Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. ’GnT 1965 MORGUNBLADID 5 Hlaut hæstu einkunn, sem gelin helur verið á landspróli \samtal v/ð Helga Skúla Kjartansson HELCrl Skúli Kjartansson, nemandi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, vann það afrek að hljóta í aðaleinkun á lands prófi 9,74 en það er hæsta einkunn sem gefin hefur ver- ið á landsprófi til þessa. Þessi frábæra framistaða Ifelga Skúla er þeim mun glæsilegri, þegar þess er gætt, að hann hefur í vetur látið sig félags- lífið í skólanum miklu skipta. Fyrir árshátíð skólans setti hann saman rúmlega hálftíma leikþátt í bundnu máli og lék sjálfur eitt aðalhlutverkið. Auk þess ritstýrði hann skóla blaðinu. Heligd ©r hógvær piltur að eðllisfari og vill ek’ki gera mikilð úr námsafreki sínu. Þeitta koim glöggt í iljós, þegar við IheimsóittU'm hann á heim- ili hans Grundarstíg 6, þar sem hann býr ásamt foreldr- uim sírnim, Valgerði Hjörleifs dóttu'r og Kjartani Skúlasyni. til þeiss að foirvitn'asit um hanoi sjál'fam o,g niámsárangurinn. Við hófum máls með því a@ spyr ja Helga, hver hefði verið lægsta einkiunm hans í próf- unum. — 8,6. — í hvaða greim var það? — Þ>að var í dönsku. — Varstu með 10 í mörgum greimum? — í einium f jórum eða fimm, að mig minnir. — Og þú ætlar í memmta- skólam héirna? — Já, ég býst við þvL — Hefurðu nokkuð ákveðið, hvað þú ætlar að nema að loknu stúden'tsprófi? — Já, óg hef nú bugsað heil rnikið um það, en ekki komizt a!ð neinmi niðurstöðu emmiþá. — Hefur þú sérstakt dáliæti á einlhverjum námsgreinum? — Nei, eigimlega ekki. Það væru þá helzt íslenzka, nátt- Helgi Skúli Kjartansson úrufræðd og svo tumgumáldn. — Krefst ekki svona náms áramgur mikillar ástumdumar? Máttu nokkurn tíma vera að því að líita upp úr bók? — Já, jé. Em awnars er ég ek’ki svo ýkjiamikið í félags- lífimu uitam skólans, meira innam hams. — Var fjörugt félagslíf inmam skólans í vetur? — Já, það var nokkuð fjör ugt eða að minnsta kosti eins fjörugt og hægt er að ætlast til í ekki fjölmennari skóla. Við vorum t.d. með leikrit í vetur og í því lék nær tíundi hver nemandL Svo voru auð- vitað dansæfngar, taflklúbbar og leiklistarklúbbur, sem starfaði reyndar aldrei, held- ur aðeins komið á laggirnar til þesis að koma uipp lieikrit- imu. — Var leikritið ekki eftir þig, Helgi? — Ja, ég var reyndar skrif aður fyrir því, en það voru ýmsir aðrir sem lögðu þar líka hönd á plóginn. — En hver eru nú helztu áhugamál þín utan skólans? — Ég get varla sagt að ég hafi nokkurn tíma fengið neinar „dellur“, að minnsta kosti ekki neinar sem ég vil hafa hátt um. Lestur er mér mikið hugðarefni, bæði bók- menntir og ekki bókmenntir. Nú og svo hef ég gaman af fótbolta, ekki sem leikmaður, heldur sem áhorfandi. — Að lokum, Helgi. Held- urðu að þú saknir skólans? — Ég get ekki neitað því, að ég sé eftir því að hitta ekki krakkana á hverjum degi, en aftur á móti :þá er það líka ágætt að vera laus við allt þrasið. VISUKORN MÍN FEÐBAJÖRÐ Mín feðrajörð með faldinn tignarháa Með fjalladýrð í víðum heiðageimi. Þitt fagra nafn er eitt í öllum heimi fsland, þín mynd, sem rís í heiðið bláa. Ég á ei fegri draum við lundinn lága en lífs míns dag, að þínu frelsi hlúa.* Mín feðrajörð, mitt alt, sem eg vil trúa. Kjartan Ólafsson. PERÐAFÓLK TAKIÐ EFTIR! Frá 1. júlí gefur húsmæðraskólinn að Löngumýri, Skagafirði ykkur kost á að dvelja í skólanum með eigin ferða útbúmð, t.d. svefnpoka eða rúmfatn að gegn vægu gjaldi. Morgunverður framleiddur. Máltíðir fyrir hópferða- fólk, ef beðið er um með fyrirvara. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík hefir opnað skrifstofu að Aðalstræti 4 hér í borg. Verður hún opin alla virka daga kl. 3—5 e.h. sími 19130. Þar er tekið á móti umsóknum og veittar allar upplýsingar. Frá Mæðrastyrksnefnd: Konur, sem óska eftir að fá sumardvöl fyrir sig og börn sín í sumar á heimili Mæðra- styrksnefndar að Hlaðgerðarkoti í Mosfellsveit, tali við skrifstofuna sem allra fyrst. Skrifstofan er á Njálsgötu 3 opin alla virka daga nema laugar- daga kl. 2 — 4. Sími 14349. F RETTIR Hjálpræðisherinn hefur eftir venju kaffisölu á Þjóðhátíðardaginn, 17. júní Kaffisalan hefst kl. 3 e.h. og heldur áfrain fram eftir kvöldi. Þess er vænzt að bæjarbúar taki boðinu og kaupi kaffi „Herkastalanum“ sér til hressingar og styrki um leið gott málefni. Kvenréttindafélag íslands heldur 19. Júní-fagnað í Tjarnarbúð uppi (Tjarn erkaiffi) laugardaginn 19. iúni kl. 20.30 Góð dagskrá. Allar konur velkomnar. Frá Guðspekifélaginu: Sumarskóli Guðspekifélegsins hefst að Heiðardal í ÖLfusi n.k. laugardag kJ. 8 s.d. og verður lagt af stað austur fbá Guð- gpekifélagshúsinu kl. 4 e.h. Martein Bartels og Elisabet kona hans, sem búsett hafa verið í Dan- mörku í yfir 30 ár, eru í heimsókn hér. Þau dveljast hér á heimili Filippiu Blöndal, Eskihlíð 6. Kvenfélag Laugarnessóknar, fer •kemmtiferð upp í Borgarfjörð mið- vikudaginn 23. júní. Upplýsingar gefa Unnur Árnadóttir, Sími 32716 \g Ragnhildur Eyjólfsdóttir, sími 16820. Hraunprýðiskonur: Sumarferðalagið er um næstu helgi. Uppl. í símum C0597, 50452 og 30681. Ferðanefndin. I fjarveru séra Garðars Þorsteins- ■onar í Hafnarfirði þjónar séra Helgi Tryggvason prestákalli hans. Sími •éra Helga er 40705.Viðtalstími hans í Hafnarfjarðarkirkju auglýstur eftir helgi. Konur í Kópavogi. Orlof húsmæðra verður að þessu að Laugum í Dala- •ýslu (Sælingsdalslaug) dagana 31. Júlí til 10. ágúst. Upplýsingar i sím- •m 40117, 41129 og 41002. Frá Dómkirkjunni . í tveggja mánaða f jarveru séra Jóns Auðuns gegnir séra Hjalti Guð- mundsson, Ðrekkustíg 14. prestsverk- «m fyrir hann og afgreiðir vottorð. Blöð og tímarit í marz kom út 1. — 2. töhiblað Dýravermdarains. f blaðinu er m. a. girein um Dýra v erndaramn fimmtugiain eftir Guðmund G. Hagalín rithöfund, sem er rit- stjóri blaðsins, kvæði er nefnist Vald og vernd eftir Gu'ðmund skáld Guðmundsson, nýútkomna reglugerð um varnir gegn ó- hreinkiun sjávair af völdum olíu o.m.fl. Blaðið er 44 blaðsíður prýtt fjölda mynda. Nýlega barst blaðinu svo 3. töluiblað Dýraverndairains. Meðial efindis þess má nefna löggjöf um eyðingu svartbaks og huigleiðing ar um hana, samiþykkitir áóailfund air Samlbands dýraveimdunarfé- laiga íslands 1964 auk annars efn LISTASÖFN ( Ásgrímssafn, Bergstaðasitræti 74 er opið sunnudaga, þriðju- I daga og fimmtudaga kl. 1:30 | til 4:00 Listasafn Einars Jónssonar er, lokað vegna viðgerðar. Minjasafn Reykjavíkurborg I ar, Skúlatúni 2, opið daglega | frá kl. 2—4 e.h. nema mánu , daga. Þjóðminjasafnið og Lista- 1 safn íslands eru opin alla | daga frá kl. 1.30 — 4. CÁMlúrogToiT Margt er gott í lömbunum, þegar þau koma af fjöllunum, gollurinn og görnin, og vel stíga börnin. Smúvarningur Á morgun eru liðin 150 ár frá orustunni við Waterloo. Pennavinir 25 ána gamall Ástradíuimaðiur hefur sent okkur bréf, þar sem | hann lætur í ljós ósk um að komasit í bréfasaimbaind vi'ð ís- lendin.g. Hann er í ástralska fluig hernum o>g hefur áhuga á frí- merkjasöfnun, ljósmyndun og flesitum greinum fþrótta. Hann heitir: F.R. GRIGG og býr í Flat 2, 21 Lennox Street, Nith Richmond VIC, Australia. Málshœttir Það voru fá 011*0 í fuilri mein- ingu. Það eru hæg heimatökin. Þú kamiur eins oig skollinn úr sauðarlegignium. Áheit og gjafir Pakistansöfnunin afh. Mbl.: | Guðfojörg Vilhljálmsdóttir kr. 500. Stórt fyrirtœki óskar að ráða vanan skrifstofumann strax. — Tilboð, merkt: „Skrifstofumaður — 7855“ sendist afgr. Mbl. fyrir 23. þessa mánaðar. Bifreiðaeigendur Bili bíllinn — gerið við sjálfir. , Við höfum húsnæðið og verkfærin. Opið alla daga kl. 8 f.h. til 11 e.h. BÍLAÞJÓNUSTAN Dalhrauni 5 — Hafnarfirði. — Sími 51427. Verzlunarskólastudent sem hefur unnið sjálfstætt við innflutningsverzlun, óskar eftir vel launuðu starfi. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „6930“. i til leigu Ca. 240 ferm. hæð í Brautarholti 4, er til leigu. — Hentugt fyrir léttan iðnað. (Parket gólf á allri hæðinni). Upplýsingar í síma 23611 að degi til og í símum 15973 og 12038 eftir kl. 7 á kvöldin. Hátíðarmatur * I MÚLAKAFFI í dag, 17. júní, er opið hjá okkur til klukkan 20 í kvöld. — Hátíðarmatur er framreiddur hvenær sem er dagsins. Matseðill 17. júní Kjörsveppasúpa. Steikt Rauðsprettuflök með remolaðisósu. —— Lanibasteik með grænmcti. Svínasteik með sveskju- og epIacornpolL Franskt buff. ------- Svínakótilettur með rauðkálL Hangikjöt með grænum ertum og stúfuðum jarðeplum. —xn.— Pylsur með jarðeplasalati. --— 17. júní dester og ísar með ýmsum ávaxtasósum. Fjölskyldan borðar hjá okkur í dag! - Skjót og góð þjónusta! — GLEÐILEGA HÁTÍÐ! — MIJLÁKAFFI, HALLARMÍJLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.