Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 21
Fimmtudsgur 17. júní 1965 MORCU N BLAÐIÐ 21 Sjötugur 18. júnl Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður 75 ára 18. júm Kristín Jónsdóttir r Þegar ég kom 1 Gagnfræða- ekólann á Akureyri fyrir 45 árum vakti það atlhygli mína, að meginhluta þess plöntusafns, sem notað var við kennsluna var safnað af einhverjum Jóni Högn valdssyni, en einkum dáðist ég þó að fögrum frágangi þess. Brátt frétti ég, að þessi Jón væri Eyfirðingur og þá nýfluttur vest ur um haf. Gerði ég ekki ráð fyrir, að kynni mín af honum yrðu mciri, og að hann mundi drukkna í þjóðahafinu þar vestra eins og svo margir aðrir. : Ég varð því næsta undrandi er ég var kynntur fyrir honum á stofnfundi Skógræktarfélags ís- lands á Þingvöllum 1930. En því get ég þessara atvika, að þetta I tvennt þekking á gróðri og rækt- un, kemur mér ætíð fyrst í hug ‘ í samibandi við Jón Rögnvalds- son, og þessum hlutum hefir nafn hans löngum verið tengt, og að hann hefir með lífsstarfi sínu skráð kapitula í ræktunar- stögu landsins, sem lengi verð- ur í minnum hafður. ! Jón Rögnvaldsson fæddist f Grjótárgerði í Fnjóskadal 18. júní 1895. Foreldrar hans voru ! Rögnvaldur Sigurðsson og Lov- ísa Guðmundsdóttir. Fluttust þau skömmu síðar að Fífilgerði í Kaupangssveát, og þar hefir Jón dvalizt lengst æfi sinnar og er löngum við þann bæ kennd- ur. j Jón lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1916 og mun hann sem fleiri nemendur þess skóla hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af kennslu og hugsjónum Stef- éns Stefánssonar skólameistara. Um skeið mun hann hafa hugs- «ð til framihaldsnáms, en sú braut var þá torsótt efnalitlum unglingum, en árið 1919 brá hann á annað ráð og hélt til Ameríku. Þar dvaldist hann í 5 ér. Stundaði hann þar nám í garðyrkju og skógrækt við eina ágætustu tilraunastöð í Canada í Indian Head í Sakatohewan. Lauk flann þaðan garðyrkju- prófi. Höfðu fáir íslendingar á undan honum lokið því námi, og enginn vestan hafs. Eftir heimkomuna tók Jón •ð stunda búskap í Fífilgerði, fyrst lengi með systkinum sínum. Fifilgerði er lítil jörð, en tók mikl um stakkaskiptum í búskapartíð Jóns, en mestan svip setti það þó á heimilið, að Jón kom þar upp hreinum æfintýragarði, með hinum furðulegustu og fjarlæg- ustu tegundum plantna, sem eng an hafði órað fyrir að gætu vax- ið hér. Átti sá garður engan sinn líka á landinu, en íbúar hans hafa nú verið fluttir og græddir að nýju í Lystigarðinum á Ak- ureyri, en allt heimilið í Fífil- gerði var einkennt af snyrti- mennsku og smekkvísi. Árið 1938 keypti Jón ásamt Kristjáni bróður sínum garð- yrkjustöðina Flóru á Akureyri, og ráku þeir hana með mikilli prýði í 15 ár, en jafnframt stund aði Jón búskapinn í Fífilgerði. Allt frá því að Jón kom frá Ameríku hefir hann stundað garð yrkjustörf á Akureyri. Á hann mörg handtök i görðum Akur- eyringa, og hefir skipulagt ýmsa hina bezt gerðu garða þar. Hef- ir hann öllum mönnum fremur kennt Akureyringum ræktun skrúðgarða. Einnig hefir hann ritað ágæta bók um skrúðgarða. Þegar frú Margrethe Schiöth lét af stjóm Lystigarðs Akur- eyrar, og afhenti hann bænum, var eðlilegt að leitað yrði til Jóns Rögnvaldssonar um að veita honum forsjá. Var það hvorttveggja, að ekki var völ nokkurs kunnáttumanns í þeim fræðum slíks sem hans, og einn- ig hafði hann oft aðstoðað frú Schiöfch í garðinum og var manna líklegastur, til að halda starfinu áfram í sama anda og hún. Vékst hann undir þá nauð- syn og hefir hann stjórnað garð- inum síðan um 12 ára skeið, en jafnframt um allmörg ár verið garðyrkjuráðunautur bæjarins, en lét af því starfi nú í vor. Undir forsjá Jóns hefir Lysti- garðurinn dafnað með ágætum, og er einn merkasti skrúðgarður landsins. Einkum ber þar að nefna hið ágæta safn íslenzkra og erlendra plantna sem þar eru og ekki hefði verið unnt að koma þar upp ef ekki hefði not- ið við þekkingar og áhuga Jóns. Eiga Akureyringar honum mikla þakkarskuld að gjalda fyrir störf hans í Lystigarðinum og við garð yrkju í bænum um árafuga skeið. En um leið má og minn- j ast þess, að Kristján bróðir Jóns I hefir lengstum verið hans önnur hönd að öllum þeim störfum. Vorið 1930 hafði Jón forgöngu um stofnun Skógræktarfélags hér við Eyjafjörð. Ekkert slíkt félag starfaði þá í landinu, og hlaut hið unga félag nafnið Skógræktarfélag íslands. Nokkr- um vikum seinna var annað skóg ræktarfélag stofnað á Þin.gvöll- um, tók það nafn eyfirzka fé- lagsins, sem breyttist í Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga. Lítill vafi er á, að framtakssemi Jóns og félaga hans ýtti mjög á eft- ir seinni félagsstofnuninni. Jón var fgrmaður Skógræktarfél. Eyfirðinga um allmörg ár og drif fjöðrin í störfum þess samtímis. En á þeim árum voru friðaðar skógarleifar við Garðsárgil, í Leyningshólum, og að Vöglum á Þelamörk, og skógarreiturinn austan við Akureyrarpoll tekinn til ræktunar. Vann Jón á þeim árum mörg hand- tökin fyrir skógræktarmál- ið, án þess gjald kæmi fyrir. Hefir Skógræktarfél. By- firðinga vottað honum þakkir sín ar með því að kjósa hann heið- ursfélaga sinn. Og nú er Jón Rögnvaldsson sjötugur. Enn er hann manna kvikastur í hreyfingum og af- kastamestur við vinnu sína. Á- huginn og lifsfjörið er eins og í venjulegum manni um tvítugt, og í ósérplægni og fórnfýsi fyrir áhugamál sín á hann engan sinn líka. Hann spyr ætð fyrst um hvað gera þurfi, og hvenær verk ið skuli unnið, síðan gengur hann að því án þess að spyrja um laun eða vinnutíma. Þekki ég engan mann honum líkan í því efni. Kvæntur er Jón Körlu Þor- steinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Um leið og ég óska Jóni Rögn- valdssyni til hamingju með af- mælið, þakka ég honum ótal- margar ánægjulegar samveru- stundir, og enn ánægjulegri sam vinnu um margra ára skeið. Og umfram allt óska ég þess, að Lystigarður Akureyrar megi enn njóta starfskrafta Jóns um langt skeið. Steindór Steindórsson frá Hlöðum Á morgun 18. júní er Krist- ín Jónsdóttir Grettisgötu 31, 75 ára. Kristín er fædd að Mosfelli í Mosfellssveit foreldrar hennar voru hjónin Jón Jóhannesson og Guðrún Eggertsdóttir bæði úr Mosfellssveit. Hann frá Suður- Reykjum hún frá Amstridam. Á Mosfelli bjuggu þau í 3 ár milli presta, en fluttu þá fyrst að Bringum en svo inn í Kjós að Morastöðum en lengst bjuggu þau að Laxárnesi eða þar til þau hættu búskap og sonur þeirra tók við. Þetta var dugnaðar og manndómsfólk. Börnin voru 7 eru 3 þeirra en á lífL Kristín ólst upp við venjuleg sveitastörf, en fór til Reykjavík- ur og lærði fatasaum, þótti það þá einhver bezta menntun sem hægt var að fá fyrir ungar stúlk ur. 16. okt. 1915 giftist hún Guð- jóni Jónssyni trésmíðameistara. Á fyrsta búskaparárinu keypti Guðjón hús við Grettisgötu 31 og bjuggu þau allan sinn búskap þar nema fyrsta veturinn. Guð- jón andaðist 1. jan. 196>1. Þau eignuðust 6 börn 3 drengi og 3 stúlkur og eru 4 á lífi myndar- fólk öll gift og eiga mörg börn. Það er langt síðan fundum okk ar Kristínar bar fyrst saman. Ég hef líklega verið 6—7 ára en hún 14—15 ára þegar heimasæt- an frá Morastöðum kom í heim- sókn til fóreldra minna, en feð- ur okkar voru bræður. Mér fannst miikið til um þessa frænku mína, sem kom heldur betur færandi hendi, allt heim- ilisfólkið fékk einhverja gjöf, sem hún hafði sjálf búið til, ég fékk hyrnu hvíta með bláum bekk, mikið gersemi, og þóttist ég heldur fín þegar ég var kom- in með gripinn en þá þekktist ekki að telpur gengu í kápum. Þetta var mikil rausnar frænka sem við áttum þama, fannst mér. Eftir öll þessi ár hefur skoðun min á hehni ekki breyzt. Vinátta hennar við mig hefur ekki verið endaslepp, heldur staðið öll þessi ár. Ég og fjölskylda mín áttum alltaf atihvarf hjá þeim hjónum þegar við bjuggum í sveitinni, og enginn reyndist mér betur en þau þegar ég þurfti þess með. En ég og mitt fólk var ekki eina fólkið sem áti athvarf í þessu heimili. Það var alltaf mikill gestagangur. Fólk víðsvegar að (gisti þar, og alltaf var nægilegt húsrými og hjartarúm. Aldrei sá ég frænku glaðari en þegar svo var gestkvæmt að nokkur hluti gestanna varð að sofa á gólfinu. En þó áttu þeir sem eitthvað var að eða fóru halloka í lífinu mest athvarf hjá Kristínu og hennar góða manni. Kristín er mikil kjark kona, enda hefur hún þurft á því að halda. Alla erfiðleika hefur hún borið með einstakri hugprýði. Kristín er en vel ern og lætur ekki ellina á sig fá, hún er sí- vinnandi. Þær eru æði margar peysurnarvbæði úr lopa og garni sem hún hefur prjónað, fallegar flíkur, sem hafa yljað þeim, sem notað hafa, og ekki síður vetl- ingarnir sem engin prjónar bet- ur en hún. Kristín heldur enn heimili, og tekur en á móti vin- um og vandamönnum hress, glöð og veitandi. Það er oft helt á könnuna hjá henni frænku, en það er hún yfirleitt kölluð af fjölskyldu og frændaliði. Um leið og ég þakka þér frænka mín allt sem þú hefur verið mér og mínum frá fyrstu kynnum okkar, óska ég þess að þú haldir en reisn þinni lengi, og að æfikvöldið verði hlýtt og bjart. Guðlaug Narfadóttir Til leigu Nýleg 2ja herb. íbúð á 1. hæð í sambýlishúsi við Safamýri. — Laus strax. — Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar gefur: FASTEIGNASALA Guðmundar Þorsteinssonar. — Sími 20330. Sportveiðimenn LÍNUR REGNÚLPUR VEIÐISTÍGVÉL 723 kr. upphá. SPÆNIR VEIÐISTÍGVÉL 283 kr. upphá. FLUGUR VÖÐLUR 844 kr. REGNFÖT 476 kr. SÖKKUR VARGGRÍMUR (Flugnanet) HJÓLAPOKAR, 3 gerðir, mismunandi stærðir. ÖNGLAR VEIÐIFÖT, buxur og jakki. Létt og þægileg. Kr, NÝJUNG: Gdður moðkur 50 stk. í vuxbornum ílútum \ Vöruúrvul fyrir veiðimenn í VESTURRÖST GARÐASTRÆTI 2 Sími 16770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.