
aðarástandL
breytingartillögur og nýjar
tillöguir. Það þurfti að ráða
fram úr mörgum erfiðum mál
efnum.
Að hve miklu leyti s'kyldi
neit'unarvald gilda í Öryggis-
ráðinu? Hvernig átti ráði'ð að
ákveða, hvort og hvenær Sam
einuðu Þjóðirnar skyldu
blanda sér í deilur, sem lík-
legar væru til að geta leitt til
alþjóða árekstra? Hver átti
að vera grundvöllur atkvæða
greiðslu í a 1 ísherjarþinginu?
Hvernig skyldi standa straum
af útgjöldum Sameinuðu
Þjóðanna? Hvert mál var
rannsakað í smáatriðum og
rætt, þar til komið hafði verið
saman framkvæmanlegum
sáttmála.
Hámark þessarar viðleitni
til aliþjóðasamstarfs átti sér
stað í hihum íburðarmiklu
salarkynnum óperulhallarinn-
ar í San Fan Francisco. Þar
HERNAMSAND-
STÆÐINGAR
■7'ommúnistar blása nú enn
í lúðra sína til að mót-
mæla aðild íslendinga að
varnarsamtökum lýðræðis-
ríkjanna. Eins og alþjóð veit,
er kommúnistaflokkurinn að
molna í margar deildir, sem
berjast mjög innbyrðis, en
eru þó alltaf sammála um þáð
að vega að rótum islenzks
lýðræðis. Ennfremur eru
kommúnistar allir á einu máli
um, að nauðsynlegt sé, að
veikja varnir landsins, svo að
sálufélagar þeirra ættu greið-
ari aðgang að því, ef þeim
dytti í hug að kasta fyrir borð
stefnunni um friðsamlega
sambúð, sem nú er rekin í
Sovétríkjunum.
Allt er þetta gömul saga og
kemur engum á óvart. íslend-
ingar verða ekki nú, frekar
en áður, uppnæmir fyrir því
þó nokkrir kommúnistar og
hjálparkokkar þeirra reyni að
vega að aðild landsins að
varnarsamtökum lýðræðis-
þjóðanna. Þeir eru ákveðnir í
að standa á verðinum um
var sáttmálinn opinberlega
viðurkenndur í einu hljóói
hinn 25. júní, er lokaupp-
kastinu hafði verið breytt og
settar í það breytingartillögur
í síðasta sinn. Fundargerðin
skýrir svo frá, að „á þessari
stundu risu allir fulltrúar oig
áheyrendur úr sætum sinum
og fögnuðu.“
Næsta dag rituðu undir sátt
, málann allir fulltrúarnir frá
þjóðum sem þátt tóku í ráð-
stefnunni, en Harry S. Tru-
mann forseti Bandaríkjanna
lýsti því sem „mikilli trausts
yfirlýsingu þjóða 'heims — trú
á, að styrjöld sé ekki óhjá-
kvæmileg, og að friður geti
haldizt". 24. október 1945 hafði
sáttmiálinn verið staðféstur af
nægilega mörgum þátttöku-
þjóðanna til að gera hann bind
andi. Mikilil draumur hafði
rætzt: Sameinuðu þjóðirnar
voru orðnar að veruleika.
frelsi sitt og sjálfstæði, þeir
hafa tekið sér stöðu með o ír-
um lýðræðisþjóðum og þar
eru þeir staðráðnir að vera,
Hlutleysisstefnan er löngu
dauð, eins og alkunna er, og
hefur ekkert gildi, ef til átaka
kæmi. Fyrir því eru sögu’eg
rök. Mikill meirihluti ís-
lendinga hefur gert sér fulla
grein fyrir þessu; þeir vita að
dvöl varnarliðsins í landinut
og aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu ef lífsnauð-
syn, eins og ástandið hefur
verið í heiminum.
Hitt er aftur á móti um-
hugsunarefni, hvernig á því
skuli standa, að nokkrir rit-
höfundar og listamenn, sumir
ágætir á sínu sviði, virðasfe
ávallt reiðubúnir að stuðla
að samblæstri kommúnista
með því að láta þá nota nöfn
sín í þessum áróðursherferð-
um. Auðvitað verða þessir
menn að gera dæmjð upp við
sjálfa sig og eigin samvizku,
En það er ekki nýtt í veraldar
sögunni að rithöfundar og
listamenn gangi í lið með of-
beldisöflum fyrir einhvem
undarlegan sögulegan mis-
skilning.