Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. Jönl 1965 MORGU HBLAÐIÐ 13 Verðlaunasjóður bændaskólanna •••v - ^ •■'■W'Otcy ^ Stutt svar til Halldórs Páls- i sonar, búnaðarmálastjóra. Við slit Bændaskólans á Hvanneyri 15. maí s.l. fórust undirrituðum m.a. orð á þessa leið: „Frá Verðlaunasjóði bænda ekólanna, sem stendur undir um sjá Búnaðarfélags íslands, hafa engar verðlaunabækur borizt að I>essu sinni þrátt fyrir beiðni, en svo er fyrir mælt í skipulags- reglum þessa sjóðs, að verðlaun- in skuli afhent með prófskírtein- um Er þessi ákvörðun Búnaðar- ^élagsins lítt skiljanleg. Ég hef því ákveðið, að skólinn veiti verðlaunin að þessu sinni. Hafa kennarar skólans orðið sammála um það, að þau skyldu falla í hlut þeirra Þóris Guðj ónssonar, Hemru í Biskupstungum og Sig- urðar Magnússonar, Bryðju- holti í Biskupstungum". Fleiri crð voru ekki um það höfð. Við ekólauppsögnina var staddur blaðamaður frá Morgunblaðinu m.a. til þess að afhenda silfur- 6keifu, sem Morgunblaðið gefur árlega þeim nemanda, sem sýn- ir bezta útkomu í hestamennsku. Fréttin um skólaslitin kom í Morgunblaðinu 26. maí. Halldór PóLsson búnaðarmálastjóri tekur hana orðrétt um ofangreint at- riði upp í grein sinni í Morg- unblaðinu 4. þ.m. og leggur mér hana í munn. Fréttin ber þó greinilega með sér, að hún er etíluð af fréttamanni, en ekki mér, og hefði því búnaðarmála- etjóri getað sparað sér getsakir í minn garð. Annars höfum við Halldór Pálsson ef til vill báðir snnað þarfara með tímann að gera en að kíta um slíka smá- muni sem þessa. Megin atriði þessa máls eru eftirfarandi: Norsku og þýsku áburðarverksmiðjurnar gáfu ár- jð 1937 nokkurt fé í sjóð til minningar um 100 ára afmæli Búnaðarfélags íslands. Skyldi ár lega úthluta verðlaunum úr ejóðnum, öðru fremur búfræði- bækur, til eins og síðar tveggja nemenda við hvorn búnaðar- ekóla. Búnaðarfélag Xslands hef- ur á hendi yfirstjórn sjóðsins og úthlutar verðlaunum eftir tillög- um bændaskólanna. Jafnan fá t>eir verðlaun, sem hljóta hæstu einkunn. Er því ekki hægt að gera tillögur um verðlaunahaf- ana fyrr en búið er að reikna út einkunnir ,en því er venjulega ekki lokið fyrr en 2—4 klst. áð- ur en skóla er sagt upp. Hins vegar ber að afhenda verðlaun- in „um leið og nemendum eru eEient prófskírteini að afloknu burtfararprófi frá bændaskól- unum“. Þess vegna verður ,Bún- aðarfélagið að senda verðlauna- bækurnar áður en skóla er sagt upp, en það er ávalt gert á svip- uðum tíma, og vita starfsmenn Búnaðarfélagsins það vel. Ætti því ekki að vera þörf á því að ganga eftir verðlaunabókunum árlega, heldur senda þær skólan- um seinni hluta vetrar til afhend ingar um Ieið og búfræðingar eru brotskráðir úr skóla. Halldór Pálsson segir, að „nú BÍðustu árin hefur skólastjór- inn á Hvanneyri aldrei fullnægt Bkilyrðum skipulagsskrárinnar um að gera tillögur um verð- launaveitingarnar til Búnaðar- íélags íslands í tæka tíð“. í l>essu efni hefur engin breyting kér á orðið ,hin síðustu ár“. Alla tíð meðan Steingrímur Stein- bórsson var búnaðarmálastjóri voru verðlaunabækurnar sendar íyrir .skólauppsögn og afhentar við skólaslit alveg á sama hátt cg átti að gera hér í vor. Breyt- ingin, sem á hefur orðið „hin síðustu ár“ er því hjá Búnaðar- íelagi fslands, en ekki Bænda- skólanum á Hvanneyri. bé kvartar búnaðarmálastjóri yfir því, að hann féi fyrst að vita nöfn verðlaunahafa 8—9 mánuðum eftir skólauppsögn. Hann hefði getað sparað sér „endurtekin símtöl" að því til- efni, ef hann hefði lesið bún- aðarblaðið Frey, sem Búnaðar- félag íslands gefur út. Um eða upp úr miðju sumri eru nöfn nýútskrifaðra búfræðinga og verðlaunahafa send Frey og eru venjulega birt í september- eða októberblaðinu. Búnaðarmálastjóri ásakar mig fyrir það að hafa ekki rætt mál þetta við sig. Undanfarin ár hef ég ávalt snúið mér til skrifstofu- stjóra Búnaðarfélagsins um þetta mál en ekki til búnaðarmála- stjóra. Einnig í þessu efni virð- ist hafa áorðið breyting í Bún- aðarfélagi íslands „hin síðustu ár“. Ég skal hafa þetta í huga á næsta vori, ef Bændaskólan- um á Hvanneyri þykir það svara kostnaði að hefja máls á þessu, að því er virðist, viðkvæma deilumáli. Hvanneyri 11. júní 1965 Guðm. Jónsson Bandarísk þota hrapar í París París 15. júrtí — NTB-AP EINN af þriggja manna á'höfn missti lífið er band'airisk B-58 „Hustler" sprengjuþota hrapaði í lendingu á Le Bourget flugvelli í París í dag. Þotan kom frá bandaxískri fluigstöð á Spáni í tilefni af hinhi alþjóðlegu flug- og geknferðasýningu, sem nú stendiur yfir í París. Þetta er í annað sinn, sem bandarísk þota 'hrapar við L«e Bourget í sam- bandi við flugsýningu. í fyrra sinnið var það 1961, en þá hrap- aði samskonar þota við ílugvöll inn. — Þeir tveir, 9em slösuðust í slysinu í morgun, eru í sjúkra húsi, o.g standa vonir til, að hægt verði að bjarga lífi þeirra. 4 Mynd þessi var tekin við skólauppsögn í Verzlunarskóla íslands 15. júní, þegar Örn Johnson fram- kvæmdastjóri afhjúpaði styttu af Þorláki Ó. Johnson, sem átti frumkvæði að stofnun íslenzks verzl- unarskóla. Ríkarður Jónsson gerði styttuna. Til vinstri er formaður skólanefndar Verzlunarskóla íslands, Magnús J. Brynjólfsson, kaupmaður, sem þakkaði gjöfina. Á annað hundrað Rotaryiélagar á umdæmisþingi í Eyjum 18. UMDÆMISÞING Rotary- klúbbanna á íslandi var haldið í Vestmannaeyjum um hvítasunn- una, 5.—7. þ.m. — Á laugardags- morgun komu um 90 Rotarymenn og gestir þeirra með m.s. „Esju“ til Eyja og bjó fólkið um borð í skipinu þingdagana. Alls sóttu þingfundi nokkuð á annað hundr að manns þá er flest var. M.s. „Esja“ sigldi til Surtseyj- ar og nýju gosstöðvanna á báð- um leiðum. Fannst ferðafólkinu mikið til um þessi náttúruundur og feigurð Vestmannaeyja. Þingið var sett í Gagnfræða- skólanum. Haraldur Guðnason, núv. umdæmisstj. setti þingið kl. 2 e.h. á laugardag. Um kvöldið hafði bæjarstjórn Vestmanna- eyja boð inni í Samkomuhúsinu fyrir þingfulltrúa og gesti þeirra. Á Hvítasunnudag hlýddu menn messu í Landakirkju. Séra Jóhann S. Hlíðar prédikaði. Eftir hádegi var efnt til skemmtiferðar um Heimaey undir fararstjórn Stefáns Árna- sonar, en kl. 8 hófst kvöldvaka með fjölbreyttu efni. Á annan í hvítasunnu hófust þingstörf kl. 10 f.h., en kl. 6 voru þingslit. Erindi á þinginu fluttu Conrad Vogt-Svendsen frá Osló, fulltrúi forseta Rotary International, Haraldur Guðnason flutti ítar- lega skýrslu um starfið á árinu. Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri 'Bifröst, flutti erindi um Rotary og æskulýðinn og flutt var erindi séra Þorsteins L. Jónssonar, Vestmannaeyjum, er hann nefndi Gullið í gjöf dags- ins. Allmörg mál voru afgreidd á þinginu. Þingforsetar voru Jón Árnason, Akranesi og ritarar Ingvi Ebenhardsson, Selfossi og Jón H. Bengs, Reykjavík. Rotaryklúbbur Vestmanna- eyja sá um undirbúning þings- ins. 1 undirbúningsnefndinni voru: Einar H. Eiríksson skatt- stjóri, form., Stefán Árnason fv. yfirlögregluþjónn og séra Jóhann S. Hlíðar. Rotaryklúbbarnir íslenzku eru nú 16 að tölu og voru fulltrúar frá þeim öllum nema einum. Félagar eru 570. Klúbbar eru alls rúmlega 12 þúsund og félag- ax um 600 þús. Núverandi forseti er Charles W. Pettengill, Banda- ríkjunum, en viðtakandi forseti C. P. H. Teenstra, Hollandi. Næsti umdæmisstjóri hér á landi verður Sverrir Magnússon Stefán Árnason, Vestm.eyjum og'lyfsali, Hafnarfirði. LONDON DOMUDEILD Austurstræti 14. Sími 14260. 3/a herhergja íbúð á góðum stað í Vesturbænum til leigu frá 1. júlí nk. Aðeins barnlaust reglufólk kemur til greina. — Þeir sem hafa áhuga, sendi nöfn sín í pósthólf 1307, — merkt: „Vesturbær“. HEUNCA Stðbuxur HELÁNCA sk'iðabuxur í ú r v a 1 i . — PÓSTSENDUM — --A-- LOIMDON, dömudeild SÆMSK GÆUAVARA ASEA hefur hinn rétta mótorrofa fvrir rafmagns- mótor yðar. # Gott slitþol # Gott rofa- og lokunarafl. # Vfirstraumsliði af innstungugerð. JOHAN RÖNNING h.f. Sk]nh''1>. -- -o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.