Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 29. apríl 1965 MORCU N BLAÐIÐ 19 „Látum rollurnar fara af Reykjanesskaganum og sáum þar grasi og skóg Rabbað við Ingibjöm á Flankastöðum, sjötugan I/ SUÐXJR á Miðnesi, skammt frá Sandgerði er hið gamla höfuðból Flankastaðir. Þar býr nú Ingibjörn Þórarinn Jóns- son, og eftir kirkjubókum oig svoleiðis varð hann 70 ára 24. apríl s.l., fæddur 1805, enda þótt vart sjái að svo sé, því fáir eru kvikari og hvassari í orði en bóndinn á Flankastöð- um. Það er ef til vill ek'ki rétt að tala um bóndann á Flanka- stöðum, því Ingibjörn hefir komið við, allt frá skútuharki yfir frumbýlisár togaranna til dagsins í dag með sínum hraða og margbreytileik. Vegna þess að Ingibjörn er 70 ára og einn af þessum traustu meiðum, fannst mér rétt að skreppa að Flanka- stöðum og fingra við karlinn, en það var ekki unnt fyrr en eftir klukkan 9, því hann væri ekki búinn í fjósinu fyrr. Leiðin sækist í sveiigum og heimreiðin er ekki fyrir ár- gerð 1965, en þó kemst allt klakklaust, og unglegur"lngi- björn stendur á hlaði og bíður til bæjar. — — Já, ég hef ekkert við Morgunblaðið að tala, en það er verstur andskotinn, ef ég finn ekki gamalt Morgunblað til að líta í þá get ég ekki sofnað — en það er bölvaður ávani að sofa — það er mikið að gera á kvöldin þegar vorar, og ennþá meira á morgnana. Það er enginn tími til þess að liggja afturábak eins og illa gerður hlutur, þegar allt er að stundir og nokkrar spurning- ar og svör verða til. — Hvar eru fæddur og upp- alinn? — Ég er fæddur fyrir 70 ár- um í Vallarhúsum hérna á Miðnesinu, og uppalinn þar að mestu. — Hvað var fyrsta vinnan þín? blómstra og æðurinn að koma,-........... og ég tala nú ekki um fiskinn * * ^ í sjónum, sem ég er nú hæltui jpKP**' að eiga við. Svo igöngum við til stofu, I þar sem á veggjum er „Hall- J grímur Pétursson“ og „Drott-1 inn blessi heimilið". — Ingibjörn fær sér hressilegal|§ í nefið og býður á báða bóga. ^fl Ólafur læknir Helgason frá Fitjum kíkir inn og sp; tvenns í senn, hvort búið sé aðv mjólka og hvort séu gestir til ' húsa. — Ja, það er búið aS| ihjólka, segir Ingibjörn, erl engir gestir, bara bræður ogl vinir, en ekki lízt mér vel é\ þennan frá Morgunblaðinu f því ég Hef lítið að segja. Allt fellur þó vel saman og rabbað er um liðnar og líðandi lngibjörn Þ. Jónsson — Það var snemma byrjað að róa hérna út í þarann. Ég fékk 24 fiska í fyrsta skiptið, og maður átti alltaf að gefa fyrstu fiskana otg það gerði ég líka, en mér voru gefnir 50 aurar fyrir og það voru þá peningar. v — Hvernig var lífið á tog- urum, þegar þú varst þar? — Það var ágætt. Vökulögin voru ekki komin þá og við unnum oft 60—70 tíma — allir lifðu þetta af, sumir hörnuðu við hverja raun, en aðrir slitn uðu meira. Nú er þetta svo miklu betra — hreinasti leik- ur. — Hvað kom þér til að fara að búa hér á harðbalajörð? -— Það var fjöls'kyldumál. Ég var alinn upp í þurrabúðar koti, en konan mín, Guðrún Ólafsdóttir frá Flekkudal í Kjós, þekkti þetta allt, svo það var ekker-t annað að gera. Ég var sjómaðúr og ekkert í landbúnaðinum — en þetta bjargaðist allt með aðstoð konu minnar ag annarra. Ég bjó nefnilega ekki einn. — Heldurðu að Rosmhval- nes sé vel náttúrað fyrir land- búnað? — Nei, landbúnaður þrífst aldrei hér á skaganum. Við skulum láta allar rollurnar fara og sá í staðinn skóg og grasi, það breytir útliti og loftslagi. — Hvernig líst þér á stjórn- málin í dag, niðurgreiðslur, vísitölu og skatta? — Þetta getur orðið langt mál, en mér lízt illa á þetta allt saman. Stjórnmálin eru orðin bragðlaus, vísitalan er hálfigerð-svikamylla, og niður- greiðslur lízt mér illa á. Það á hver og einn að kaupa vör- una á því verðþ sem hún er boðin á — og skattarnir eru árangur af öllu þessu sam.vpili og afskiptum og ábyrgð ríkis- ins af einu og öllu. — Hvernig finnst þér aesku- fólkið í dag, er það mikið verra en þegar þú varst ung- ur? — Æskufólkið er betra og það er kurteisara og þrótt- meira, menntaðra og duiglegt — það stafar af því að krakk- arnir núna hafa það betra en við í gamla daga. Kirtlaveik- in er búin og framtíðin brosir við — æskufólkið er að taka við þegar við gömlu jaxlarnir föllum frá. — Hvernig lízt þér á að hætta að vera til, er þá allt búið, eða trúir þú á annað Mf? — Já, ég trúi á annað líf — ég veit að það er til — ég er ekkert upp á það að sofa til efsta dags, ég byrja að starfa hinum megin um leið og ég hætti hér, og þá fæ ég kannski að bæta fyrir brot mín hérna megin. Ingibjörn á Flankastöðum er bjartsýnismaður, bæði í þessu lífi og öðru — hann lætur það ekkert á sig fá þó hann sé að verða einn við bú- skapinn. Dætur hans, Sigríður og Halldóra, eru báðar kenn- arar við skólana í Garði og Njarðvíkum, og Ólafur sonur hans læknir í Keflavík. Ingibjörn hefur frá mörgu að segja úr langri og strangri lífssögu, oig það sem hér er spjallað eru aðeins smápunkt- ar, skeljabrot úr þeirri fjöru, sem lífsstarf hins sjötuga dugnaðarmanns hefur skolað um. Við kveðjum Ingibjörn og óskum til hamingju með öll árin, sem eftir eru. — hsj. — Öður til móðun Þórdis Asgeirsdóttár Fædd 30. júní 1889. Dáin 23. apríl 1965. LÍF vaknar við suðurfjörur, líf dafnar við hné föður og mó'ður, líf þroskast við vinnu með vinnu sömum foreldrum við bústörf og sjósókn. Nýr heimoir þekkingar og alþýðumenntunar er að lýsa - ísland úr Þyrnirósasvefni miðald armyTkursins. Ung nemur mær- in skólalærdóm aldamótaáranna fyrir sunnan, hverfur síðan norður að miðla þyrstum af lær- dómi sínum. Þar mætir hún ör- lögunum í göfugs ungmennis með bjartan og stóran bug pg dru.g, Líifsstarfi'ð hefst, hreiðrið er byggt, starfið hafið, börnin boma eifct af öðru, afchafnir auka styrk og þol, skín sól í heiði, dregur fyrir sól, sortnar í lofti, birtir á ný, langir og erfiðir starfsdagar, þrettán vaxa ungar í hreiðri, aldrei skorti líkamlega né andlega fæðu, umihyggju né aðhlynningu. Með veganesti gott flugu fuglar úr hreiðri. Að kvöldi □- -□ BRIDGE í SÍÐARI hálfleik í leik sveitar Gunnar Guðmundssonar við ensku brigdesveitina var eftirfar andi spil spilað. Á því borði er Lengyel og Priday sátu N.—S. gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 Lauf Pass 2 Lauf Pass 2 Spaðar Pass 3 Lauf Pass 3 Hjörtu Pass 3 Spaðar Pass 4 Spaðar Allir pass Norður A K D 10 6 V Á K 6 5 ♦ 8 * Á D 6 4 Vestur Austur A 9 8 7 • ¥ D 10 9 8 ♦ K D G 9 *87 Suður «432 ¥432 ♦ Á 7 3 2 * K 9 2 A Á G 5 ¥ G 7 ♦ 10 6 5 4 * G 10 5 3 Austur lét í byrjun tú tígul ás, síðan annan tígul, sem Lengyel trompaði heima. Sagn- hafi tók næst ás og kóng í hjarta, trompaði þriðja hjartað í borði með gosanum, lét ú.t laufa gosa, svínaði og austur fékk slaginn á kónginn. Austur lét út tígul, sem sagnhafi varð að trompa settist sól, sofnaði líf við súður- fjörur. Að beðinu flugu fuglarn ir heim að kveðja móðurina með þa’kklæti fyrir gjafir hennar og umfhyggju, en myndin af ferða- félaganum góða, sem hvarf okk- ur fyrir skömmu er allsstaðar samofin mynd hennar. Blessuð sé minningin um ykkur og bless- uð sé heimkoman. Þetta er hug- uirinn okkar allra til ykkar. heima og átti nú aðeins 2 tromp eftir heima og 2 í borði. Hann varð að gefa 2 slagi til viðbótar og spilið tapaðist. Sagnhafi getur unnið spilið með því í þriðja slag að láta út spaða, drepa í borði með gosa, láta síðan út laufa gosa og svína. Ef austur drepur og lætur út tígul, þá er trompað heima, spaða kóngur tekinn, lauf látið út, drepið með tíunni. Nú eru trbmp- in tekin af andstæðirigunum og laufaslagirnir og þannig fær sagnhafi 10 slagi. Ef við hugsum okkur að austur drepi ekki laufa gosann þá getur sagnhafi víxltrompað hjarta og tígul og vinnur þannig einnig spilið. Á hinu borðinu spiluðu Ák- mundur og Hjalti 5 lauf og unnu Sveit Gunnar fékk því samtals 450 fyrir spilið eða 11 stig. — Persluferð Framh. af bls. 17 Einn af yfirmönnum ferða- skrifstofunnar sagði okkur, að breyting yrði á þessu á næsfcunni, því keisarinn styddi starf hermar. Þó yrði farið hægt í sakirnar, einik- um vegna þess að 1. flokks hótel skorti víða fyrir ev- rópska og ameríska ferða- menn. Sagði hann, að aðeins 127 þúsund erlendir ferðamenn hefðu komið til landsins á sl. ári, en það væri smáræði mið að við mörg önnur lönd. — Kenndi hann m.a. um ýms- Um fáránlegum reglum eins og t.d. því, að ferðamönnum væri bannað að hafa með sér sígarettur inn í landið og Lissabon, 27, apríl. NTB—AP. • f DAG voru liðin 37 ár frá því Antonio de Oli- veira de Salazar, forsætis- ráðherra Portugals tók völd. Af því tilefni var afhjúpuð af honum stytta í heimabæ hans Santa Comba Dao, sem er um 150 km. frá Lissabon. Salazar verður 76 ára á mið- vikudaginn nJc. Biivélavirkfdr Viljum ráða nú þegar bifvélavirkja eða menn vana bifreiðaviðgerðum. O RK A H F. Laugavegi 178. ströng tollskoðun væri í flug- höfnum og á landamærum. Þó kvað hann ferðaskrifstof- una hafa komið því í kriing, að linað hefði verið á að- gangshörku tollyfirvaldanna. 1 Iran er bannað að selja erlendar sígarettur, en þó er víðast hvar hægt að kaupa t.d. bandarískar sígaretfcur, þótt það sé gert undir borðið. í landinu eru framleiddar sígarettur og líkaði mörgum blaðamönnunum þær vel. Þá hefur landið upp á að bjóða sérlega gott vodika og er það mjög ódýrt. Flaskan kostar ca. 50—60 krónur í búðum. Yfirleitt er verðlag í landinu mjög hagstætt, en víðast prúttar maður í búðum og á mörkuðum. íran eða Persía á áreiðan- lega mikla framtíð sem ferða mannaland. Það er auðvelt að komast þangað á þægilegan hátt. íslendingur getur geng- ið inn I skrifstofu Flugtfélags ins í Lækjargötu og keypt sér þar farmiða til Teheran og ferðin tekur ekki sólarihring. Þá er komið í heim, gjörólik- an þeim sem við þekkjum. Persía á sér meira en 6 þús und ára sögu. Víða um land- ið má sjá minjar frá fornum tímum og reyndar einnig frá síðari öldum. f Persepolis má sjá hina miklu konungsborg, sem Daríus hóf að byggja og Xerxes sonur hans hélt á- fram með, en var brennd af Alexander mikla. f Isfahan má sjá hinar fallegu og miklu moskur síðari alda og bazar- inn, sem er einhver hinn stór kostlegasti í heimi, Shiraz er borg ljóða, víns og rósa og í Teheran er fjörugt næturlíf fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Á næstunni munu birt- ast i blaðinu greinar frá nokkrum þeim stöðum sem við komum til. Björn Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.