Morgunblaðið - 17.06.1965, Side 28

Morgunblaðið - 17.06.1965, Side 28
Hð&MK Long stærsta og ijölbreyttasta blað landsins 134. tbl. — FSmmtudagur 17. júní 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað „Ætli maður reyni ekki að byggja bæinn upp aftur“ — segir bóndinn að Sleð- brjótsseli, en bærinn þar eyði- lagðist af eldi í fyrrinótt EI.IÍUR hom upp í bænum að Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð í fyrrakvöld. Urðu skemmdir svo nmiklar að ekki er talið borga sig að gera við bæinn. Heimafólk, sem sumt var háttað, bjargaðist. Morgunblaðið átti í gær tal við bóndann að Sleðbrjótsseli, Björn Guðmundsson, og sagðist honum svo frá brunanum: — Eldsins varð vart kl. 10.20 um kvöldið. Ég var þá háttaður upp í rúm á efri hæð, en Ásrún Gunnlaugsdóttir tengdadóttir mín var á neðri hæðinni. Heyrði hún eitthvert snark uppi og gekk því upp stigan og sá þá e-ld upp undir rjáfri. — Hún kallaði í mig og sagði mér frá þessu, en ég var þá að lesa í blöðum. í næsta herbergi við mig var rúmlega eins árs telpa, Gígja, dóttir Ásrúnar og Svavars sonar míns. — Ég brá fljótt við, fór i sökka, greip með mér buxur sem voru við rúmið og hljóp fram á gang, að skipti engum togum að reykur var þá orðin svo mik- ill að ekki sá handaskil. — Ég skreið í áttina að stig- anum, en það tókst ekki betur en svo að ég steyptist niður á næstu hæð, en ég meiddi mig samt ekkert. Gígja litla hafði hlaupið beint niður, þegar móðir hennar kallaði. — Heima voru einnig 14 ára piltur frá Egilsstöðum, Rúnar Guðmundsson, og smábarn, sem hann var að passa á neðri hæð- inni. Kona mín, Guðríður Guð- mundsdóttir, var stödd á Egils- stöðum og Svavar sonur minn á Eiðum. —- Rúnar hljóp pg náði í vatns fötu og skvetti tvisvar eða þrisv- ar sinnum á eldinn, þar sem hann virtist mestur, en það hafði enginn áhrif, nema þá helzt að hann magnaðist við það. Framh. á bls. 27 Nýr menntaskóli í Reykiavík NÚ er undirbúningur að bygg- ingu nýs menntaskóla kominn það vel á veg, að auglýst hefur verið eftir tilboðum í fyrsta áfanga byggingarinnar, en það eru 6 kennslustofur. Stefnt er að því, að kennsla hefjist í þeim um næstu áramót. Skóianum er ætlaður staður við Hamrahlíð, fyrir norðan Goifskálahæðina. Er þetta eitt- hvert skemmtilegasta skóla- stæði, sem Reykjavíkurborg hefur yfir að ráða, enda mun fyrirkomulag þessa nýja skóla, sem á mörgum sviðum er all nýstárlegur, krefjast góðra að- stæðna. Skólabygging þessi hefur ver- ið nokkuð iengi á döfinni og var reyndar byrjað að graja á þess- um stað íyrir skóla árið 1953, en af framkvæmdum varð ekki frekar. Stærð skólans, þegar hann verður fullgerður verður um 40002 og er áætlað, að það nægi 500 nemendum, þegar skólinn er einsetinn. Við húsaskipan alla er tekið tillit til þeirra nýju kennsluhátta, sem hvarvetna rvðja sér til rúms. Nemendur munu t.d. ekki hafa ákveðna stofu eða „heimabekk", heldur skipta þeir um kennslustofur eftir námsgreinum — enska og enskukennari hafa aðsetur í sömu stofu og er þá kennslu- stofan sérstakleiga útbúin tækj- um og gögnum, sem námsgreinin þarfnast. Byrjað verður á framkvæmd- um um næstu mánaðamót. Henti sér ósyndur í höfnina — og bjargaðl 18 ára pilti frá drukkmÐn „ÞAÐ er ekki vert að vera að gera neitt veður út af þessu en það var gott að geta bjarg- að manninum," sagði Þorleif- ur Hjalti Þorleifsson, sem henti sér ósyndur í sjóinn við Grandaigarð í fyrrinótt og bjargaði frá drúkknun 18 ára pilti, sem faiiið hafði í höfn- ina, er hann var að fara um borð í vb. Þorlák frá Þorláks- höfn. Þorleifur er 25 ára vél- stjóri á vélbátnum Húna frá Skágáströnd, ættaður frá Neðra Bæ í Norðurárdal. Hann hélt piltinum á floti, þar til lögreglan kom á vett- vang. Fóru þá tveir lögreglu- menn í sjóinn, þeir Hilrrfar Þorbjörnsson og Einar Bjarna son, til að bjarga mönnunum tveimur á þurrt land. Pilturinn liggur í sjúkra- húsi og jafnar siig, en Þorleif- ur var við vinnu í gær og er ekki að sjá, að honum hafi orðið meint af volkinu. „Við vorum þrír saman á gönguferð undir svefninn um þrjúleytið um nóttina,“ sagði Þorleifur. „Þegar við vorum úti við kaffivagninn á Granda garði, kom leigubíll akandi á fleygiferð. Bílstjórinn hrópaði til okkar, að maður hefði fall- ið í sjóinn, en hélt síðan á- fram til að sækja frekari hjálp.“ „Nokkru utar sáum við. hvar pilturinn maraði í hálfu kafi aftan við Þorlák. Hann lá á grúfu, svo að aðeins sást í bakið á jakkanum hans. Héid um við þvi jafnvel, að hann væri þeigar drukknaður. Tveir okkar eru ósyndir og hinn þriðji illa. Ég sá, að ekkert gagn hefði verið að því, að ég færi að henda mér í sjó- inn. Þá hefði þurft að bjarga tveimur í stað eins.“ Framh. á bls. 27 Þorleifur Hjalti Þorleifsson Hafþór finnur allmikla síld út af Gerpi Rætt við Jakob Jakobsson um göngu síldarinnar eystra Morgunblaðið átti í gær tal við Jakob Jakobsson, fiskifræð- ing, sem þá var staddur á rann- sóknarskipinu Ægi um 150 míl- ur norð austur af Langanesi. Jakob sagði um göngu síldarinn- ar nú: — Það er dálítið einkennilegt ástand eins og er. Frá því við fundum síldina 190-200 mílur norð-austur af Langanesi fyrir þrem til fjórum dögum hefur meginhluti hennar farið lengra Þessa rissmynd gerði Skarphéðinn Jóhannsson af hinunj nýja menntaskóla, er taann befur teikn- að. Myndin sýnir anddyri skóJans. til hafs og er nú ea. 80-90 mílur suður af Jan Mayen. — Þetta er ákaflega langt fyr- ir skipin að sækja, það er svona 300 mílna leið. — Við höfum þó orðið varir við síld um 190 mílur frá Langa- nesi og um 100 mílur frá nesinu. Það er síld, sem ekki hefur fylgt aðalgöngunni o,g orðið eftir nær landi. Sú síld hefur verið stygg og lítið veiðzt af henni. Torfurn- ar eru óstöðugar. — LeitarSkipið Hafþór hefur verið út af Austfjörðum og hef- ur fundið nokkuð mikla síld 35-55 mílur út af Gerpi. Hún stendur djúpt enn sem komið er, á ca. 50-60 föðmum. Þeir munu fylgjast með þessari síld áfram og sjá hvort hún komi ekki upp. — Við erum nú staddir um 150 mílur norð-austur af Langa- nesi til að athuga svæðin hér grynnra. Hér er talsverð rauð- áta og ég vona að síldin fari að spekjast, torfurnar verði stöð- ugri hér nær landi. • — Ég býst við að þetta sé sama síldin, þ.e. 15 ára stofninn sem varð fyrstur til að ganga að landinu. Veiðin hefur verið bezt í jöðrunum og er það svipað og var í fyrra um þetta leyti. Þá hélt hún norður eftir eins og rnú, en veiðirl hef- ur verið betri í ár. f fyrra dreifð ist síldin meira. — Norska leitarskipið G.O. Sars fylgist með síldinni norður frá. Við skiptum með okkur verkum. Ægir fylgist með síltL inni sem varð eftir nær landi. — Nú er kominn norð-austan kaldi, en gott veður hefur verið sl. hálfan mánuð. Ef eitthvað verður að veðri mun tvísýnt fyrir veiðiskipin að fara svo langt fró landi, þ.e. um 300 míl- ur. Sáttafundur SÁTTAFUNDUR í deilu þerna. þjóna og matreiðslumanna á kaupskipaflotanum hófst kl. 5 síðdegis í gær og stóð til kl. tæp- lega 8. Þá var fundi frestað til kl. 10. Fundurinn stóð enn yfir er blaðið fór í prentun og voru þá taldar litlar líkur til að sam- komulag næðist. Ekki hefur verið boðaður sátta fundur verkalýðsfélaganna i Reykjavík og Hafnarfirði. Dregid í gærkvöldi f GÆRKVÖLDI var dregið í Landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins hjá borgarfógeta í Reykjavík. Sökum þess að ekki hafa enn borizt fullnað arskil utan af landi, verður ekki unnt að birta vinnings- númerin fyrr en á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.