Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 Þórhallur Helgason, Keflavík, með einn stórann. Ég ólst upp viö sjóinn og þarf að finna hann af og til Frá 6. sjóstangaveiðiinátínu hvítasunnuna um SJÖTTA alþjóðlega sjóstanga veiðimótið fór fram í Kefla- vík dagana 4. til 7. júní s.l. Mættir voru til móts 80 keppendur: frá Frakklandi, Englandi, Danmörku, Banda- ríkjunum og íslandi; en frá íslandi voru keppendur frá Akureyri, Akranesi, Reykja- vík og Keflavík. Farið var á sjóinn á 12 bát- eitt sáttir, að fiska að gamni sínu því þorskurinn og ufs- inn fara ekki í manngreinar- álit. Þegar í land var komið var nokkur spenningur meðal manna, sumir höfðu marga fiska en smáa, aðrir fáa en stóra, en hver varða að taka sínu úthaldi eins og það var — en verðlaun voru veitt fyrir Hákon Jóhannsson, í Sport með vænan fisk um frá 8 til 58 tonna og var veður mjög sæmilegt, svolítill gutlandi á hvítasunnudag, en þó ekki til skaða fyrir fiski- menn. Farið var á sjóinn þrjá daga í röð og varð heildarafli rúm 15 tonn af öllum tegundum Faxaflóafisks. Lagt var af stað kl. 10 hvern morgun og komið að kl. 6 að kvöldi. Þá hófst viktun og greining teg- unda, sem er að vissu leyti margbrotið keríi, en í sport- mennsku er engin dómur á það lagður, heldur aðeins að fylgja leikreglum, sem gera sportið að sporti. í þessum hópi, sem lagði úr Keflavíkurhöfn í þrjá morgna í róður, voru menn úr mörgum stéttum en allir á stærsta fisk hverrar tegund- ar, fyrir mestan afla, flesta fiska og flestar tegundir. Þetta sport er sízt dýrara en laxveiði í laxlausum ám, því engin fer á sjóinn án afla að vísu mismunandi mikl- um, en í sjóstangaveiði er afl inn ekki aðalatriði heldur þátt taka í skemmtilegu sportL Það var glsesibragur y'fir Keflavíkurhöfn, þegar allur sjóstangaveiðiflotinn sigldi inn, en dálítið hangandi brún á þeim, sem áttu hálfa bala, en fullir við hliðina og karfa að auk’i, en sú misklíð stóð ékki djúpt, þetta er mitt og þetta er þitt og þar með búið. Það er ekki ástæða til að telja upp frá þyngsta þorski til þyngsta marhnúts, en verð launafiskarnir eru þar á milli, hver samkvæmt sinni tegund og þyngd, heldur var forvitni legra að tala við fólkið eftir að viktun var lokið. Þá hitti ég fyrir Birgi Jó- hannsson, tannlækni, sem er höfuðpaurinn í þessu öllu sam an. — Hvers vegna leggur þú svo mikið í sölurnar fyrir þessa sjóstangaveiði? — Ég er fæddur og upp- alin við sjó — ég stal ára- bátum og vildi vera á sjó — þetta er bergmál af æskubrek um og ég hefi ekki orðið fyrir vonbrigðum og ekkert snobb — aðeins fólk, sem hefur sam elginlegt áhugamál. — Hér við ísland er paradís sjóstanga veiði — hér er um svo marg ar tegundir að fát á krókinn. Ég hefi sjálfur gaman af þess- um veiðiskap og hvet aðra til að vera með. Svo hitti ég Þorstein Hann- esson, óperusöngvara', og spyr hann hvað komi honum til að fara í þessa sjóstangaveiði? — Maður þarf á hreyfingu að halda. Ég er alinn upp við sjó, og þarf einstöku sinnum að halda á sjó — ég hefi aldrei gert þetta fyrr, en geri það aftur, þegar ég á kost á. Svo er verðlaunadrottning- in, Steinunn Roff: Sr. Eirikur J. Eiriksson: Þitt starf ei nemur staðar Trinitatishátíð. Guðsp jallið Jóh. ‘3,1-15. Þrenningarlærdómurinn hefur einatt verið umdeildur. Fær Þrenningarhátíðin fyrst á sig fast form nokkuð seint, og ýmislegt er raunar óljóst um uppruna hennar. Hefur hún og aldrei eign ast sæti jtil jafns við stórhátíðir ársins. Þó birtir þrenningin okkur kristnum mönnum mikilvæg sannindi um eðli guðdómsins. Hann er faðirinn, sem skapar og elskar, sonurinn, sem fórnar og endurleysir og birtir okkur Guð, en einnig er hann andinn, sem birtir okkur enn * skaparann og endurlausnarann eins og þegar vor kemur, nýtt og með hvérj- um degi í æ ríkara mæli vaxtar og verðandi. Að sjálfsögðu er trúin á skap- arann, Guð föður almáttugan, kjarni þessa máls, en þó er ekki um það að efast, að trúin á Jesúm Krist sem eina grein þrenningarinnar kemur greini- lega fram í Nýja Testamentinu og þá fyrst og fremst í skírn- arfyrirmælum Matteusarguðs- spjalls í bréfum Páls og víðar. Kristin trú er frá upphafi vega sinna persóriuleg í fyllsta skiln- ingi, hún miðar við Jesúm K^ist og skírnarjátningin hefur snemma miðast mest við hann. Ber Postulasagan vott um það. Má og minna á orð I. Jóhannes- arbréfs: „Og vér höfum séð og vitum, að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heims- ins. Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði“ (I. Jóh. 4,14-15). Sjá e’innig 1. Jóh. 5,5: „En hver er sá, sem sigrar heim- inn, nema sá sem trúir að Jesús sé sonur Guðs?“ Guðstrú er Kriststrú. Þannig veit kristinn maður á hvern hann trúir. Raunar hafa menn deilt um þetta. Stundum hafa'menn álitið enga aðgreiningu vera þessa. Opinberunin í Jesú Kristi útilok ar þá aðra vitneskju um Guð. Eins hafa mexm þá litið á jarð- líf Jesú sem sýndartilveru. Trúin á heilagan anda tengir saman. Við skyldum einmitt gæta þess vel og hafa í huga að guðsopinberunin talanarkast ekki við ákveðið tímaskeið. Hún er ævarandi veruleiki. Og eins verður Jesús án mannleika okk- ur framandi og örlög hans okk- ur óviðkomandi. Hins vegar er svo vandinn, að menn hafa smækkað Jesúm Krist og gert hann að óæðri veru Guði og þannig opnað leið til — Ég er mjög ánægð yfir því að hafa getað hjálpað til að þetta mót gæti íarið fram í Keflavík og þátttakendur haft aðsetur á „vellinum" og að maðurinn minn, Stanley, Framhald á bls. 31 \ð veiðum í Garðsjó í sólskini og hita. dýrkunar nokkurs konar hálf- guðs. Menn fara miklum viður- kenningarorðum um snillinginn Jesúm Krist, hann er hátindur mannlegs fullkomleika. En sér- staða hans er óneitanlega þar 1 með horfin. Við setjum hann á bekk með hetjum dagsins og átrúnaðargoðum. Við skyldum gæta þess, að þar með er Jesús ekki lengur Frelsari okkar mannanna. Hann þarf sjálfur á hjálpræði að halda og endurfæðingu, sérstöðu hans er hrundið og opinberunin i molum og án fulls gildis fyrir okkur mennina. Guðssamfélag í kristnum skiln ingi er óhugsandi án Jesú Krists. Hann gerir það persónulegt og gæðir það innileika og hjai Vns hlýju, sem óhugsandi væri, ef Guð væri án opinberunar sinn- ar í bróður okkar mannanna og sönnum hluttakanda í örlögum okkar. Eitt mesta mein okkar tíma er hið ópersónulega viðhorf okkar tíma er hið ópersónulega viðhorf okkar mannanna og, hversu við einangrumst og setjum von okk- ar á skipulag eitt eða annað án hins»eina grundvallar, sem hlýt- ur að vera mannlegur þros&i, sem byggist á hlutdeild okkar 1 Guði fyrir Jesúm Krist Frelsara okkar mannanna. Jesús segir í guðspjalli þrenn- ingarhátíðar: „Yður ber að end- urfæðast“. Það verður fyrir á- hrif heilags anda. Andinn telst til þrenningarinnar, sem dagur- inn er helgaður. Segja má, að líkingin um vindinn, sem blæs, eigi vel við um verkanir guð- dómsins. Kenning, ein eða önn- ur skiptir miklu ■ máli, en and- rúmsloft það, er við lifum og 'hrærumst í skiptir mestu máli. Það er mikils vert, að beitt sé réttum gróðursetningaraðferð- um og ræktunar vordaga, en í engan stað kemur sú viðleitni, ef vorsins blær kemur ekki til okkar óg lætur sumar verða með gróðri og vexti. Andinn er tákn Guðs, sem er að verki og lætur bamið í sál- um okkar verða til, lætur fæð- ingu verða og viðgang. Það hef- ur verið sagt um ellina og hröm un líkamans, að hún sé okkar sársaukaefni, vegna þess, að sál- in sé ung og verði of þröngur stakkur skorinn með hinni ytri afturför. Sálin er varla ung án endur- nýjunar án fylgdar og samfélags hins heilaga og góða, hins eilífa TJngur maður átti í vök að verj- ast með breyzkleika nokkurn. Hann kom til prestsins síns. „Ertu öruggur?" „Nei, mig vant- ar félagsskap." „Ég skal búa út plagg, þar sem þú segir ástriðu þinni stríð á hendur og ég skal skrifa undir skjalið með þér“, mælti presturinn. Þetta hreif. Ungi maðurinn fann styrk við þessa samstöðu eða ábyrgð. Við, yngri sem eldri þurfum á þessari samfylgd að halda. Guð veitir okkur hana í heilögum anda sínum. Og samfylgd þessi má ekki vera óvirk máttaka. Við verðum að leggja á okkur nokkra byrði hennar vegna. Guðs andi boðar ævinleg spor og óstöðvandi guðdómsins til okkar. Vissulega kemur hann í tækn- dnni og lætur manninn vera á gangi úti í geimnum. En lítum okkur nær þessa vordaga og sumars sem í hönd fara. Leið- um börn okkar svo sem verða má undir blæ himins blíðan. Blessað sé sumarstarf kirkjunn- ar, æskulýðsfélaga og stofnana, að starf endurfæðingar nemur ei staðar í hinni ytri náttúru og, að vorblærinn er tákn Guðs kær- leiksanda, að við helgum líf okk- ar honum í sem fyllstum mæli börnum okkar og sjálfum okkur til blessunar um tíma og eilífð. — Amen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.